Morgunblaðið - 05.11.2018, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018
við stíf lyfjagjöf og læknisskoð-
anir og lengi vel leit út sem Kjart-
an hefði í fullu tré við þennan
skæða óvin. Kjartan lagði eftir
sem áður hart að sér við vinnu og
sinnti fjölskyldu og vinum óháð
sjúkdómnum. En baráttan tapað-
ist að lokum eins og búast mátti
við.
Þessi síðustu misseri í lífi
Kjartans lýsa honum vel. Hann
talaði alltaf tæpitungulaust, var
djarfur og hreinskilinn, sinnti
sínum skyldum gagnvart vinnu,
fjölskyldu og vinum og lét engan
eiga neitt hjá sér.
Kjartan var bæði rafvirki og
raftæknifræðingur að mennt og
var af kollegum sínum mikils
metinn í því fagi. Hann hafði
ódrepandi áhuga á íþróttum og
lagði drjúgt til málana á þeim
vettvangi, einkum á sviði hand-
bolta. Hann starfaði mikið í dóm-
aramálum innan handboltans og
var um árabil formaður alheims-
sambands handboltadómara. Það
tók að sönnu mikinn tíma en með-
fram þeim önnum rak hann fyrir-
tæki sitt og félaga síns „Afl og
orku“ með miklum myndarbrag.
Og áhugamálin voru mörg. Fyrir
utan hefðbundnar íþróttir spilaði
Kjartan m.a. brids og skák af
miklum áhuga. Kjartan var gleði-
maður, mannblendinn og átti
marga vini og kunningja.
Við sem minnumst Kjartans
með þessari grein nutum þeirrar
gæfu að hafa alist upp með Kjart-
ani á Birkimel 8. Við höfum hald-
ið hópinn alla tíð og hist reglulega
í árlegum matarboðum auk þess
sem strákarnir úr hópnum hafa
hist af og til á hverju ári og teflt. Í
þessum hópi var Kjartan oftar en
ekki miðpunkturinn. Hann hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum, sem hann hélt fast á
lofti. Kjartan hélt gjarnan utan
um skákmótin okkar og færði úr-
slitin í töflu og hélt saman frá
móti til móts.
Kjartan var leiftrandi greind-
ur, fljótur að hugsa og skjótur til
ákvarðana. Hann átti það til á
stundum að vera örlítið fljótfær
sem kom þó sjaldnast að sök. Það
sem Kjartan tók að sér var gert
af fullum huga. Hann var atorku-
maður til allra verka. Kjartan átti
auðvelt með að læra tungumál og
það hjálpaði honum að starfa á al-
þjóðavettvangi. Hann var mikill
vinur vina sinna og á hann var
alltaf hægt að treysta.
Við fráfall Kjartans er hugur
okkur hjá fjölskyldu hans, Mörtu,
börnunum þremur og barnabörn-
um hans. Þeirra missir er mestur
þótt margir eigi eftir að sakna
Kjartans K. Steinbach.
Birkimelsfélagarnir,
Pétur Bjarnason.
Ég kynntist Kjartani fyrir
rúmum 50 árum. Við vorum þá
bekkjarbræður í MR. Frá upp-
hafi kunni ég vel við strákinn;
hann var glaðlyndur grallari og
var ekki að gera mál úr hlutun-
um. Hann var þá á kafi í íþrótt-
um, og vegna þess að ég var það
ekki, þá voru samskiptin ekki
mikil utan skólans. Hann komst
síðar til æðstu metorða í alþjóða-
handboltahreyfingunni, var for-
maður dómaranefndar IHF, átti
sæti í framkvæmdanefnd HM í
handbolta, o.fl.
