Morgunblaðið - 26.10.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 26.10.2018, Qupperneq 22
S kíðaiðkun er vinsæl hvort sem fólk er á fjallaskíðum, gönguskíðum eða svigskíðum. Það skiptir auðvitað máli að vera á góðum skíðum en það er alltaf betra að búa sig þannig að fólk sé viðbúið öllum veðrum. Það skiptir til dæmis máli að vera í góðri úlpu, með húfu og lúffur eða vettlinga og svo skiptir bakpokinn miklu máli. Í bakpokanum þarf að vera nesti, eitthvað orkuríkt og gott eins og hnetur eða ávextir. Auk þess er nauðsynlegt að vera með nægan vökva með sér, vatn eða kaffi eða te. Vatnsflöskurnar Aspen frá Eco Vessel fást í Eir- bergi. Þær eru handhægar og gott að drekka úr þeim. Þær eru út stáli og búa yfir þeim eiginleika að brotna ekki. Þær halda köldu í 100 klukkutíma og ef þú setur heitt í flöskurnar helst kaffið eða teið heitt í 20 klukkutíma. Svo má líka setja vín í þær ef fólk er alveg í ruglinu. Þessi jakki er úr Coco Neige línunni Chanel. L ínan heitir Coco Neige og er lúxuslína með afar eigulegum vetrarfötum. Það er nefnilega ekkert samasammerki á milli þess að klæða sig vel og vera hallærislegur. Litapallettan er einföld hjá Karl Lagerfeld, yfirhönnuði Chanel. Í þessari línu er aðallega unnið með svart og beige eða þessa vinsælu Chanel-liti. Ef þú vilt vera flottust í Bláfjöllum eða Tindastóli þá eru flíkurnar úr þessari línu mikið augnkonfekt. Það er leikkonan Margot Robbie sem er andlit línunnar og einhvern veginn lifna fötin við þegar hún er komin í þau og fólk langar bara út í snjóboltakast eða að gera at hjá nágrönnum þegar þessar myndir eru skoðaðar. Sérstök vetrarlína Chanel Hjarta franska tískuhússins Chanel slær í takt við tíðarandann. Vetrar- íþróttir hafa sjaldan verið vinsælli en akkúrat núna og því kemur Chanel með sérstaka línu með sportlegum vetrarfötum. Marta María mm@mbl.is 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2018 Rafhitun Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. Rafhitarar fyrir heita potta Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði • Sími: 565 3265 • ww.rafhitun.is íslensk framleiðsla í 25 ár Hiti í bústaðinn FOSSBERG IÐN A Ð A R V Ö R U R O G V E R K F Æ R I Dugguvogi 6 - 104 Reykjavík - Sími 575 7600 - www.fossberg.is Eitt besta úrval landsins af vönduðum vetrarvettlingum • Leðurhanskar • Vetrarfóðraðir • Thinsulate • Vatnsheldir • Styrktir fingur og þumlar • Sérlega hlýir og sterkir Lýsir upp allt sjónsviðið þitt Hægt er að kveikja og slökkva á ljósinu með því að veifa hendinni fyrir framan ljósið, skítugar hendur og þykkir hanskar eru ekki lengur fyrirstaða. Framúrskarandi endurhlaðanlegt ENNISLJÓS Venjuleg ennisljós Lýsing I-VIEW Þessar vatns- flöskur fást í Eir- berg. Þær halda vatninu köldu í 100 klukkutíma og kaffinu heitu í 40 klukkutíma. Þessi gönguskíði fást í Fjallakofanum. Marmot-bakpoki frá Fjallakofanum. Húfa frá Mar- mot fæst í Fjallakofinn. Vertu klár í brekkurnar Úlpan Dyngja frá 66° Norður er mjög hlý. Coco Neige-línan frá Chanel er hönnuð fyrir þá sem elska vetrarsport.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.