Morgunblaðið - 27.10.2018, Page 35

Morgunblaðið - 27.10.2018, Page 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018 ✝ RagnheiðurÞorsteinsdóttir fæddist á Sand- brekku í Hjalta- staðarþinghá 23. maí 1931. Hún lést eftir stutta sjúk- dómslegu á Hjúkr- unarheimilinu Dyngju á Egils- stöðum 19. október 2018. Foreldrar henn- ar voru Ingibjörg Geirmunds- dóttir, f. 1899, d. 1976, og Þor- steinn Sigfússon, f. 1898, d. 1986. Systkini Ragnheiðar: Guðný, f. 1926, d. 1990; Sigfús, f. 1927, d. 2001; Jóhanna Sigur- björg, f. 1929; Geirmundur, f. 1932, d. 2011; Hreinn, f. 1935, d. 1959; Valur, f. 1935, d. 1967; Hjördís, f. 1938, d. 2017; Þor- steinn Þráinn, f. 1941. Eiginmaður Ragnheiðar var Steinþór Erlendsson, f. 3.9. 1918, d. 19.5. 1996. Synir þeirra eru Erlendur, f. 3.10. 1961, og voru saman í vegagerð, en hann var verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins um árabil. Þau hófu bú- skap árið eftir og byggðu sér á nokkrum árum hús í Laufási 5, Egilsstöðum, þar sem þau bjuggu alla tíð. Ragnheiður Þorsteinsdóttir, eða Ragna eins og hún var jafn- an kölluð, ólst upp við öll venju- leg sveitastörf á Sandbrekku í Hjaltastaðarþinghá þar sem fað- ir hennar var hreppstjóri og bóndi og móðir hennar hús- móðir á mannmörgu heimili. Ragna gekk í Húsmæðraskólann á Blönduósi og vann einnig á vetrum í Reykjavík, meðal ann- ars á Landspítalanum og á barnaheimili. Hún vann á sumr- um sem ráðskona í vegavinnu og átti sinn þátt í vegagerð yfir Möðrudalsöræfi, á Úthéraði, í Mjóafirði og Loðmundarfirði. Ragna starfaði í Verslunarfélagi Austurlands í mörg ár, í kjúk- lingaslátrun hjá Sigfúsi bróður sínum í Fossgerði, við heim- ilishjálp, þrif, barnagæslu og síðast á Sambýli aldraðra á Eg- ilsstöðum. Útför Ragnheiðar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 27. október 2018, og hefst athöfnin klukkan 11. Þorsteinn, f. 7.12. 1968. Þeim fæddist einnig andvana drengur 1967. Er- lendur er kvæntur Þorbjörgu Gunn- arsdóttur, f. 1961. Börn þeirra eru Atli Þór, f. 1987, El- ísabet, f. 1992, Rannveig, f. 1998. Sambýliskona Atla Þórs er Sólveig Ingólfsdóttir, f. 1985. Dóttir þeirra er Eyrún Edda, f. 2015. Sambýlismaður Elísabetar er Aðalsteinn Kjartansson, f. 1990. Synir þeirra eru Tinni Snær, f. 2012, og Tumi, f. 2015. Sam- býlismaður Rannveigar er Þór- hallur Elí Gunnarsson, f. 1996. Þorsteinn er kvæntur Steinunni Ásmundsdóttur, f. 1966. Börn þeirra eru Ásmundur Máni, f. 2000, og Ragnheiður, f. 2002. Árið 1959 kynntist hún Stein- þóri Erlendssyni frá Kolls- staðagerði á Völlum þegar þau Þegar ég kom fyrst til Rögnu tengdamóður minnar fyrir tuttugu og tveimur árum stóð gufustrókur mikill gegnum opnar bílskúrsdyrnar og lagði út á götu því ekki aðeins var verið að steikja kleinur í hundraðavís, heldur stóð einnig yfir bjúgnagerð. Héngu þau fagurrauð í bústnum lengjum um allt loft. Á öðrum tímum var það stór- steiking á fiskibollum, kjötboll- um eða laufabrauði sem lagði fyrir vit manns um gjörvallt hverfið. Ragna virtist oftast nær vera á hvolfi í stóraðgerð- um heima fyrir eða með eitt- hvað mikið á prjónunum þegar hún var ekki í vinnunni. Frá vori til hausts var mikið brasað í garðverkum og ferðalögum, haustin voru matarvertíð þar sem gert var að skrokkum, tek- ið slátur, skorið, hrært og hakkað og frystikistur fylltar til