Morgunblaðið - 26.10.2018, Side 2

Morgunblaðið - 26.10.2018, Side 2
E n veturinn getur líka verið yndislegur. Skammdegið verður jú rómantískt ef við bara kveikjum á kerti eða búum svo vel að eiga ar- in þar sem má láta eldinn loga. Snjórinn er algjör himnasending ef hann er nógu djúpur til að hægt sé að skíða á hon- um, og slabb- ið … tjah, slabbið er reyndar ekkert nema leiðindin sama hvað. Ef við bara undir- búum okkur vel og höf- um helstu nauðsynjar klárar fyrir vetrarmán- uðina er ekkert sem segir að vetrarmánuðirnir geti ekki verið eintóm sæla hvort sem ætlunin er að leggjast í híði uppi í sófa með konfektkassa, eða spranga um holt og hæðir á gönguskíðum. Hér eru nokkrir ómissandi hluti fyrir veturinn. Ferðamál frá Stelton Heitir drykkir hjálpa okkur að komast í gegnum köldustu dag- ana. Liturinn á þessu fag- urbláa ferðamáli frá Stel- ton gleður líka augað og minnir okkur á að ekki þarft allt að vera grátt og drungalegt á veturna. Málið kostar 3.950 í netverslun Casa. Álafossteppi Það gerir teppin frá Álafossi hlýrri og notalegri en önnur teppi að þau eru samofin þjóðarsálinni og hafa yljað nokkrum kynslóðum Ís- lendinga. Að hreiðra um sig í þægi- legum hægindastól og breiða yfir sig teppi er toppurinn á tilverunni á köldum vetrardögum. Álafoss framleiðir mikið úrval ólíkra teppa en hestateppið, sem Guðrún Gunnarsdóttir hannaði, er í uppáhaldi hjá mörgum. Svolítið kitchy kannski, en það gerir makindastundirnar bara betri. Hestateppið kostar 14.900 kr. á útsölu í netverslun Álafoss. Elgur fyrir baksturinn Hjá Kokku er hægt að finna fjöldann allan af útstungumótum. Elgurinn á einkar vel við á veturna, og minnir á skandinavíska vetrarrómantík, langar nætur í rauðmáluðum bústöðum og snævi þakta barrskóga. Deigið má svo fá hjá Kötlu, tilbúið til að fletja út á plötu og skera út: piparkökur, súkku- laðibitakökur og jafnvel lakkrískökur. Mótið kostar 390 kr. í netverslun Kokku. Stór skammtur af gæðalakkrís Lakkrísinn frá Johan Bülow er ekki sá ódýrasti sem hægt er að kaupa, en það er líka mikil upplifun að bíta í hvern einasta súkkulaðihúðaða mola. Er alveg óhætt að láta eftir sér eins og eina eða tvær krukkur til að stelast í þar til sumarið kemur aftur. Vissara samt að kaupa stóru krukkurnar frekar en þær smáu, því minni gerðirnar eiga það til að tæm- ast grunsamleg hratt. Classic-lakkrís frá Bülow kostar 1.900 kr. í vefverslun Epal. Háskólabollinn Það virðist eins og kakóið fái betra bragð og ylji niður í dýpstu hjartarætur ef það er drukkið úr bolla með sögu. Kannski er uppáhaldsbollinn erfðagripur, eða ef til vill fagurlega skreyttur bolli úr rússneskri postulínsverksmiðju sem fannst í einni utan- landsferðinni. Hjá þeim sem hafa gengið menntaveginn er oft háskólabollinn í aðal- hlutverki, og með hverjum sopa hægt að segja með sjálfum sér: sjáið tindinn, þarna fór ég. LSE bollinn kostar 8,50 pund í netverslun London School of Economics. Kattholtskisa Ef einhver getur kennt okkur að hafa það huggu- legt á veturna þá eru það kettirnir. Þeir finna sér hlýjasta og þægilegasta staðinn á heimilinu og leggja hann undir sig. Og oftast er þessi staður kjaltan á elskulegum eiganda sem strýkur bak og klórar á bak við eyrun og fær að launum djúpt og innilegt mal. Ef