Morgunblaðið - 27.10.2018, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018
Til eru sex undirtegundir tígra í
heiminum núna, samkvæmt erfða-
rannsókn sem birt er í nýjasta hefti
timaritsins Current Biology. Vís-
indamenn vona að niðurstöður rann-
sóknarinnar greiði fyrir tilraunum
til að koma í veg útrýmingu tígris-
dýra. Innan við 3.200 fullvaxta tígr-
ar eru í náttúrunni, samkvæmt
gögnum alþjóðlegu náttúruverndar-
samtakanna IUCN.
Undirtegundirnar sex eru:
bengaltígurinn, indókínverski tígur-
inn, malasíski, síberíski, suður-
kínverski tígurinn og súmötrutígur-
inn. Ein þessara tegunda, suður-
kínverski tígurinn, er talin í mikilli
útrýmingarhættu eða hugsanlega
útdauð í náttúrunni. Ekkert dýr af
þessari tegund hefur fundist í nátt-
úrunni í rúman aldarfjórðung. Við
erfðarannsóknina var aðeins notast
við sýni úr einum suðurkínverskum
tígri sem er í dýragarði.
Vitað er um þrjár undirtegundir
tígra sem hafa þegar dáið út: kaspía-
tígurinn, jövutígurinn og balítígur-
inn. Helstu ástæður þess að tígrum
hefur fækkað mjög eru ólöglegar
veiðar og eyðing búsvæða. Tígrar
lifa nú aðeins á um 7% þeirra svæða
sem vitað er að hafa verið heim-
kynni þeirra.
Rannsóknarmennirnir segja að
deilt hafi verið um hvernig eigi að
vernda tígrana, m.a. vegna ágrein-
ings um hversu margar undirteg-
undirnar séu. Sumir hafi sagt að
þær séu aðeins tvær, aðrir að þær
séu fimm eða sex. „Ágreiningurinn
um fjölda undirtegundanna hefur að
nokkru leyti tálmað tilraunum til að
bjarga þeim frá útrýmingu,“ hefur
fréttaveitan AFP eftir Shu-Jin Luo,
vísindamanni við Peking-háskóla,
sem stjórnaði rannsókninni.
Vísindamennirnir notuðu sýni úr
32 tígrum til að rannsaka erfða-
mengi þeirra. Þeir fundu fáar vís-
bendingar um kynblöndun og erfða-
fræðilegur fjölbreytileiki undir-
tegundanna reyndist lítill. „Tígrar
eru ekki allir eins,“ sagði Luo og
bætti við að stærð tígra og litirnir á
feldinum væru mismunandi eftir
undirtegundum. „Tígrar frá Rúss-
landi þróuðust með öðrum hætti en
þeir sem eru frá Indlandi. Jafnvel
tígrar frá Malasíu og Indónesíu eru
ólíkir.“ bogi@mbl.is
Ólöglegar veiðar og eyðing búsvæða eru
helstu ástæður þess að tígrar eru í hættu
Tígrar (Panthera tigris)
Súmötru-
tígur (Panthera
tigris sumatrae)
Súmötrutígur
Færri en 400
Tígrar í útrýmingarhættu
Heimildir: IUCN/WWF/*Þjóðgarða- og náttúruverndarstofnun Nepal/Ljósmynd AFP: Romeo Gacad
Bengaltígur
+2.500
Síberíutígur
Um 540
Suðurkínverskur
Hefur ekki sést í
náttúrunni í rúm 25 ár
Indókínverskur
Um 350
Þeir lifa þar allt árið
Áætlaður fjöldi dýra af hverri undirtegund
Malasískur
250-340
Heimkynni tígra
Þeim hefur líklega
verið útrýmt þar
Heildarfjöldi:
2.154 - 3.159
fullvaxta dýr
skv. gögnum IUCN
NEPAL
235 sáust þar í náttúrunni í ár
en aðeins 121 árið 2009*
BÚTAN KÍNA
RÚSSLAND
INDÓNESÍA
MALASÍA
INDLAND
BANGLADESS VÍETNAM
BÚRMA
Í hættu Í hættu Í hættu
Í hættu
Í mikilli
hættu
Í mikilli
hættu
Í mikilli hættu eða
hugsanlega útdauð
Staða:
Aðeins sex undirtegundir
tígra eru eftir í heiminum
Þrjár undirtegundir hafa dáið út og ein er mjög nálægt því
Dansarar stíga dans í Blackpool Tower Ball-
room undir upplýstu listaverki sem nefnist
„Mánasafnið“ og er eftir breska listamanninn
Luke Jerram. Sýningin í danssalnum er liður í
árlegri sjónlistahátíð í miðborg Blackpool,
Lightpool Festival. Á hátíðinni er m.a. blandað
saman ýmsum ljósinnsetningum og gjörningum
á mörgum stöðum í Blackpool á Norðvestur-
Englandi, að sögn fréttaveitunnar AFP.