vetrarins. Veturinn var helg- aður prjónaskap og fatafram- leiðslu á stóra og smáa, bakstri, krossgátum og tiltektum og á vorin fór fram allsherjar hreinsun innan húss og utan og var þá öllum innan- stokksmunum smellt út í garð til viðringar. Þess á milli bólstraði hún sófasett, saumaði harðangurs- og klaustur- saumsrúmföt handa allri fjöl- skyldunni eða hvaðeina annað sem henni datt í hug. Svona var hún hamhleypa til allra verka, dugnaðarforkur og gaf lítið fyr- ir eitthvert hangs. Og kaffibolli og sígaretta aldrei langt utan seilingar nema seinni árin þeg- ar hvers kyns óhollustu var vik- ið til hliðar til að viðhalda sem bestri heilsu á efri árum. Hún átti sitt uppáhaldsfólk, hafði á því mætur og gerði því gott. Ragna hafði mikla ánægju af ferðalögum innanlands og utan. Mér finnst eins og hún hefði gjarnan viljað ferðast meira er- lendis og læra tungumál, ekki síst þegar hún var ung og þráði ævintýr, en hún var vel ættuð hreppstjóradóttir úr íslenskri sveit, frá Sandbrekku í Hjaltastaðarþinghá og ekki var til siðs í þá daga að vera á miklu flandri heldur festi hún ráð sitt, byggði sér hús með manni sínum og stofnaði fjöl- skyldu. Ég læt öðrum eftir sem þekkja þann kafla betur að rekja þá sögu en vildi óska að ég hefði kynnst tengdaföður mínum Steinþóri Erlendssyni frá Kolstaðagerði, en hann lést vorið 1996 og ég kynntist Þor- steini syni þeirra hjóna þá um haustið. Ég hygg að þau hafi saman átt gott og gestrisið heimili og hlúð vel að sonum sínum í uppvextinum. Ragna stýrði sínu heimili með rögg- semi fram til hins síðasta. Hún lést 87 ára að aldri. Ég minnist Rögnu tengda- móður minnar sem ötullar konu með græna fingur, sagnagáfu og gott skopskyn og bið henni blessunar. Ég á von á að hún taki til hendinni í efra og komi þar skikki á hlutina. Steinunn Ásmundsdóttir. Ég var 19 ára stelpuskott, nýútskrifuð úr menntaskóla sumarið 1981, þegar ég elti Er- lend fyrst austur og Ragna tók mig inn í fjölskylduna. Hún reyndist mér ætíð afskaplega vel, varð mér sem önnur móðir, enda mamma mín hinum megin á landinu. Við kærustuparið bjuggum í kjallaranum á sumrin þegar við komum austur að vinna á há- skólaárunum sem og fyrstu mánuðina eftir að við fluttum austur 1987. Einnig bjuggum við þar eitt sumar þegar við seldum fyrstu íbúðina okkar og vorum í íbúðaleit, þá voru börn- in orðin tvö og nutu þau góðs af nærveru við ömmu sína. Sam- búðin gekk alltaf vel og hún kenndi mér svo margt í heim- ilisstörfum, eldamennsku, handavinnu og uppeldi og ég gat alltaf leitað til hennar ef mig vantaði aðstoð eða góð ráð. Ragna var hörkudugleg hús- móðir og allir í fjölskyldunni tóku þátt þegar mikið stóð til. Við áttum margar stundir sam- an við að sauma vambir, taka slátur, kartöflurækt (og um- ræðu um kartöflur, útsæði, mismunandi kartöfluyrki, hvort sætar kartöflur spíri o.s.frv.) steikja kleinur í bílskúrnum, búa til fiski- eða kjötbollur í frystikistuna og skera út og steikja laufabrauð, siður sem ég þekkti ekki áður. Á seinni árum hef ég tekið við verk- stjórninni, en alltaf var Ragna mætt til að aðstoða. Það fannst henni gaman. Reyndar tókst henni ekki að kenna mér að sauma, þrátt fyrir að hafa t.d. setið hjá mér hálfan dag að hjálpa mér að sauma buxur á Atla Þór. Þá rétti hún mér allt, lét mig sauma og drengurinn fékk nýj- ar buxur