Morgunblaðið - 05.11.2018, Side 17

Morgunblaðið - 05.11.2018, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018 Ferðamannafjöld Fagurt er um að litast á Þingvöllum, þar sem úthafsflekar mætast og örlög fólks réðust öldum saman. Nú streyma ferðamenn þar að, jafnvel á nöprum dögum síðla hausts. Kristinn Magnússon Reykjavíkurborg leggur hæstu álögur á launafólk af öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Borgin tekur nú 14,52% af öllum laun- um þeirra sem eru bú- settir í Reykjavík. Til samanburðar hafa Sel- tjarnarnes, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópa- vogur, Mosfellsbær og Kjalarnes lægri skatt af launum fólks. Öll ná- grannasveitarfélögin. Þessi útsvarsskattur leggst á öll laun frá fyrstu krónu, enda greiðir ríkið persónu- afsláttinn. Reykjavík hefur haft útsvarið í hámarki frá árinu 2011. Nú í aðdraganda kjarasamninga hlýtur þessi mikla skatt- heimta borgarinnar að koma til skoðunar. Kaupmáttur skerðist meira hjá íbúum borg- arinnar en öðrum. Kjarabarátta snýst um að bæta kaupmátt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins munu í næstu viku leggja til í lækkun í 14,38%. Það er gott fyrsta skref. Kostnaðurinn er um 700 milljónir króna, eða svipað og við- gerð á bragga og mathöll við Hlemm. Þetta er þó heldur lægri fjárhæð en rekstur skrifstofu borgarstjóra kostar á einu ári. … og leggur álögur á húsnæði Forseti ASÍ benti nýlega á að sveitarfélögin væru í lykilstöðu til að úthluta lóðum. „Og slá af kröfum um byggingarréttargjald og gatna- gerðargjöld og allt það til að liðka fyrir því öll gjöld sem sveitarfélögin leggja á lóðir og nýbyggingar skila sér beint inn í verðlagið.“ Því hefur verið haldið fram af borgarfull- trúum „meirihlutans“ að gjöld sem borgin leggur á lóðir og húsnæði skipti ekki máli. Samtök iðnaðarins, Samtök atvinnulífsins, VR og nú ASÍ hafa öll bent á að gjöldin skila sér á endanum í hærra verði hús- næðis. Og þar af leiðandi í hærra leiguverði. Enginn einn aðili getur gert meira til að vinda ofan af erf- iðri stöðu í húsnæðismálum. Lóða- skortur og há gjöld borgarinnar hafa beinlínis lagst á leigjendur og kaupendur. Það er því ekki nóg með að borgin taki til sín mest af launum íbúanna. Því til viðbótar talsvert af því sem eftir er af laun- unum í húsnæðiskostnað fólks vegna ákvarðana þeirra sem nú stjórna í Reykjavík. Eftir Eyþór Arnalds »Nú í aðdraganda kjarasamninga hlýt- ur þessi mikla skatt- heimta borgarinnar að koma til skoðunar. Eyþór Arnalds Höfundur er oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Borgin tekur mest af launafólki … Náttúruauðlindir Íslands, eins og hrein- ar sjávarafurðir og líf- rænar landbúnaðar- afurðir, munu aðeins hækka í verði vegna mikillar eftirspurnar á nýrri öld náttúru- verndar og umhverfis- verndar. Minni notkun á plasti er lofsverð en umbreyting á plast- notkun á snjallan hátt er enn lofsverðari. Alþjóðlega stór- fyrirtækið Adidas er einn af stofn- endum „Parley for the Ocean“ sem er vettvangur leiðtoga, hugmynda- smiða og skapandi hugsuða um all- an heim sem vilja finna lausnir á eyðileggingu hafsins og leita leiða til að lágmarka slæm áhrif á um- hverfi jarðarinnar. Umhverfis- vernd, náttúruvernd og snjallar hugmyndir munu verða helstu þættir samkeppnishæfni á 21. öld- inni. Ísland hefur nægt af hreinu vatni, endurnýjanlegri orku, hreinu lofti og náttúrauðlindum sem gera Ísland að einu ríkasta og verðmæt- asta landi heims horft til 50 ára. Íslenskir bændur eru samofnir þessu ríka landi. Ís- lenskur landbúnaður mun á næstu árum verða hátækniatvinnu- grein og jarðvegur þess á Íslandi er ein- stakur. Mikilvægt