Morgunblaðið - 05.11.2018, Síða 25

Morgunblaðið - 05.11.2018, Síða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018 átti nóg líkams- og sálarþrek til að snúa því áfalli yfir í sérlega innihaldsríkan seinni hálfleik æv- innar með Þurí sinni sem hann var svo lánsamur að eignast að lífsförunaut eftir að leiðir hans og Kristínar skildu. Það var aðdáan- legt hvernig þau virkjuðu lífs- nautnina frjóu, sem Jónas Hall- grímsson orti um, þegar líkur voru á að tíminn sem þau áttu saman væri naumar skammtaður en búast hefði mátt við. Þau lifðu lífinu til fulls þessi ár og fram- kvæmdu það sem hugur þeirra stóð til, ræktuðu sig og fjölskyld- una, keyptu sér mótorhjól og ferðuðust vítt og breitt, innan- lands og utan. Mér verður alltaf minnisstætt þegar þau heilsuðu upp á mig í Istanbúl fyrir nokkr- um árum þar sem ég bjó, þá á siglingu upp Bospórussundið og í Svartahafið. Þau voru okkur hin- um lýsandi fordæmi í því að lífinu á að lifa til fulls; ekki fresta hlut- unum eða afplána einhver leiðindi og búa endalaust í haginn því við vitum aldrei hverjum klukkan glymur. Við Ingibjörg Sólrún og strák- arnir, Sveinbjörn og Hrafnkell, sendum Þuríði, dætrunum Sig- rúnu, Þórdísi og Kristínu Líf og móður hans Sigfríði Hallgríms- dóttur hugheilar samúðar- kveðjur. Hjörleifur Sveinbjörnsson. Við erum að veiða í paradísinni okkar, Laxá í Laxárdal. Tuttug- asta og fjórða árið í röð. Dagur er að kvöldi kominn, sólin er að setj- ast í vestri. Þoka að læðast upp dalinn. Alger kyrrð enda áin mjög hæg á þessum stað. Birtan einhvern veginn ekki af þessum heimi. Enn ein töfrastundin. Við erum einir í heiminum, Valur, ég og urriðinn í ánni. Hljóðið í myndinni eiga fuglarnir sem um- lykja okkur með mjúku kvaki sínu. Valur stendur grunnt úti í Djúpadrætti, örsmá þurrfluga undir. Ég fylgist með mjúkum hárnákvæmum köstunum. Allt í einu flýgur stór urriði upp úr lygnunni og hreinsar sig hátt í lofti. Valur lítur við og brosir. Hann landar fiskinum rólega og fumlaust, mælir hann nákvæm- lega og sleppir síðan. Talar fal- lega til hans þegar hann syndir burt. Þakkar honum fyrir bar- dagann. Næmni á lífið, virðing og víð- sýni er það sem mér kemur helst í hug sem einkennandi fyrir lífs- viðhorf Vals. Ekki endilega við- horf sem mótast í uppvextinum alfarið, heldur alveg eins eitthvað sem fólk tileinkar sér. Verður til bæði í logni og stórsjóum lífsins. Hann var bæði lífskúnstner og lífsnautnamaður. Áhugi hans á heimsmálunum, andúð á sýndar- og yfirborðsmennsku og vakandi umhyggja fyrir þeim sem stóðu honum næst og okkur vinum hans, er ágætur vitnisburður um suma af mörgum mannkostum hans. Áföllin sem riðu yfir Val og fjölskyldu hans láta engan sem til þekkir ósnortinn. Síðstu árin gekk hann ekki heill til skógar, hafði átt við alvarleg veikindi að stríða um nokkurt skeið. En þrátt fyrir það hélt hann reisn sinni til dauðadags. Gekk til hversdagsins með þeim sterka vilja, krafti og æðruleysi sem ætíð einkenndi nærveru hans. Ég sé hann fyrir mér þar sem hann situr beinn, töffaralegur og vel tilhafður á mótorfáknum. Fer af baki, hár og næstum valdsmannslegur. Heils- ar með brosi, hlýju og föstu vin- arhandabandi. Horfir