fyrir jólin. Það voru mörg matarboðin á Laufásnum og ömmubörnin alltaf velkomin í pössun. Atli Þór naut þess að vera elstur og þau amma bröll- uðu margt saman. Honum fannst notalegt að fá að búa í kjallaranum hjá ömmu tvö síð- ustu árin sem hann var í ME. Þá fór hann í hádeginu heim til ömmu, sem var búin að elda eitthvað gott handa þeim. Ég held að bæði hafi notið þessa tíma vel. Ragna var stolt af öll- um barnabörnum sínum og hafði gaman af að fylgjast með þeim í leik og starfi, spennt fyrir ferðalögum þeirra og glöð þegar þau komu heil heim. Við fjölskyldan nutum þess að hafa ömmu Rögnu með okk- ur í tveggja vikna frí til Krítar árið 2005. Það var dásamlegur tími í sólinni og dýrmætar minningar þaðan. „For my good sleep“ er setning sem hef- ur oft heyrst þegar þetta frí er rifjað upp. Hugurinn var oft á æsku- slóðunum á Sandbrekku og ófá- ir bíltúrarnir farnir þangað, einkum meðan Geirmundur bróðir hennar var enn á lífi. Um tíma var siður að fara til hans á jóladag, ef færð leyfði, til að borða jólahangikjötið. Þá voru sagðar sögur og hlegið, enda Ragna húmoristi og mikill grínisti. Þá kom stríðnisglampi í aug- un og stundum vissum við ekki hvort hún var að segja satt eða ekki. Nú er glampinn slokknaður en eftir lifa ótal minningar um góða konu sem var stoð mín og stytta í blíðu og stríðu í 37 ár. Takk fyrir allt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Þorbjörg. Amma Ragna var besta amma í heimi. Hún steikti bestu kleinurnar, prjónaði flott- ustu peysurnar og gaf hlýjustu knúsin. Henni féll aldrei verk úr hendi, hún var dugleg, hörð af sér og ósérhlífin sem meðal annars olli bakverkjum í garð- vinnunni. En það stoppaði ekki gömlu konuna því það þurfti að huga að blómunum og kartöflu- garðinum. Það sem er okkur systkinun- um minnisstæðast er húmorinn hennar. Amma Ragna var svakalega fyndin og skemmti- leg, var mikill prakkari og hafði gaman af því að stríða og gera létt grín. Til dæmis var hún alltaf snögg að segjast, með stríðnis- glampa í augum, hafa skotið og stoppað upp hreindýrið sem hangir svo tignarlega á Laufási 5. Við hin vitum að það er haugalygi. Svo plataði hún börnin sem voru í heimsókn með því að segja þeim að restin af búknum væri inni í veggn- um; það væri hægt að sjá hon- um bregða fyrir ef maður hlypi nógu hratt úr forstofunni, fyrir hornið og inn í forstofuher- bergið. Það hljóta að hafa verið sleg- in heimsmet í spretthlaupi fimm ára barna í tilraun til að sjá búkinn í veggnum. Það var heldur ekki hægt að spila við hana, því hún svindlaði bara! Svo fannst henni erfitt að skamma okkur ef við vorum að stríða henni, hvert öðru, for- eldrum okkar, hrekkja eða segja ljóta brandara – því henni fannst allt slíkt jafn fyndið og okkur. Amma Ragna hafði líka sterkar skoðanir. Hún fylgdist vel með fréttum svo það var gaman að spjalla við hana um heimsmálin, stjórnmálamenn, kosningar hérlendis eða erlend- is, herinn í Bandaríkjunum, karlalandsliðið í handbolta eða önnur málefni líðandi stundar. Það skipti í raun ekki máli því hún var alltaf tilbúin til að taka spjallið. Það kom okkur í raun alltaf smá á óvart hversu vel upplýst og víðsýn hún var. Hún hafði mikinn áhuga á að spjalla og fræðast um femínisma nú- tímans, réttindi hinseginfólks, stjúptengsl og jafnvel getnaðarvarnir. Henni fannst