Morgunblaðið - 27.10.2018, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 27.10.2018, Qupperneq 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018 ✝ Ólafur PállLind Egilsson, bóndi á Hunda- stapa, fæddist í Borgarnesi 16. ágúst 1939. Hann andaðist á dvalar- heimilinu Brákar- hlíð í Borgarnesi 18. október 2018. Foreldrar hans voru Egill Pálsson, verkamaður í Borgarnesi, f. 6. september 1912, d. 7. ágúst 1992, og Jó- hanna Lind Pálsson húsmóðir, f. 11. september 1916, d. 28. febr- úar 2010. Ólafur eignaðist 14 systkini, þau eru Sóley Lind, f. 20. apríl 1937, Hilmar Lind, f. 13. ágúst 1940, Kristinn Lind, f. 7. október 1941, Guðmundur Lind, f. 6. maí 1943, Páll Lind, f. 14. júní 1944, Rannveig Lind, f. 12. mars 1946, Þorbergur Lind, f. 8. október 1947, Sigrún Lind, f. 8. nóvember 1948, Eygló Lind, f. 27. júní 1950, Sonja Lind Car- ter, f. 12. september 1951, Sól- rún Lind, f. 2. mars 1953, Hans Lind, f. 27. apríl 1955, d. 8. októ- ber 1955, Hans Lind, f. 20. júlí 1957, og Jenný Lind, f. 14. febr- úar 1959. fræðingur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Landspítala, f. 9. maí 1972, gift Axel Eyfjörð Frið- rikssyni, gæðastjóra hjá HB Granda á Akranesi, f. 18. júlí 1973, börn þeirra eru Eðvarð Eyfjörð og Anna Lísa. 5) Hanna Kristín Lind Ólafsdóttir, læknir í Bretlandi, gift Hervé Soda- tonou tölvunarfræðingi, f. 27. febrúar 1967, börn þeirra eru Hugo Þór, Naomie Lóa og Emma Sigurbjörg. Langafa- börnin eru orðin 11 talsins. Ólafur ólst upp í Borgarnesi í stórri fjölskyldu. Hann gekk í barna- og miðskóla Borgarness. Ólafur vann verkamannastörf hjá Kaupfélagi Borgfirðinga í Borgarnesi fram til 1972 þegar hann og Ólöf tóku við búskap á Hundastapa á Mýrum. Þar byggðu þau upp, reistu bygg- ingar, ræktuðu tún og ráku stórt kúabú fram til 2006. Ólafur gegndi ýmsum félagsstörfum. Hann sat í fulltrúaráði Mjólkur- samsölunnar á árunum 1984- 1990 og var um árabil í samlags- ráði Mjólkursamlags Borgfirð- inga. Ólafur var einnig for- maður Búnaðarfélags Hraun- hrepps í nokkur ár. Hann var á lista Alþýðuflokksins í hrepps- nefndarkosningum í Borgarnesi 1970 og á lista Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna í Al- þingiskosningum 1974. Útför Ólafs fer fram frá Borgarneskirku í dag, 27. októ- ber 2018, klukkan 14. Ólafur kvæntist Ólöfu Guðrúnu Guðmundsdóttur 24. október 1961, f. 21. september 1941. Ólöf ólst upp á Hundastapa þar sem þau tóku svo við búi árið 1972. Ólafur og Ólöf eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Sigurbjörg, f. 21. júlí 1961, matráður í leikskóla í Borgarnesi, sambýlismaður Eyj- ólfur Magnús Aðalsteinsson, f. 14. mars 1953, börn Sigur- bjargar eru Agnes, Magnús, Birgir, Snorri og Torfi Lárus. 2) Egill Jóhann, sagnfræðingur og blaðamaður, f. 16. nóvember 1962, d. 28. janúar 2015, kvænt- ur Unni Björk Lárusdóttur, skjalastjóra hjá Vegagerðinni, f. 26. ágúst 1966, börn þeirra eru Ólafur Lárus og Urður. 3) Guð- mundur vinnslustjóri í Klumbu í Ólafsvík, f. 4. febrúar 1964, kvæntur Þuríði Ragnarsdóttur, matráð í leikskóla Snæfells- bæjar, f. 3. september 1961, börn þeirra eru Viðar Þór, Ólöf Guðrún og Sigrún. 4) Hrafnhild- ur, ljósmóðir og hjúkrunar- „Pabbi kemur með risa kjöt, pabbi kemur með risa kjöt,“ sagði hann með djúpri röddu þegar hann las sögu Steins Bolla- sonar. Þessi setning átti oft eftir að koma upp við hin ýmsu tæki- færi. Pabbi hafði gaman af því að lesa fyrir okkur og barnabörnin sín. Hann varð tröllið undir brúnni þegar hann las söguna Geiturnar þrjár, börnin hlustuðu með athygli en sumum varð um og ó þegar leiklesturinn varð ærslafullur þegar grýlu- og tröllasögur voru lesnar. Mörg börn lentu í poka hjá honum, var það aðallega gert til að stríða öðrum börnum. „Nú ætla ég að taka hana og fara með hana upp í sveit.