vandlega í kringum sig úti og inni og gáir að hvort ég hafi verið eitthvað að fúska í rafmagni. Valur hefur mjög lengi verið einn af þessum föstu punktum í tilverunni, ávallt tilbúinn að rétta hjálparhönd eða miðla okkur Jó- hönnu og börnum okkar af góð- mennsku sinni. Það fyrsta sem kemur upp í hugann á þessari kveðjustund er þakklæti fyrir að hafa fengið að vera samferða þennan tíma. Takk fyrir allar stundirnar, kæri Valur. Minning- arnar lifa með okkur. Við Jó- hanna og fjölskylda okkar send- um Fríðu, Þuríði, dætrum Vals og öðrum þeim sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls hans hug- heilar samúðarkveðjur. Hermann Ottósson. Við kveðjum Val Harðarson, náinn samstarfsmann og vin. Fyrir fáum vikum hylltum við Val í Stokkhólmi, þar sem Johan Rönning hf. hélt árshátíð sína. Tilefnið var fjörutíu ára farsælt starfsaldursafmæli. Það urðu mikil tímamót þegar eigendaskipti urðu í Johan Rönn- ing fyrir réttum fimmtán árum. Valur fór fremstur meðal jafn- ingja í hópi starfsmanna, og ásamt Þurý sinni, bauð hann nýja eigendur velkomna. Honum leist vel á hugmyndir þeirra um fram- tíð félagsins. Hann tók líka vel á móti ungum stjórnanda sem kom stuttu síðar til liðs við félagið. En Valur var ekki auðseldur; honum var eðlislæg hófleg varfærni við fyrstu kynni. Það var gaman að heyra í Vali segja frá þekkingaröflun sinni í fræðunum um „Lærdómsfyrir- tækið“. Af þeim hafði hann hrifist í ársdvöl sinni í Bandaríkjunum þar sem hann kynnti sér ýmislegt um þjónustu og fyrirtækjamenn- ingu; auk þess að vinna fyrir fé- lagið í fjarvinnslu. Þessar hug- myndir féllu vel að framtíðarsýn nýrra stjórnenda. Vinnan með þær var öðrum þræði grunnurinn að einstaklega skemmtilegu og árangursríku uppbyggingar- starfi þar sem Valur lék eitt lykil- hlutverkanna. Valur lauk prófi í rafvirkjun nokkru áður en hann hóf störf hjá Johan Rönning árið 1978. Valur var metnaðarfullur keppnismað- ur og lagði sig ætíð fram um að sækja sér nýja þekkingu hvar sem hana var að fá. Hann var í miklum samskiptum við marga af öflugustu birgjum rafbúnaðar í heiminum og sótti óteljandi fjölda ráðstefna, námskeiða og funda um tæknimál, jafnt sem sölu- og markaðsmál. Stundum er sagt að fólk geti verið mjög vel menntað og með yfirburðaþekk- ingu á sínu sviði án þess að hafa mikla skólagöngu að baki. Þetta á mjög vel við um Val Harðarson. Sem ástríðufullur sölustjóri vildi Valur vissulega ná árangri frá degi til dags. En Valur sá starf sitt hjá félaginu í stærra samhengi. Hann ræktaði sam- band sitt við lykilviðskiptavini með einstökum hætti og það átti einnig við um sambandið við full- trúa erlendra birgja. Vali var mikið í mun að hugsa um hag við- skiptavinanna; og var sannfærð- ur um að slík nálgun myndi há- marka árangur fyrirtækisins til lengri tíma litið. Valur mun vera okkur fyrirmynd til framtíðar að þessu leyti, eins og í svo mörgu öðru. Valur var ástríðumaður í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann hafði áhuga á mörgu og sökkti sér í áhugamálin þegar þau knúðu dyra, hvort sem það var ljósmyndun, mótorhjól og bílar eða veiðimennska. En mestu ástríðuna hafði hann þó fyrir vinnunni