þessi málefni skipta gríðarlega miklu máli, hún var snögg að venjast breytingum í samfélag- inu og okkur finnst það segja mikið um hjartalag hennar. Svo hafði hún ofboðslega gaman af börnum. Spurði reglulega um langömmubörnin sín og hlakkaði mikið til að hitta þau. Þegar við komum svo loks í heimsókn var hún búin að skipuleggja ævintýraferð í for- stofuherbergið, þar sem frysti- kistan var, til að sækja ís handa krökkunum. Svo var hún búin að finna til þrjár stútfullar krukkur af skrautsteinum til að sýna þeim og mátti sjálf ekkert vera að því að spjalla við full- orðna fólkið, það gat séð um sig sjálft. Elsku amma Ragna, við sjáum þig ljóslifandi fyrir okk- ur í dyragættinni á Laufásnum að veifa til að kveðja okkur. Við söknum þín. Lífið verður ekki eins án þín. Sofðu rótt, í alla nótt og guð geymi þig. Elísabet Erlendsdóttir, Atli Þór Erlendsson, Rannveig Erlendsdóttir. Ragnheiður Þorsteinsdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Okkar kæra, ARNDÍS MARKÚSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 20. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 31. október klukkan 13. Kristjana E. Kristjánsdóttir Ingi Gunnar Ingason Sesselja H. Kristjánsdóttir Reynir Markússon Steinunn B. Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, stjúpfaðir og afi, KRISTJÁN RUNÓLFSSON, Arnarheiði 16, Hveragerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands miðvikudaginn 17. október. Útför fer fram frá Hveragerðiskirkju miðvikudaginn 31. október klukkan 14. Ragnhildur Guðmundsdóttir Jóhann Þór Kristjánsson Olga Hinriksdóttir Gunnar Páll Kristjánsson Laufey Andersen Sigurður Örn Kristjánsson Guðmundur Óli Ómarsson Hrefna Grímsdóttir Hugrún Ómarsdóttir Sigfús Þór Sigurjónsson Eiríkur Einar Egilsson Guðrún Vilborg Sigmundsd. og barnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA HILDUR ÁRNADÓTTIR, Hörgslandskoti á Síðu, lést mánudaginn 15. október á hjúkrunarheimilinu Mörk. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 2. nóvember klukkan 13. Lilja S. Steingrímsdóttir Jóhanna Steingrímsdóttir Logi Ragnarsson Halla Hrund, Kristján, Hildur Kristín, Haukur Steinn Alexander Jón, Aaron Thomas, Melanie Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR ÖRN INGIMUNDARSON, lést sunnudaginn 21. október á hjúkrunarheimilinu Hömrum, Mosfellsbæ. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. október klukkan 15. Lóa Ólafsdóttir Sigurður Rúnar Magnússon Karólína Ólafsdóttir Guðbrandur Einarsson og barnabörn Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BIRNA ÓSK BJÖRNSDÓTTIR, Efstahjalla 7, Kópavogi, lést á Landspítalanum 23. október. Útförin fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi fimmtudaginn 8. nóvember klukkan 13. Ingvar Óskarsson Helena Valtýsdóttir Vala Valtýsdóttir Gísli Óskarsson Valtýr Björn Valtýsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir, tengdamóðir og amma okkar, ANNA JÓNSDÓTTIR, lengst af til heimilis á Njálsgötu 80, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 10. október. Útför hennar fór fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 18. október. Lucia Guðný Jörundsdóttir Sigurjón Valsson Steinunn Marta Friðriksdóttir Hrafnhildur Vala Friðriksdóttir Anna Kolbrá Friðriksdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.