Morgunblaðið - 27.10.2018, Page 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018
Allepilla. AFP. | Sólin hafði verið á
lofti í um klukkustund þegar hópur
glaðværra barna frá þorpinu Allep-
illa á Fílabeinsströndinni hóf um
klukkustundar langa göngu í skól-
ann sinn. Engin rafveita er í þorpinu
en um kvöldið þegar börnin voru
komin heim gátu þau lokið heima-
vinnunni með því að nota ljós frá
bakpokanum sínum því að hann er
með sólarrafhlöðu sem hleður sig
þegar þau ganga á leiðinni í eða úr
skóla. Rafhlaðan endist í um þrjár
klukkustundir þegar hún er notuð til
lýsingar.
Allepilla er um 100 kílómetra
norðan við Abidjan, stærstu borg
Fílabeinsstrandarinnar. Íbúar
þorpsins lifa aðallega á kakó- og
kaffiframleiðslu. Þeir eru um 400,
þar af 150 börn, og ein dæla sér þeim
fyrir vatni. Eins og í þúsundum ann-
arra þorpa í landinu er engin raf-
veita í Allepilla og íbúarnir nota olíu-
lampa eða rafhlöðuluktir til lýsingar.
Sló tvær flugur í einu höggi
Bakpokarnir eru gjöf frá góð-
gerðarhreyfingunni Yiwo Zone sem
beitir sér fyrir menntun stúlkna í
sveitahéruðum Fílabeinsstrandar-
innar og víðar í Afríku. Hreyfingin
hefur safnað fé fyrir bakpokunum
sem kosta jafnvirði tæpra 2.800
króna hver.
Tölvusalinn Evariste Akoumian
fékk þá hugmynd að sjá börnum fyr-
ir bakpoka með sólarrafhlöðu árið
2015 þegar bíllinn hans bilaði að
kvöldi til í sveit á suðvesturhluta
Fílabeinsstrandarinnar. „Ég sá þá
börn á göngu á leiðinni heim úr
skóla,“ sagði hann. „Ég sagði við
sjálfan mig að við yrðum að sjá til
þess að þau fengju ljós til að geta
lært. Það er ekki eðlilegt að sveita-
börn hafi ekki ljós til að læra heima.“
„Þessi sveitabörn eru fátæk,“ hélt
Akoumian áfram. „Þau nota grjóna-
poka eða plastpoka í staðinn fyrir
skólatösku. Hugmyndin var að slá
tvær flugur í einu höggi: að gefa
þeim bakpoka og ljós þar á ofan.“
Frumkvöðullinn lagði áherslu á að
bakpokarnir væru ætlaðir börn-
unum. „Mamma þeirra eða pabbi
geta ekki komið og tekið ljósið af
þeim til að nota það þegar þau eru að
elda eða sinna öðrum heimilis-
störfum.“
Fyrirtæki Akoumians framleiðir
bakpokana og salan hefur gengið
framar vonum. Það hefur nú þegar
selt 55.000 bakpoka, meðal annars í
Gabon, Madagaskar og Búrkina
Fasó, auk þess sem góðgerðar-
samtök í Frakklandi og Þýskalandi
hafa keypt þá handa fátækum börn-
um í Afríku. Akoumian leitar nú eftir
fjárhagsaðstoð eða láni til að geta
reist nýja verksmiðju í Abidjan til að
anna eftirspurninni.
„Bakpokarnir virðast ef til vill
vera ódýrir en þetta eru háar fjár-
hæðir sem íbúar þorpanna eiga
ekki,“ sagði Anna Corinne Menet
Ezinlin, formaður Yiwo Zone. „Hér í
Allepilla hafa sumir íbúanna ekki
efni á að borga skólagjöldin eða
kaupa glósubækur.“
AFP
Ljós í myrkri Stúlkur lesa við ljós frá bakpoka með sólarrafhlöðu í Allepilla
sem er án rafveitu eins og mörg önnur þorp á Fílabeinsströndinni.
Fá ljós í myrkr-
inu til að læra
Börn fá bakpoka með sólarrafhlöðu
AFP
Gagnleg gjöf Börn bíða eftir því að fá bakpoka með sólarrafhlöðu í þorpi á
Fílabeinsströndinni. Góðgerðarhreyfingin Yiwo Zone gefur bakpokana.
Mörg ganga ekki í skóla
» Þúsundir þorpa á Fílabeins-
ströndinni eru án rafveitu en
ríkisstjórn landsins stefnir að
því að um 80% heimila lands-
ins verði með rafmagn.
» Mörg börn á aldrinum sex til
tíu ára ganga ekki í skóla á
Fílabeinsströndinni vegna fá-
tæktar.
» Margir fullorðnu íbúanna
eru ólæsir. Um 60% karlmann-
anna kunna að lesa en aðeins
tæp 39% kvennanna.
Formaður Kristilega þjóðarflokks-
ins í Noregi, Knut Arild Hareide,
vill að hann hætti að styðja hægri-
stjórn landsins undir forystu Ernu
Solberg forsætisráðherra og
myndi ríkisstjórn með Verka-
mannaflokknum.
Hægriflokkurinn, Framfara-
flokkurinn og Frjálslyndi flokkur-
inn (Venstre)
eiga aðild að
stjórninni sem
var mynduð eftir
þingkosningar í
fyrra með stuðn-
ingi Kristilega
þjóðarflokksins.
Hareide og fleiri
þingmenn
flokksins vilja að
hann hætti að
styðja hægristjórnina en flokkur-
inn er klofinn í málinu og aðrir
þingmenn vilja frekar að hann
gangi í stjórnina. Deilan verður út-
kljáð á landsþingi flokksins föstu-
daginn 2. nóvember. Hareide hef-
ur gagnrýnt yfirlýsingar Sylvi
Listhaug, varaformanns Fram-
faraflokksins, sem lét af embætti
ráðherra dóms- og innflytjenda-
mála í mars eftir að hún hélt því
fram að Verkamannflokkurinn
teldi réttindi hryðjuverkamanna
vera mikilvægari en öryggi norsku
þjóðarinnar. Hareide segir að
flokkur sinn sé miðjuflokkur og
eigi að mynda stjórn með flokkum
sem séu næst miðjunni.
Stjórn Solberg gæti fallið
Hareide vill mynda
stjórn með Verka-
mannaflokknum
Knut Arild
Hareide
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
Sjá verð og verðdæmi
á heimasíðu okkar
www.veislulist.is
Fagnaðir
Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur
fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá
samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar.
PINNAMATUR
Veislur eru
okkar list!
Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta
Pinna- og tapasréttir
eru afgreiddir á
einnota fötum,
klárt fyrir veisluborðið.
SMÁRALIND – KRINGLAN
Gjafavara fyrir alla
ULLARTEPPI
Frá 14.900
KÚRUBANGSI
3.590
BRAUÐBOX
Frá 11.900
TULIPOP LAMPI
11.900
VIÐARBRETTI
7.900
POPPSKÁL
2.590
HEKLA KERTI
1.990
BRÚSI
2.790
IITTALA SKÁ
2. stk 4.190
L
ULLARÓRÓI
4.290