Morgunblaðið - 27.10.2018, Side 45
DÆGRADVÖL 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Getur verið að þig langi til þess að
kaupa eitthvað fallegt fyrir heimilið í dag?
Þú vilt breyta heima hjá þér og fegra í leið-
inni. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú tal-
ar.
20. apríl - 20. maí
Naut Láttu þér ekki bregða þótt einhver þér
nákominn beri upp sérkennilega bón.
Reyndu að hugsa jákvætt, það auðveldar
hlutina.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Gamall vinur er eins og grár köttur
í kringum þig þessa dagana. Þú gengur með
hugmynd í maganum sem á eftir að ganga
upp og verða þér til heilla.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það getur tekið tímann sinn að vinna
aðra á sitt band. Gerðu þitt besta en varastu
að móðga aðra í leiðinni. Félagslífið stendur í
miklum blóma.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Fjölskylduleyndarmál geta komið upp á
yfirborðið í dag. Þú ert potturinn og pannan
í því að skipuleggja skemmtanir í fyrirtæk-
inu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það sem heftir þig í að öðlast það
sem þú þráir er kannski ímyndað – en alveg
jafn áhrifaríkt. Vertu skilningsrík/ur og hlust-
aðu vandlega á sjónarmið annarra.
23. sept. - 22. okt.
Vog Vinir og vandamenn sækjast eftir tíma
þínum og þú ættir að láta þeim hann í té
eftir fremsta megni. Skrifaðu lista yfir kost-
ina sem þú vilt að væntanlegur maki búi yfir.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Nú er rétti tíminn til að leita til
sérfræðinga með þín mál. Skoðaðu stöðuna
vandlega áður en þú ákveður að breyta til.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Reyndu að fegra umhverfi þitt
svolítið, til þess þarf svo sem ekkert stór-
átak. Upprifjun á gömlum málum ýfir upp
gömul sár sem þú hélst að væru gróin.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft að gera það upp við þig
hvort þú ætlar að halda áfram í vinnunni eða
ekki. Notfærðu þér sambönd þín. Farðu í
stutt ferðalag ef þú getur.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú gerir yfirleitt allt á hlaupum
sem hentar kannski ekki öllum. Hjólin eru
farin að snúast þér í hag í vinnunni. Haltu
áfram á sömu braut.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Í tilraunum þínum til að gera alla
ánægða gæturðu gleymt meginatriðinu: líf
þitt skiptir líka máli. Einhver þér eldri getur
gefið þér góð ráð varðandi fjármálin.
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Hæð á landi líta má.
Legstaður nú blasir við.
Oft má finna fjósi hjá.
Fjarska latt er mannkertið
Harpa á Hjarðarfelli svarar:
Ég flaskaði á bakka og borði.
Blundar hérna draugur?
Lausnin nálgast orð af orði
orðið það er haugur.
Guðrún Bjarnadóttir leysir gát-
una þannig:
Tel Himmelbjerget haug.
Í haugi Gunnar sat.
Fjóshauginn sugan saug,
sælt letihaugur mat.
Þessi er lausn Sigmars Ingason-
ar:
Víst má kalla hæðina haug
horskir víkingar gista nú haug
við fjósdyrnar jafnan fann ég haug
fá verða störf hjá letihaug.
Helgi Seljan svarar:
Haug fékk ég litið landi á,
legstaður fyrrum haugur var.
Fjóshauginn margan mátti sjá
og mikinn letihaug alls staðar.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Hæð á landi haugur er.
Haug við nefnum legstaðinn.
Fjósi hjá á haugnum ber.
Hauglatur er mannskrattinn.
Þá er limra:
Ört þenst út byggingabransinn,
en brátt fer af mesti glansinn.
Af lifandi draugum
á látinna haugum
er dátt stiginn hrunadansinn.
Og síðan ný gáta eftir Guðmund:
Hár mitt þó ég hafi reytt,
hugsað fast með enni sveitt,
ekki vill mér ganga greitt
gátu að semja yfirleitt:
Hún er stór, og hún er smá.
Hún er með skeifu framan á
Stafar henni fnykur frá.
Fram sig teygir út í sjá.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Það er margur haugurinn
Í klípu
„Afsakaðu sumarhúsgögnin. Ég er í
fríi þessa vikuna.”
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„Þessa málaði ég á ferð minni um
Ástralíu.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að biðja hann fallega
án þess að skipa fyrir.
ER MÖGULEGT AÐ ODDI SÉ
GÁFAÐRI EN HANN VIRÐIST VERA? NEIBBS
BARA SVO ÞÚ VITIR ÞAÐ,
ÞÁ MYNDI ÉG FÆRA
FJÖLL FYRIR ÞIG!
GÆTIRÐU
TEKIÐ UPP
ÞETTA
KJÚKLINGA-
BEIN!
ÞAÐ ER NÆR ÞÉR!
Víkverji dagsins ætti ef til vill aðforðast að gefa vísbendingar um
aldur sinn, en hann man glöggt eftir
því þegar Atli Eðvaldsson skoraði
fimm mörk fyrir Fortuna Düsseldorf
í leik gegn Eintracht Frankfurt 4.
júní árið 1983.
x x x
Þetta hefur verið rifjað upp bæði áÍslandi og í Þýskalandi af því til-
efni að serbneski knattspyrnumaður-
inn Luka Jovic skoraði fimm mörk
um helgina. Atli var þá fyrsti útlend-
ingurinn til að vinna þetta afrek í
vesturþýsku deildinni. Það er síðan
full ástæða til að bæta því við að
þetta tímabil, 1983/84, var Atli næst-
markahæstur í þýsku deildinni
ásamt Karli Allgöwer, félaga Ásgeirs
Sigurvinssonar hjá Stuttgart, með 21
mark. Hann skoraði þriðjung marka
Düsseldorf í deildinni þetta tímabil
og skilaði það liðinu níunda sæti.
Efstur á listanum var markahrókur-
inn Rudi Völler hjá Bremen, en
næstir á eftir komu Karl-Heinz
Rummenigge hjá Bayern München
með 20 mörk og Horst Hrubesch
með 19 mörk. Hrubesch, sem hafði
viðurnefnið skallaboltaskrímslið,
varð þýskur meistari þetta ár með
Hamburger Sportverein.
x x x
Árið eftir snerust fyrirsagnirnar áíþróttasíðum þýskra blaða um
annan Íslending. Ásgeir Sigur-
vinsson var þá á sínu öðru ári með
VfB Stuttgart og tókst undir hans
forustu að skjóta stórliðunum í Ham-
borg og München ref fyrir rass. Liðið
varð meistari með glæsibrag. Vík-
verji man eftir að hafa horft á lýsingu
á leik með leiðinu þar sem þulurinn
átti ekki orð yfir hæfileikum Ásgeirs
og hrópaði upp eftir eina snilldar-
sendinguna að það væri synd að þessi
maður væri með íslenskt vegabréf og
kæmi ekki til greina í þýska lands-
liðið. Karl-Heinz Rummenigge, sem
leikið hafði við hlið Ásgeirs með Bay-
ern München tveimur árum áður,
sagði að liðið ætti honum meistaratit-
ilinn að þakka og leikmenn búndes-
lígunnar völdu hann leikmann ársins.
Liðið átti eftir að njóta krafta Ás-
geirs til 1990, en titlarnir urðu ekki
fleiri.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, því
að hann hefur vitjað lýðs síns og búið
honum lausn.
(Lúkasarguðspjall 1.68)
Snjóblásarar
ÞÓR FH
Akureyri:
Baldursnes 8
603 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.isÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS