Morgunblaðið - 05.11.2018, Blaðsíða 6
Nokkrir sóttu
um allan kvótann
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Mikil umframeftirspurn var eftir
greiðslumarki í mjólk á síðasta inn-
lausnardegi ársins. Þannig var ósk-
að eftir rúmlega tveggja milljóna
lítra kvóta sem er 15 faldur mjólk-
urkvóti ársins. Nokkrir framleið-
endur báðu um að fá allan mjólk-
urkvóta ársins keyptan.
Fram hefur komið að vegna þess
hversu lítill framleiðsluréttur er í
boði sækja bændur um ótrúlega
mikið magn til að reyna að fá smá
bita af kökunni sem verið er að
skera. Matvælastofnun úthlutar
lausum kvóta hlutfallslega, miðað
við umsóknir, þó þannig að enginn
getur fengið meira en 15% úthlut-
aðs kvóta.
Búist við breytingum á reglum
Matvælastofnun innleysti fyrir
hönd ríkisins greiðslumark 5 fram-
leiðenda 1. nóvember, samtals tæp-
lega 176 þúsund lítra, og greiddi
fyrir tæpar 21,5 milljónir kr. Helm-
ingnum var endurúthlutað til for-
gangshópa, það er að segja til ný-
liða og þeirra sem framleitt hafa
mikið umfram greiðslumark á und-
anförnum árum. Þá eru eftir tæpir
88 þúsund lítrar til úthlutunar úr
almennum potti sem aðrir njóta
með forgangshópunum.
Ákaflega lítið magn er til skipt-
anna til almennra bænda í ljósi
þess að alls óskuðu 116 framleið-
endur eftir alls tæplega 2,2 millj-
örðum lítra. Til samanburðar má
geta þess að greiðslumark ársins er
145 milljónir lítra. Samkvæmt upp-
lýsingum búnaðarstofu Mat-
vælastofnunar sóttu nokkrir um all-
an kvóta ársins.
Jón Baldur Lorange, fram-
kvæmdastjóri Búnaðarstofu, segir
að óskað hafi verið eftir því við at-
vinnuvegaráðuneytið að reglugerð
verði breytt þannig að sett verði
hámark á það hverju hver og einn
getur óskað eftir á hverjum inn-
lausnardegi og fyrir árið í heild.
Hann segir að málið sé einnig til
umfjöllunar við endurskoðun bú-
vörusamninga í nautgriparækt og
hjá framkvæmdanefnd um búvöru-
samninga. Á Jón Baldur von á
breytingum á næsta ári.
Mikil eftirspurn en lítið framboð á
framleiðslurétti í mjólk Breytinga von
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Kýr Lítið fæst fyrir umframmjólk og
margir bændur vilja bæta við kvóta.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018
Framleitt úr vistvænum
virkum efnum sem
brotna hratt niður í
náttúrunni.
UNDRAVÖRUR
fyrir bílinn þinn
Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Fjölveikindi eru algeng og eru af
sumum nefnd ein stærsta áskorun
læknisfræðinnar á 21. öldinni.
Skilgreiningin er sú að fólk sé
samtímis með tvo eða fleiri lang-
vinna sjúkdóma. Meðal heimilis-
lækna er þekkt að oft fer saman
flókin sjúkdómsmynd og erfið lífs-
reynsla,“ segir dr. Margrét Ólafía
Tómasdóttir heimilislæknir
Í síðustu viku voru Fræða-
dagar heilsugæslunnar haldnir
undir yfirskriftinni Listin að eld-
ast vel – alla ævi. Dagskrá þessi er
vettvangur fagfólks í heilsugæsl-
unni til að miðla þekkingu, kynna
nýjungar, rannsóknir og verkefni
svo sem það sem Margrét Ólafía
flutti. Yfirskrift þess var Fjölveik-
indi fullorðinna í ljósi streitu og
áfalla.
