Morgunblaðið - 05.11.2018, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sauðfé Óskað er eftir góðum hugmyndum um virðisauka.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Forstjórinn, Sveinn Margeirsson,
fékk þessa hugmynd og vildi endi-
lega keyra verkefni í gang. Hann
fékk nokkrar stofnanir til samstarfs
og boðaði til fundar. Allir voru já-
kvæðir, “ segir Eva Margrét Jónu-
dóttir, sérfræðingur hjá Matís og
umsjónarmaður samkeppninnar
Lambaþon sem snýst um að auka
verðmæti í virðiskeðju sauðfjár.
Matís hefur áður efnt til sam-
keppni í þessu formi sem nefnt er
hakkaþon, meðal annars um lofts-
lagsmál. Sauðfjárræktin er ofarlega
í huga manna nú vegna erfiðrar fjár-
hagsstöðu bænda og er vonast til að
einhverjar hugmyndir komi upp sem
gætu hjálpað til.
„Við vonumst
til að fá flottar
hugmyndir sem
munu auka virði í
sauðfjárrækt, á
hvorum endanum
sem er, og meira
fáist út úr þeirri
virðiskeðju sem
fyrir hendi er,“
segir Eva. Hún
segir að allt sé
opið, nefnir sem dæmi vöruþróun,
beitarstjórnun og nýtingu hliðaraf-
urða. Hver sem er geti tekið þátt, ef
viðkomandi er tilbúinn að gefa tíma
sinn til að þróa nýjar hugmyndir í
samvinnu við aðra.
Lambaþon er keppni á milli 4-8
manna liða. Einstaklingar geta líka
skráð sig og fá þeir þá tækifæri til að
vinna með öðrum. Verðlaun verða
veitt fyrir bestu hugmyndina að mati
dómnefndar. Hugmyndirnar verða
meðal annars metnar út frá því
hversu auðvelt er að miðla þeim til
bænda og almennings.
Keppnin hefst 9. nóvember kl. 10 í
Landbúnaðarháskóla Íslands á
Hvanneyri. Skila þarf hugmyndum
kl. 10 daginn eftir, þannig að þátt-
takendur hafa sólarhring til að vinna
hugmyndir sínar. Þeir fá aðstöðu á
Hvanneyri og hjá Matís í Reykjavík.
Auk Matís og Landbúnaðarhá-
skólans eiga Háskólinn á Bifröst,
Landgræðslan, Ráðgjafarmiðstöð
landbúnaðarins, Matvælastofnun,
Landssamtök sauðfjárbænda, Sam-
tök ungra bænda, Háskóli Íslands og
Icelandic Lamb aðild að Lambaþon.
Samkeppni um aukið virði afurða
Matís og fleiri efna til Lambaþons
Eva Margrét
Jónudóttir
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018
Með Firmavörn+ geta stjórnendur fylgst með og
stýrt öryggiskerfi, myndeftirliti og snjallbúnaði
fyrirtækisinsmeð appi í símanum hvar og hvenær
sem er. Stjórnstöð Securitas er á vaktinni allan
sólarhringinn, alla daga ársins.
www.firmavorn.is
HVAR SEM ÞÚ ERT
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Áhugi er á að fjölga selaskoðunar-
stöðum á Vatnsnesi í Húnaþingi
vestra til að dreifa álagi og auka fjöl-
breytni. Auglýst hefur verið deili-
skipulagstillaga að slíkum stað á
eyðibýlinu Flatnefsstöðum og
standa vonir til að aðstaða þar og
bætt aðgengi verði fyrir hendi eftir
tvö ár. Helstu selaskoðunarstaðir á
Vatnsnesi eru nú Svalbarð, Illuga-
staðir og Ósar/Hvítserkur.
Yfir 100 þúsund
gestir í selaskoðun
Sigurður Líndal Þórisson, fram-
kvæmdastjóri Selasetursins á
Hvammstanga, segir að í setrið hafi
nú þegar komið 40 þúsund gestir á
þessu ári. Þangað kæmu þeir gagn-
gert til að fræðast og skoða seli.
Heildarfjöldinn sem kæmi á sela-
skoðunarstaðina þrjá væri þó mun
meiri og trúlega á annað hundruð
þúsund manns á ári.
Selasetrið fékk rúmlega þrjár
milljónir úr Framkvæmdasjóði
ferðamannastaða í fyrra. Þeir fjár-
munir voru notaðir til að greiða fyrir
hönnunarvinnu og vinnu við deili-
skipulag, sem vonast er til að verði
staðfest fyrir áramót. Sigurður segir
að á næsta ári verði unnið að fjár-
mögnun við uppbyggingu á Flat-
nefsstöðum.
Í deiliskipulagstillögu segir að
sérstök áhersla verði lögð á að allar
framkvæmdir muni falla vel að um-
hverfinu og þannig reynt að stuðla
að verndun svæðisins. Svæðið sé
ekki viðkomustaður ferðamanna en
þyki tilvalið til selaskoðunar.
Annars konar upplifun
Útbúa þurfi aðstöðu ferðamanna
sem fara að og um svæðið og þörf sé
á að byggja þar upp aðstöðu og bæta
aðgengi. Skilgreina þurfi aðkomu-
svæði, bílastæði, gönguleiðir, áning-
ar- og útsýnisstaði ásamt því að
staðsetja salernisbyggingu.