AFP
Dansað undir Mánasafninu í Blackpool
Lögreglan á Flórída handtók í gær
56 ára gamlan mann sem grunaður
er um að hafa sent sprengjur í pósti
til demókrata og fleiri manna sem
hafa gagnrýnt Donald Trump
Bandaríkjaforseta. Bandarískir
embættismenn sögðu að maðurinn
héti Cesar Sayoc og fleiri kynnu að
verða handteknir í tengslum við
rannsókn málsins. Hann var hand-
tekinn við verslunarmiðstöð í bænum
Plantation á Flórída. Bandarískir
fjölmiðlar sögðu að maðurinn væri á
sakaskrá og hefði tengsl við New
York-borg.
Í gær höfðu alls tólf sprengjur
fundist í pökkum sem reynt var að
senda Barack Obama, fyrrverandi
Bandaríkjaforseta, Hillary Clinton,
fyrrv. forsetaefni demókrata, og fleiri
mönnum sem hafa gagnrýnt Trump,
m.a. leikaranum Robert De Niro.
Síðustu tvær sprengjurnar fundust á
Flórída og í New York-borg í gær.
Trump óskaði lögreglunni til ham-
ingju með handtökuna og fordæmdi
póstsendingarnar, lýsti þeim sem
„fyrirlitlegum“ ógnarverkum.
Sprengju-
maður
handtekinn
H
a
u
ku
r
0
1
.1
6
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Fyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi, samsetningu og sölu á
heimsþekktum og þrautreyndum vörum sem notaðar eru í
útbyggingar, svalalokanir, glugga, rennihurðir og fleira. Velta 250
mkr. og mikil verkefni framundan.
• Ungt og hratt vaxandi veitingastaður (2 staðir) þar sem áhersla er
lögð á hollan skyndibita í hádeginu og á kvöldin. Veltan í ár áætluð
280 mkr. og EBITDA 20 mkr. Miklir möguleikar á að fjölga stöðum
undir vörumerkinu sem hlotið hefur góðar viðtökur.
• Lítið framleiðslufyrirtæki sem framleiðir sérhæfða vöru fyrir heimili og
fyrirtæki. Velta um 40 mkr. nokkuð stöðug. Afkoma jöfn og góð.
• Arðsamt fyrirtæki með langa reynslu sem flytur inn og selur
véltæknibúnað aðallega tengdum sjávarútvegi, fiskeldi, en einnig
öðrum iðnaði. Velta undanfarin ár hefur verið á bilinu 150-200 mkr.
og EBITDA 25-40 mkr.
• Rótgróið iðnfyrtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á vörum úr plasti.
Ársvelta á bilinu 250-300 mkr.
• Ein þekktasta hárvöruheildverslun landsins með mjög þekkt merki
fyrir fagaðila. Góð velta og afkoma.
• Fyrirtæki sem sérhæfir sig í greiðslulausnum á afmörkuðu en þekktu
sviði leitar eftir auknu hlutafé. Spennandi fjárfestingakostur með
miklum möguleikum á arðsemi, gangi áætlanir eftir.
• Mjög gott fyrirtæki sem sérhæfir sig í lagningu á þakdúk sem það
flytur sjálft inn. Veltan á bilinu 150-200 mkr. og afkoman mjög góð.
Eigendur tilbúnir að vinna áfram eins og þörf krefur.
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Þórarinn Arnar Sævarsson
fasteignaráðgjafi,
thorarinn@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
brynhildur@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson
hæstaréttarlögmaður,
sigurdur@kontakt.is