Morgunblaðið - 26.10.2018, Síða 12
„Nei, það gefast ekki mörg tækifæri til þess en ég æfi
nokkuð inni.“
Samningatækni sem er vanmetin
Hvernig eyðirðu köldum vetrarkvöldum með
fjölskyldunni?
„Í 80% tilvika er það að horfa á
sjónvarp saman. Það byrjar með
því að biðla til unglingsins á
heimilinu að sitja með okkur
foreldrunum og heimasæt-
unni í sófanum, eftir það
tekur við ca 40 mínútna leit
að efni og samningavið-
ræður um hvað á að horfa á,
eftir það skóflum við í okkur
ís meðan áhorfið á sér stað.
Þetta er vanmetin stund í
samningakennslu og umræð-
um. Hin 20% eru bland af því að
spila á spil og fá pössun til þess að
geta farið út með eiginkonunni.“
Áttu gott ráð fyrir aðra foreldra að gera
með börnunum þegar veðrið er vont?
„Til að vera með börnunum hefur það borið
árangur að bjóða þeim 15 ára í ræktina á
kvöldin og dóttirin hefur einstaka sinnum
gaman af kvöldsundi ef hægt er að taka vin-
konur með. Þetta fer talsvert eftir aldri
barnanna hverju sinni og börnunum sjálfum. Þá er hægt
að bjóða í sokkabingó – það er að flokka hrúgu stakra
sokka sem koma úr þvottinum og hafa safnast úr nokkr-
Ó
lafur starfar hjá Gallup sem sviðsstjóri
markaðsrannsókna. „Ég hef stundað skot-
veiðar frá unglingsaldri eftir að hafa
kynnst þeim gegnum mág minn og föður.
Var svo heppinn að eignaðist vini snemma
í Menntaskólanum á Akureyri sem brunnu jafnheitt fyr-
ir þessu sporti sem fer að mestu fram um vetur. Við það
blandaðist áhuginn á tölum og rannsóknum að reyna að
greina áhrifaþætti á atferli fugla og lesa sér til um veiði
og skotfimi. Svo hefur reynslan kennt manni að suma
hluti er ekki hægt að læra af bók og eru veiðar á fuglum
svo sannarlega einn þeirra.“
Að ganga til rjúpna
Hvers nýtur þú á veturna?
„Í fyrsta sæti er án nokkurs vafa að ganga til rjúpna.
Þegar það tímabil kemur er eftirvænting og tilhlökkun
allsráðandi og að ná fallegum degi á fjöllum er engu líkt.
Að viðbættum góðum félagsskap er þetta ómetanleg
upplifun og ekki verra að ná nokkrum fuglum og koma
örþreyttur í bíl eða heim með góða veiðisögu í sarpinn til
að rifja reglulega upp. Það hefur svo undantekningalaust
verið ánægja að hitta aðra veiðimenn á fjöllum, ræða
málin og óska hver öðrum velfarnaðar.“
Hvað er það fallegasta við árstíðina?
„Skyggnið á haustin og veturna er ákaflega fallegt
þegar sólin litar fjöllin seinnipartinn og haustlitirnir eðli-
lega. Að ferðast í miklum froststillum er frábært, þegar
allt er skýrt og heitt kaffið í fjölnotabollanum og góður
þáttur í spilaranum. Eða bara börn að biðja um að
stoppa og fá ís. Það er alveg notalegt líka.“
Ertu duglegur að æfa úti í kulda?
um vélum. Líklega hef ég mest
gaman af því að sjá þau para sam-
an og hrúguna minnka.“
Borðar þú öðruvísi mat á veturna
en sumrin?
„Nei alls ekki, borða góðan mat allt árið.“
Telst það uppskrift?
Áttu uppskrift að
einhverju góðu?
„Alls ekki, ég elda
ósköp lítið nema ég geri
góð hrærð egg. Trikkið
er að vera aðeins á 80% mögulegs
hita á hellunni og ekki vera að ves-
enast of mikið í þeim, taka þau fyrr
af en seinna. Telst það vera upp-
skrift?“
Áttu góða minningu af þér að
vetri til í æsku?
„Auðvitað, ég man sérstaklega
eftir rosalegum norðurljósum þegar
ég var 12-13 ára á Skagaströnd þar sem ég ólst upp. Þá
vorum við krakkarnir úti að kvöldi til og mynduðu norð-
urljósin að manni fannst nótur á hljómborði og voru í öll-
um mögulegum litum. Sýningin stóð lengi yfir og það var
fimbulkalt og lítil ljósmengun að trufla. Þetta var svo
magnað því ljósin virtust vera allan hringinn í kringum
okkur.“
Fallegir dagar
á fjöllum eru
engu líkir
Ólafur Elínarson er áhugamaður um samkvæmisdansa, skotveiðar og körfu-
bolta. Hann er mikið fyrir útiveru, sérstaklega þegar hann fer út að veiða fugla.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Ljósmynd/aðsend
Íslensk náttúra getur verið
eins og fallegt málverk yfir
vetrartímann.
Ólafur Elínarson er
mikill veiðimaður og
elskar fátt jafn mikið
og að stunda rjúpna-
veiðar á þeim tíma
sem það er mögulegt.
„Þá er hægt að bjóða í
sokkabingó – það er
að flokka hrúgu stakra
sokka sem koma úr
þvottinum og hafa
safnast úr nokkrum
vélum. Líklega hef ég
mest gaman af því að
sjá þau para saman og
hrúguna minnka.“
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018
Leitar þú að traustu
BÍLAVERKSTÆÐI
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÍMAPANTANIR
587 1400
Við erum sérhæfðir í viðgerðum
á amerískum bílum.
Mótorstilling býður almennar
bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla.
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
Herjar haustkvefið á
Bio-Kult Candéa
eykur mótstöðuafl líkamans
Inniheldur góðgerla, hvítlauk og greipkjarnaþykkni.
Góð og öflug vörn fyrir mótstöðu líkamans