Eftir menntaskóla skildi leiðir
okkar Kjartans, en svo, 15 árum
seinna, flytur hann ásamt fjöl-
skyldu sinni í götuna okkar í
Lágaberg 7, hús sem þau tóku við
hálfbyggðu. Síðan þá hafa sam-
skiptin verið mikil og ætíð frá-
bær. Kjartan var alltaf glaðvær,
góðlyndur, hjartahlýr og mjög
greiðvikinn. Hann var ætíð hrók-
ur alls fagnaðar þegar íbúar göt-
unnar hittust, hvort sem var í
götupartíi að sumri eða árlegum
gamlársdagshittingi. Ákafi hans
og gleði smitaði út frá sér enda
kom ekki til greina að hóa saman
í götupartí, ef Kjartan og Marta
voru vant við látin. Hann hefur
verið fundarstjóri götunnar frá
upphafi og stýrt fundum af mik-
illi röggsemi. Hafa sumir haft það
Afl og orka stóðu á bak við mig og
studdu mig alla leið. Þegar draga
átti rafmagn í nýtt rými fyrirtæk-
isins vorum við tækniteiknararn-
ir látnir vinna sem handlangarar
til að við fengjum tilfinningu fyrir
því hvað við værum eiginlega að
teikna alla daga. Þegar hins veg-
ar kom að bridskennslu þraut
Kjartan þolinmæðina og talaði
um hvað ég væri vita vonlaus og
treg, sem varð til þess að ég mun
varla læra brids úr þessu. Á öðr-
um sviðum vantaði ekki hólið og
ég var þess alltaf fullviss að ég
hefði óskoraðan stuðning Kjart-
ans í öllu sem ég tæki mér fyrir
hendur í lífinu þó hann skildi það
ekki alltaf og væri þaðan af síður
sammála því. Undir stundum
hrjúfu yfirborðinu og þykjustu-
látum um að vera kapítalisti ofar
öllu sló hjarta úr gulli þó hann
færi hjá sér þegar ég benti hon-
um á það.
Kjartan var einstakur maður;
erfiður, sjálfmiðaður, skemmti-
legur, örlátur, breyskur og gest-
risinn. Það er þakkarvert að
þessi stórkostlegi karakter hafi
orðið á vegi okkar sem nutum
samvista við hann og þær stundir
eru dýrmætar. Ég votta Mörtu,
Karólínu, Brynjari, Örvari og
öðrum aðstandendum innilega
samúð.
Drífa Snædal.
Fallinn er frá vinur minn
Kjartan K. Steinbach eftir 2½ árs
baráttu við erfiðan sjúkdóm.
Leiðir okkar lágu saman á tán-
ingsárunum þegar við æfðum
báðir handknattleik og knatt-
spyrnu hjá Þrótti sem þá átti
rætur í vesturbæ Reykjavíkur.
Báðir bjuggum við þá í foreldra-
húsum í vesturbænum, hann á
Birkimel 8a og ég á Reynimel.
Jafnframt gengum við í sömu
skóla, Melaskóla, Hagaskóla og
MR. Eftir stúdentspróf hélt
Kjartan til Danmerkur í nám í
rafmagnstæknifræði. Kjartan
þótti mjög efnilegur bæði í knatt-
spyrnu og handknattleik og lék
hann t.d. með unglingalandsliði í
knattspyrnu. Það voru þó leik-
reglur og dómaramál í hand-
knattleik sem áttu hug hans allan
og snéri hann sér fljótlega að
dómgæslu í handknattleik og
dæmdi m.a. í Danmörku þegar
hann var við nám þar. Jafnframt
lét hann félagsmál í handknatt-
leik til sín taka og var um skeið
framkvæmdastjóri HSÍ og sat
síðar í stjórn HSÍ um áratuga
skeið.
Frá löngum vinskap er margs
að minnast og þá ekki síst ferða-
laganna sem við fórum saman.
Fyrsta ferðin var með 3. flokki
Þróttar í knattspyrnu 1965 en sú
eftirminnilegasta var 1986 er við
fórum til Úganda til að halda
dómaranámskeið í handknattleik
en sú ferð var á vegum HSÍ en
styrkt af Þróunarsamvinnustofn-
un. Þar sá ég ótrúlega þolmæði
hjá honum og ástríðu fyrir leik-
reglum þegar hann var að út-
skýra þær niður í smáatriði. Sú
ferð var ævintýri líkust og efni í
mun lengri grein en þessi fátæk-
legu minningarorð. Eins er eft-
irminnileg ferðin sem við fórum
saman ásamt eiginkonum okkar á
ársþing IHF í Aþenu. Eftir að ég
fluttist til Vestmannaeyja 1995
urðu samskipti okkar slitróttari
en meðan hann gegndi for-
mennsku í leikreglna- og dóm-
aranefnd (PRC) IHF voru sím-
tölin sem við áttum ófá þar sem
hann greindi mér frá því sem var
að gerast hjá IHF og leitaði álits,
en þá sat ég sem varaformaður
dómstóls EHF og því vel inni í
því sem þar var að gerast.