Vísindin sýna tengslin
„Ég skoðaði stöðu fólks á
milli 45 ára og sjötugs sem þjáist
af langvinnum sjúkdómum. Sem
dæmi mætti nefna konu um fimm-
tugt með vefjagigt, langa sögu um
þunglyndi og kvíða, offitu,
asthma, bakflæði og slæma tann-
heilsu. Eða þá karlmann um sex-
tugt með langvinna bakverki, slit í
hnjám, sögu um hjartaáfall, há-
þrýsting og áfengissýki. Algengt
er að fólk með birtingarmynd í
líkingu við þessa eigi til viðbótar
sögu um ýmis áföll og erfiðleika,
allt frá barnæsku og fram á full-
orðinsár,“ segir Margét Ólafía.
Hún bætir við að fyrir heimilis-
læknum sé ekkert nýtt að áföll
geti leitt af sér alvarleg veikindi.
Hins vegar hafi skort vísinda-
legan grunn til að sýna fram á
tengslin þar til á allra síðustu
árum.
„Heilbrigðisvísindin hafa
lengi vel lagt sig eftir að smækka
einstaklinginn niður einingar, svo
sem líffæri, líffærahluta, frumur
og gen, í leit sinni að svörum. Þá
er gjarnan horft framhjá stóru
heildarmyndinni, það er samspili
líffæra og einstaklingsins og svo
umhverfis. Það var fyrst um síð-
ustu aldamót sem að gerðar voru
rannsóknir sem sýndu tengsl
áfalla í æsku og veikinda. En nú
hefur orðið vitundavakning að
þessu leyti sem er vel. Þar koma
til m.a. mál eins og #metoo og
opnari umræða um erfiðleika og
áföll, þar sem þolendur eru til að
hvattir til að skila skömminni.“
Langvinnir sjúkdómar
þróast með tímanum
Margrét Ólafía segir að um
15-20% af þeim sem leiti til heim-
ilislækna óski aðstoðar vegna and-
legra vandamála. Það sé hins veg-
ar aðallega á síðustu tveimur
árum eða svo sem fólk sé almennt
reiðubúið að opna á sögu sína um
áföll og erfiðleika áður á lífsleið-
inni sem sé svo oft orsök fjölveik-
inda. Þar sé langvinn líffræðileg
streita sterkur orsakaþáttur.
„Ein helsta orsök lang-
vinnrar eitraðar streitu eru
endurtekin áföll í æsku og stöðug
hræðsla, svo sem vegna ofbeldis.
Samspil mismunandi kerfa í lík-
amanum raskast og þó röskunin
hvers kerfis sé ekki nægilega
mikil til að framkalla sjúkdóma
strax geta langvinnir sjúkdómar
þróast með tímanum. Erfiðleikar
seinna á lífsleiðinni geta líka haft
áhrif. Langvarandi kulnun í
starfi sem ekki er brugðist við
getur sett streitukerfið úr jafn-
vægi, en einnig félagsleg ein-
angrun, fjárhagserfiðleikar, lág
félagsstaða og ofbeldi í nánu
sambandi svo eitthvað sé nefnt.“
Heilsugæslan er tilbúin
Heilsufarsvandi eins og að
framan er lýst er algengur og
raunar daglegt viðfangsefni
starfsfólks heilsugæslunnar;
lækna, hjúkrunarfræðinga og
annars fagfólks. „Heilsugæslan
ætti og er að fullu tilbúin að vera
fyrsti viðkomustaðurinn í heil-
brigðiskerfinu. Því miður hafa
verið fordómar gagnvart heilsu-
gæslunni; það er vanþekking á
því hvaða vandamálum við getum
leyst úr. Það er á færi heimilis-
lækna að greina og meðhöndla
alla algengustu sjúkdóma og sér-
fræðiþjónustan nýtist best ef
þangað fara fyrst og fremst sér-
tækari tilfelli. Ég held raunar og
vona að nú sé að verða breyting á
viðhorfi í samfélaginu gagnvart
heilsugæslunni og þjónustunni
þar – og ég minni á að víða er
talið til helstu mannréttinda að
fólk hafi sinn fasta heimilis-
lækni.“
Langvinn líffræðileg streita sterkur orsakaþáttur fjölveikinda
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Læknir Oft fer saman flókin sjúkdómsmynd og erfið lífsreynsla, segir dr. Margrét Ólafía Tómasdóttir.