“ Önnur börn fóru að reyna að bjarga barninu í pokanum. Held að plastpokarnir úr kaupfélaginu hafi haft besta burðarþolið, enda allt gott sem kom þaðan. Pabbi sagði oft: „Ef það fæst ekki í Kaupfélaginu þá þarf ég ekki á því að halda.“ Á unglingsárunum fannst okk- ur mjög óþægilegur þessi fífla- gangur í pabba, við hreinlega skömmuðumst okkar fyrir hvern- ig hann lét, við erum viss um að hann hafi haft gaman af því hvernig við brugðumst við. Hann átti það til að gleyma að renna upp buxnaklaufinni og var það mikill streituvaldur þegar mamma og pabbi komu á skóla- skemmtanir hvort buxnaklaufin var opin eða lokuð. „Er geitafjöðrin á hattinum eða í hattinum?“ Hvað ætli hann hafi spurt marga þessarar spurn- ingar, ef hann náði einhverjum sem veltu svarinu lengi fyrir sér þá hlakkaði í honum. Stuttu eftir að þau mamma fluttu inn í Borgarnes eftir að þau hættu að búa var gestkvæmt og eftir góð- an kaffisopa fór pabbi á klósettið. Þar kallaði hann á eitt barna- barnið sitt að koma að hjálpa sér, drengur stökk inn til hans til að hjálpa til. „Gætirðu hjálpað mér, ég missti tyggjóið mitt ofan í kló- settið, gætir þú náð því upp fyrir mig?“ Pabbi var kannski ekki sleipur í ensku en kunni nokkra frasa sem voru mis-viðeigandi, eitt af því fyrsta sem hann sagði við til- vonandi tengdason var „How are you feeling in your grandmoth er’s trousers?“ „Yes, this is my dad and welcome to the family,“ sagði ég afsakandi. Eftir að við fluttum að heiman og fórum í skóla hringdi hann oft í okkur til að fá fréttir af okkur. Ef við svöruðum ekki þá biðu okkar skemmtileg skilaboð á tal- hólfinu. „Haaaaallóóóó, þetta er er babbi,“ sagði hann með skrækri röddu. „Ég ætlaði bara að vita hvern- ig gangi hjá þér góða mín. (þögn) ... Siggi var úti með ærnar í haga ... aggagggagg sagði tófan a grjóti.“ Já, hann var að syngja. Þetta voru undantekningalaust skemmtileg skilaboð, þó að söng- urinn væri ekki fagur hafði hann djúpa merkingu. Pabbi sendi öll gluggaumslög samviskulega til okkar, þá var hann oft búinn að bæta við einhverjum titli framan við nafnið okkar eins og „yngis- mærin“ og „bóndadóttirin“ svo eitthvað sé nefnt. Það má segja að það sem hann pabbi okkar hafi kennt okkur er að lifa í núinu, halda gleðinni og góða skapinu og reyna að sjá spaugilegu hliðarnar á lífinu. Elsku pabbi, takk fyrir öll sím- tölin, öll bréfin og alla gleðina sem þú gafst okkur. Hrafnhildur og Hanna. Þó allt sé landið yfirleitt okkur mikils virði best er að hafa æsku eytt upp í Borgarfirði. Þegar sumarsólin skín, sindrar skógarrjóður, hvergi er fegurri fjallasýn né fjölbreyttari gróður. Kátur foss í klettagjá kveður ljóð í þaula, yfir hérað horfast á Hafnarfjall og Baula. Þó að börn þín færist fjær, ferðist hnöttinn kringum, þú ert og verður alltaf kær öllum Borgfirðingum. (Númi Þorbergsson) Ég minnist Óla bróður þar sem hann lá á gólfinu umvafinn blöðum og tímaritum, þar sem hann las allt sem hönd var á fest- andi. Það má segja að hann hafi verið sjálfmenntaður sagnfræð- ingur. Ástríða hans fyrir bókum, bæði sagnfræðilegum og skáld- legum var hans ástríða. Sértak- lega allt sem myndi flokkast und- ir þjóðlegar sögur. Hann þekkti til dæmis Íslendingasögurnar upp á tíu. