Morgunblaðið - 05.11.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.11.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018 ✝ Valur Harðar-son fæddist á Seyðisfirði 11. mars 1954. Hann lést 24. október 2018. Foreldrar hans eru Hörður Hjart- arson loftskeyta- maður, f. 11. nóvember 1927, d. 22. september 2014, og Sigfríð Hall- grímsdóttir frá Skálanesi við Seyðisfjörð, f. 14. júní 1927. Systkini Vals eru Inga Þórarinsdóttir, f. 14. nóvember 1946, Bjarndís Harðardóttir, f. 16. nóvember 1948, Hjörtur Harðarson, f. 23. október 1955, Hallgrímur Harðarson, f. 4. júlí 1958, og Helena Harðardóttir, f. 19. apríl 1964. Valur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Þuríði Hösk- uldsdóttur, f. 28. desember 1967, árið 2005. Þuríður er dóttir Höskuldar Jónssonar, f. 17. Bryndísi Aðalbjörgu, f. 28. júní 2014, og Þórhildi, f. 18. ágúst 2016. Valur ólst upp á Seyðisfirði og lærði þar rafvirkjun hjá Leifi Haraldssyni. Fljótlega að námi loknu flutti hann ásamt fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur og hóf störf hjá Johan Rönning hf. Þar starfaði Valur til dauðadags, fyrst sem sölumaður en síðar sem sölu- og viðskiptastjóri. Árið 1992 stofnaði Valur fyrirtækið Brimrún ehf. ásamt Birni Árna- syni, Sveini Kr. Sveinssyni og Jóni Steinari Árnasyni. Valur var stjórnarformaður þar frá árinu 2001. Valur var slyngur silungs- veiðimaður og fór í áratugi með góðum félögum í Laxá í Lax- árdal. Hann naut þess að ferðast og í seinni tíð var mótorhjólið hans uppáhaldsferðamáti. Myndavélin var aldrei langt und- an og skilur hann eftir sig mikil listaverk á því sviði. Útför Vals fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 5. nóvember 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. janúar 1934, og Þorbjargar Björns- dóttur, f. 15. janúar 1934. Valur var áður kvæntur Kristínu Aðalbjörgu Árna- dóttur, f. 18. mars 1957. Kristín er dóttir Árna Hall- dórssonar, f. 3. október 1933, og Ragnhildar Krist- jánsdóttur, f. 24. mars 1934. Saman eignuðust þau þrjár dætur: 1) Arna Hildur, f. 14. júlí 1976, d. 30. mars 2002. Dóttir hennar er Kristín Líf, f. 13. september 1993, sambýlismaður hennar er Þórður Steinar Hreið- arsson. 2) Sigrún, f. 20. ágúst 1985. Eiginmaður hennar er Lárus Örn Lárusson og saman eiga þau Örnu, f. 14. febrúar 2015. 3) Þórdís, f. 7. nóvember 1987. Unnusti hennar er Örvar Ásmundsson og saman eiga þau Ástkær faðir okkar er fallinn frá eftir áralanga baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Missirinn er slík- ur að það erfitt að koma honum í orð, en við vitum að hann hefur hlotið góðar móttökur hjá Örnu Hildi. Lygnt geymir vatnið leið mína yfir fjallið, felur hana rökkri og ró í nótt. Vær geymir svefninn söknuð minn í lautu, með degi rís hann aftur úr djúpsins ró. (Snorri Hjartarson, 1966) Elsku pabbi, takk fyrir allt. Sigrún, Þórdís og Kristín Líf. „Við erum öll lærlingar í iðn þar sem enginn verður meistari.“ Þessi orð voru rituð af Ernest Hemingway en elskulegur tengdafaðir minn sagði okkur um daginn að hann væri að lesa aftur bókina Hverjum klukkan glym- ur. Þegar ég las þessa tilvitnun varð mér hugsað til þess að Valur hefði tileinkað sér þessi orð til þess eins að reyna að afsanna þau því hann var afar fær í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Allir sem kynntust Val sáu fljótt hvaða mann hann hafði að geyma, að hann væri trúr sjálfum sér, traustur vinur vina sinna og hugsaði vel um alla þá sem stóðu honum nærri. Mín