Morgunblaðið - 05.11.2018, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018
✝ Eggert Sig-urðsson var
fæddur í Reykjavík
5. febrúar 1940.
Hann lést á heimili
sínu, Klyfjaseli 10,
Reykjavík, 6. októ-
ber 2018.
Foreldrar hans
voru Guðrún Egg-
ertsdóttir Norðdahl
húsmóðir, fædd 23.
september 1902 og
lést á 102. aldursári 2004, og Sig-
urður Júlíus Eiríksson múrari,
fæddur 21. október 1901 og lést
árið 1966. Eldri bróðir Eggerts
er Eiríkur, veðurfræðingur,
fæddur 2. október 1933.
Eftirlifandi eiginkona Eggerts
er Ingibjörg Svanþórsdóttir,
fædd í Reykjavík 23. júní 1939.
Dóttir hennar og fósturdóttir
Eggerts er Anna Sigríður
Markúsdóttir bankastarfsmaður,
fædd 23. mars 1959,
gift Trausta Þór
Guðmundssyni,
bónda og reiðkenn-
ara, fæddum 26.
nóvember 1953.
Börn þeirra eru
Inga Karen, fædd 1.
desember 1982, gift
Laurant Donceel,
barn þeirra er Balt-
asar Birkir. Sara
Dögg, fædd 18.
mars 1990, sambýlismaður henn-
ar er Baldur Freyr Valgeirsson
og eiga þau tvö börn, Trausta
Hrafn og Karitas Emblu.
Eggert var bókbindari að
mennt, lærði og starfaði mestan
hluta sinnar starfsævi hjá Bók-
felli. Hann var um tíma gjaldkeri
í Félagi bókagerðarmanna.
Bálför fór að ósk hins látna
fram frá Fossvogskapellu 18.
október 2018.
Tengdafaðir minn, Egggert
Sigurðsson, er látinn. Andlát hans
var ótímabært og án nokkurrar
viðvörunar, hann var ágætur til
heilsunnar, algerlega lyfjalaus,
mestan hluta ævi sinnar. Hann
varð bráðkvaddur laugardags-
kvöldið 6. október síðastliðinn á
heimili sínu í Klyfjaselinu. Þau
voru tvö heima, hann og tengda-
móðir mín, Ingibjörg Svanþórs-
dóttir.
Ég þekkti Eggert lítilsháttar
áður en ég kynntist konunni
minni, Önnu Sigríði Markúsdótt-
ur fósturdóttur hans, er ég, ungur
að aldri, stundaði tamningar í
hesthúsahverfinu Víðidal í
Reykjavík. Fjölskylda Önnu
Siggu var meira og minna á kafi í
hestamennsku og var Eggert
hestamaður alla tíð síðan alveg
fram á síðasta dag. Síðustu árin
átti hann alltaf tvö hross, rauð-
stjörnótta hryssu sem hann lét
síðan fella vegna hás aldurs síð-
asta sumar og myndarlegan góð-
an brúnskjóttan hest. Eggert
hafði mikið dálæti á hrossunum
sínum og hugsaði vel um þau.
Reyndar voru öll dýr honum
mikilvæg og áttu hann og Inga
kisur hér áður fyrr og seinna litla
tík sem varð sem ein af fjölskyld-
unni frá fyrsta degi.
Eggert hafði alltaf mjög gam-
an af því að vera „ráðsmaður“ hér
í Kirkjuferjuhjáleigu er við Anna
Sigga skruppum eitthvað frá, til
dæmis til útlanda. Þá voru þau,
hann og Inga, hér og sáu um alla
hluti og var það okkur mikils virði
að þurfa aldrei að hafa neinar
áhyggjur, við vissum að öllu yrði
sinnt, jafnt dýrum sem og öðru.
Eggert var fyrir margra hluta
sakir sérstakur maður. Hann
hafði ótrúlega góða stjórn á sjálf-
um sér og gerði aldrei neitt í fljót-
færni. Það var sama hvaða fleti
lífs hans hlutirnir snertu, allt var
gert að vandlega íhuguðu máli og
ég man ekki eftir því að hafa
nokkurn tímann upplifað hann
„stressaðan“.
Hann var langt yfir meðallagi
hógvær. Eggert var nefnilega
mjög listrænn og frábær teiknari.
