Morgunblaðið - 05.11.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Veður víða um heim 4.11., kl. 18.00
Reykjavík 1 skýjað
Akureyri 0 skýjað
Nuuk -6 skýjað
Þórshöfn 9 rigning
Ósló 8 skýjað
Kaupmannahöfn 9 skýjað
Stokkhólmur 4 heiðskírt
Helsinki 7 heiðskírt
Lúxemborg 10 heiðskírt
Brussel 10 heiðskírt
Dublin 12 rigning
Glasgow 11 léttskýjað
London 11 léttskýjað
París 11 heiðskírt
Amsterdam 8 þoka
Hamborg 9 alskýjað
Berlín 10 þoka
Vín 12 þoka
Moskva 4 léttskýjað
Algarve 17 skýjað
Madríd 14 léttskýjað
Barcelona 20 léttskýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Róm 16 súld
Aþena 16 léttskýjað
Winnipeg 1 léttskýjað
Montreal 4 léttskýjað
New York 10 heiðskírt
Chicago 10 rigning
5. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:25 16:59
ÍSAFJÖRÐUR 9:44 16:50
SIGLUFJÖRÐUR 9:27 16:32
DJÚPIVOGUR 8:58 16:25
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á þriðjudag Gengur í norðaustan 15-23 m/s, hvass-
ast syðst með snjókomu eða slyddu, rigningu við A-
ströndina, en lengst af þurrviðri V-til. Hlýnar í veðri
og hiti 0 til 6 stig um kvöldið.
Lægir og birtir til. Austan 5-10 og stöku skúrir eða él syðst í kvöld. Frost víða 0 til 5 stig en sums
staðar frostlaust við ströndina.
Guðmundur Ragnar Magnússon, stýri- og sig-
maður hjá Landhelgisgæslunni, rifbeinsbrotnaði
þegar hann lenti harkalega á skipinu Fjordvik
þegar hann seig niður í strandað skipið til þess
að hægt væri að bjarga áhöfn þess og leiðsögu-
manni aðfaranótt laugardags í Helguvík.
Í samtali við Morgunblaðið segir Guðmundur
að aðstæður hafi verið krefjandi. Töluverð
hreyfing hafi verið á skipinu og tengilínu frá
þyrlu að stýrisþaki skipsins. Þegar hann var
nærri kominn niður fékk hann skipið á móti sér
þannig að hann náði ekki að fóta sig og lenti á
búnaði á síðunni með þeim afleiðingum að hann
braut tvö rifbein og brákaði það þriðja. Hann til-
kynnti áhöfn á þyrlunni TF-GNA atvikið og
meiðslin en að hann ætlaði að klára björgunar-
aðgerðina.
„Þegar komið er samband milli vettvangs og
þyrlu er vont að rjúfa það og byrja upp á nýtt.
Það var búið að vera bras að koma tengilínunni
niður svo við fórum í það að hífa karlana upp,“
segir Guðmundur.
„Við fórum í að hífa karlana, létum þá fara tvo
og tvo. Ég var sjálfur niðri og stjórnaði tengilín-
unni. Hélt í hana þannig að menn væru ekki að
lenda í áföllum á leiðinni upp,“ segir Guð-
mundur. Byrjað var á því að hífa áhöfnina upp,
en á meðan var íslenski leiðsögumaðurinn í brú
skipsins í samskiptum við þyrluna.
„Þegar var farið að minnka í hópnum báðum
við leiðsögumanninn að koma upp og hann fór
upp næstsíðastur. Ég togaði tengilínuna niður í
síðasta skiptið og fór upp með skipstjóranum.
Teitur Gissurarson
Jón Birgir Eiríksson
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Freyr Bjarnason
Klukkan 00.50 aðfaranótt laugardags
barst Landhelgisgæslunni (LSH)
neyðarkall frá flutningaskipinu
Fjordvik sem hafði strandað við
hafnargarðinn í Helguvík. Þyrlur
LSH, TF-GNA og TF-LIF, voru
þegar í stað kallaðar út, auk björg-
unarsveita frá Suðurnesjum og Hafn-
arfirði. TF-GNA tók á loft frá
Reykjavíkurflugvelli klukkan 01.20
og laust eftir klukkan 02.00 hafði
áhöfn þyrlunnar bjargað öllum fimm-
tán sem um borð voru í skipinu, sem
lamdist við stórgrýttan hafnargarð-
inn meðan á björgunaraðgerðum
stóð.
