Morgunblaðið - 05.11.2018, Side 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018
Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686
GLÆNÝJAR LÚÐUSNEIÐAR
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn
SÍLDIN FRÁ
DJÚPAVOGI ER KOMIN
KLAUSTUR-BLEIKJA
GLÆNÝ LÍNUÝSA
Íbúar á Nýju-Kaledóníu, eyjaklasa í
Suðvestur-Kyrrahafi, felldu tillögu
um sjálfstæði frá Frakklandi með
naumum meirihluta í þjóðar-
atkvæðagreiðslu sem fór fram í gær.
56,4 prósent greiddu atkvæði gegn
sjálfstæði þjóðarinnar og var kosn-
ingaþátttaka 80,63 prósent.
Niðurstaðan var ekki eins afdrátt-
arlaus og búist var við en kannanir
gáfu til kynna að á milli 63 og 75 pró-
sent kysu gegn sjálfstæði frá Frökk-
um. Þjóðaratkvæðagreiðslan er liður
í samkomulagi franskra stjórnvalda
við íbúa eyjanna frá 1998, en alls
hafa heimamenn heimild til að halda
þrjár slíkar til ársins 2022.
„Við erum smáu skrefi frá sigri og
við eigum eftir að kjósa tvisvar í við-
bót,“ sagði Alosio Sako, formaður að-
skilnaðarhópsins FLNKS, eftir að
úrslitin voru kunngerð.
Við annan tón kvað þó hjá Emm-
anuel Macron Frakklandsforseta,
sem sagðist stoltur yfir því að heima-
menn hefðu ákveðið að taka þetta
sögulega skref með Frökkum.
Niðurstaðan væri til marks um
traust við Frakkland, framtíð lands-
ins og gildi þess. Macron hélt sig að
mestu frá kosningabaráttunni en
sagði þó í heimsókn sinni til Nou-
méa, höfuðborgar Nýju-Kaledóníu,
að Frakkland væri ekki eins fallegt
án Nýju-Kaledóníu, þaðan sem
fjórðungur alls nikkels í heiminum
kemur. Þar að auki er landfræðileg
lega eyjanna mikilvæg Frökkum af
hernaðarástæðum og fiskimið Nýju-
Kaledóníu eru sömuleiðis gjöful.
Sjálfstæðistillaga
felld með 56,4%
Atkvæðagreiðsla í Nýju-Kaledóníu
AFP
Sjálfstæði Frá kjörstað í Nouméa, höfuðborg Nýju-Kaledóníu. Meirihluti
íbúa kaus gegn sjálfstæði frá Frökkum. Kjörsókn var rúmlega 80 prósent.
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Bandaríkjamenn ganga til kosninga á
morgun þegar mið-kjörtímabilskosn-
ingar fara fram um allt landið. Alls
staðar er kosið til fulltrúadeildarinnar
en víða einnig til ríkisstjóraembættis
eða öldungadeildar. Sums staðar er
kosið um allt þrennt. Kosningabar-
átta demókrata og repúblikana náði
hámarki um helgina og tók Donald
Trump virkan þátt í baráttu repúblik-
ana enda eru mið-kjörtímabilskosn-
ingarnar á morgun sagðar ákveðinn
prófsteinn á fyrstu tvö ár hans í sæti
Bandaríkjaforseta. Forveri hans í
starfi, Barack Obama, sótti fundi með
demókrötum í ríkjum þar sem mjótt
er á munum. Skilaboð beggja til kjós-
enda sinna voru að kjörsókn ætti eftir
að ráða úrslitum á morgun.
Kannanir benda til þess að repú-
blikanar haldi meirihlutanum í öld-
ungadeildinni en að demókratar nái
að nýju meirihluta í fulltrúadeildinni.
Sögulega tapar Bandaríkjaforseti
þingsætum í fyrstu mið-kjörtímabils-
kosningum sem hann fer í gegnum á
fyrsta kjörtímabili, en einnig hefur,
sögulega séð, uppgangur í efnahag
þjóðarinnar aukið stuðning forsetans,
sem hefur verið raunin í Bandaríkj-
unum í forsetatíð Trumps. Þá segja
skýrendur óljóst hvaða áhrif nýleg at-
vik, skotárás á bænahús í Pittsburgh í
lok síðasta mánaðar og bréfsprengj-
urnar sem stuðningsmaður Trumps
sendi á pólitíska andstæðinga hans,
einnig í síðasta mánuði, hafi á niður-
stöðu kosninganna. Andstæðingar
forsetans segja glæpina afleiðingu
þeirrar sundrungar sem orðið hefur í
Bandaríkjunum frá því að Trump
sigraði í forsetakosningunum 2016.
Repúblikanar hafa aftur á móti beint
sviðsljósinu að kröftugum hagvexti
undanfarin misseri en Trump hefur á
sínum fundum farið áfram mikinn í
málefnum innflytjenda og landa-
mæragæslu.
Demókratar segjast ætla að
standa vörð um þær umbætur sem
gerðar voru á heilbrigðiskerfinu í for-
setatíð Obama og átalið Trump fyrir
ómannúðlegar aðgerðir í baráttunni
gegn innflytjendum.
„Meirihluti repúblikana þýðir fleiri
störf og færri glæpir. Meirihluti demó-
krata þýðir fleiri glæpir og færri störf,
mjög einfalt,“ sagði Trump við kjós-
endur í Belgrade í Montana, en Obama
sagði við kjósendur í Georgíu, þar sem
Stacey Abrams freistar þess að verða
fyrsta svarta konan til að gegna emb-
ætti ríkisstjóra: „Ég er hér af einni
ástæðu, að biðja ykkur um að kjósa,“
sagði Obama. „Afleiðingarnar af því að
gera það ekki eru djúpstæðar því land-
ið okkar er á krossgötum. Karakter
lands okkar er á kjörseðlinum.“
Spennan vex fyrir mið-
kjörtímabilskosningar
Bandaríkjamenn ganga til mið-kjörtímabilskosninga á morgun
AFP
Kosningar Donald Trump Bandaríkjaforseti á „Make America Great Again“-
kosningafundi á Yellowstone-alþjóðaflugvellinum í Montana á laugardag.