Morgunblaðið - 27.10.2018, Page 27

Morgunblaðið - 27.10.2018, Page 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018 Þvottur Amen mamma? Reyndar ekki, heldur er nafn veitingastaðarins Ramen Momo ekki allt inn á mynd. Eggert Með vilja, trú og von í verki er hægt að búa börnunum okkar sem nú vaxa upp lífvænlegt umhverfi og hamla gegn loftslagsbreyt- ingum sem ógna vist- kerfum jarðarinnar. Sem bæði móðir og amma hefur þessi ábyrgð okkar sem eldri erum legið mér þungt á hjarta. Til þess að hamla gegn þessum breytingum þurfum við að standa með lífinu í öll- um myndum þess. Göngum með gleði til þeirra breytinga á lífs- og fram- leiðsluháttum sem eru nauðsynlegar til þess að tryggja frið og sátt við móður jörð! Látum Gullnu regluna, grundvöll kristinnar siðfræði, einnig ná til jarðarinnar og komandi kyn- slóða, sem eiga kröfu á að við hlúum að lífinu! Framangreint er kjarni þess sem fram kom á norrænum fundi lút- erskra höfuðbiskupa sem haldinn var í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar laugardaginn 20. október sl. Ég boð- aði til fundarins í því skyni að ræða viðbrögð og viðnám gegn yfirvofandi loftslagsvá á heimsvísu og á norðurslóðum sér- staklega. Auk mín sátu fundinn Antje Jackelén, erkibiskup í Uppsölum og í Svíþjóð, Helga Haugland Byfuglien, biskup presis, höf- uðbiskup í Noregi, Ta- pio Luoma, erkibiskup í Turku og Finnlandi, og Jógvan Friðriksson Færeyjabiskup. Vígslubiskuparnir á Hólum og í Skálholti, Solveig Lára Guð- mundsdóttir og Kristján Björnsson, voru einnig þátttakendur á fund- inum. Umhverfismál snúast líka um siðferði Biskuparnir ræddu þá staðreynd, sem ekki verður umflúin, að hlýnun jarðar og loftslagsbreytingar af hennar völdum setja vistkerfi jarðar úr skorðum. Þar með er þeim árangri sem þrátt fyrir allt hefur náðst í framkvæmd Þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna stefnt í voða. Fram undan er afturför leggi mann- kynið ekki á sig taumhald og snúi frá ósjálfbærri orkunýtingu og neyslu- háttum. Fram kom á fundinum að niðurstaða t.d. sænsku kirkjunnar væri sú að „grænir“ framleiðslu- og lífshættir þyrftu ekki að bitna á hag- sæld og gætu þar á ofan aukið lífs- gæði og vellíðan. Biskuparnir voru sammála um að lúterskar kirkjur á Norðurlöndum skyldu gera varðstöðu um lífið á jörð- inni í öllum sínum myndum að verk- efni sínu á næstu árum. Það er af þeirri ástæðu að hlýnun umfram 1,5-2 gráður mun hafa skaðleg áhrif á lífsskilyrði manna, gróðurs og dýra þannig að öll önnur málefni bera óbætanlegan skaða af. Rísa þarf upp gegn lögmáli ósjálfbærrar sam- félagsþróunar með nýju fagnaðar- erindi þar sem lífið er sett í öndvegi og kostnaðurinn við spillingu lífrík- isins er ódulinn. Rétt er að minna hér sérstaklega á ákall frá þingi umhverfisnets evr- ópskra kirkna, ECEN, sem haldið var í Katowice í Póllandi í byrjun þessa mánaðar: „Vísindin segja okk- ur hvað er að gerast; trúin segir okk- ur af hverju við eigum að bregðast við. Við verðum að grípa til aðgerða núna ef við viljum að lífið á jörðinni eigi sér vonarríka framtíð.“ Margt smátt gerir eitt stórt Í nýrri vísindaskýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna er fullyrt að ráðrúm til þeirrar umbreytingar sem Parísarsáttmálinn frá 2015 kallaði á sé aðeins rúmur áratugur. Hvert og eitt okkar getur tekið smáu og tákn- rænu skrefin, kolefnisjafnað ferðalög sín, minnkað sóun, flokkað úrgang og dregið úr notkun umbúða og plasts. Smáu skrefin eru mikilvæg því þau gefa vísbendingu um að við séum að vakna til alvörunnar og til stuðnings við umbreytinguna. Það eru hins veg- ar stjórnvöld, alþjóðasamtök, hagsmunaaðilar og fyrirtæki sem verða að taka stóru skrefin og setja markmið og mörk sem duga. Kirkjuþing hefur samþykkt um- hverfisstefnu og aðgerðaáætlun til næstu þriggja ára. Þar er m.a. ákveð- ið að frumkvæði æskulýðshreyfingar þjóðkirkjunnar að hætta allri notkun einnota umbúða í söfnuðum fyrir lok yfirstandandi árs. Endurheimt vot- lendis í Skálholti verður fylgt eftir með sambærilegum aðgerðum, ásamt skógrækt og landgræðslu, á prestssetursjörðum. Gefin