sinni og fyrir- tækinu sínu. Starfið var lífið. Valur mætti á árshátíðina í Stokkhólmi um daginn á sínum forsendum, með sama hætti og hann lifði lífinu. Valur var aldrei veikur, hann var bara með krabbamein og hann ætlaði að sigrast á því. Ákveðinn og æðru- laus gekk Valur til vinnu sinnar fram á síðasta dag. Aðeins örfá- um klukkustundum fyrir andlát sitt sendi hann frá sér sitt síðasta tilboð. Við kveðjum nú traustan fé- laga og vottum Þurý, stelpunum hans og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Johan Rönning hf., Bogi Þór Siguroddsson, Haraldur Líndal Pétursson. ✝ Sigurlaug Ás-gerður Þor- steinsdóttir fædd- ist í Ási í Vatnsdal, A-Hún., 3. apríl 1923. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 11. október 2018. Foreldrar henn- ar voru þau Þor- steinn Björn Gísla- son, prestur og prófastur í Steinnesi, f. 26.6. 1897, d. 6.6. 1980, og Ólína Soffía Benedikts- dóttir, húsfreyja og organisti, f. 2.11. 1899, d. 26.2. 1996. Faðir Þorsteins Björns: Gísli Guðlaugsson, bóndi í Forsælu- dag og síðar í Koti (nú Sunnu- hlið) í Vatnsdal, f. 1850, d. 1906. Móðir Þorsteins Björns: Guðrún Sigurrós Magnúsdóttir, hús- freyja í Forsæludal og Koti í Vatnsdal, f. 1870, d. 1953. Faðir Ólínu Soffíu: Benedikt Jóhann- es Helgason, bóndi Hrafn- björgum í Svínadal A-Hún., f. 1850, d. 1907. Móðir Ólínu Soffíu: Guðrún Ólafsdóttir, hús- freyja Hrafnbjörgum, f. 1864, d. 1955. Fósturforeldrar Ólínu Soffíu voru móðurbróðir henn- ar, Guðmundur Ólafsson, bóndi Guðmundur Jón, Steinunn Sif, Haraldur Anton og Arnar Páll. d) Sigurlaug, f. 16.2. 1967. Eig- inmaður hennar Martin Sökjer Petersen. Synir þeirra eru Guð- mundur, Gunnar og Anton. e) Þorsteinn Björn, f. 2.6. 1969, d. 11.6. 1969. 2. Gísli Ásgeir Þor- steinsson, geðlæknir, f. 28.3. 1937. Kona hans Lilja Jóns- dóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 29.10. 1935. Synir þeirra: a) Þorsteinn Björn, f. 15.10. 1963. Kona hans Ragnhildur Unnur Ólafsdóttir. Börn hennar af fyrra hjónabandi eru Þorsteinn, Jóhann Freyr, Erla og Björgvin Þór. b) Jón Ármann, f. 10.11. 1969. Eiginkona hans Hildur Sigurðardóttir. Synir þeirra eru Þorsteinn Gísli og Sigurður Kári. Sigurlaug giftist Eggerti Eggertssyni, vélstjóra. Þau skildu eftir skamma sambúð. Sigurlaug ólst upp í Steinnesi og tók virkan þátt í öllum dag- legum sveitastörfum. Hún stundaði nám í unglingaskóla föður síns. Því næst hélt hún til Reykjavíkur, stundaði þar fyrst nám í Kennaraskóla Íslands en hóf síðan nám við Húsmæðra- skóla Reykjavíkur. Í 12-13 ár vann Sigurlaug í Bókabúð Kron. Seinni starfsárin vann hún um rúmlega þriggja ára- tuga skeið við Búnaðarbankann í Reykjavík sem gjaldkeri. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 5. nóvem- ber 2018, klukkan 13. og alþingismaður í Ási í Vatnsdal, og Sigurlaug Guð- mundsdóttir, kona hans. Bræður Sigur- laugar Ásgerðar eru: 1. Guðmundur Ólafs Þorsteinsson, prestur og prófast- ur, f. 23.12. 1930. Kona hans Ásta Bjarnadóttir, sjúkraliði, f. 7.6. 1930, d. 12.2. 2012. Börn þeirra: a) Bjarni, f. 6.11. 1954, b) Ólína, f. 13.6. 