Morgunblaðið - 27.10.2018, Page 39

Morgunblaðið - 27.10.2018, Page 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018 ✝ Árni Grétars-son fæddist 23. janúar 1962 á Sauð- árkróki. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 16. október 2018. Foreldrar hans eru Ingibjörg Árna- dóttir, f. 5. maí 1937, og Grétar Jónsson, f. 9. júní 1928, fyrrverandi bændur á Hóli í Sæmundarhlíð nú búsett á Sauðárkróki. Syst- kini Árna eru: 1) Petrea, f. 16. maí 1963, búsett í Kópavogi, sonur hennar er Fannar Árni Hafsteinsson, f. 4. janúar 2004. 2) Margrét, f. 20. ágúst 1965, gift Páli Sighvatssyni, f. 26. febrúar 1965, þau búa á Sauð- árkróki. Þeirra synir eru: a) Grétar Ingi, f. 9. janúar 1994, búsettur í Reykjanesbæ, b) Sig- hvatur Rúnar, f. 23. júlí 1996, unnusta Lovísa Rut Stefáns- dóttir, f. 15. mars 1995. Þau eru bú- sett á Akureyri. 3) Jóhanna Ingibjörg, f. 17. september 1968, búsett á Sauðárkróki. 4) Jón, f. 8. nóvember 1977, kvæntur Hrefnu Hafsteins- dóttur, f. 3. apríl 1980, þau búa á Hóli í Sæmundar- hlíð, þeirra synir eru: a) Ingimar Hólm, f. 14. júní 2008, b) Sveinn, f. 13. desember 2009, c) Pétur Steinn, f. 3. febrúar 2014. Árni ólst upp á Hóli í Sæmundarhlíð og bjó þar fé- lagsbúi með foreldrum og Bjarna föðurbróður sínum fram til ársins 2005 er hann flutti til Sauðárkróks. Þar starfaði hann hjá FISK-Seafood í landvinnslu. Útför Árna fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 27. október 2018, klukkan 14. Mann setur hljóðan þegar maður á besta aldri fellur svo skyndilega frá eins og elsku Árni. Fráfall Árna bróður þriðju- daginn 16. október er okkur öll- um mikið áfall og skilur eftir tómarúm og spurningar um lífið og tilveruna. Við systkinin ólumst upp á Hóli í Sæmundarhlíð, og var hann elstur af okkur. Á Hóli var margt um manninn og fengum við að alast upp með föðurömmu okkar og Bjarna föðurbróður. Það voru forréttindi að alast upp í svona stórri fjölskyldu þar sem aldursbilið virtist ekki skipta máli og allir voru þátttakendur í daglegu lífi. Auk þess sem á næsta bæ var stór frændsyst- kinahópur og var því oft líf og fjör. Fyrstu bernskuminningarnar af Árna eru þegar hann er fyrir framan verkfærahúsið í sveitinni að smíða jarðýtur úr tilfallandi efni sem féll til úr byggingum, þessar ýtur voru skreyttar með nöglum fyrir púströr og bundið saman með snæri til að draga upp úr festu því oft var bras við vegaframkvæmdir. Þannig að snemma kviknaði áhugi hans á öllu því sem viðkom bílum og vélum og öllu í kringum það og sýndi hann því mikla natni þegar kom að því að gera þurfti við vélar og tæki í sveit- inni. Umhirðan var þannig að ef Árni vissi að eitthvað var ekki eins og það átti að vera þá var farið að laga og betrumbæta. Eftirlitsmaður sem var á ferðinni í sveitinni eitt sumarið hafði á orði að óvíða væri þetta í jafn- góðu standi. Árni tók virkan þátt í bú- skapnum með foreldrum okkar og Bjarna föðurbróður, þau ráku félagsbú í sveitinni, nóg var að gera á stóru heimili. Árni var mjög heimakær og sá ekki mikinn tilgang í því að fara til Reykjavíkur að tilefnislausu en hafði samt gaman af því þegar hann fór í