fyrstu kynni af Val voru árið 2005 þegar ég kynntist Sig- rúnu og má segja að hann hafi ekki tekið mig í sátt fyrst um sinn enda passaði hann vel upp á dæt- ur sínar. Hins vegar leist mér vel á hann; hávaxinn með sítt hár, hlustaði á rokk og keyrði um á mótorhjóli og stórum jeppa. Ég var fljótur að venja komur mínar til þeirra í Lönguhlíðina og á tímabili bjó ég hjá Val og Þuríði. Valur var duglegur að leggja okkur Sigrúnu línurnar varðandi lífið og ég á fjölda minninga af honum í eldhúsinu, berum að of- an og í gallabuxum, að drekka kaffi og spjalla við okkur. Við Valur vorum báðir dyggir stuðningsmenn Liverpool og höfðum því snemma nóg að tala um, auk þess grínaðist hann með það í seinni tíð að ég hefði verið samþykktur í fjölskylduna því ég væri „Poolari“. Okkar tími saman var þó miklu meiri en bara þessar stundir í eldhúsinu því við horfð- um saman á fótbolta, fórum á tón- leika, kíktum á pöbbinn og ferð- uðumst saman, bæði innanlands og utan, en sama hvar í heiminum við vorum deildi hann fróðleiks- molum með okkur hinum. Þessar stundir voru ómetanlegar og ég eignaðist góðan og traustan vin í honum Val. Það er því með miklum sökn- uði og trega sem ég rita þessi orð og kveð þig, elsku Valur minn. Ég veit þú ert á betri stað og get- ur nú knúsað og kysst hana Örnu þína aftur. „You’ll never walk alone.“ Þinn tengdasonur, Lárus Örn. Öll við færum, elsku vinur, ástar þökk á kveðjustund. Gleði veitir grátnu hjarta, guðleg von um eftirfund. Drottinn Jesú, sólin sanna, sigrað hefur dauða og gröf. Að hafa átt þig ætíð verður, okkur dýrmæt lífsins gjöf. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hafðu kæra þökk fyrir sam- fylgdina. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til Þuríðar, Fríðu, Sig- rúnar, Þórdísar, Kristínar Lífar og fjölskyldna. Fyrir hönd tengdafjölskyld- unnar á Húsavík, Bergþóra Höskuldsdóttir. Í dag er hugur okkar hjá fjöl- skyldu Vals Harðarsonar, dætr- um hans öllum og Þuríði konunni hans, en ekki síst hjá Fríðu, móð- ur hans. Við sendum þeim öllum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Valur var tengdasonur okkar í tæpa þrjá áratugi og þótt leiðir þeirra Kristínar dóttur okkar hafi skilið hélt vinskapur við alla fjölskylduna, og Þuríði var tekið fagnandi. Það gladdi okkur að þau nutu þess að vera í sumarbú- staðnum okkar á Flúðum af og til. Í fyrsta sinn sem ég sá Val var hann 18 ára gamall við vinnu fyr- ir Landsímann í bílskúrnum hjá okkur. Ég bað hann að fara gæti- lega nálægt nýjum bílnum. Hann tók því vel og ljúfmannlega eins og hann gerði í öllu sem ég bað hann um öll árin sem við vorum samferða í lífinu. Þeir Árni voru sérstaklega góðir vinir alla tíð. Það var afskaplega notalegt að dvelja á heimili þeirra, hans og Kristínar dóttur okkar, gott að finna sig innilega velkominn, og líka svo ánægjulegt að fá þau með dætur sínar hingað austur. Þau voru öll svo miklir Austfirðingar, eins og Kristín Líf sagði þegar hún var spurð um sinn uppruna. Við tengdaforeldrar hans mát- um Val mikils vegna hans góðu mannkosta og vináttu í okkar garð. Hið sama gilti um fjöl- skyldu okkar alla. Ragnhildur Kristjánsdóttir og Árni Halldórsson, Eskifirði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Það er þyngra en tárum taki að kveðja í dag hinstu kveðju Val Harðarson. Hans lífsganga og okkar var samofin allt frá því að við vorum börn og unglingar. Eins og segir í sálminum „margs er að minnast, margt er hér að þakka“. Valur var okkur afar