Kjartan var ákveðinn í skoð-
unum og fylginn sér og þótti for-
ystu IHF hann helst til óþægur
ljár í þúfu þar sem hann var eng-
inn jámaður. Því fór svo að hann
hætti eftir átta ára setu í PRC þó
viðurkennt væri að hann væri
einhver mesti sérfræðingur og
kunnáttumaður þegar kom að
leikreglum og dómaramálum.
Starf hans sem formaður PRC
var mjög tímafrekt og var hann
t.d. eitt árið erlendis í um hálft ár.
Veit ég að Pétri, meðeiganda
hans í Afli og orku, þótti ekki
slæmt þegar hann hætti og gat
snúið sér af fullum krafti að sinni
aðalvinnu á verkfræðistofunni.
Þegar ég horfi til baka yfir þau
rúmlega 50 ár sem við vorum vin-
ir eru þær ótrúlega margar
stundirnar sem ég minnist er við
sátum saman og ræddum alþjóð-
legan handknattleik og hvað væri
til ráða til að koma honum úr
þeirri stöðu sem hann nú er í.
Alltaf fundum við lausnir en
framkvæmdin var erfiðari.
Með fráfalli Kjartans er fallinn
frá sá maður sem hafði hvað
bestu og yfirgripsmestu þekk-
ingu á leikreglum og dómaramál-
um í heiminum. Hans verður sárt
saknað.
Að endingu viljum við Sigrún
votta Mörtu og börnunum og fjöl-
skyldum þeirra okkar dýpstu
samúð.
Gunnar K. Gunnarsson.
Skarð er fyrir skildi, hann
Kjartan er allur eftir hetjulega
baráttu við illvígan sjúkdóm sem
að lokum kom honum á kné, far-
inn langt fyrir aldur fram og við
félagarnir og makar Ellanna
söknum góðs vinar sem við höf-
um átt svo margar og eftirminni-
legar stundir með í gegnum tíð-
ina. Laugvetningar hafa alltaf
haldið vel saman, 1970-árgangur-
inn er þar engin undantekning.
Úr þessum hópi kemur Ellu-
klúbbur bekkjarsystra okkar og
eiginkvenna sem hefur starfað
með mikilli reisn á fimmta ára-
tug. Við strákarnir höfum fengið
að fljóta með við valin tækifæri í
gegnum árin. Á þessum stundum
naut Kjartan sín til fulls, góður
drengur og alltaf tilbúinn til leiks
hvort sem siglt var um Karíba-
hafið eða teflt í októberfest, ákaf-
ur og skemmtilegur, hrókur alls
fagnaðar.
Kjartan var góður í viðkynn-
ingu, oft dálitið hrjúfur út á við en
ljúfur drengur sem mjög gott og
ánægjulegt var að vera með. Það
sem einkenndi Kjartan var að
hann gaf sig allan í verkefnin sem
hann tók sér fyrir hendur þann
daginn, hvort sem um starf eða
leik var að ræða. Kjartan vann að
framgangi handboltaíþróttar-
innar, sinnti dómaramálum og
komst þar til æðstu metorða á al-
þjóðavettvangi. Hann var mikill
keppnismaður og skipti þá litlu
máli hvort um handboltaleik var
að ræða eða tafl á þilfari í Karíba-
hafinu.
Kjartan var heljarmenni,
staurakall í gamla daga og vann í
háspennu á stofunni sinni sem
rafmagnstæknifræðingur, á fjöll-
um og við virkjanir landsins,
vann fram undir það síðasta, allt-
af mættur til vinnu þó að hann
væri í erfiðri lyfjagjöf.
Kjartan var maðurinn hennar
Mörtu, bekkjarsystur okkar fé-
laganna. Nú þegar við kveðjum
vin okkar er hugurinn hjá henni
og börnum, tengdabörnum og
barnabörnum.
