Morgunblaðið - 26.10.2018, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018
Söngskólinn íReykjavík
Næsta 7 vikna námskeið vetrarins
hefst 29. október og lýkur 14. desember
Einnig er hægt að fá einkatíma í söng - fjöldi tíma samkomulag
SÖNGNÁMSKEIÐ
Nánari upplýsingar
www.songskolinn.is / 552-7366
Allir geta fundið eitthvað fræðandi og skemmtilegt við sitt hæfi!
• Fyrir fólk á öllum aldri:
Sem undirbúningur fyrir frekara söngnám
eða tómstundagaman fyrir söngáhugafólk
• Kennslutímar:Morguntímar / Síðdegistímar / Kvöldtímar
• Söngtækni:Raddbeiting / Túlkun / Einsöngur / Raddaður söngur
• Tónmennt:Tónfræði / Tónheyrnarþjálfun / Nótnalestur
fatnaði til að byrja að stunda göngu-
skíðaíþróttina. „Þeir sem iðka sport-
ið af fullri alvöru eiga vitaskuld al-
vöru spandex-galla og bæði skíði og
stafi úr laufléttum koltrefjaefnum,
en fyrir alla hina er alveg nóg að vera
í þægilegum útivistarfatnaði
og á einföldum skíð-
um.“
Rétt er að gera
greinarmun á
ólíkum und-
irgreinum
gönguskíða-
sportsins.
„Fjallaskíði
og gönguskíði
eru sitt hvor
hluturinn, þó
hvort tveggja feli
í sér að ferðast
gangandi á skíðum,“ út-
skýrir Hilmar. „Hefð-
bundin gönguskíði not-
ar fólk í troðnum
brautum eins og má t.d. finna uppi í
Bláfjöllum. Síðan eru til ferða-
gönguskíði sem eru breiðari og með
stálköntum og notuð þar sem ekki
eru troðnar brautir, s.s. til að ferðast
upp í Landmannalaugar eða á Hellis-
heiði, eða til að þvera hálendið og
heilu jöklana.“
Fjallaskíðin eru síðan þannig
hönnuð að það má nota þau til að
bæði ganga upp töluverðan bratta og
S
umir halda að þegar vet-
urinn gengur í garð sé
ekki lengur hægt að
stunda útivist, nema í
besta falli bruna niður
brekkurnar í Bláfjöllum og Hlíðar-
fjalli þegar færi gefst. Hilmar Már
Aðalsteinsson segir þetta viðhorf þó
óðum að breytast eftir því sem fleiri
uppgötva hve gaman það er að skoða
landið á göngu- og fjallaskíðum.
Hlynur er útivistarmaður í húð og
hár og leiðsögumaður í fjallaskíða-
ferðum Ferðafélags Íslands. Hann
ólst upp í skátunum, starfaði lengi
með björgunarsveit og vann það m.a.
sér til frægðar að vera hluti af
þriggja manna hópi sem ferðaðist í
fyrsta skipti í einni ferð á skíðum yfir
Vatnajökul, Hofsjökul og Langjökul
að vetri til.
Hann segir það útbreiddan mis-
skilning að göngu- og fjallaskíðaiðk-
un sé ekki nema fyrir hraustustu
íþróttamenn. „Það má líkja þessu við
sund, þar sem annars vegar er hægt
að iðka sundið sem keppnisgrein og
synda mörg þúsund metra á fullri
ferð í viku hverri, eða gera eins og
allur þorri fólks gerir og synda
nokkrar ferðir sér til heilsubótar en
fara svo í heita pottinn. Á gönguskíð-
um er hægt að velja flatar og þægi-
legar leiðir og skíða um á viðráðan-
legum hraða á fallegum vetardegi
eða fara alveg yfir í hinn endann og
fjárfesta í fullkomnasta og dýrasta
búnaði og ganga bæði hratt og langt
eftir krefjandi leiðum.“
Auðvelt að byrja
Segir Hilmar að það þurfi ekki
einu sinni að fjárfesta í sérstökum
síðan skíða tiltölulega þægilega niður
aftur. „Á þeim er hægt að festa niður
hælinn og eru fjallaskíðin ekki ósvip-
uð svigskíðum en þau eru þó þannig
hönnuð að spenna er í skíðunum svo
að þegar þau eru lögð niður snertir
miðjuhlutinn ekki jörðina. Þar er
borið á klístrað efni, n.k. kertavax,
sem grípur í undirlagið þegar þungi
líkamans liggur á öðru skíðinu svo að
spyrna má áfram. Einnig er hægt að
fá skíði með hreistri eða rifflum og
þekkist líka að festa skinn undir skíð-
in til að ná gripi.“
Sigrast á vitlausu veðri
Það sem hrífur Hilmar við göngu-
og fjallaskíðamennskuna er m.a.
hvað landið getur verið fagurt og
friðsælt í vetrarskrúða og fjallaloftið
tært. Skemmtilegast af öllu þykir
honum þó að takast á við náttúruöflin
og halda af stað í vonskuveðrum.
Hann varar lesendur við að þeir sem
fari óvarlega á göngu- og fjallaskíð-
um séu að bjóða hættunni heim og
fólk verði m.a. að huga að veður-
spánni og gæta að möguleikanum á
snjóflóðum. Ef skíðað er yfir jökla
bætist síðan við hættan á að falla of-
an í sprungu. „En með rétta bún-
aðinn, þjálfunina og reynsluna, og
eftir að hafa lesið í veðurspána, er
hægt að bjóða náttúruöflunum birg-
inn og ganga á skíðum í brjáluðu
veðri.“
Er gott að byrja á námskeiði fyrir
byrjendur til að læra undir-
stöðurnar og í fram-
haldinu stunda æf-
ingar á öruggum
slóðum. Nefnir
Hilmar að
gönguskíða-
ferð um
Heiðmörk
eigi að vera á
allra færi og
síðan megi
slást í för með
reyndara fólki í
meira krefjandi
göngur og læra betur á
sportið og öryggis-
atriðin.
Bendir hann líka á að
gönguskíðafólk hafi það umfram hina
sem eru háðir skíðalyftum og brekk-
um að það þarf ekki að vera þykkt
lag af snjó á jörðu til að taka megi
gönguskíðin fram. Eru gönguskíða-
leiðir oft færar þegar brekkurnar
eru lokaðar vegna snjóleysis: „Svo
fremi sem undirlagið er gott – mosi
og gras frekar en úfið hraun – þarf
gönguskíðafólk ekki mjög þykkt lag
af snjó.“
Gönguskíði eiga erindi við alla
Fólk þarf ekki að vera með
takmarkalaust þrek til að
geta notið útiveru að vetri til
á göngu- og fjallaskíðum.
Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Það er hægt að vera á gönguskíðum víða og þarf ekki mikla fönn.
Hilmar Már er göngu-
skíðakempa með meiru.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Í Kjarnaskógi á Akureyri er gaman að leika sér á gönguskíðum og njóta töfra og rómantíkur vetrarins.