kær, góð- ur drengur, félagi og samferða- maður. Hann naut þess að vera í góðra vina hópi og var einstakur gestgjafi, kunni vel að meta lífs- ins gæði og njóta þeirra. Valur hafði gott lag á því sem hann tók sér fyrir hendur, hann var einstaklega skipulagður og við göntuðumst stundum með að verkfærataskan hans lýsti hon- um vel. Þar var allt í röð og reglu. Það var taskan sem hann tók úr skottinu á bílnum þegar hann kom í heimsókn í sveitina til okk- ar. Þar voru endalaus verkefni fyrir rafvirkjann og þúsundþjala- smiðinn Val. Hann ígrundaði hlutina vel áð- ur en ákvarðanir voru teknar jafnt í stórum málum sem smáum. Ef kaupa átti nýja myndavél var nokkuð víst að hann var búinn að kynna sér í þaula kosti og gæði nánast allra tegunda á markaði. Þetta gat komið sér vel fyrir fleiri, það var gott að leita til hans varðandi eitt og annað, hvort sem það sneri að tækniþekkingu eða og já nánast hverju sem var því hann var ráðagóður og alltaf fús til að hjálpa til. Valur átti sér mörg áhugamál á lífsleiðinni, rétt er að minnast sérstaklega á eitt þeirra sem fylgdi honum líka einna lengst og það var ljósmyndunin sem hann hafði einstaklega gott auga fyrir, það má með sanni segja að hann hafi verið afbragðsljósmyndari. Áhugi hans á tónlist var annað, það var ósjaldan sem hann kynnti okkur nýjungar á því sviði. Til gamans má minnast á pílukasts- tímabilið, það var á yngri árum sem það gekk yfir og þá var stundum spilað af svo miklu kappi að menn urðu nánast að vera í fatla eftir góða törn. Svo var auðvitað mótorhjólakappinn Valur. Hann kom oft við, á sínum vel fáguðu fákum, í kaffi í Fífu- hvamminn þar sem tekið var spjall yfir kaffibolla og þá var oft- ar en ekki tekin staðan á þjóð- málunum, en Valur hafði alla tíð mikinn áhuga og sterkar skoðan- ir á þeim. Valur fór ekki varhluta af erfiðleikum lífsins, það var mikið áfall þegar frumburðurinn, Arna Hildur, lést langt um aldur fram. Hann hélt vel utan um stelpurnar sínar, Sigrúnu, Þórdísi og Krist- ínu Líf. Enn stækkaði stelpna- hópurinn hans þegar dóttur- dæturnar, Bryndís, Arna og Þórhildur, bættust í hann. Valur var afar stoltur af hópnum sínum. Valur greindist með krabba- mein fyrir ríflega átta árum, hann var staðráðinn í að láta ekki sjúkdóminn stjórna sínu lífi og það tókst honum með sóma. Undir það síðasta var það þó orð- ið erfitt en hann átti góða daga og tókst meira að segja að skila síð- asta tilboði fyrir Rönning daginn áður en hann dó. Hann naut þess að eiga Þuríði að sem stóð við hlið hans sem klettur í þessari bar- áttu. Þau hjón voru afar samhent, höfðu lag á að njóta lífsins, eins og Valur sagði sjálfur: „við erum svo góðir félagar“. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að vera samferðamenn Vals Harðarsonar. Far þú í friði. Vottum Þuríði, Sigrúnu, Þór- dísi, Kristínu Líf, Lárusi, Örvari, Þórði, barnabörnunum, Fríðu og systkinum Vals og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Halla María og Tryggvi. Valur móðurbróðir minn er látinn eftir langa og hetjulega baráttu við krabbamein. Minn- ingarnar um hann eru svo marg- ar og bara hægt nefna brot af þeim í þessari grein. Valur var þriðji í röð í sex systkina og litli bróðir mömmu en þau hafa alla tíð verið mjög samrýmd. Samgangur milli fjöl- skyldna er mikill og dætur hans Arna Hildur heitin, Sigrún, Þór- dís og Kristín Líf hafa verið mér eins og systur. Valur var einstaklega blíður og reyndist sínum nánustu ómetan- legur. Hvort sem það var að styðja við