Morgunblaðið - 27.10.2018, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018
Áopna skákmótinu á Mönþar sem teflt er í þremurstigaflokkum gefst nokkr-um af yngstu og efnileg-
ustu skákmönnum landsins kostur á
að sitja og tefla í námunda við helstu
stjörnur skákarinnar í dag, þar af
tvo fyrrverandi heimsmeistara, þá
Vladimir Kramnik og Wisvanathan
Anand, og tvo sem teflt hafa heims-
meistaraeinvígi: Boris Gelfand og
Sergei Karjakin. Í fyrra mætti
heimsmeistarinn Magnús Carlsen til
leiks og svo skemmtilega vildi til að
hann dróst á móti Birki Erni Bárð-
arsyni í fyrstu umerð, vann þá skák
og síðan mótið. Þá – en ekki nú – var
raðað í fyrstu umferð á tilviljana-
kenndan hátt sem varð m.a. til þess
að Fabiano Caruana mætti Vladimir
Kramnik í fyrstu umferð.
Í stigahæsta flokknum geta skák-
menn tekið þátt sem hafa 2100 elo-
stig og meira og þar tefla auk grein-
arhöfundar, sem er fararstjóri, þeir
Vignir Vatnar Stefánsson, Dagur
Ragnarsson, Gauti Páll Jónsson og
Aron Thor Mai. Þetta mót er svo
sterkt að fyrirfram gátu menn geng-
ið að því vísu fá öflugan andstæðing í
hverri umferð. Dagur Ragnarsson
hefur náð sér vel á strik eftir að hafa
tapað tveimur fyrstu skákum sínum,
fékk 2½ vinning í næstu þremur og
átti unnið tafl gegn geysiöflugum
andstæðingi í sjöttu umferð en
missti stöðuna niður í tímapressu
undir lokin. Greinarhöfundur er að
tefla á sínu fyrsta móti á þessu ári og
hefur gengið nokkuð vel og er þegar
þetta er ritað með 3½ vinning af sex.
Efstu menn voru þessir: 1.-6. Vac-
hier Lagrave, Nakamura, Wojtas-
zek, Wang Hao, Naiditsch og Jeff-
rey Xiong með fimm vinninga.
Hálfum vinningi á eftir koma
kappar á borð við Anand, Kramnik
og Karjakin en þeir sitja með nokkr-
um öðrum í 7.-17. sæti.
Þrír íslenskir piltar tefla svo í
næsta styrkleikaflokki fyrir neðan
eða Major-flokknum sem svo er
nefndur. Tveir þeirra eru í barátt-
unni um sigurinn, Stephan Briem
var eftir fjórar umferðir af sjö með
þrjá vinninga og var í 3.-10. sæti og
Alexander Oliver Mai með 2½ vinn-
ing í 11.-14. sæti.
Skáklistin á okkar tímum krefst
geysimikillar þekkingar á byrjunum
og sum afbrigðin verið rannsökuð í
þaula með öflugum forritum áður en
sest er að tafli. Á þessu fékk Boris
Gelfand að kenna í 5. umferð er hann
tapaði fyrir lítt þekktum Þjóðverja
sem greinilega kann ýmislegt fyrir
sér. Gelfand, sem er mikill byrjana-
sérfræðingur, ákvað að taka slaginn
í flóknu afbrigði þar sem hvítur fórn-
ar peði í byrjun tafls. Þannig tefldi
Kasparov stundum þegar hann var
upp á sitt besta en á einstiginu
skrikaði Gelfand fótur:
Opna mótið á Mön 2018:
Rasmus Svane – Boris Gelfand
Enskur leikur
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 c5 4. Rf3
cxd4 5. Rxd4 Dc7 6. Rc3 a6 7. Bg2
Dxc4!? 8. 0-0 Rc6 9. Rb3 d5 10. Bf4
Be7 11. Hc1 Db4 12. a3 Db6 13. e4
dxe4 14. Be3 Dc7 15. Rc5 0-0 16.
R5xe4 Bd7
(Vélarnar telja stöðu svarts erfiða
viðfangs og að betra hefði verið að
leika 16. … Rxe4 17. Bxe4 Bd7 eða
16. … Da5 strax. Niðurstaðan er
kannski sú að svartur hefði átti að
sleppa peðsráninu í 7. leik.)
17. Rxf6+ Bxf6 18. Ra4!
(Notfærir sér veikleikana á svörtu
reitunum.)
18. … Be7 19. b4! Hae8? 20. Bb6
Dd6
(Eða 20. … Dc8 21. Rc5 o.sfrv. )
21. Dxd6 Bxd6 22. Hfd1 Re7 23.
Rc3 Rd5 24. Bxd5! exd5 25. Hxd5
He6 26. Hcd1 Bb8 27. Hxd7 Hxb6
28. Rd5 He6
29. Re7+ Kh8 30. Hd8 He1+ 31.
Kg2!
– og Gelfand gafst upp.
Sterkasta opna
mót ársins fer
fram á Mön
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Chessbase
Skák Boris Gelfand við upphaf skákar sinnar við Aronjan. Við hlið hans
situr Anand, þá Kramnik og síðan Anish Giri.
Atvinna
Svar marxíska
þríeykisins vegna gagn-
rýni minnar um sóun á
almannafé til bylting-
arrómantíkur ’68 kyn-
slóðarinnar sýnir að
gagnrýnin á fullan rétt á
sér og það var rétt
ákvörðun hjá mér að
neita að taka þátt í að
reisa minnismerki
þeirra um sendiráðstökuna í Stokk-
hólmi 1970.