nokkrar ferðir utan með vélaumboðum og Starfs- mannafélagi FISK. Alltaf skyldi hann muna eftir að gleðja okkur systurnar með einhverju fallegu þegar heim var komið úr slíkri ferð. Þeir eru nú orðnir nokkrir minjagripirnir sem hann er bú- inn að gefa okkur. Árið 2005 ákvað Árni að söðla um og flytja til Sauðárkróks. Keypti hann sér íbúð í Gilstúni 9 sem er í göngufæri við Jöklat- únið þar sem mamma og pabbi fluttu er þau komu til Sauðár- króks. Það kom sér líka vel, um- hyggjan og hjálpsemi hans við mömmu og pabba sérstaklega núna síðustu árin er seint full- þökkuð. Árni var mjög traustur og greiðvikinn og fannst fólki gott að geta leitað til hans og leysti hann vel úr öllum málum. Ef- laust sakna margir þess sem ekki áttu heimangengt að Árni komi ekki lengur við og færi þeim Bændablaðið eða þá að garðurinn þeirra verði sleginn eða settar verði upp seríur fyrir jólin. Elsku Árni, þú hafðir nú lúmskt gaman af því að stríða okkur systrunum og þegar við vorum alveg að springa þá brost- ir þú og sagðir: „Hvað má ekki aðeins grínast í ykkur?“ Þú varst alltaf hress og kátur og gerðir að gamni þínu. Eftir að þú fluttir á Krókinn hófstu störf hjá FISK-Seafood og líkaði þér það vel. Eignaðist marga góða vini og kunningja þar. Þú varst vinur vina þinna. Þótt áhugi þinn leyndist ekki beint í búskapnum sjálfum varstu alltaf með sterkar taugar til sveitarinnar, þar lágu þínar rætur. Elsku Árni okkar, þín er sárt saknað en eftir standa góðar minningar. Hvíl þú í friði. Þínar systur, Petrea, Margrét og Jóhanna. Árni Grétarssonur og gefur okkur systkinunum.“Gjafmildur var hann og nýtti hvert tækifæri til að gleðja börnin sín. Ýmist með stórkostlegum gjöfum, peningum eða einfaldlega með bröndurum. Árum saman fórum við til Ísó um páskana og gistum hjá ömmu og afa. Alltaf vaknaði afi langfyrstur til að fela páskaeggin. Hann faldi þau á hin- um ótrúlegustu stöðum og varð aldrei uppiskroppa með hug- myndir. „Afi er heimsfrægur á Ísafirði því hvert sem ég fer með honum þekkja hann allir og þurfa næst- um að fá eiginhandaráritun hjá honum.“ Þegar ég er spurður hverra manna ég sé, þá virðast flestir þekkja til afa og hafa alltaf eitt- hvað gott að segja. Enda var hann frábær einstaklingur, hörku íþrótta- og baráttumaður, yndis- legur afi og fyrirmynd. „Ég er stoltur af honum afa mínum og mér finnst ég vera heppinn að eiga svona góðan vin.“ Jón Sigurður Gunnarsson. Daggperlur glitra, um dalinn færist ró, draumar þess rætast sem gistir Vagla- skóg. (Kristján frá Djúpalæk) Það eru aðeins örfáar vikur síð- an að ég og elskulegur afi minn dönsuðum við þetta fallega lag. Það er dýrmætur dans í mínum huga. Við dönsuðum ekki mikið saman í gegnum tíðina, þó svo að afi hafi verið flinkur dansari, en við gerðum margt annað skemmtilegt saman. Þar eru íþróttir og hreyfing efst á blaði auk óteljandi ísbúðarferða. Afi fylgdi mér á ótal mörg fót- boltamót og var minn helsti stuðningsaðili í boltanum. Hann lagði sig alltaf fram um að vera til staðar og gleðja fólkið sitt. Það var líka gott að tala við afa og hann spurði ætíð hvernig gengi hjá mér og mínum. Samræðurnar okkar