Morgunblaðið - 05.11.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018
Eitt mesta urval landsins af t<Ekjum til
lfkamsr<Ektar fyrir heimili, fyrirt<Eki, skip
og lfkamsr<Ektarstoovar
l>rekhj6I .&.
NordicTrack VR21 Recumbent
Vandao prekhj61 sem tengist snjallsfma
eoa spjaldtolvu meo Bluetooth.
Moguleiki a iFit tengingu.
Pulsm�lir handfongum..
Vero 179.990,-
Fjol�jalfi Proform 450 LE ►
Frab�r fjolpjalfi meo
mjukum hreyfingum
og miklum pyngdar
moguleikum.
Vero 139.990,-
◄ l>rekhj6I Proform 210CSX
Einfalt og vandao
prekhj61 sem hentar
vel til heimilisnota.
Vero 69.990,-
◄ Hlaupabraut
Proform 3001
Frab�r braut fyrir hlaup,
gongu og f heimanotkun,
samanbrj6tanleg.
Vero 149.990,-
!" #!$
% "&' $('$) #*( !" ! #!&"
!+ *&$$ +) "$,-$!.
R6cJravel NordicTrack RX800 ►
Stillanleg loftm6tstaoa
20 �fingakerfi
Auovelt ao f�ra, a hj61um
Vero 129.990,-
Vero 299.990,-
Meiri hreyfing fyrir
al/a fjolskylduna
STOFNAD 1925
Faxafeni 8, Sfmi 588 9890
Gerum tilboa - Eingongu toppmerki - Cybex - Matrix - Nordic Track - Proform
Opi8 virka daga Laugard. -Visa-og Eurora5g - Netgfr6 -www.orninn.is
Rútufyrirtækið Gray Line sendi á
laugardag frá sér tilkynningu
vegna nýrrar gjaldskrár Isavia fyr-
ir hópferðabíla á fjarstæðum við
Leifsstöð. Þar segir m.a. að hin nýja
gjaldskrá brjóti gegn samkeppnis-
lögum með sama hætti og fyrri
gjaldskráin, en í sumar stöðvaði
Samkeppniseftirlitið gjaldtöku
Isavia á þessum sömu stæðum með
þeim rökum að Isavia hefði misnot-
að markaðsráðandi stöðu sína með
óhóflegri verðlagningu við gjald-
töku fyrir notkun á fjarstæðunum.
Þá segir jafnframt í tilkynningu
Gray Line: „Um er að ræða 1500%
ofurálagningu á þann kostnað sem
Isavia hefur á fjarstæðunum miðað
við útreikninga Samkeppniseftir-
litsins.“ Gray Line telur að fullyrð-
ing Isavia um að gjaldtökunni sé
ætlað að verja samkeppnislega
hagsmuni og gæta jafnræðis stand-
ist enga skoðun, þar sem Isavia inn-
heimti mun lægri gjöld af einkabíl-
um, bílaleigubílum og leigubílum
en hópferðabílum.
Telja Isavia
brjóta lög
enn á ný
„1500% ofurálagn-
ing,“ segir Gray Line
Hópferð Fyrirtækið segir fullyrð-
ingu Isavia ekki standast skoðun.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Einfalda þarf umgjörð fjárhags-
legra samskipta ríkis og þjóðkirkj-
unnar þannig að greiðslur frá rík-
inu sem í dag renna í ýmsa kirkju-
sjóði fari einfaldlega til kirkjunnar
sem sjálf ráðstafi þessum fjár-
munum. Einnig á kirkjan að taka
alfarið við eigin starfsmanna-
málum. Sömuleiðis þarf að uppfæra
greiðslur úr ríkissjóði til þjóðkirkj-
unnar á grundvelli samkomulags
um kirkjujarðir frá árinu 1997.
Samkvæmt því greiðir ríkið laun
presta en fékk í staðinn fjölda fast-
eigna og jarða samkvæmt gang-
gjaldi sem nú þarf að endurskoða.
Þetta kom fram í máli Bjarna Bene-
diktssonar fjármálaráðherra við
setningu kirkjuþings á laugardag.
Um greiðslur ríkisins til þjóð-
kirkjunnar skv. kirkjujarða-
samkomulagi segir Bjarni Bene-
diktsson það þurfa að vera ótengt
innri starfsemi þjóðkirkjunnar, svo
sem launagreiðslum til einstakra
stétta. Hann telur litla sanngirni í
málflutningi þeirra sem hæst tala
um aðskilnað ríkis og kirkju og að
best sé að ríkið hætti afskiptum af
fjármálum allra trúfélaga.
„Oft virðist manni sem málflutn-
ingur af þessu tagi stafi einkum frá
mjög ungu fólki, sem ekki hefur
lent í neinum áföllum og hefur ekki
séð það starf sem kirkjan vinnur við
sálusorgun og ýmiss konar félags-
þjónustu. En jafnvel á Alþingi er
töluverður hópur þingmanna sem
virðist ekki tilbúinn til að viður-
kenna að neinu leyti að þjóðkirkjan
hafi hlutverk eða eigi erindi við
samtímann. Ekki heldur til að virða
samninga sem gerðir hafa verið,“
sagði Bjarni Benediktsson.
Við upphaf kirkjuþings á laugar-
daginn tók Drífa Hjartardóttir fv.
alþingismaður við sem forseti
kirkjuþings og er hún fyrst kvenna
í því embætti. Á þinginu, sem stend-
ur fram í líðandi viku, verður til
umræðu sameining prestakalla og
endurskoðun á sambandi ríkis og
kirkju.
Ganggjald fyrir kirkjujarðir verði endurskoðað
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vídalínskirkja Þingstaður ársins.
Fjárhagsleg samskipti kirkju og ríkis einfölduð Drífa Hjartardóttir nýr forseti kirkjuþings
Þörf er á 200
milljónum króna
á ári frá stjórn-
völdum til að
losna við biðlista
á Vogi. Leggja
þyrfti inn átta á
dag í stað sex eins
og nú er til að
losna við biðlist-
ann. Þetta segir
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar, en í Silfrinu á RÚV
sagði Kári það ákaflega erfitt að fá
fíknisjúkling til að þiggja meðferð og
þegar hann loksins féllist á það þá
entist sá vilji frekar skammt. Þess
vegna væri biðlistinn, upp á 590
manns, „gjörsamlega ófær“.
„Það er faraldur af fíknisjúk-
dómum á Íslandi í dag og fólk er að
deyja af þeim. Fíknisjúkdómar eru
algengasti dauðdagi ungs fólks á Ís-
landi í dag á milli 18 ára og fertugs,“
sagði Kári.
Þörf á 200
milljónum frá
stjórnvöldum
Kári Stefánsson