Morgunblaðið - 27.10.2018, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018
Ég ætla að njótadagsins meðfjölskyldunni og
fer svo á ball í kvöld í
félagsheimilinu hérna á
Hvammstanga,“ segir
Rakel Runólfsdóttir,
sem á 40 ára afmæli í
dag.
Um er að ræða
uppskeruhátíð hesta-
manna, sem er stór við-
burður í sveitinni, en
Rakel ætlar að láta
duga að mæta á sjálft
ballið en ekki árshátíð-
ina. „Svo erum við 6
pör að fara í næstu viku
í siglingu um Karíba-
hafið og það er í tilefni
afmælisins.“
Rakel er umsjónar-
maður dreifnáms á
Hvammstanga sem er framhaldsdeild Fjölbrautaskóla Norður-
lands vestra á Sauðárkróki, en Rakel hefur haldið utan um deild-
ina frá því að hún var sett á laggirnar árið 2012. Þetta var fyrsta
dreifnámið hjá FNV áður en deildirnar á Blönduósi og Hólmavík
bættust við ári seinna.
„Með þessum deildum þurfa nemendurnir ekki að fara að heim-
an áður en þeir verða sjálfráða. Við höfum verið með 10-15 nem-
endur og fer kennslan fram í gegnum fjarfundabúnað í tveimur
til þremur kennslustofum, en öll kennslan fer fram á Sauðár-
króki.“
Rakel er grunnskólakennari að mennt og er með diplómu í
opinberri stjórnsýslu. Hún hefur verið iðin við félagsmál, sat eitt
kjörtímabil í sveitarstjórn Húnaþings vestra og situr núna í fag-
ráði Nýsköpunar- og uppbyggingarsjóðs SSNV. Hún er einnig í
Soroptimistaklúbbi Húnaflóa.
Helsta áhugamál Rakelar er að fara á skíði. „Ég fer alltaf á
skíði þegar ég get. Mér finnst skemmtilegast að fara á skíði á
Siglufirði, en ég er fædd þar og uppalin, en fer líka í Tindastól
og Hlíðarfjall á Akureyri. Það er komin smáföl hjá okkur og ég
er farin að hlakka mikið til að komast á skíði.“
Eiginmaður Rakelar er Jóhannes Kári Bragason, smiður og eig-
andi Tveggja smiða. Börn þeirra eru Karen Ásta 20 ára, Dagur
Smári 19 ára, Aron Óli 15 ára og Ari Karl 8 ára.
Ætlar á ball í kvöld
í félagsheimilinu
Rakel Runólfsdóttir er fertug í dag
Skíðakonan Rakel Runólfsdóttir.
J
ón Hjörleifur Jónsson
fæddist á Arnarstöðum í
Núpasveit 27.10. 1923 og
ólst þar upp við almenn
sveitastörf þess tíma.
Hann var í barna- og unglingaskóla
að Snartarstöðum í Núpasveit,
stundaði nám við Laugaskóla í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu 1942-43, lauk
kennara- og söngkennaraprófi við
KÍ 1948, nam við Íþróttaskólann í
Ollerup í Danmörku 1948-49, lauk
BA-prófí í guðfræði frá Atlantic
Union College í Bandaríkjunum
1955 og MA-prófi frá Andrews Uni-
versity 1957.
Jón vann við sauðfjárbúskap föður
síns og var í vegavinnu á unglingsár-
unum, vann eitt sumar að Laugum í
Reykjadal og vann hjá Ræktunar-
sambandi Flóa og Skeiða.
Jón var kennari við barnaskóla
aðventista í Vestmannaeyjum 1949-
50, kennari við Hlíðardalsskóla í Ölf-
usi 1950-53 og 1967-64 og skólastjóri
þar 1964-72, kristniboði í Gana 1976-
80 og prestur og deildarstjóri að-
ventista í Reykjavfk og á Akureyri í
14 ár.
Auk almennrar kennslu sinnti Jón
fimleikum og leikfimikennslu um
áratugaskeið, allt frá Vestmanna-
eyjum til Gana, enda maður katt-
liðugur fram á efri ár.
Jón var kórstjóri Aðventkirkj-
unnar í Reykjavík um langt árabil,
Kirkjukórs Hveragerðis og Kot-
strandar í fimm ár, söngstjóri skóla-
kórs og karlakvartetts Hlíðardals-
skóla, stjórnandi Karlakórs Akur-
eyrar 1973-76, menntaskólakórs Bo
Kwai í Gana og Ekkós, kórs kenn-
ara á eftirlaunum, var formaður
Tónlistarfélags Akureyrar í eitt ár
og sat þar í stjórn í þrjú ár. Hann
var frumkvöðull að fimm daga áætl-
un um námskeið til að hætta að
reykja á vegum Íslenska bindindis-
félagsins, ritari Landssambandsins
gegn áfengisbölinu, átti sæti í stjórn
Átaks gegn áfengi og var þar for-
maður í eitt ár.
Eftir Jón liggja fjölmargar sálma-
þýðingar og frumortir sálmar og
Jón Hjörleifur Jónsson, fv. prestur aðventista og skólastj. – 95 ára
Trúboðinn Jón Hjörleifur og Sólveig sinntu trúboði í Gana á árunum 1976-80. Þar stjórnaði hann hörkugóðum kór.
Kórstjórn, kennsla,
prestsstörf og bindindi
Hjón í 62 ár Jón Hjörleifur og Sólveig.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Halldóra Marín Sigurðardóttir og Sandra Ósk Skúladóttir voru svo duglegar og
gjafmildar að selja hluta af dótinu sínu fyrir utan N1 í Sveitarfélaginu Vogum og
gáfu Rauða krossinum á Suðurnesjum afraksturinn.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.