enduðu svo oftast á spjalli um fótbolta eða veðrið. Mér þótti mjög vænt um það þegar afi stóð upp á merkum tímamótum í mínu lífi, eins og þegar ég útskrifaðist og í brúð- kaupinu mínu, og hélt ræðu. Hann óskaði mér til hamingju með áfangann, sagði einhverjar skemmtilegar og hnyttnar sögur og óskaði mér velgengni. Ég dáist að því hvað afi var fjöl- hæfur maður og áhugasamur um margt. Hann fylgdist mikið með íþróttum, sérstaklega fótbolta, fannst gaman að fara í leikhús, á myndlistarsýningar og á tónleika, hlustaði á klassíska tónlist og las bækur. Hann ferðaðist líka mikið, bæði um Ísland og til útlanda. Hann var ótrúlega hlýr og góð- ur maður en hann var líka harður í horn að taka. Hann var harður stuðningsmaður Vestra, harður jafnaðarmaður og harður verka- lýðsforingi. Við göntuðumst með það að rétt eftir að afi var búinn að panta sér ferð til Kúbu þá gaf Kastró upp öndina. Hann þorði greini- lega ekki að hitta verkalýðskemp- una frá Vestfjörðum. Rakel minnist þess sérstaklega hve hlýr og yfirvegaður afi var alltaf, hnyttinn og hnitmiðaður. Og Edda litla minnist þess hve góður langafi hann var. Hún á minningu um það þegar þau sitja saman í afastól að skoða bók og borða súkkulaði og lakkrís. Já, notalegheit og sætindi voru aldrei langt undan hjá afa. Stuðningur, hvatning og vænt- umþykja eru kjörorð sem afi skil- ur eftir sig í hjarta mínu. Það voru forréttindi að fá að vera afabarnið hans í heil 35 ár. Það eru ekki allir svona heppnir með afa eins ég, nema kannski bræður mínir og frændsystkini. Kveldrauðu skini á krækilyngið slær. Kyrrðin er friðandi mild og angurvær. Bjarney Gunnarsdóttir. Í dag kveðjum við ástæran afa okkar. Pétur var einstaklega hlýr og ljúfur afi. Hann var líka klettur. Frá því að ég man eftir mér var hann alltaf til staðar fyrir okkur systkinin með sinni góðu nær- veru, sem einkenndist af rólegu yfirbragði og þolinmæði. Hann var áhugasamur um það sem við tókum okkur fyrir hendur og stuðningsríkur. Við systkinin nutum ávallt góðs af örlæti afa og ömmu og fengum oft að heimsækja þau til Ísafjarð- ar þar sem þau bjuggu á Hjalla- veginum. Saman lögðu þau sig fram við að skapa góðar minning- ar og gera samverustundirnar eftirminnilegar. Hverja páska kúrðum við í faðmi fjalla og ömmu og afa, sem dekruðu svoleiðis við okkur. Við fengum að fara á skíði upp á hvern einasta dag og sá afi um að koma frændsystkina- hópnum upp á Dal og til baka dag hvern. Hann sá líka um að sækja meira kakó, sækja slasaðan ofur- huga, redda nýjum skíðastöfum, skutla ofurhuga aftur upp í brekku, laga klossana, hóa í liðið, koma hópnum aftur heim og svona mætti lengi telja. Afi var einstaklega örlátur og gaf sér tíma og rúm til að gleðja okkur. Páskaeggin faldi hann vand- lega á hverju ári. Þótt eggin væru 7-8 talsins hvern páskadagsmorg- un tókst honum á undraverðan hátt að sjá til þess að enginn stað- ur væri nýttur oftar en einu sinni. Svo fylgdist hann með, glettinn á svip, á meðan við engdumst um í súkkulaðigræðgi í leit að eggjun- um. Það var alltaf stutt í stríðnina og húmorinn hjá afa. Á bak við ró- legt yfirbragðið leyndist