Gönguleið frá bílastæði að
skoðunarstað yrði um einn kílómetri
og segir Sigurður að það bjóði upp á
ýmsa möguleika til náttúruskoðunar
og annars konar upplifunar en á hin-
um selaskoðunarstöðunum. Með
fjölgun staða dreifist álag yfir lengri
tíma, en við Flatnefsstaði heldur sel-
ur sig allt árið.
Vilja fjölga stöðum til að skoða seli
Selasetrið undirbýr uppbyggingu á Flatnefsstöðum á Vatnsnesi á næstu árum
Selaskoðunarstaðir á Vatnsnesi
Húna-
fjörður
Hóp
VA
TN
S
N
ES
Loftmyndir ehf.
Hvítserkur og
Sigríðarstaðaós
Svalbarð
Illugastaðir
Flatnefsstaðir
Fyrirhuguð uppbygging ferðaþjón-
ustu ásamt aðstöðu fyrir selaskoðun
Hindisvík
Svæðið er lokað fyrir
umferð ferðamanna. Trúfélagið Zuism mun geta greitt fé-
lagsmönnum sínum út sóknargjöldin í
ár þrátt fyrir að persónuverndarlög
hafi tekið gildi. Með setningu per-
sónuverndarlaganna geta trúfélög
ekki lengur fengið aðgang að félaga-
skrá sinni hjá þjóðskrá.
„Við erum með listann fyrir fram.
Við vorum búnir að óska eftir þessum
lista áður en lögin tóku gildi og erum
með meðlimina,“ segir Ágúst Arnar
Ágústsson, forstöðumaður Zuism.
Spurður hvort lögin muni ekki
koma í veg fyrir að þeir geti fengið fé-
lagalista næsta árs segir hann að það
hafi nú þegar verið rætt. „Við erum
byrjaðir að ræða það hvernig við ætl-
um að leysa það og ég mun finna
lausn á því. Við erum með allt græjað
fyrir þetta núna og erum byrjaðir að
huga að hvernig við græjum næsta
ár.“
Félagsmenn fá greitt
Á heimasíðu Zuista hefur nú þegar
verið opnað fyrir endurgreiðslu
sóknargjalda og geta allir skráðir fé-
lagsmenn sótt um að fá gjöldin endur-
greidd eða greidd til góðgerðarmála.
mhj@mbl.is
Zuistar
komnir með
félagalistann
Geta greitt út
sóknargjöldin í ár
Maður sem beitti hnífi í áflogum við
annan mann á Akureyri á laugar-
dag hefur verið úrskurðaður í
gæsluvarðhald til 30. nóvember.
Maðurinn var handtekinn af lög-
reglu skömmu eftir að hann yfirgaf
vettvang á Geislagötu við útibú Ar-
ion banka en málið er rannsakað
sem tilraun til manndráps.
Þá hefur Héraðsdómur Norður-
lands eystra einnig úrskurðað um
þriggja mánaða farbann yfir tveim-
ur starfsmönnum PCC á Bakka
vegna líkamsárásar í vistarverum
PCC við Húsavík á laugardag.
Mennirnir tveir eru grunaðir um
líkamsárás hvor á annan þar sem
hættulegri aðferð var beitt. Báðir
menn voru fluttir á Sjúkrahús
Akureyrar í kjölfar árásarinnar.
Í varðhaldi út mán-
uðinn vegna árásar
Á Freyjutorgi, á gatnamótum
Freyjugötu, Óðinsgötu og Bjargar-
stígs, stóð til að endurnýja götu og
gönguleiðir, setja snjóbræðslu og
djúpgáma í stað grenndargáma sem
áður stóðu á torginu. Íbúum í ná-
grenninu til nokkurrar furðu hefur
verið límt fyrir djúpgámana, sem
höfðu þegar verið teknir í notkun.
Samkvæmt ábendingum frá íbúum
hverfisins hefur verið límt fyrir
tunnurnar í viku.
Af því er fram kemur á vef
Reykjavíkurborgar var verkið,
endurnýjun Freyjutorgs, boðið út í
apríl 2017 en 2. maí 2017 var tekin
ákvörðun um að fresta verkinu og
ákveða framhald þess haustið 2017.
Áætlaður kostnaður við verkið er 60
milljónir. Djúpgámum hefur verið
komið fyrir á torginu en ekkert ból-
ar á bekkjum eða trjágróðri sem
ætlað var að koma fyrir á torginu.
Jón Halldór Jónasson upplýsinga-
fulltrúi hefur umsjón með fram-
kvæmd verksins en í samtali við
Morgunblaðið bendir hann á að
ábendingar í gegnum vef borgar-
innar séu vel þegnar.
„Við erum með fullt af gæðastjór-
um úti um allan bæ og fólk fylgist vel
með því hvað er að gerast í sínu ná-
grenni. Í neyðartilvikum vísum við á
lögreglu en annars bakvakt borgar-
innar. Best er þó að fara inn á vef-
slóð sem heitir reykjavik.is/
abendingar og setja ábendinguna
þar inn,“ segir Jón.
Límt fyrir ruslatunn-
ur á Freyjutorgi
Áætlaður kostnaður við torgið 60 milljónir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Freyjutorg Til stóð að endurnýja svæðið, setja djúpgáma og bekki.