hefur ver- ið út handbók um umhverfisstarf í söfnuðum og undirbúinn farvegur fyrir umhverfisvottun á starfi stærri safnaða. Þau skref sem tekin hafa verið undir merkjum „Grænnar kirkju“ eru lítil og munu ekki skipta sköpum í hinu stærra samhengi. En þau sýna að þjóðkirkjan lætur sig náttúruvernd varða og leitast við að sýna í orði og verki að hún tekur loft- lagsmálin alvarlega. Einkennisorð þjóðkirkjunnar eru: Biðjandi, boðandi, þjónandi. Við biðj- um fyrir því að allir sem á Íslandi búa vakni til vitundar um nauðsyn þess að umbreyta lífsháttum þannig að markmið í loftslagsmálum og nátt- úruvernd náist. Við boðum lífsmáta sem dregur úr losun gróðurhúsa- lofttegunda, sóun orku og matar og notkun skaðlegra umbúða. Við þjón- um náttúrunni, meðal annars með endurheimt votlendis, skógrækt, landgræðslu og vistvænni starfsemi í söfnuðum kirkjunnar um land allt. Við skuldum börnunum okkar líf- vænlega framtíð. Eftir Agnesi M. Sigurðardóttur » Við þjónum nátt- úrunni, meðal ann- ars með endurheimt votlendis, skógrækt, landgræðslu og vist- vænni starfsemi í söfnuðum kirkjunnar um land allt. Agnes M. Sigurðardóttir Höfundur er biskup Íslands. Við skuldum börnunum okkar aðgerðir Eitt af heilræðunum sem meitluð voru í hof véfréttar- innar í Delfí var: „Berðu að- eins sakir á þann sem er við- staddur.“ Þetta er til marks um að þegar í fornöld voru menn meðvitaðir um nauðsyn þess að sakaðir menn fengju að bera hönd fyrir höfuð sér. Ég nefni þetta hér með vís- an til endurtekinna vísbend- inga um að mannkynið hafi lítið þokast áleiðis á þroska- brautinni á þeim þúsöldum sem liðnar eru síðan Forn-Grikkir reistu áðurnefnt hof. Gera má ráð fyrir að um 80 kynslóðir manna hafi komið og farið á þessum tíma, en eftir að hafa lesið ummæli sem fullorðið fólk lætur falla í lokuðum „fésbókarhópum“ spyr ég mig hvort viðtekin sannindi um mannlega tilvist og framkomu séu nú fallin úr gildi. Varla eru sleggjudómar taldir merki um samfélagsþroska og vart er það merki um sérstakt siðvit að baktala aðra – eða hvað? Getur verið að nú sé runninn upp tími þeirra sem kalla hið illa gott og vilja gera myrkur að ljósi? Nú um stundir birtast ummerki slíkrar hugsunar í málflutningi svonefndra „póst-módernista“ sem vilja þröngva mannlífinu inn í sitt hug- myndafræðilega sniðmát, þar sem heim- inum er skipt í kúgara og fórnarlömb, eftir línum kynferðis, kynhneigðar, litarháttar o.s.frv. Frjálslyndi Hugmyndafræði sem dregur fólk í dilka með þessum hætti brýtur í bága við und- irstöður vestrænnar stjórnmála- og laga- hefðar, en þær undirstöður eru kenndar við frjálslyndi. Áhrif frjálslyndrar hugsunar á stjórnskipunarhefð okkar eiga ekki að koma neinum á óvart, þar sem sjálf stjórn- arskráin er byggð á þessum grunni og mið- ar að því að tryggja borgaraleg réttindi, auk lagalegrar umgjarðar frjálsra fjölmiðla og frjáls markaðar. Frjálslynd hugsun leggur áherslu á að vernda skuli frelsi manna til að haga lífi sínu eins og þeim sýn- ist meðan þeir brjóta engin lög. Frjálslyndi leggur áherslu á að fólk skuli njóta jafnra tækifæra (ekki jafnrar úthlutunar) og á af- nám sérréttinda. Frjálslyndi styður við réttarríkið, þ.e. að ríkinu skuli stjórnað með lögum en ekki með geðþótta. Í því samhengi sem hér um ræðir má árétta að frjálslyndi setur einstaklinginn, en ekki hópa, í for- grunn. Þannig grundvallast frjálslynd sið- fræði og stjórnmálaheimspeki á virðingu fyrir einstaklingnum og baráttu gegn því að fólki sé mismunað eftir því hvaða hópi það telst tilheyra. Lausleg athugun leiðir í ljós að allir þingflokkar á Alþingi Íslendinga vilja kenna sig við frjálslyndi. Þrátt fyrir allt framangreint verður ekki bet- ur séð en að til hliðar við allt frjálslyndistalið þrífist annars konar pólitísk hugsun (jafnvel innan vébanda sumra stjórn- málaflokanna), sem er í öllum meginatriðum ófrjálslynd. Vaxandi áhrif slíkrar stjórn- lyndrar hugsunar eru veru- legt áhyggjuefni því með ráðríki, drottn- unargirni og valdboðum er grafið undan stjórnarháttum sem byggjast á rökræðu og samkomulagi. Reglulega gefast tilefni til að spyrja hvernig