Gizur, Gunnar, Oddur,
Ólafur E, Ólafur K.,
Rúnar og Sigmundur.
Þegar Kjartan, æskufélagi
okkar, greindist með alvarlegt
krabbamein fyrir rúmum tveim-
ur árum hringdi hann í okkur og
sagði frá hvernig komið væri.
Hann bað okkur ekki að auglýsa
það sérstaklega, en þetta væri
samt ekkert leyndarmál og við
mættum alls ekki vorkenna hon-
um. Hann myndi halda áfram að
lifa lífinu eins og honum væri
unnt og láta hverjum degi nægja
sína þjáningu. Í framhaldinu tók
á orði að hann stjórni eins og um
sé að ræða aðalfund Íslenskra
aðalverktaka en ekki fund sjö
einbýlishúsa!
Við eignuðumst báðir börn
1993, ég stúlku og hann dreng.
Þau ólust upp mikið hvort hjá
öðru og voru frekar sem systkin
heldur en tveir óskyldir krakkar.
Samgangurinn milli okkar varð
eðlilega enn meiri við þetta og
alltaf var hægt að leita til Kjart-
ans og Mörtu ef eitthvað var.
Hann var meira að segja fenginn
til þess að líta eftir skógarkett-
inum Lubba eða tíkinni Skottu, ef
við fórum af bæ. Honum þótti
ekki verra að kötturinn sótti til
hans, og hafði á því orð að Lubbi
ætti alltaf griðastað hjá sér!
Kjartan var í essinu sínu þegar
til hans var leitað, hvort sem um
var að ræða aðstoð eða að fá lán-
aða hluti eða verkfæri. Oftar en
ekki kom hann óumbeðinn og
bauð fram aðstoð, ef hann hélt að
maður þyrfti á henni að halda.
Á gamlárskvöld breyttist
Kjartan gjarnan í sprengjusér-
fræðing götunnar; hann elskaði
stóra flugelda og risatertur og
nutum við hin góðs af því. Við
munum líka enn eftir ýmsum
skemmtilegum stundum þegar
hann var í þessum ham; eins og
þegar hann skaut Rambókarli
sonarins upp með einni risaflaug-
inni!
Einu sinni, þegar kökum göt-
unnar hafði verið safnað saman á
planinu fyrir utan húsið okkar og
sprengdar hver á eftir annarri,
þá varð þetta gárum dótturinnar
um megn svo þeir lágu eftir
örendir. Þetta fannst Kjartani
svo leiðinlegt að hann stóð fyrir
söfnun á nýársdag til þess að
kaupa nýja fugla handa dóttur
okkar. Svona var Kjartan, hress
og glaður en líka hlýr og nota-
legur.
Við höfum misst mikið við frá-
fall hans og samkomur Lága-
bergs verða ekki svipur hjá sjón
með Kjartan fjarstaddan. Við
munum hins vegar ætíð minnast
hans sem geislandi persónu og
þökkum fyrir að hafa kynnst
honum.
Við Hildur vottum Mörtu,
Karó, Brynjari, Örvari, Fríðu og
barnabörnunum innilegustu
samúð.
Sigurður R. Guðjónsson,
Lágabergi 4.
Komið er að kveðjustund, nú
þegar Kjartan K. Steinbach er
fallinn frá eftir hetjulega baráttu
við illvígan sjúkdóm. Við Stefán
þökkum honum fyrir samflotið í
gegnum árin með Brynjari syni
hans og Fríðu dóttur okkar og
sameiginlegu barnabörnunum
okkar, nú síðast í sumar sem leið,
í sælureitnum þeirra Mörtu á
Spáni. Við sendum Mörtu og
krökkunum ásamt systkinum
Kjartans, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Valdimar Briem)
Anna og Stefán.
Það er með mikilli virðingu og
söknuði að við kveðjum Kjartan
félaga okkar í dag eftir áratuga
starf fyrir handknattleikshreyf-
inguna.
Kjartan var fjölhæfur íþrótta-
maður á yngri árum og lagði m.a.
stund á handbolta, knattspyrnu
og körfuknattleik með góðum ár-
angri. Hann var einkum Þróttari
en spilaði einnig körfuknattleik
með KR.