1957. Eiginmaður hennar Hall- dór Kristján Júlíusson. Dætur þeirra: Ástríður, sambýlis- maður hennar Jóhann Guð- mundsson. Börn þeirra Halldór Kristján og Elísabet Þórhildur. Þórhildur, eiginmaður hennar Kári Helgason. Synir þeirra Hugi og Hróar. Ragnheiður, sambýlismaður hennar Hrafn Jónsson. Dóttir þeirra Anna Sif. c) Elísabet Hanna, f. 17.5. 1961. Eiginmaður hennar Skúli Hart- mannsson. Fyrri eiginmaður Gunnlaugur Þór Kristfinnsson. Börn Elísabetar: Ásta og Krist- finnur. Börn Ástu eru Katla Hanna og Rúnar Þór. Stjúpbörn Elísabetar og börn Skúla eru Kær systir okkar, Sigurlaug, oftast kölluð Lauga, hefur nú lok- ið löngu lífs- og ævistarfi. Þannig er nú jarðneskt líf. Að fæðast hef- ur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma, segir í helgri bók. Kyn- slóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng, eins og stendur í sálminum fagra. Sigurlaug systir ólst upp við þá trú að við ættum öll lifandi von um eilíft líf fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum. Það er hugg- unarmálið æðsta. Og í þeirri trú skal nú gengið á vit minninganna um Laugu systur okkar. Hún fæddist í Ási í Vatnsdal en ólst upp í Steinnesi á heimili foreldra okkar, á mannmörgu menningar- heimili og var hún elst okkar systkinanna þriggja. Steinnes er afar fallegur stað- ur í Þinginu, blómlegri og byggi- legri sveit. Laugu systur þótti mjög vænt um æskustöðvar sínar og naut þess að alast þar upp. Hún gekk að bústörfum af mikl- um dugnaði og hlífði sér hvergi enda kraftmikil og ósérhlífin og átti margar ánægjustundir við búskapinn og útiveru svo sem út- reiðartúra. Að loknu fullnaðarprófi var hún í námi í unglingaskóla föður okkar er hann hélt um áratuga- skeið á heimili sínu. Síðan lá leið hennar til Reykjavíkur. Þar stundaði hún nám í Kennaraskól- anum í einn eða tvo vetur, en gekk síðan í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Að loknu námi þar fór systir okkar að vinna. Hún vann í bókabúð KRON, fyrst á Hverfisgötu, en síðan lengst í Bankastræti. Með henni starfaði þar Ásta Bjarnadóttir sem síðar varð mágkona hennar. Eftir um 13 ára starf í bókabúðinni réðst Lauga til starfa í Búnaðar- bankanum og var þar gjaldkeri. Þar vann hún síðan uns hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Í gjaldkerastarfinu var hún mjög vandvirk og áreiðanleg og brást hvergi trausti. Við starfslok eftir um 32 ára starf í bankanum var það henni ánægjuefni að vera boðið mánaðarlega í kaffi með starfsfólkinu við bankann og taka þátt í ferðalögum með því. Eitt helsta áhugamál Laugu var að spila bridge. Ung að árum spilaði hún í keppnum hjá Bridgefélagi Reykjavíkur og þótti snjall bridgespilari enda stálminnug og greind vel. Og allt fram að níræðisaldri spilaði hún við vinkonur sínar sér til óbland- innar ánægju. Lauga systir var mjög ætt- rækin og lét sér annt um ætt- menni sín, foreldra, bræður og fjölskyldur þeirra. Eftir að for- eldrar okkar fluttust suður frá Steinnesi 1967 var hún þeim mjög innan handar. Hún var afar gestrisin, greiðvikin og hjálpsöm og taldi ekki eftir sér að verða öðrum að liði gæti hún því við komið. Síðari árin bjó Lauga systir ein í íbúð sinni á Rauðalæk 30. Þar undi hún lengi vel hag sínum en síðustu tvö til þrjú árin fór heilsa hennar