nefni- lega uppátækjasamur grínisti og jafnvel stríðnispúki sem laumað- ist upp á yfirboðið við réttu tæki- færin. Pétur afi sýndi því sem við barnabörnin tókum okkur fyrir hendur áhuga. Hann var virkur þátttakandi í tómstundum okkar og mætti samviskusamlega á íþróttamót hjá okkur öllum. Hann var sjálfur mikill íþróttamaður, hvatti okkur til dáða og var okkur dýrmæt fyrirmynd. Afi kenndi mér að spila Ólsen Ólsen og veiðimann. Svo kenndi hann mér líka að tapa. Það gat verið sár lærdómur, en sársauk- inn var þó fljótur að linast við eina stutta ferð út í ísbúð. Afi kenndi okkur nefnilega líka þá sérstöku kúnst að borða ís. Í dag deilum við barnabörnin sameiginlegri ástríðu fyrir ís. Ástríðu sem sumir gætu kallað þráhyggju eða ár- áttu, en hún felst í því að nýta hvert einasta tækifæri sem gefst til að skjótast út í ísbúð. Ég vil frekar kalla það arfleifð og mun leggja mitt af mörkum til að koma henni áfram til næstu kynslóða. Ég veit að hin barnabörnin munu gera slíkt hið sama. Það er með fullt hjarta af kær- leika og þakklæti sem ég kveð elsku Pétur afa í dag. Guð blessi minningu hans – hún lifir. Magdalena Sigurðardóttir. Elsku föðurbróðir minn hefur kvatt. Fyrir mér var hann eitt af því trygga og trausta í tilverunni. Pétur var mikill keppnismaður og hafði áhuga held ég á öllum íþróttum. Hann stóð í marki á ár- legum Púkamótum á Ísafirði og hentist stanganna á milli eins og unglingur, þó hann væri kominn af bezta aldri. Pétur var kíminn, glettinn og hafði sterka, hljómfagra rödd. Rödd sem tengdi mig alltaf við Mánagötuna, æskuheimili þeirra systkina. Heimili ömmu. Pétur sóttist ekki eftir athygli. Hann var skemmtilegur, sagði ekki brandara með hávaða og lát- um. Spaugsyrðin „smugu“ af vörum hans og hittu í mark. Pétur sá um rekstur Alþýðu- hússins á Ísafirði í mörg ár. Ég vann þar við sælgætissölu og á böllum og átti oft leið til Péturs á skrifstofuna. Hann hafði lúmskt gaman af að reyna að æsa mig upp varðandi jafnréttismál. Stuttu fyrir giftingu mína sagði Pétur, að presturinn myndi segja að ég ætti að vera „manni mínum undirgefin“. Mér brá. Spurði ég prestinn sem hló að og sagði að einhver hefði verið að grínast. Í brúðkaupsveizlunni, flutti Pétur ógleymanlega fallega ræðu um okkur ungu hjónakornin. Er við systkinin komum vestur á sumrin, brást aldrei að Pétur hefði samband og biði okkur í mat til þeirra Hjördísar. Alltaf svo gestrisin og kærleiksrík bæði tvö. Pétur mætti alltaf í öll boð til okkar systkina, þó hann þyrfti að leggja á sig ferðalög frá Ísafirði til Reykjavíkur. Í boði hjá mér eitt sinn, átti Pétur í erfiðleikum með að skera í eina kökuna. Yzta lagið var grjót- hart, en mjúk innan í. Þá segir Pétur: „Kolla mín, kakan er eins og ættin, hörð skel en mjúk að innan“. Árið 2016 óku Pétur, Siggi son- ur hans og synir til Frakklands og voru viðstaddir fyrsta fótboltaleik Íslands á EM. Í bakaleiðinni lögðu þeir lykkju á leið sína til að heimsækja mig í Hollandi. Þegar þeir renndu í hlað gekk Pétur ákveðnum skref- um til mín og hreinlega dró mig í faðm sinn. Faðmlagið var hlýtt, traust og fullt af væntumþykju. Síðar fór Pétur