Kjartan meiddist rúmlega tví-
tugur og varð að hætta keppni en
fór þá að sinna dómgæslu í hand-
knattleik. Það reyndist síðan
verða eitt hans helsta áhugamál
af mörgum. Segja má að hann
hafi eiginlega tekið dómaramálin
að sér, sinnti fræðslustörfum auk
þess að leysa úr öllum helstu
ágreinings- og álitamálum sem
upp komu.
Hann lagði mikið af mörkum
til Handknattleikssambandsins,
bæði sem framkvæmdastjóri til
skamms tíma og einnig sem
stjórnarmaður og varaformaður
stjórnar til margra ára.
Hann var alþjóðlegur eftirlits-
maður og sinnti því í áratugi og
tók þannig þátt í fjölmörgum
stórmótum. Hann naut mikillar
virðingar fyrir störf sín bæði hér
heima og erlendis.
Vegna yfirgripsmikillar þekk-
ingar hans og reynslu komst
hann til æðstu metorða innan Al-
þjóðahandknattleikssambands-
ins er hann varð formaður dóm-
aranefndar á árunum 1996 til
2004 og fékk í kjölfarið heiðurs-
viðurkenningu frá sambandinu
fyrir sitt framlag.
Kjartan var mjög virtur og vel
liðinn í störfum sínum og auðvelt
til hans að leita allt fram á síðasta
dag.
Kjartan fékk allar þær viður-
kenningar sem hægt er að veita
innan handknattleikshreyfingar-
innar fyrir ómælda vinnu í þágu
sambandsins og það var því okk-
ur mikil ánægja er hann kom á
síðasta árþing og veitti heiðurs-
krossi ÍSÍ viðtöku fyrir frábært
framlag til íþróttahreyfingar-
innar.
Mér er minnisstætt er hann
var á sínu síðasta þingi Evrópska
handknattleikssambandsins þeg-
ar hann kynnti mig fyrir þing-
fulltrúum. Við þurftum ekki að
hreyfa okkur, allir komu til hans
og fögnuðu komu hans. Þá áttaði
ég mig á hve mikillar virðingar
hann naut meðal félaga okkar.
Það er mikill missir að Kjart-
ani sem góðum félaga sem gott
var að hafa í sinni návist en fyrst
og fremst situr eftir þakklæti fyr-
ir allt sem Kjartan gaf af sér til
þróunar og eflingar íþróttarinnar
sem var hvorki sjálfsagt né sjálf-
gefið.
Við sendum eiginkonu og fjöl-
skyldu okkar samúðarkveðju.
F.h. Handknattleikssambands
Íslands,
Guðmundur B. Ólafsson,
formaður.
Kjartan K. Steinbach
Við fráfall elsku-
legrar móðursystur
okkar, hennar Fjólu
frænku, er okkur
pínu tregt um tungu um leið og
margs er að minnast. Frá því að
við öll ólumst upp á Öldunni var
Fjóla ásamt móðursystkinum
okkar einn af þessum föstu póst-
um í tilverunni sem hægt var að
halla sér að þegar á bjátaði og
voru þau systkini mömmu okkar
alltaf til staðar.
Fjóla ólst upp í kreppunni
miklu og á árum seinni heims-
styrjaldarinnar og hefur það ef-
laust markað hana sem og hennar
kynslóð ásamt því að Fjóla bjó við
líkamlega fötlun sem hún lét þó
ekki hamla sér því hún sinnti hin-
um ýmsu störfum um ævina og
leysti vel af hendi.
Lífsförunautur Fjólu var Guð-
mundur Sigurjónsson, eða
Mummi eins og hann var ætíð
kallaður, og var frá Eskifirði, þau
gengu í hjónaband 28. desember
1958 og eignuðust fjögur börn
sem eru Ásta Jóna, Sigurjón
Andri, Ingibjörg Sóley og Hildur
Björk sem öll lifa foreldra sína.