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar hann kemur út á skörina inni í gamla bænum á Gunnlaugsgötu með Sálminn um blómið, skáldsögu Þórbergs Þórðarsonar. Þar las hann upp úr bókinni fyrir okkur fjölskylduna og hafði mikinn húmor fyrir Sobbeggi afa. Óli var ákaflega gjafmildur við okkur systkinin, hann var elstur bræðra. Um jólin skreytti hann jólatréð á meðan stofan var lokuð og við biðum fyrir utan spennt yf- ir því sem koma skyldi. Hann pakkaði inn gjöfunum og aðstoð- aði mömmu við að gera jólin með sínum skemmtilegu uppátækjum og gleði. Hann gaf mér fyrsta hjólið mitt, flotta Möwe-hjólið sem kom í Kaupfélagið eftir að ég hafði nuðað í honum og suðað og oft gaukaði hann að mér nokkrum krónum með umhyggju. Hann var svo hlýr, hann Óli bróðir. Mikið þótti mér vænt um hann. Ég sendi Lóu og börnum þeirra mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Minningin um hann lifir í hjörtum okkar. Rannveig Lind. Ólafur Páll Lind Egilsson ✝ Pétur Sigurðs-son fæddist á Ísafirði 18. desem- ber 1931. Hann and- aðist á Landspítal- anum 14. október 2018. Foreldrar hans voru Sigurður Pét- ursson vélstjóri, f. 1893 á Kleif á Skaga, d. 1957, og Gróa Bjarney Sal- ómonsdóttir, f. 1897 á Kirkjubóli í Korpudal í Önundarfirði, d. 1982. Alsystkini Péturs: Helga Guð- rún, f. 1934, d. 2014, og Svavar Gunnar, f. 1935, d. 2017. Hálf- systkini samfeðra f. 1924, tví- burarnir Guðmundur Jósep, d. 1992, og Guðrún Guðríður. Pétur kvæntist 31. desember 1958 eftirlifandi eiginkonu sinni Hjördísi Hjartardóttur, f. 12. maí 1939, fyrrverandi trygging- arfulltrúa hjá sýslumannsemb- ættinu á Ísafirði, dóttur Hjartar Sturlaugssonar, f. 1905 í Snart- artungu í Bitru, d. 1985 og Arn- dísar Jónasdóttur, f. 1904 á Borg í Reykhólasveit, d. 1947, ábú- enda í Fagrahvammi við Skut- ulsfjörð. Börn Péturs og Hjördísar eru Sigurður, f. 13. júní 1958, sagn- framt framkvæmdastjóri Alþýðuhússins og Ísafjarðarbíós 1970-87. Pétur var forystumaður í ís- lenskri verkalýðshreyfingu um hálfrar aldar skeið. Hann var formaður Félags járniðnaðar- manna á Ísafirði 1962-66 og 1968-69, varaformaður verka- lýðsfélagsins Baldurs 1969-72 og síðan formaður þess 1974-2002, sat í stjórn Alþýðusambands Vestfjarða (ASV) frá 1964 og var forseti þess frá 1970. Með stofnun Verkalýðsfélags Vest- firðinga árið 2002 leysti félagið af hólmi hlutverk ASV og var Pétur formaður þess félags til 2007. Pétur sat í stjórn Verka- mannasambands Íslands, síðar Starfsgreinasambandsins og í miðstjórn ASÍ um skeið. Hann var formaður stjórnar atvinnu- leysistryggingasjóðs. Pétur starfaði í Félagi ungra jafnaðarmanna á Ísafirði og síð- ar Alþýðuflokknum, sat í bæjar- stjórn Ísafjarðar og var vara- þingmaður Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi 1991-95. Pétur var formaður knatt- spyrnufélagsins Vestra á Ísafirði 1954-77 og lék knattspyrnu með félaginu og úrvalsliði ÍBÍ í mörg ár. Útför Péturs fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag, 27. október 2018, og hefst athöfnin klukkan 14. fræðingur og fram- haldsskólakennari, og Edda, f. 29. október 1960, barnakennari. Sigurður er kvæntur dr. Ólínu Kjerúlf Þorvarð- ardóttur, f. 1958, þjóðfræðingi, og eiga þau börnin Sögu, f. 1982, Pét- ur, f. 1983, Magda- lenu, f. 1985, og Andrés Hjörvar, f. 1994. Fyrir átti Ólína Þorvarð Kjerúlf Benediktsson, f. 1975. Barnabörnin eru sex. Edda er gift Bergsteini Baldurssyni, f. 1960, framhalds- skólakennara. Var gift Gunnari Þorsteini Halldórssyni, f. 1960, og eiga þau börnin Bjarneyju, f. 1983, Þorstein Daða, f. 1990, og Jón Sigurð, f. 1992. Barnabörnin eru þrjú og eitt barnabarnabarn. Pétur ólst upp í Mánagötu 3 á Ísafirði og átti allan sinn starfs- feril vestra. Hann stundaði sjó- mennsku frá unglingsárum og lauk prófi frá Vélskóla Íslands árið 1960. Að því loknu starfaði hann hjá Rafmagnsveitum ríkis- ins á Vestfjörðum. Frá 1970 var hann starfsmaður verkalýðs- félaganna á Ísafirði og Alþýðu- sambands Vestfjarða og jafn- Með Pétri tengdaföður mínum er góður maður genginn. Merkur og gegn. Hann stóð alla sína starfsævi í fylkingarbrjósti fyrir verkafólk. Sjálfur alþýðumaður að upplagi og bar þeim uppruna sínum fag- urt vitni. Djúphugull hugsjóna- maður sem alltaf stóð fast á rétti síns fólks og hvikaði ekki fyrir neinu nema sanngirni og góðum rökum. Eins og fjöllin sem umfaðma Ísafjörð var hann fastur fyrir og alltaf til staðar. Pétur var mikill Vestfirðingur í sér, unni heimahögum sínum og vildi veg síns byggðarlags sem mestan. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðar- og félagsstörfum fyrir bæjarfélagið. Sem verkalýðsforingi var Pét- ur af „gamla skólanum“ í bestu merkingu þess hugtaks. Hann var orðheldinn og rækti hlutverk sitt af trúfesti og mannskilningi. Af hvoru tveggja átti hann nóg. Menn vissu að Pétur lét ekki bjóða sér eða sínu fólki hvað sem var. Hann þekkti og virti grunn- gildi verkalýðsbaráttunnar. Hafði baráttuþrek og úthald þegar þess gerðist þörf. Rór í skapi og allri framgöngu. Þess vegna varð hann vinsæll foringi sem naut virðingar síns fólks en einnig andstæðinga sinna. Hans vegna varð hugtakið „Vestfjarðasamningar“ að þekktu viðmiði í launaumræðu. Ég var aðeins 19 ára þegar kynni okkar Péturs hófust. Það var þegar ég kom inn í fjölskyld- una sem tengdadóttirin tilvon- andi, kærastan hans Sigga. Löngu seinna áttaði ég mig á því að mannsefnið mitt var yngri og óreyndari útgáfan af tengda- föðurnum, svo líkir sem þeir feðg- ar voru til orðs og æðis. Margt lærði ég af kynnum mín- um við Pétur. Hann tók mér vel, sýndi viðfangsefnum mínum áhuga, hlýr og ráðagóður. Seinna fékk ég að sjá hvernig afi hann var. Betri fyrirmynd er vart hægt að hugsa sér fyrir ungar uppvax- andi sálir en afann sem alltaf hlustaði, brást við þegar þess þurfti og unni barnabörnum sín- um af alhug. Hann tók á málefn- um þeirra af skilningi og kær- leika, enda var hann einstaklega barngóður að upplagi. Ekki spillti reynsla hans af starfi með ung- mennum. Pétur var nefnilega æskulýðs og íþróttafrömuður í heimabyggð, fyrr á ævi, óþreyt- andi við að byggja upp íþróttaiðk- un ungmenna á Ísafirði þar sem „strákarnir hans“ – Vestrapúk- arnir sem hann þjálfaði í fótbolta – urðu vinir og velunnarar til ævi- loka. Ekki síst vegna þessa varð hann heiðursfélagi Púkamótsins svokallaða, sem er árlegt fótbolta- mót á Ísafirði, haldið af fótbolta- „púkunum“ að vestan. Hlýjan, vináttan og virðingin leyndu sér ekki þegar fundum gömlu félag- anna bar saman af þessu tilefni. Ein sviðsmynd frá Púkamótinu lifir fyrir hugskotssjónum sem nokkurskonar táknmynd fyrir Pétur sjálfan. Hann stendur keik- ur í markinu, þá á áttræðisaldri, frammi fyrir vítaskyttu sem gerir sig klára. Skotið ríður af. Á sömu stundu skutlar Pétur sér milli markstanganna – fimur eins og köttur – og ver! Þannig var hann líka í lífinu sjálfu. Með þessa mynd í huga og þakklæti í hjarta kveð ég nú elskulegan