þverrandi. Eftir langt líf var hún því orðin södd lífdaga. Þess vegna var kallið hennar í reynd bæði líkn og lausn. Að endaðri jarðvist hennar viljum við bræðurnir þakka henni samleiðina á vegum lífsins. Þakka allt það er hún var og vann okkur og fjölskyldum okkar, til heilla, gagns og gleði. Við kveðj- um hana nú með einum hug. Far því í friði, friður Guðs þig blessi. Guð leiði þig nú, látna systir, á ljóssins braut að lindum lífsins. Guðmundur og Gísli frá Steinnesi. Elsku Sigurlaug Þorsteins- dóttir frænka, kölluð Lauga frænka, er fallin frá. Hennar verður sárt saknað. Ég man allar samverustundirnar okkar heima á Rauðalæk 30 líkt og þær hefðu verið í gær. Ég minnist þess ætíð hve hlý, gestrisin og hjálpsöm þú varst. Þessar minningar verða mér ætíð í huga. Takk fyrir allt. Þinn frændi, Kristfinnur Gunnlaugsson. Sigurlaug Þorsteinsdóttir Elsku faðir, besti vinur og lærimeist- ari. Þið mamma leigð- uð á Amtmanns- stígnum þegar ég kom í heiminn árið 1960. Þar var innréttuð þín fyrsta gullsmíðaverslun og þú rétt 22 ára. Síðan opnaðir þú með Paul Heide úrsmið og Birni Halldórs- syni leturgrafara í Lækjargötu. Seinna opnaðir þú sjálfur í Austurstræti en fluttir þaðan þeg- ar gatan var lokuð fyrir umferð, því þá minnkuðu viðskiptin. Inn- réttuð var því næst verslun á Laugavegi 71 sem Hjálmar Torfa- son keypti síðar, en það var um svipað leyti og ég var í námi hjá þér. Alla tíð stóð mamma með okkur í búðinni í afgreiðslu og öðru. Þú tókst þátt í að byggja hæðir og hús í miðbænum, tvisvar þak yfir höfuð fjölskyldunnar og varst í líki trésmiðsins, rafvirkj- ans, píparans eða múrarans ef því var að skipta. Þú hafðir gaman af bátasporti og endaðir síðar með því að leigja eitt sumar eikarbát með rafmagnsrúllum og þá hófst nýtt tímabil hjá okkur. Það gekk bara vel hjá okkur og gleymi ég aldrei á fallegum degi í sérkenni- legu þokumistri að stærðar hvalur stefndi á okkur. Héldum við að hann ætlaði í bátinn en fór svo Ulrich Falkner ✝ Ulrich Falknerfæddist í Reykjavík 21. júlí 1937. Hann lést 13. október 2018. Útför Ulrichs fór fram 22. október 2018. undir og kom upp hinum megin. Út- gerðartímabilið hófst með kaupum á 12 tonna fram- byggðum gerðarleg- um plastbáti og veitt var í net, á handfæri og lúðulóð. Pabbi var naskur að finna lóðningar og veiðin gekk vel. Það var umtalað þegar við komum með 13 tonn eftir dag- róður á meðan aðrir reyndir sjó- arar voru með því sem næst plast- pokalöndun. Eitt sumar vorum við á Arnarstapa og veidd var 120 kg lúða og þá var nú hamagangur hjá feðgum. Síðar skildu leiðir. Ég fór í organistann og pabbi keypti Silfursmiðju af Magga Bald. á Laugavegi 8. Ég bjó á hæðinni fyrir ofan verkstæðið og þar heyrði maður oft ljúfa harmon- ikkutóna því harmonikkan var stór partur af lífi pabba. Síðar keypti pabbi gullsmíðaverslun í Mjódd og rak hana í yfir tvo ára- tugi. Þar lágu leiðir okkar saman þegar ég sneri aftur í gullsmíðina. Guðrún tengdadóttir var búin að vinna við hlið hans um árabil. Þetta var mjög erfitt tímabil hjá þér eftir að mamma dó 29. jan- úar 2018. En þú komst til okkar á hverjum degi, lagðir þitt af mörk- um og sást um bókhaldið fram á síðasta