Áföll í æsku hafa áhrif
Margrét Ólafía Tómasdóttir
fæddist í Reykjavík 1981. Hún
útskrifaðist úr læknadeild Há-
skóla Íslands 2007 og sem sér-
fræðingur í heimilislækningum
2014. Lauk doktorsprófi í
heimilislækningum og lýð-
heilsuvísindum frá HÍ og NTNU
í Þrándheimi 2017.
Starfar á heilsugæslunni í
Efstaleiti og er lektor við
læknadeild HÍ. Situr í stjórn Fé-
lags íslenskra heimilislækna og
starfaði á tímabili sem að-
stoðarkennslustjóri sérnáms í
heimilislækningum á Íslandi.
Hver er hún?
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er alveg ljóst að þetta getur orð-
ið snúin staða þegar nær dregur jól-
um,“ segir Egill Örn Jóhannsson,
framkvæmdastjóri Forlagsins.
Jólabókaflóðið er nú hafið af fullum
þunga og nýjar bækur rata í hillur
bókabúða á hverjum degi. Vinsæl-
ustu bækurnar seljast gjarnan upp
og þá þurfa forlögin að panta endur-
prentanir til að anna eftirspurn. Nú
ber hins vegar svo við að möguleikar
útgefenda til að prenta innbundnar
bækur á Íslandi eru litlir sem engir
eftir að prentsmiðjan Oddi
seldi fyrr á árinu tækjabúnað
úr landi.
„Það þýðir einfaldlega að við
útgefendur þurfum að leita til
erlendra aðila með alla prent-
un á innbundnum bókum. Það
hefur verið fylgifiskur jóla-
bókaflóðsins að vinsælustu
bækurnar hefur þurft að end-
urprenta, einu sinni og jafnvel
tvisvar. Við höfum pantað end-
urprentanir nokkrum dögum fyrir jól
og jafnvel fengið upplag afhent á Þor-
láksmessu. Sá leikur verður ekki
endurtekinn í bráð og alveg ljóst að
það þarf að taka tillit til þessa þegar
upplag er ákveðið,“ segir Egill sem
telur að það taki aldrei undir þremur
vikum að fá bók úr endurprentun frá
Skandinavíu eða Norður-
Evrópu sé hún flutt hingað
með skipi. „Það þýðir að
síðasti möguleikinn til að
panta endurprentun er um
næstu mánaðamót.“
Dögg Hjaltalín, útgef-
andi hjá Sölku, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að
þar á bæ hefði þessi þróun
ekki mikil áhrif, þar eð for-
lagið gæfi ekki út neina
skáldsögu í ár. Þær bækur sem Salka
gæfi út yrðu einfaldlega prentaðar
aftur ef þær seldust upp og í versta
falli þyrfti fólk að bíða aðeins eftir
þeim. „Það er hægt að fá bækur á al-
veg þokkalegum tíma en svo er mað-
ur þá bara djarfari í upplögum og
tekur stærri sénsa,“ segir Pétur Már
Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti/Ver-
öld. „Við tökum Ragnar Jónasson til
dæmis í 11 þúsund eintökum, Horn-
auga Ásdísar Höllu í 11 þúsund ein-
tökum og Yrsu hátt í 20 þúsund ein-
tökum. Maður hefur borð fyrir báru,“
segir Pétur. „Maður sér það fljótt á
viðbrögðum í hvað bók stefnir, hvort
það er stemning eða ekki. Og þá bíð-
ur maður ekki eftir að salan sé ljós,
maður verður að taka ákveðna
sénsa.“
Óvissa með endurprentanir jólabóka
Allar innbundnar bækur prentaðar erlendis fyrir jólin Útgefendur verða að taka sénsa í upplögum
Egill Örn
Jóhannsson
Dögg
Hjaltalín
Pétur Már
Ólafsson