í Vestrapeysuna, sem hann sagði að Hjördís hefði beðið hann um að fara í, mér til heiðurs. Kvöldið var yndislegt. Næsta morgun lögðu þeir af stað aftur. Ég verð ævinlega þakklát fyrir heimsóknina og mun varð- veita minninguna í hjarta mínu. Síðast hitti ég Pétur við útför föður míns í janúar s.l. í Gauta- borg. Aftur lagði Pétur á sig langa og erfiða för, nú til að kveðja bróður sinn. Eftir athöfnina spjölluðum við Pétur saman og náði ég að segja honum hversu mikið mér hefur alltaf þótt vænt um hann. Pétur var gegnheill maður. Einn sá bezti sem ég hef kynnst á ævinni. Hann unni Hjördísi heitt. Hún var stoð hans og stytta. Börnin sín elskaði hann og var óendanlega stoltur af, sem og tengdabörnum og öllum afkom- endunum. Almættið gefi Hjördísi, Eddu, Sigga og fjölskyldum styrk í sorg- inni og að þau geti yljað sér við minningarnar um einstakan mann. Ég trúi, að vel og fallega hafi verið tekið á móti Pétri á öðru tilverustigi. Ástarþakkir fyrir allt og allt, elsku frændi minn. Kolbrún H. Svavarsd. Sörensen. Góður vinur og félagi er nú fall- inn frá, verkalýðskempan Pétur Sigurðsson sem stóð í stafni í verkalýðsbaráttu á Vestfjörðum og á landsvísu í hálfa öld. Ég var svo heppin að fá að kynnast og læra margt af þessum mæta manni þegar ég var valin til forystu fyrir Verkalýðs- og sjó- mannafélagið Súganda á Suður- eyri. Verkalýðsfélög á Vestfjörð- um höfðu með sér mikið og gott samstarf undir forystu Alþýðu- sambands Vestfjarða þar sem Pétur var forseti ásamt því að vera formaður verkalýðsfélagsins Baldurs á Ísafirði. Pétur var þannig af Guði gerð- ur að hann átti auðvelt með að laða að sér fólk til samstarfs, var alltaf baráttuglaður og ungur í anda og kveikti í okkur félögun- um baráttuanda til að berjast fyr- ir bættum kjörum og sagði að með samstöðu væri allt mögulegt. Hann var staðfastur og rök- fastur í öllum málflutningi og ávann sér þar með mikið traust félaga sinna og viðsemjenda hverju sinni í atvinnulífinu. Það virtist fátt slá hann út af laginu þótt mikið gengi á í vinnu- deilum eða úrlausn erfiðra verk- efna sem voru og eru stöðugt á borðum verkalýðsleiðtoga í að sinna sínum félagsmönnum. Það var alltaf hægt að leita til Péturs. Hann var lausnamiðaður og þolinmæðin uppmáluð. Þegar sjö Verkalýðsfélög á Vestfjörðum fóru í sjö vikna verk- fall til þess að berjast fyrir 100 þúsund króna lágmarkslaunum 1997 reyndi mikið á forystu Pét- urs og okkar allra sem tókum slaginn fyrir réttlátum kröfum með samstöðu við erfiðar aðstæð- ur gagnvart vinnuveitendum. Deilurnar leystust með miðlunar- tillögu ríkissáttasemjara og þeg- ar Pétur var spurður hvort niður- staðan væri virði svo langs verkfalls lét hann þau orð falla að „ekki væri hægt að mæla í krón- um og aurum þegar barist er fyrir réttlætinu“. Það eru orð að sönnu. Pétur var mikill félagsmála- maður og gegndi mörgum trún- aðarstörfum enda var hann úr- ræðagóður og maður orða sinna. Hann lét sig atvinnumál á Vest- fjörðum miklu varða og lagði sitt af mörkum í baráttunni við að halda útgerð og fiskvinnslu gang- andi þegar hrikta fór í sjávar- útvegsfyrirtækjum á Vestfjörð- um í