dag. Elsku pabbi, þú varst alltaf svo ljúfur og jákvæður og vildir aldrei skulda neinum neitt, allt borgað á réttum tíma og helst fyrr. Við elskum þig og söknum nærveru þinnar og biðjum góðan Guð að blessa þig og mömmu í nýjum heimkynnum. Örn Falkner. Engan gat órað fyrir því að hann færi svo skyndilega frá okkur. Afi var 81 ára gamall og átti vel inni en það er kannski eigin- gjarnt af mér að búast við því. Við barnabörnin elskuðum hann heitt og hann á stóran stað í hjarta okk- ar. Hann vildi allt fyrir okkur gera, sama hve mikla fyrirhöfn það kost- aði. Við fórum ótal oft sem börn og unglingar upp í sumarbústað sem hann átti frumkvæði að að byggja og var það alltaf jafn ánægjulegt. Við varðveitum allar þær góðu minningar í dag. Afi var duglegur að láta mig vita af möguleikum mínum og hæfni. Hann kenndi mér að vanda mig við komandi verkefni svo ég þurfi ekki að tvígera þau. Hann var duglegur við að hrósa okkur barnabörnun- um og styðja við bakið á okkur. Afi var og er enn ákveðinn partur af undirstöðu sjálfstrausts og sjálfs- álits hjá mér. Hann var ómissandi þáttur í mínu uppeldi. Hann hefur farið í gegnum svo ótalmargt í lífinu og var margt til lista lagt. Hann byggði nokkur íbúðarhús, fór í útgerð, stofnaði fyrirtæki og reyndi við ameríska drauminn. Hann kynntist ömmu um tvítugt og hefur hún reynst mikill stuðningur fyrir hugsanir hans og athafnir. Hún til allrar óhamingju kvaddi þennan heim tæpum átta mánuðum á undan afa. Ástarsorgin er eins öflug og hún er flókin. Hjörtu geta brotnað. Stundum held ég að það sé betra að við deyjum um leið og hjartað brotnar, en sú er ekki raunin. Hvernig á hann að sleppa taki af sársaukanum sem fylgir áfallinu ef hann er það eina sem hann á eftir af manneskjunni sem hann elskaði svo heitt. Það væri eins og að sleppa hluta af sjálfum sér. Það skal ekki fara leynt að lífsviljinn var af skornum skammti eftir að hún fór frá okkur. Hann vildi mögulega heldur kveðja en að vera um kyrrt. Hann lifði góðu og afkastamiklu lífi sem einkenndist af miklu æðruleysi en eins og sag- an hefur áður sagt okkur; sterk- ustu menn geta fallið ef þeir lifa nógu lengi til þess. Friðrik Falkner. Þann 22. október var til moldar borinn einn af okkar ágætu fé- lagsmönnum, Ulrich Falkner gull- smíðameistari. Ulrich nam gullsmíði hjá Ósk- ari Gíslasyni á Skólavörðustíg 5 ásamt félaga sínum Hjálmari Torfasyni. Voru þeir afar sam- rýmdir og góðir félagar. Ulrich opnaði fljótlega verslun og verk- stæði í Austurstræti við Lækjar- torg, en flutti svo á Laugaveginn og var nú seinast með Gullsmiðinn í Mjóddinni og naut ávallt dyggrar aðstoðar sinnar góðu eiginkonu, Selmu Óskar Björgvinsdóttur, sem lést hinn 29. janúar síðastlið- inn. Það er því stórt högg sem dunið hefur á fjölskyldunni á stuttum tíma. Þeir félagar gengu fljótlega í fé- lagið og tóku báðir þátt í fé- lagsstörfum. Ulrich var formaður félagsins 1965-1968. Einnig var Ulrich góður harm- ónikkuleikari og félagi í Harmón- ikkufélagi Reykjavíkur og mun nýlega hættur að leika. Við sendum fjölskyldunni inni- legar samúðarkveðjur frá Félagi Íslenskra gullsmiða. Dóra G. Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.