aðstæður leyfa er upplagt að bæta við einum loðnum og sætum heimilismeðlim. Hann bíður í Kattholti með malvélina í viðbragðsstöðu. Kisurnar má skoða á www.kattholt.is og ættleiðing- argjaldið er 18.000 kr. Allt sem þarf fyrir notalegan vetur Getty Images Smá lúxus- lakkrís léttir lund. Montbolli fyrir há- menntaða. Kisuknús verða extra hlý og mjúk á veturna. Smákökurnar eru ómissandi. Hestateppið er íslenskt í húð og hár. Veturinn er ekki alltaf dans á rósum. Skammdegið getur valdið sleni og þreytu, allt annað en skemmtilegt að skafa snjóinn af bíln- um á morgnana, og enn verra að fara á milli staða fótgangandi, með slabbið upp að hnjám og vindinn í fangið. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Litríkt mál fyrir heita kakóið. 2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Elínrós Líndal elinros@mbl.is Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Marta María Jónasdóttir martamaria@mbl.is, Auglýsingar Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumynd/ Thinkstock V eturinn er að bresta á og er það í okkar valdi hvernig við tökum á móti honum. Ætlum við að vera illa búin og í fýlu eða ætlum við að vera viðbúin og taka á móti honum með gleði? Það er yfirleitt ekki mjög snúið að stilla lífið aðeins af svo það verði nokkrum prósentum skárra. Það er til dæmis mjög gott að vera komin/n á vetrardekk áður en fyrsti snjór- inn kemur svo við þurfum ekki að eyða hálfum degi í biðröð á dekkja- verkstæði. Það er líka ágætt að eiga sköfu til að skafa rúðurnar og vett- linga svo við verðum ekki köld og önug þegar við sköfum bílinn með kreditkortinu. Svo er ágætt að vera ekki á blank- skóm og í sumarjakka þegar það fer að frysta heldur í kuldaskóm og í úlpu. Í þessu blaði er hægt að fá góðar hugmyndir af því hvernig þú getur aukið lífsgæði þín í vetur og átt ennþá betri stundir í kuldanum. En hvað getum við gert svo lífið verði nokkrum prósentum skárra? Sérfræðingar sem talað er við í þessu blaði segja að mataræði skipti miklu máli og að fólk noti ekki lík- ama sinn sem mannlega ruslafötu. Við þurfum víst vít- amín og bætiefni, nægan svefn, minna stress og meiri slök- un. Einu sinni áttu allir að vera trylltir í rækt- inni til að eiga gott líf en það virðist sem fólk sé að kveikja á því að hreyfing skilar litlum ár- angri ef fólki leiðist mjög mikið á meðan á henni stendur. Þess vegna þurf- um við að finna okkur hreyfingu sem passar inn í lífsstílinn okkar. Íslend er paradís fyrir þá sem elska að skíða, fara í fjallgöngur, hlaupa eða synda í sjónum. Ef lífið á að vera aðeins skárra þá þurfum við að gera meira af því sem eykur gleðina. Það sem við þurfum bara að passa er að vera rétt búin og hlusta á veð- urspár. Æða ekki af stað í hvaða veðri sem er heldur treysta þeim sem vita betur. Ef við gerum það ætti lífið að verða nokkuð innihaldsríkt og gott. Hvað getur þú gert svo veturinn verði betri? Marta María Jónasdóttir NORSKIR BRJÓSTDROPAR RÓAR HÓSTA, DREGUR ÚR SÁRSAUKA OG LOSAR UM Í ENNIS- OG KINNHOLUM. DANSKIR BRJÓSTDROPAR MÝKIR HÁLS OG STILLIR ÞRÁLÁTAN HÓSTA. FÁST Í NÆSTA APÓTEKI Kremið Skin Food frá Weleda er nauðsynlegt í vetur til að næra húðina. Vetrarúlpa frá Vero Moda er skjólgóð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.