kjölfar kvótakerfisins og framsalsins. Við Pétur áttum gott samstarf við sameiningu verkalýðsfélaga á Vestfjörðum og einnig sem fulltrúar sveitarstjórna við sam- einingu sveitarfélaga í Ísa- fjarðarbæ. Það er gulls ígildi að eiga góða samferðamenn og dýrmæt sú reynsla sem maður aflar sér í samstarfi við menn eins og Pétur sem alltaf var tilbúinn að leggja þeim lið sem minna máttu sín og var öflugur leiðtogi verkafólks og góð fyrirmynd. Ég kveð Pétur vin minn með söknuði og votta Hjördísi og af- komendum hans innilega samúð. Lilja Rafney Magnúsdóttir. Fallinn er frá verkalýðsleiðtogi að vestan og mikill félagsmála- maður í sínu samfélagi, Pétur Sig- urðsson. Hann var einarður bar- áttumaður síns fólks, utan starfsvettvangs sem innan. Ég átti þess kost í störfum mínum í félags- og heilbrigðisþjónustu á Ísafirði að kynnast Pétri ágæt- lega og átti við hann margvísleg og ágæt samskipti. Öll einkennd- ust þau af mikilli alúð, trú- mennsku og heilindum hans gagnvart sínu fólki og þar var ekkert gefið eftir. Baráttuþrek hans og þor í þeirri viðleitni að bæta kjör og aðbúnað alþýðufólks var óbilandi. Pétur var forystu- maður í verkalýðshreyfingunni á Vestfjörðum um áratuga skeið og forseti Alþýðusambands Vest- fjarða frá árinu 1970 og síðan í framhaldinu formaður Verka- lýðsfélags Vestfjarða allt til árs- ins 2007. Hann var virkur í póli- tísku starfi og trúr hugsjónum jafnaðarmanna alla tíð og var m.a. varaþingmaður Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi um skeið. Pétur var á yngri árum fimur íþróttamaður og tengdist íþrótta- starfi lengst af ævi sinnar. Hann stundaði knattspyrnu og stóð á milli stanganna fyrir Vestra og hikaði ekki við að taka þátt í knattspyrnumótum „eldri drengja“ allt fram á efri ár. Þá tók hann þátt í eflingu sundíþróttar- innar á Ísafirði sem enn býr að góðu starfi frumkvöðlanna. Við kveðjum nú þrekmikinn baráttu- mann sem lokið hefur góðu dags- verki. Sem þingmaður Samfylk- ingarinnar í kjördæminu þakka ég samfylgdina, hin góðu verk sem öll hafa miðað að því að rétta hag þeirra sem höllustum fæti standa í samfélaginu. Eftirlifandi eiginkonu Péturs, Hjördísi Hjartardóttur, afkom- endum þeirra hjóna og fjölskyld- um færi ég innilegar samúðar- kveðjur. Guðjón S. Brjánsson alþingismaður.  Fleiri minningargreinar um Pétur Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Hjartans þakkir til allra sem sýnt hafa okkur hlýhug og samúð vegna andláts elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐRÚNAR HELGU KJARTANSDÓTTUR, Gilsbakka, Eyjafjarðarsveit. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu í Sandgerði á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri fyrir einstaka umönnun sem henni var veitt af hlýju og virðingu. Guð blessi ykkur öll. Jakob Jóhannesson Kristín S. Ragnarsdóttir Þröstur H. Jóhannesson Sigrún Jóhannesdóttir Víðir Í. Ingvarsson Sigríður Jóhannesdóttir Magnús Guðjónsson Jóhannes G. Jóhannesson Guðrún G. Svanbergsdóttir Kristbjörg L. Jóhannesdóttir Skafti Skírnisson barnabörn, langömmubörn og langalangömmu drengurinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.