frjálslyndið er virt í fram- kvæmd; hvort greina megi pressu frá fá- mennum hópi sjálfskipaðra siðgæðisvarða og/eða menningarvita sem vilja stjórna því hvernig aðrir tala, skrifa og jafnvel hugsa. Búum við í reynd við fámennisstjórn í þess- um efnum, þar sem áherslan er ekki lengur á mikilvægi þess að hver og einn fái að velja eigin sannfæringu, heldur velji aðeins þá sannfæringu sem henni/honum ber að hafa? Er þá stefnt að fjölbreytileika í öllu nema skoðunum? Valdboðsstjórn þeirra sem telja sig hafa höndlað sannleikann er í stuttu máli ógn við frjálslynt lýðræði. Afstaða þess sem vill ekki heyra önnur sjónarmið og gagnrök er ekki aðeins til marks um hroka eða skort á auðmýkt, held- ur kreddubundna afstöðu sem enginn mað- ur getur sýnt án þess að opinbera að hann er haldinn þröngsýni, fordómum og skorti á umburðarlyndi. Ástæða er til að árétta að slík afstaða er ekki í takti við undirstöður lýðræðislegs stjórnarfars, þar sem áherslan er á að fólk fái, í lengstu lög, að stjórna sér sjálft. Simul Justus et Peccator Að því gefnu að við viljum ekki leyfa öðr- um að stjórna hugsunum okkar og athöfn- um verðum við að hafa vitsmunalegan þrótt til að leita að merkingu og tilgangi og freista þess að öðlast aukinn skilning. Það gerum við með því að lesa, hlusta og ræða saman. Einmitt í þessum anda sagði róm- verski heimspekingurinn Seneca að enginn hefði „enn fengið einkaleyfi á sannleik- anum“. Þótt liðin séu tæplega 2000 ár frá andláti hans er staðan að þessu leyti óbreytt og undirstrikar það sem sagt var í upphafi um að mannkyninu virðist miða fremur hægt fram á við. Okkar eigin hjarta geymir enn bæði gott og illt. Við erum, með orðum Marteins Lúthers, „réttlát og synd- ug í senn“. Þeir sem ekki vilja viðurkenna eigin breyskleika og kjósa að úthrópa aðra en skilgreina sjálfa sig sem „syndlausa“ eru ekki hluti af lausninni, heldur hluti af vand- anum. Þótt lausnin sé enn ekki í sjónmáli má kannski til bráðabirgða leggja fram þá tillögu að við látum skoðanamun ekki koma í veg fyrir að við sýnum hvert öðru virðingu í orði og verki. Við þurfum samræðu, ekki samtalsstöðvun með upphrópunum eða úti- lokun með notkun merkimiða sem klínt er á aðra. Ef menning á að virða sjálfræði borg- aranna þá verður hún að byrja og enda á virðingu fyrir öðrum. Ekki reyna að drottna yfir, eða taka sér vald yfir fólki. Það er tvennt ólíkt að bjóða fólki að fylgja sér eða vilja þvinga það til hlýðni. Lokaorð Aðgreining, útilokun, fyrirlitning og ógn- un er ávísun á að þeir sem fyrir slíku verða hópist saman og slái til baka. Þegar svo er komið er búið að plægja jarðveginn fyrir raunverulega harðstjórn. Til að afstýra stórslysi í þeim efnum þurfum við að hætta yfirborðslegri aðgreiningu í „réttláta“ og „óréttláta“, „fórnarlömb“ og „kúgara“. Kenndi saga 20. aldar okkur ekki allt um þann ófögnuð sem fylgir því að draga fólk í dilka á grundvelli erfðafræðilegra sér- kenna? Útgangspunktur réttarríkis er að enginn verði sakfelldur fyrir orð eða athafn- ir sem hann verður ekki gerður ábyrgur fyrir. Útlit eða kynferði nægir ekki til sak- fellis. Við hljótum að vilja meta aðra út frá mannkostum, en ekki út frá yfirborðslegum stimplum. Háttsemi – sem byggist t.d. á frjálsri og sjálfstæðri hugsun, hjálpsemi, visku og hófsemi – hlýtur að skipta meira máli en hlutskipti manna í „genalottóinu“. Væri ekki jákvætt skref að byrja á að bæta sjálfan sig í stað þess að heimta aðeins umbætur hjá öðrum? Mættum við ekki vinna meira með öðrum í stað þess að vinna gegn öðrum? Framþróun mannkyns er vissulega hægfara, en drifkraftur breytinga þarf ekki að vera neikvæður. Hann þarf ekki að vera knúinn áfram af óvild og áherslum á það sem aðgreinir okkur hvert frá öðru. Þrátt fyrir alla okkar misbresti getur sérhver maður lagt sitt lóð á þessar vogarskálar, öðrum til heilla. Eftir Arnar Þór Jónsson » Framþróun mannkyns er vissulega hægfara, en drifkraftur breytinga þarf ekki að vera neikvæður. Arnar Þór Jónsson Höfundur er héraðsdómari. Hefur þú fengið einka- leyfi á sannleikanum?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.