bakið á manni, veita ráðgjöf eða hengja upp ljós, hann var alltaf til staðar. Hann var kletturinn hennar mömmu þegar pabbi lést langt fyrir aldur fram fyrir 18 árum. Ég leit svo upp til móðurbróð- ur míns fyrir hvað hann kunni að njóta lífsins þrátt fyrir mikið mótlæti. Hann var víðförull, víð- lesinn og átti mörg áhugamál. Hann var líka einstaklega flinkur í eldhúsinu og kenndi mér nokk- ur trixin. Ég pressaði nokkrum sinnum á hann að bjóða mér í ind- verskan mat en þegar ég flutti inn í mína fyrstu íbúð gerði hann bækling með uppáhalds ind- versku réttunum sínum og Þurýjar. Hann útskýrði svo að hann hefði ekki tíma til að bjóða mér í indverskt, ég gæti gert það sjálfur. Hann var einmitt mikill húmoristi líka. Elsku nafni minn, það er svo margt sem ég á þér óþakkað og ég kvíði fyrir tímanum framund- an, vitandi að þú sért ekki lengur til staðar. En í hjarta mínu er ég glaður, vitandi að þú ert kominn á betri stað. Ég er svo stoltur af að vera skírður í höfuðið á þér og mun heiðra minningu þína eins vel og ég get. Taktu utan um Örnu, afa og pabba fyrir mig. Snorri Valur. Elskulegur tengdafaðir minn hefur nú kvatt okkur og verður hans sárt saknað. Valur var mjög kærleiksríkur og ávallt tilbúinn að hjálpa og leiðbeina. Þrátt fyrir erfið veikindi horfði hann alltaf fram á veginn og lifði í núinu. Hann tók veikindunum af miklu æðruleysi og leit á þau sem verk- efni. Krafturinn sem hann sýndi í erfiðri baráttu var aðdáunar- verður. Ég á endalaust margar góðar minningar um tengdapabba. Þegar við Þórdís keyptum okkur íbúð og fórum í framkvæmdir var hann fyrstur manna mættur til þess að hjálpa til við fram- kvæmdir og sinna eftirliti sem sjálfskipaður verkstjóri og ráð- gjafi. Sú hjálp var afar vel þegin enda kunni hann vel til verks. Hann gerði oft grín að mér því honum fannst ég of smámuna- samur og nákvæmur. Þó held ég að hann hafi haft gaman af því vegna þess að hann var sjálfur þekktur fyrir að vera mjög vand- virkur og nákvæmur. Minningarnar sem við sköpuð- um saman eru margar, góðar og dýrmætar. Við deildum áhuga á bæði fótbolta og stangveiði og oftar en ekki leituðu samtöl okk- ar í þá átt. Fjölskylduferðin til Flórída mun þó alltaf standa upp úr í minningabankanum og fyrir allar þær stundir sem við áttum saman er ég þakklátur. Söknuðurinn er og verður mik- ill en við munum halda minning- unni um Val á lofti og vera dugleg að segja afastelpunum hans sög- ur af afa Val. Farðu í friði vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þinn tengdasonur, Örvar Ásmundsson. Einn af okkar betri vinum, Valur Harðarson, er látinn eftir langa og stranga baráttu við krabbamein. Hann lést á heimili sínu miðvikudaginn 24. október, umkringdur sínum nánustu. Hans verður sárt saknað. Við Valur erum báðir Seyðfirð- ingar og góður vinskapur var á milli foreldra okkar og á milli mín og Bjarndísar systur hans. Valur og Kristín fyrri eiginkona hans bjuggu fyrstu búskaparár sín í Reykjavík en fluttu til Seyðis- fjarðar 1975. Valur og Kristín fluttu síðan til Reykjavíkur og bjuggu nánast í næsta húsi við okkur Sollu í nokkur ár. Margar ánægjustundir áttum við með þeim hjónum og vert er að minn- ast á ógleymanlega ferð sem við fjögur fórum saman í til Spánar sumarið 1976. Valur og Kristín eignuðust þrjár dætur, Örnu Hildi, Sigrúnu og Þórdísi, allar einstaklega vel gefnar og vel gerðar manneskjur. Arna Hildur er látin en dóttir hennar er Krist- ín Líf. Valur og Kristín slitu sam- vistum. Eiginkona Vals er