tengdaföður minn og þakka honum samfylgdina. Bless- uð sé minning hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Pétur Sigurðsson lætur eftir sig merka og fallega sögu. Hans verður lengi minnst fyrir ötula og einlæga baráttu fyrir íslenskan verkalýð. Hann var sannur jafn- aðarmaður, hugsjónamaður – harður í horn að taka og lét ekki deigan síga gagnvart launagreið- endum, auðvaldi, stjórnvöldum. Hann stendur jafnfætis Hannibal Valdimarssyni í sögu verkalýðs- baráttu á Vestfjörðum á 20. öld. Áhrif af slagi þeirra beggja dreifðust um allt land, svo sem lesa má úr fjölmiðlum þeirra tíma – og er sumt skráð en annað enn óskráð í sagnfræðiritum. Aðrir munu áreiðanlega gera skil þessu hlutverki Péturs í ævi- ferlinum. Ég er svo lánsamur að hafa orðið tengdasonur hans og á ekki annað erindi en að minnast hans fáeinum orðum og þakka fyrir mig. Þakka fyrir hlýjuna sem hann ávallt sýndi mér og fyrir ómetan- legan stuðning sem þau Hjördís veittu okkur Eddu á erfiðum tím- um. En ekki síst fyrir það hversu einstaklega góður afi hann var börnum mínum. Hjónaband okkar Eddu tók enda fyrir tveim áratugum. Í anda nútímans hefur okkur auðn- ast að halda vináttu og kærleik öllum stundum síðan, þrátt fyrir önnur sambönd og samkynhneigð mína. Hitt er merkilegra að þau Pétur og Hjördís, fædd fyrir miðja síðustu öld, alin upp við allt aðra siði og skoðanir en sem nú tíðkast, samhent hjón alla tíð – þau breyttu aldrei viðmóti sínu til mín eftir skilnað okkar Eddu; þau hafa bæði verið mér jafn hlý og góð frá því ég hitti þau fyrst, fram á þennan dag. Enda lít ég á þau sem einu tengdaforeldra mína, ei- líflega – og með dýpsta þakklæti. Péturs verður sárt saknað. Við öll sem syrgjum hann skulum halda fallegri sögu hans á lofti. Grátum í dag en brosum á morg- un við fagrar minningar. Lokaorðin sendi ég Hjördísi, sem mest hefur misst: Gangi þér vel og lifðu heil. Við erum svo mörg sem þurfum á þér að halda, sem allra lengst. Gunnar Þorsteinn Halldórsson. „Á litlu Íslandi í fallegum bæ sem kallast Ísafjörður býr einn besti vinur minn. Pétur afi.“ Þannig skrifaði þrettán ára drengur í ritgerð um afa sinn, Pétur Sigurðsson. Þessi drengur var ég. Það fyrsta sem kemur í huga mér þegar ég hugsa til afa er þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa átt svona góðan vin, sem stóð við bakið á mér og styrkti mig, þá sérstaklega í íþróttum. Á því sviði var hann líka mín helsta fyrirmynd. Eitt sumarið er hann stóð milli stanganna á Púka- mótinu var dæmd vítaspyrna. Sjálfur fyrirliðinn og elsti mað- ur mótsins, hann afi, skutlaði sér og varði. Með tilþrifum. Sjötíu og þriggja ára! Ég horfði spenntur á og hugsaði með mér: Vá, hvílíkur íþróttamaður. Ég ætla að verða eins og hann. Afi var minn sterkasti bak- hjarl. Hann horfði á æfingar hjá mér, styrkti allar keppnisferðir og kom meira að segja til útlanda að horfa á stórmót. Hann sat stoltur uppi í stúku og fagnaði með mér þegar ég vann Íslands- meistaratitilinn. Ég á honum margt að þakka. „Þegar afi kemur í heimsókn sem er ansi oft, því hann er alltaf að fara á fund, þá fær hann mitt herbergi lánað. Venjulega skilur hann eitthvað eftir fyrir mig og setur það á hina ýmsu staði. Stundum finn ég til dæmis pening nokkrum dögum seinna á hillu eða í skúffu, og síð- ast var fullur nammipoki í ís- skápnum. Nokkrum sinnum á ári kemur afi með fullan poka af smá- peningum, sem er ótrúlega þung- Pétur Sigurðsson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.