er að sjá skóginn fyrir trjám þegar horft er til framtíðar. Íslenska víðáttan, hreina vatnið, endur- nýjanlega orkan, ís- lenskar laxveiðiár, jöklarnir, foss- arnir, norðurljósin, íslenska kinda- kjötið, íslenska skyrið og ylræktin eru einstök á heimsvísu. Aukin áhersla á náttúruvernd og um- hverfisvernd munu leiða til auk- innar eftirspurnar eftir hreinu vatni, endurnýjanlegri orku, líf- rænum landbúnaðarafurðum og náttúruafurðum úr íslenskri nátt- úru sem eru án mengunar eða lyfja. Náttúruvernd og umhverfisvernd munu því auka verðmætasköpun til lengri tíma. Alþjóðleg stórfyrirtæki hafa breytt stefnumörkun sinni verulega á síðustu tíu árum sem hefur leitt til aukinnar verðmætasköpunar með því að leggja aukna áherslu á náttúru- og umhverfisvernd. Bandaríska stórfyrirtækið XYLEM hefur það að markmiði að vernda og varðveita það sem heimurinn getur ekki verið án horft til fram- tíðar. Markmið vatnstæknifyrir- tækisins XYLEM er að koma með lausnir á vatnsvanda vegna flutn- ings og hreinsunar. Frá og með árinu 2025 er gert ráð fyrir að rúm- lega 25% af mannfjölda heimsins eða 1,8 milljarðar manna muni lifa á svæðum þar sem vatnsskortur er viðvarandi. Fyrirtækið hefur þróað hugbúnað sem lágmarkar skaða á vatni og vinnur hreint vatn úr menguðu vatni og aðstoðar borgir við afleiðingar loftslagsbreytinga. Tæknisérfræðingar XYLEM veittu m.a. verkfræðingum aðstoð meðal annars við björgun taílenskra fót- boltadrengja fyrr í sumar með sér- hæfðu kerfi til að pumpa vatni úr hellinum. Ísland hefur nægt af hreinu vatni en eftirspurn mun ein- göngu aukast vegna skorts á vatni í heiminum á næstu árum og þar af leiðandi mun verð á vatni aðeins hækka. Verðmætasköpun með nýsköpun Alþjóðleg stórfyrirtæki leggja leggja nú meiri áherslu í stefnu- mörkun sinni á að auka hagnað sinn með því að leita leiða sem lág- marka slæm áhrif á umhverfi jarð- arinnar. Adidas sem er einn stærsti framleiðandi íþróttavara í heim- inum hefur t.a.m. selt eina milljón para af hlaupaskónum Ultra Boost sem eru framleiddir úr endurunnu plasti úr sjó en eitt par af íþrótta- skóm samsvarar um 11 plast- flöskum. Aðrar vörur sem eru end- urunnar úr plasti sem kemur úr sjó eru boltar og hettur. Þetta eru dæmi um hvernig hægt er að auka hagnað fyrirtækja með umhverf- isvænum hætti og minnka þannig plastnotkun sem ógnar lífríki sjáv- ar um allan heim. Hilton-hótelkeðjan, sem er með um 5.400 eignir um allan heim og tók á móti um 160 milljón gestum á árinu 2017, hefur minnkað losun á koltvísýringi um 30% og notar 20% minna af vatni og orku á fermetra heldur en á árinu 2008. Þessar að- gerðir hafa sparað Hilton-hótel- keðjunni 117 ma.kr. á síðasta ára- tug með betri nýtingu. Hilton hefur síðan sett stefnuna á að minnka notkun á vatni um 50% og losun á koltvísýringi um 61% fyrir árið 2030. Náttúruvernd og umhverfis- vernd er verðmætasköpun og þess vegna er mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir fari að huga að stefnu- markandi áætlunum sem taka mið af þessum mikilvægu málaflokkum sem munu snerta allan atvinnu- rekstur á næstu árum. Ísland á að taka forystu í náttúruvernd og um- hverfisvernd á heimsvísu og vera fyrirmynd annarra ríkja í þessum tveimur mikilvægustu málaflokkum þessarar aldar. Eftir Albert Þór Jónsson »Umhverfisvernd, náttúruvernd og snjallar hugmyndir munu verða helstu þættir samkeppnis- hæfni á 21. öldinni. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur með MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. albertj@simnet.is Náttúruvernd og umhverfis- vernd er verðmætasköpun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.