Þur- íður Höskuldsdóttir. Við hjónin erum svo lánsöm að hafa átt bæði Val og Kristínu og núverandi maka þeirra að vinum. Við höfum átt reglulegar sam- verustundir með Val og Þuríði um árabil, ásamt sameiginlegum vinum okkar, Ásgeiri Matthías- syni og Önnu Sigurðardóttur. Skemmst er að minnast ferðar til Skotlands, helgarferða að Laka- gígum og til Seyðisfjarðar. Eitt sumarið komu þau Valur og Þur- íður á mótorhjóli til Seyðisfjarðar er við vorum þar stödd en þau hjónin áttu að baki margar ferðir á mótorhjóli, bæði hér innan- lands og utan. Þau ferðuðust oft ásamt vinum og vinnufélögum Vals. Johan Rönning var vinnu- staður Vals í áratugi eða allt frá því að hann flutti til Reykjavíkur og til dauðadags. Nú síðast vann hann þar sem viðskiptastjóri. Valur var annálaður kokkur og indversku réttirnir hans og Þur- íðar voru rómaðir hjá okkur vin- unum. Ferðirnar og matarboðin verða ekki fleiri að sinni en hver veit hvað gerist þegar farið verð- ur yfir í sælustraffið, eins og meistari Þórbergur orðaði það. Vonandi tekur okkar kæri vinur á móti okkur með einum af sínum frábæru indversku réttum snark- andi á pönnunni. Við Solla færum Fríðu móður Vals, Þuríði, Sigrúnu, Þórdísi, Kristínu Líf, Bjarndísi og allri fjölskyldunni okkar dýpstu sam- úðarkveðjur og þökkum fyrir samfylgdina. Gylfi Gunnarsson og Sólborg Sumarliðadóttir. Það er tími síðan leiðir okkar Vals lágu saman. Konur okkar, Kristín og Ingibjörg Sólrún, störfuðu á þeim tíma saman í pólitíkinni, við áttum börn á svip- uðum aldri og með samgangi milli heimila og tilfallandi útileg- um og utanlandsferðum á sumrin má segja að við höfum fengið vin- áttuna í kaupbæti. Valur var tækjakall, mest held ég af því að hann var áhugasamur um lífið og tilveruna og græjurn- ar auðvelduðu honum að svala forvitni, gera og græja og leika sér. Mér fannst hann lunkinn við allt sem hann tók sér fyrir hend- ur. Flinkur að elda, veiða á flugu, vel heima í tónlist og fljótur að gera sig skiljanlegan á tungumál- um eftir því sem hann þurfti á að halda. Ekki af því að allt hafi komið fyrirhafnarlaust til hans heldur kynnti hann sér málin í þaula, gekk skipulega til verks og gerði allt vel. Hann hafði þann góða kost að taka sjálfan sig mátulega hátíð- lega og grínast með hlutina ef því var að skipta. Við fórum fjórir karlar árum saman norður á Skagaheiði að veiða silung eina helgi í júní. Þetta var á árunum þegar ísbirnir tóku land, einmitt þarna á Skagaheiðinni, og þegar við vorum að skríða í svefnpok- ana í fjögurra manna tjaldinu var Valur vanur að segja við mig: Vertu frammi við skörina og hafðu með þér hníf. Þú hefur ver- ið á norðurpólnum og kannt á ís- birni. Valur greindist með illvígan sjúkdóm fyrir tæpum áratug en Valur Harðarson HINSTA KVEÐJA „Ég leita að þér í huganum, kæri vinurinn minn, á landi hinna lifandi. – Ég leita að þér í draumi þar sem tími og rúm, ár og eilífð verða að engu, þar sem fjarlægðin hverfur og andi minn fer hamförum.“ (Jón Pétursson) Takk fyrir allt, ástin mín. Þín Þuríður. HINSTA KVEÐJA Leiðarlok Að lokum eftir langan, þungan dag, er leið þín öll. Þú sest á stein við veginn, og horfir skyggnum augum yfir sviðið eitt andartak. Og þú munt minnast þess, að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu lagðir þú upp frá þessum sama stað. (Steinn Steinarr) Takk fyrir allt, elsku vinur. Ásgeir Matthíasson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningar- grein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.