Morgunblaðið - 05.11.2018, Side 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018
e u or , r y uo nar, st r s nv rp, m nn s nv rp,
soundbarir, bassabox og ýmislegt annað.
15% afsláttur
af flestum SAMSUNG vörum* í nokkra daga
LÁGMÚLA 8 - 530 2800
*Athugið að afslátturinn gildir ekki af öðrum sértilboðum sem eru í
gangi. Ekki er afsláttur af símum, spjaldtölvum eða úrum.
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Erfitt er að finna titil sem lýsir því
nægilega vel hvað John Cohn fæst
við. Sjálfur hefur hann gaman af að
nota titilinn „hæstvirtur æsingamað-
ur“, en segja má að John fái að leika
lausum hala hjá bandaríska tækni-
risanum IBM. Þar hefur hann komið
víða við, sinnt því sem honum þykir
forvitnilegast hverju sinni, og eftir
fjögurra áratuga feril á John heiður-
inn af mörgum tugum einkaleyfa.
Hann varði t.d. mörgum árum í að
þróa vélbúnað fyrir leikjatölvur sem
í dag er nýttur í rafmyntaframleislu,
og lengi vel fékkst hann við þróun
hlutanetsins. Í dag er það gervi-
greind sem á hug Johns allan en á
hádegisverðarfundi Origo á fimmtu-
dag ætlar hann hins vegar að tala um
mikilvægi þess að leika sér í
vinnunni.
„Ef það er eitt sem ég hef lært öll
þessi ár hjá IBM þá er það mikilvægi
þess að líta á vinnuna sem leik: að
nálgast viðfangsefnin með ákveðinni
forvitni og tilhlökkun, og þeirri
ástríðu sem fylgir því að leika sér
með hlutina,“ segir John. „Það sem
gerist þegar þessi eiginleiki hverfur
er að við stífnum upp, verðum ekki
eins sveigjanleg í hugsun og ekki
eins frjó.“
Kennt að fylgja reglum
Að mati Johns á þetta við um allar
stéttir, ekki bara tölvunar- og verk-
fræðinga eins og hann. Fólk sem
fæst við tækni og tölur verði samt oft
að leggja sig sérstaklega fram við að
tileinka sér leikjaviðhorfið því í há-
skólanámi þess var því innrætt allt
önnur nálgun: „Verkfræði er t.d.
kennd með mjög alvörugefnum
hætti þar sem allt er stíft og strangt,
aðeins ein rétt aðferð til að gera hlut-
ina og bara eitt rétt svar. En þvert á
móti eru vísinda- og stærðfræði-
greinar í eðli sínu til þess gerðar að
leika, gera tilraunir, grúska og sjá
hvað kemur í ljós.“
Segir John að það sé ekki fyrr en
við leyfum okkur að leika sem að
okkur tekst að líta upp úr amstri
hversdagsins og finna nýjar lausnir.
Sá sem geri ekki annað en að fylla
daginn af alls kyns skylduverkefnum
og leysa úr þeim eftir sömu formúl-
unni dag eftir dag stundi enga ný-
sköpun. „Taka þarf meðvitaða
ákvörðun um að taka frá tíma fyrir
leik og tilraunastarfsemi því annars
fyllist allur vinnudagurinn – og gott
betur – af öllum mögulegum verk-
efnum sem þola enga bið.“
Stjórnendur leyfi mistök
Bendir John á að það sé einmitt í
gegnum leik og tilraunir sem margar
mikilvægustu uppfinningar mann-
kynssögunnar urðu til, jafnvel fyrir
algjöra heppni. „Nefna má útvarpið
og fúkkalyf sem dæmi. Ef ég leitaði
til kollega minna sísvona og bæði
þau að reiða fram þrjár einkaleyfis-
bærar hugmyndir þá myndi lítið ger-
ast, en ef ég gæfi þeim tíma til að
leika, prófa, fikta og fylgja eigin for-
vitni er næsta víst að eitthvað nýtt og
áhugavert kæmi í ljós.“
Bæði þarf fagfólk að reyna að
temja sér þetta viðhorf og vinnu-
brögð en John segir það ekki síst
hvíla á stjórnendum að skapa vinnu-
umhverfi þar sem hvatt er til leiks.
„Fólk þarf að vita að það er í lagi að
taka áhættu og gera mistök, og þó
ekki sé hvatt til mistaka þá sé ekki
heldur refsað fyrir þau en reynt að
læra af þeim. Fagfólkið þarf líka að
hafa það hugfast að flestir þeir sem
tekist hefur að skara fram úr á sínu
sviði hafa verið „óhlýðnir“ og þorað
að gera hlutina ekki alveg eins og
þeim var sagt – og einmitt þannig
fundið betri lausnir.“
Leikur leiðir til nýsköpunar
Tilviljanir John Cohn segir að leikur leiði til tilrauna og nýrra uppgötvana og að stjórnendur þurfi að skapa
svigrúm fyrir mistök. Bendir hann á að ákveðin tegund óhlýðni einkenni flest það fólk sem skarar fram úr.