Eru til eftir hann gríðarlega fal-
legar myndir og hefði sú leikni
hans og kunnátta mátt komast
meira á framfæri. Reyndar birtist
einu sinni mynd eftir hann í
barnabók en myndin var skreyt-
ing við „Guttavísur“. Minntist ein-
hver á það að hann ætti að gefa
fleira fólki kost á að njóta mynd-
anna hans, var viðkvæðið alltaf:
„Nei, þetta er nú ekki svo merki-
legt.“
Eggert var laghentur og ótrú-
lega fjölhæfur. Ber heimili þeirra
Ingu þess gleggst merki en ég
held að það séu engar ýkjur að
segja að húsið í Klyfjaselinu
byggði Eggert sjálfur frá A til Ö
með smá hjálp fjölskyldumeðlima
Ingu af og til.
Hann var vinur vina sinna og er
heiðarlegri maður vandfundinn,
enda naut hann virðingar allra er
kynntust honum. Hann var barn-
góður með eindæmum og eiga
dætur okkar Önnu Siggu ljúfar
minningar um það hve mikla og
góða athygli hann veitti þeim er
þær voru yngri. Hann þreyttist
ekki á að spjalla og leika við „afa-
stelpurnar“ sínar og er þær fóru
að eignast sín börn urðu langafa-
börnin honum jafn mikilvæg.
Eggerts verður sárt saknað af
allri fjölskyldunni og vinum.
Ég votta Ingu, Eiríki bróður
hans og allri fjölskyldunni inni-
lega samúð mína.
Trausti Þór Guðmundsson.
Þeir falla nú frá hver af öðrum
gömlu vinnufélagar mínir í Bók-
bandsvinnustofunni Bókfelli í
Reykjavík. Á rúmu ári hafa þrír
þeirra kvatt þetta jarðlíf, nú síð-
ast fyrir nokkrum dögum Eggert
Sigurðsson bókbindari. Við lærð-
um hjá sama meistara, Aðalsteini
Sigurðssyni bókbandsmeistara í
Bókfelli, en þó að Eggert væri
rúmum tíu árum á eftir mér í
námi þá fannst mér alltaf eins og
við værum fullkomnir jafningjar.
Eggert var svo góður vinnufélagi
að manni leið alltaf vel í návist
hans. Hann var rólegur og hægur
að eðlisfari en stutt í húmorinn ef
því var að skipta. Hann var sér-
staklega góður verkmaður og
fljótur að komast inn í flókna
verkferla nýrrar tækni sem alltaf
var að breytast á þessum árum.
En Eggert hafði fleira til að
bera en góða verktækni því hann
var listamaður í eðli sínu eins og
margir í hans ætt. Þetta sást
greinilega þegar hann vann
sveinsstykki sitt sem var bók í
alskinni og hann skreytti með sér-
stökum hætti eftir eigin teikn-
ingu. Ég er ekki viss um að marg-
ir hefðu leikið þetta eftir honum
en þetta kallaðist oddgylling og
hefur líklega aldrei verið fram-
kvæmd nema í þetta eina skipti
hér á landi.
Eggert tók snemma þátt í
félagsstarfi bókbindara og var rit-
ari Bókbindarafélags Íslands árin
1966-1968 og árið 1973. Hann var
auk þess í varastjórn félagsins
1974-1975. Þá sat hann oft í upp-
stillingarnefnd við stjórnarkjör
og var trúnaðarmaður á vinnu-
stað sínum Bókfelli um árabil.
Eitt af því sem mér er minnis-
stæðast í samstarfi okkar Egg-
erts í félagsmálunum var þegar
við vorum að koma upp fána fyrir
Bókbindarafélagið. Það var búið
að vera mikið kappsmál innan fé-
lagsins að eignast fallegan fána
sem félagarnir gætu fylkt sér á
bak við í baráttunni fram undan
og við hátíðleg tækifæri. Þetta
tókst okkur um síðir og hann var
notaður í nokkur ár, en er nú
geymdur á Sögusafni verka-
lýðsfélaganna í Reykjavík.
Um leið og ég þakka Eggerti
fyrir samfylgdina í gegnum árin
sendum við Ragnheiður kona mín
Ingu konu hans og allri fjölskyld-
unni innilegar samúðarkveðjur.
Svanur Jóhannesson.
Eggert Sigurðsson
✝ Snædís Gunn-laugsdóttir,
lögfræðingur á
Kaldbak við Húsa-
vík, var fædd í
Reykjavík 14. maí
1952. Hún lést, 66
ára að aldri, 22
október 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Gunn-
laugur Einar
Þórðarson hæsta-
réttarlögmaður og Herdís Þor-
valdsdóttir leikkona. Snædís
átti fjögur systkini, þau Hrafn
Gunnlaugsson, Þorvald Gunn-
laugsson, Tinnu Gunnlaugs-
dóttur og Júlíu Margréti.