Olían áhyggjuefnið
„Nóttin var mjög blaut,“ sagði
björgunarstjóri á laugardagsmorg-
un, en alls höfðu á bilinu 80 til 100
björgunarsveitarmenn staðið við
skipið þegar mest lét um nóttina.
Eftir að skipverjum hafði verið
bjargað beindist athyglin næst að
mögulegum olíuleka, en lögreglan á
Suðurnesjum tilkynnti á laugardags-
morgun að einhver olía hefði lekið úr
skipinu. Snemma morguns hafði
varðskipið Týr siglt í vonskuveðri til
Helguvíkur en að sögn LSH voru að-
stæður þá enn erfiðar og veður mjög
slæmt. Ekki þótti ráðlegt að ráðast í
neinar aðgerðir á vettvangi strax.
Laugardagur leið en aldrei opnað-
ist gluggi til þess að komast um borð í
skipið. Á laugardagskvöld hafði skip-
ið sigið og sest fast upp við hafnar-
garðinn og um nóttina var unnið að
því að smíða pall sem gerði fólki kleift
að komast um borð.
Dæling gekk hægt
Í gærmorgun komust tveir skipa-
björgunarsérfræðingar frá hollenska
fyrirtækinu Ardent um borð í skipið
og mátu aðstæður. Veður hafði batn-
að lítillega en þrátt fyrir það var kalt í
norðanáttinni, sagði verkefnastjóri
hjá Köfunarþjónustunni, sem sá um
smíði á landgangi í skipið. Sjór hafði
komist í vélar- og lestarrúm skipsins.
Stuttu eftir að fyrstu menn höfðu
komist í skipið lauk smíði við land-
ganginn og hófst þá undirbúningur
þess að dæla olíu úr skipinu. Rúm-
lega 100 tonn af gasolíu voru í skipinu
en síðdegis í gær stóð yfir dæling á
olíu í tanka á landi.
Dælingin gekk hins vegar hægar
en vonast var til og var aðgerðum
hætt upp úr átta í gærkvöldi. Þá var
ráðgert að nóttin færi í að útvega öfl-
ugri tæki og tól og að aðgerðir hæfust
að nýju í birtingu.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Strand Skipið lamdist við hafnargarðinn meðan á björgunaraðgerðum stóð. Dæling olíu úr skipinu hófst í gær en gekk hægt.
Aðgerðir hefjast á ný í birtingu
Flutningaskipið Fjordvik strandaði aðfaranótt laugardags Tvö skip og tvær þyrlur Landhelgis-
gæslunnar kölluð út Vonskuveður og kuldi börðu á björgunar- og eftirlitsfólki á laugardag
Brotnaði í björgunaraðgerð
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sigmaður Guðmundur Ragnar Magnússon rif-
beinsbrotnaði þegar hann seig niður í skipið.
Við skildum tengilínuna eftir á brúarþakinu en
ég treysti mér ekki til að taka línuna sjálfur í
fangið,“ segir Guðmundur, en alls bjargaði hann
fimmtán mönnum af skipinu. „Þegar svona kem-
ur upp streymir adrenalínið og þetta var ekki
eins slæmt og ég átti von á. En þegar ég kom
upp í vél fann ég að þetta var slæmt.“
Að sögn Guðmundar var áhöfnin vel æfð til að
takast á við aðstæður eins og þær sem komu upp
í Helguvík. „Útköllin eru allt öðruvísi en æfing-
arnar og aðstæður voru krefjandi. Aðallega út
af hreyfinguni á skipinu og vegna þess að
vindurinn kom á hlið þyrlunnar en ekki framan
á hana. Þeir þurftu að halda stöðu við skipið og
skipið barðist í steinana. Höggin voru þung og
maður þurfti að hafa sig allan við að standa í
lappirnar þegar þau komu,“ segir hann.
Guðmundur segir erlenda sjómenn almennt
ekki vana þyrlubjörgunaræfingum líkt og ís-
lensku sjómennina sem fara í gegnum slíkt í
Slysavarnaskólanum. „Maður þarf að horfa í
augun á hverjum og einum sem hífður er og
segja að þetta verði allt í lagi. Þeir eru stundum
alveg stjarfir af hræðslu,“ segir hann.
ash@mbl.is