Segja þau þessa árás á íslenska lýð-
veldið vera „minnisverðan atburð um
mótspyrnu og hugrekki“. Sannleik-
urinn er sá að 11 námsmenn klufu sig
frá almennri kjarahreyfingu náms-
manna þess tíma og hertóku sendiráð
Íslands og lýstu yfir sósíalískri bylt-
ingu.
Að fá milljónir af peningum skatt-
greiðenda til að hylla árásina 50 árum
síðar er bæði tímaskekkja, fullkomið
skilningsleysi og um leið afneitun á
glæpaverkum komm-
únismans sem þekkt eru
í dag. Kvikmyndasjóður
og RÚV eru meðsek.
Í svari sínu hylla þau
„fagrar hugsjónir sósíal-
ismans“ en nýjustu dæmi
úr þeim ranni er að sjá í
Venesúela í dag. Neyðin
er svo mikil að fólk brýst
inn í dýragarða og fargar
dýrum sér til matar.
Jafnvel heimilishundum
er breytt í matarbita til
að framlengja lífið smástund. Það litla
sem er til sölu af matvælum er á okur-
verði sem venjulegt fólk ræður ekki
við.
Ef framleiðendur myndarinnar
hefðu einhvern áhuga á að kynna sér
hryðjuverkastarfsemi í heiminum sæju
þeir fljótt að margir vel menntaðir ein-
staklingar frá efnuðum heimilum
ánetjast vopnuðu ofbeldi og margir
slíkir hafa týnt lífinu m.a. í röðum ISIS.
Sendiráðstakan er víti til varnaðar.
Þetta getur gerst aftur með réttri
blöndun heilaþvottar, áróðursmeistara,
veruleikafirrtra ungmenna og eitur-
lyfjaneyslu.
Kvikmyndin ristir ekki djúpt í gerð
heimildarmynda. Verið er að kreista
síðasta gloríudropann úr sítrónunni 50
árum seinna og blanda með karla-
grobbi og opinberum fréttaklippum.
Starfsmaður á lyftara í myndinni er
með málin á hreinu:
Þetta er þjóðinni til ósóma.
Þjóðinni til ósóma
Eftir Gústaf Adolf
Skúlason » Að fá milljónir af
peningum skatt-
greiðenda til að hylla
árásina 50 árum síðar er
bæði tímaskekkja, full-
komið skilningsleysi og
um leið afneitun á
glæpaverkum kommún-
ismans.Gústaf Adolf Skúlason
Höfundur er smáfyrirtækjarekandi
og fv. ritari Smáfyrirtækjabandalags
Evrópu.
Eins og okkur þyk-
ir vænt um lýðræðið
þá hefur það nokkra
agnúa sem snúa að
tjáningarfrelsi. Tján-
ingarfrelsið er ein af
undirstöðum þess að
við höfum virkt lýð-
ræði.
Nokkuð ber á því
að fólk vill ekki hafa
skoðun opinberlega.
Hugsanlega er það ekki nýtilkomið,
Nixon fyrrverandi forseti Banda-
ríkjanna talaði um „þögla meirihlut-
ann“. En hugsanlega er þetta nýtt á
Íslandi að menn og konur veigra sér
við að gefa upp skoðanir á dægur-
málum og jafnvel hagsmunamálum.
Margt kemur til. Háværir minni-
hlutahópar, atvinnu-
öryggi, álit samborgara.
Þetta er ekki góð
þróun fyrir tjáningar-
frelsið og lýðræðið í
heild. Hvetja þarf til
víðsýni og umburðar-
lyndis í garð ólíkra
skoðana, hvort sem þær
koma frá sitt hvoru
kyninu eða blönduðum
kynjum, hvítu fólki eða
fólki með annan húðlit,
staðbundnum inn-
fæddum Íslendingum
eða aðkomnum o.s.frv
Það er ekki góð þróun að fólk þori
ekki að tjá sig opinberlega. Fáir hafa
hugrekki Jóns Steinars Gunnlaugs-
sonar eða annarra sem taka slaginn.
Trump, núverandi forseti Banda-
ríkjanna, er úthrópaður, vegna skoð-
ana sinna og framkvæmda.
Allir eiga að eiga rödd og við
verðum að sýna umburðarlyndi,
miskunnarleysi og vit til að virða
ólíkar skoðanir fólks. Það er und-
irstaða tjáningarfrelsisins og lýð-
ræðisins, sem við viljum öll lifa við.
Hugleiðing um lýð-
ræðið og tjáningarfrelsið
Eftir Guðmund
Ingason
Guðmundur Ingason
» Það er ekki góð þró-
un að fólk þori ekki
að tjá sig opinberlega.
Fáir hafa hugrekki Jóns
Steinars Gunnlaugs-
sonar eða annarra sem
taka slaginn.
Höfundur er framkvæmdastjóri og
eigandi G. Ingason hf., útflutnings-
skrifstofu sjávarafurða.
gingason@gingason.com
DRAUMAEIGN Á SPÁNI
Nánar á www.spanareignir.is
ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
adalheidur@spanareignir.is
Sími 893 2495
Ármúla 4-6, Reykjavík
Karl Bernburg
Viðskiptafræðingur
karl@spanareignir.is
Sími 777 4277
Ármúla 4-6, Reykjavík
FLOTTAR EIGNIR - GÓÐAR STAÐSETNINGAR
FJÖLBREYTT ÚRVAL - EITTHVAÐ FYRIR ALLA
Flamenca Village, Playa Flamenca
Allegra, Dona Pepa
Arenales del Sol, Los Arenales
Mare Nostrum, Guardamar
Gala, Villamartin
Muna, Los Dolses