Um leið og við systkinin, börn
Ingu Hrefnu og Jóhanns, kveðj-
um Fjólu frænku með trega vott-
um við elskulegum frændsystkin-
um okkar og börnum þeirra
ásamt eftirlifandi systkinum
Fjólu, Ingu Hrefnu, Jóhanni, Ást-
Fjóla
Sveinbjarnardóttir
✝ Fjóla Svein-bjarnardóttir
fæddist 11. júní
1935. Hún lést 29.
október 2018.
Útför Fjólu fór
fram 3. nóvember
2018.
rúnu Lilju og Árdísi
Björgu okkar inni-
legustu samúð. Von-
um við að minningin
um einstaka móður,
ömmu og systur lífgi
upp dimma daga og
góðar minningar
ylji.
Einu sinni voru fjöll og
fjörður
sem fylgdu mér í þenn-
an heim;
fjörðurinn var djúpur og fjöllin há
og fegurðin bjó yfir þeim
Bærinn minn stóð undir bröttum
hlíðum
Með bryggjur og gömul hús;
bátar fóru á sjóinn eins og siður er
en sauðfé og menn voru dús.
(Ingólfur Steinsson)
Með þökk fyrir fallega sam-
fylgd, elsku Fjóla frænka.Börn
Ingu Hrefnu og Jóhanns,
Óttarr Magni, Ásta Sif,
Sveinbjörn Orri, Árdís Björg
og Heiðbjört Dröfn.
Þú ert mitt sólskin …
Þegar ég fer með fyrstu línur
þessa vinsæla dægurlags, dettur
mér strax Fjóla mín í hug. Fjóla
frænka eða Fjóla móðursystir
sagði ég næstum alltaf þegar ég
talaði um Fjólu. Hún var stór
þáttur í lífi mínu á uppvaxtarárum
mínum heima á Seyðis.
Minningarnar ryðjast fram og
ég klökkna við þær. Hver annarri
ljúfari, hver annarri skemmtilegri
og hver annarri dýrmætari. Hún
var alltaf til staðar, gott dæmi er
að þau Mummi bjuggu svo nálægt
skólanum að þegar ég var komin í
gaggó var ekki um annað að ræða
en að fara til þeirra í löngufrímín-
útunum og fá þar smurt brauð og
mjólkurbland, sem var mjög vin-
sælt í þá daga, en við urðum að
spara mjólkina þar sem ófærðin
yfir Fjarðarheiði gat haft veruleg
áhrif á mjólkurbirgðirnar á heim-
ilunum.
Ég, börnin hennar og systkini
mín höfum alltaf verið tengd afar
sterkum böndum og ég er þess
fullviss að hlýjan sem við mættum
alltaf hjá Fjólu og fjölskyldu á þar
stærstan hlut að máli. Mér eru í
minni allar veislurnar sem hún
galdraði fram fyrir stórfjölskyld-
una á afmælum og í jólaboðum, þá
var allt lagt í. Og þau hjónin léku á
als oddi með fjölskyldu og vini í
kringum sig.
Fjóla var svona mamma númer
tvö hjá mér og gat ég talað við
hana tímunum saman í síma um
allt og ekkert eftir að ég flutti í
Hafnarfjörðinn. Þegar ég kom í
heimsókn heim á Seyðis voru
heimsóknir margar til hennar og
gjarnan kominn nýr dagur þegar
ég kyssti hana góða nótt. Hvort
ég var ein á ferð eða mín stóra
fjölskylda voru sömu yndislegu
móttökurnar.
Ég held enn upp á fallegu af-
mæliskortin, sem hún sendi mér.
Og gaman var þegar hún fór að
læra skrautskrift, það lék í hönd-
unum á henni eins og allt annað
handverk. Hún var hörkudugleg í
öllu sem hún tók sér fyrir hendur,
þrátt fyrir að ganga ekki heil til
skógar líkamlega, þá lét hún aldr-
ei neitt stoppa sig, enda með
þrjóskugenin og með eindæmum
ákveðin.
Tilvera okkar verður snauðari
án Fjólu minnar og síðustu fundir
okkar í sumar sem leið geymast í
minningunni. Við Hansi og börn
þökkum henni af alúð samfylgd-
ina og vitum að Mummi tekur
fagnandi á móti henni með út-
breiddan faðminn.
Helena Mjöll Jóhannsdóttir.