Einn af fremstu hugvitsmönnum IBM segir seint leiða til framfara ef fólk fylli
daginn af verkefnum sem það leysi eftir forskrift Vinnan á að vera leikur
á kínverskan varning. Kvaðst hann reikna með
samningi sem yrði sanngjarn fyrir bæði löndin
og hagstæður fyrir Bandaríkin. Að sögn Reuters
er fyrirhugað að Trump eigi kvöldverðarfund
með Xi Jinping Kínaforseta á ráðstefnu leiðtoga
G20-ríkjanna í Buenos Aires í lok nóvember og
þar muni þeir ræða viðskiptasamband þjóðanna
nánar.
Það sem af er árinu hafa Bandaríkin hækkað
tolla á kínverskan innflutning að andvirði 250
milljarða dollara og hafa Kínverjar svarað í
sömu mynt með tollum á 110 milljarða dala virði
af bandarískum varningi. ai@mbl.is
Ráða má af ummælum Donalds Trumps Banda-
ríkjaforseta að það styttist í að ríkisstjórn hans
ljúki gerð viðskiptasamnings við Kína og endi
verði bundinn á tollastríðið sem þjóðirnar tvær
hafa háð að undanförnu.
„Kína er mjög áhugasamt um að semja,“ sagði
Trump þegar hann ávarpaði blaðamenn í Wash-
ington á föstudag. „Við höfum átt í ákaflega góð-
um viðræðum og erum mun nær því að ná ein-
hverri lendingu.“
Bætti hann við að vel hefði gengið að leysa úr
ágreiningi þjóðanna. Varaði Trump jafnframt
við að hann gæti engu að síður lagt frekari tolla
Trump telur samning við Kína í sjónmáli
Segir von á sanngjörnu samkomlagi sem verði Bandaríkjunum hagstætt
AFP
Þíða Xi og Trump munu hittast í lok mánaðarins.
5. nóvember 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 120.38 120.96 120.67
Sterlingspund 156.88 157.64 157.26
Kanadadalur 92.15 92.69 92.42
Dönsk króna 18.455 18.563 18.509
Norsk króna 14.468 14.554 14.511
Sænsk króna 13.349 13.427 13.388
Svissn. franki 120.59 121.27 120.93
Japanskt jen 1.0662 1.0724 1.0693
SDR 167.29 168.29 167.79
Evra 137.71 138.49 138.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.3659
Hrávöruverð
Gull 1223.25 ($/únsa)
Ál 1959.0 ($/tonn) LME
Hráolía 76.28 ($/fatið) Brent
Úrslit frumkvöðlakeppninnar Gull-
eggsins voru kynnt um helgina og
var það Flow VR sem stóð uppi sem
sigurvegari.
Morgunblaðið fjallaði fyrst um
hugleiðsluforritið Flow árið 2016 en
með Flow VR á að bjóða upp á
„áhrifaríka hugleiðslu í alltumlykj-
andi sýndarveruleika“ eins og það er
orðað í tilkynningu.
Í öðru sæti keppninnar hafnaði
forritið Greiði sem skapar markað
fyrir öll möguleg verk og viðvik, allt
frá kennslu og viðgerðum yfir í garð-
sláttu og gæludýrapössun.
Þriðja sætið kom í hlut Eireium
sem þróar dreifðan hugbúnað til að
auka gegnsæi, traust og nýtni í fjár-
magni sem varið er til hjálparstarfs,
neyðar- og þróunaraðstoðar um all-
an heim.
Einnig hlutu viðurkenningar fjár-
tæknisprotinn Ekki banka, Álfur
brugghús og Värk, sem endurvinnur
kaffikorg til að rækta ostrusveppi.
Í ár gerðist það í fyrsta skipti að
kynjahlutföll umsækjenda í Gullegg-
inu voru hnífjöfn.
Gulleggið á sér 11 ára sögu og seg-
ir Icelandic Startups, sem skipulegg-
ur viðburðinn, að af þeim fyrirtækj-
um sem stofnuð hafa verið í kjölfar
þátttöku í keppninni séu 76% enn
starfandi í dag. ai@mbl.is
Flow VR
hreppti
Gulleggið
Kátar Tristan E. Gribbin og Þóra B.
Elvarsdóttir stofnendur Flow VR.