Hún var stúdent frá MR og
og rak hún það til dánardags.
Snædís var í ýmsum nefnd-
um, sérstaklega á sviði um-
hverfismála, lista og lögfræði.
Hún var lengi í stjórn og for-
maður Skógræktarfélags
Húsavíkur. Hún var í framboði
fyrir Alþýðubandalagið og
óháða við bæjarstjórnarkosn-
ingarnar á Húsavík árið 1978
og fyrir Bandalag jafnaðar-
manna og Þjóðarflokkinn við
alþingiskosningar 1983 og
1987.
Eiginmaður Snædísar var
Sigurjón Benediktsson tann-
læknir. Þau eignuðust þrjú
börn, Sylgju Dögg, Hörpu
Fönn og Benedikt Þorra.
Barnabörnin voru fjögur, þau
Ísar Loki, Dalía Lind, Ylfingur
Kristján og Duna Líf.
Bálför Snædísar fór fram í
kyrrþey, en kveðjuhóf í hennar
anda verður á Kaldbak í kring-
um afmælisdag hennar í maí
2019.
lauk lögfræðiprófi
frá Háskóla Ís-
lands árið 1977.
Hún stundaði einn-
ig söng- og leik-
listarnám. Snædís
vann mikið að um-
hverfismálum, sér-
staklega skógrækt
og landgræðslu.
Snædís hóf störf
hjá bæjarfóget-
anum á Húsavík og
sýslumanninum í Þingeyjar-
sýslu strax að loknu lögfræði-
námi. Þar vann hún í um þrjá
áratugi en þá stofnaði hún
ferðaþjónustufyrirtækið Kald-
bakskot ásamt Sigurjóni Bene-
diktssyni, eiginmanni sínum,
Elsku besta systir mín, hún
Snædís, hefur kvatt. Við sem
næst henni stóðum vissum að
hún hafði átt við heilsuleysi að
stríða um skeið, en þar sem það
var hennar háttur að íþyngja
ekki öðrum með sínum vanda-
málum, bar hún sig vel, alveg
ótrúlega vel, allt of vel, – það vit-
um við núna.
Við vorum fjögur systkinin á
sex árum, tveir eldri bræður,
þeir Hrafn og Þorvaldur, svo
Snædís og loks ég. Og Snædís
tók mig að sér frá upphafi sem
heimsins besta stóra systir og
við tvær lékum okkur endalaust
saman. Auðvitað áttum við líka
vinkonur saman eða hvor fyrir
sig, en kjarninn var við tvær, ég
og Snædís. Og hún var ekki bara
undurgóð og skilningsrík stóra
systir, hún var líka alveg dásam-
lega hugmyndarík, skemmtileg
og uppátækjasöm.
Mestu sameiginlegu verðmæti
okkar systranna voru fólgin í
dúkkulísusafni sem við höfðum
komið okkur upp. Það voru eng-
ar venjulegar dúkkulísur, við
teiknuðum þær allar sjálfar, öll
föt og húsbúnað líka. Og allt
voru þetta miklir karakterar
sem lentu í ótrúlegustu ævin-
týrum og oftar en ekki var her-
bergið okkar allt undirlagt af
heimi dúkkulísanna.
En svo kom að því að Snædís
kallaði á mig og útskýrði að nú
væri hún að byrja í gagnfræða-
skóla og væri hætt að leika í
smábarnaleikjum. Og til árétt-
ingar gaf hún mér einni allt
dúkkulísusafnið okkar. Og hún
Snædís hvikaði aldrei þegar hún
var búin að taka ákvörðun.
Hún var orðin unglingur og
ég fékk ekki sömu hlutdeild í lífi
hennar og áður, en hún var
áfram mín stóra fyrirmynd og
vinur. Svo var hún fljótlega kom-
in á fast með Sigurjóni, orðin
lögfræðingur og fyrr en varði
voru þau flutt norður til Húsa-
víkur þar sem þau tóku virkan
þátt í samfélaginu og hlúðu að
ört vaxandi fjölskyldu sinni.
Samhliða réðust þau líka af
miklum krafti og dugnaði í upp-
græðslu á óðali sínu, Kaldbak.
Heimili Snædísar var alltaf
öllum opið og við fjölskyldan fór-
um ófáar ferðirnar norður og
fylgdumst með því hvernig þau
Sigurjón breyttu harðbýlum,
uppblásnum mel við Skjálfanda í
sannkallaða paradís, þar sem
gróðursæld, gestrisni, kærleikur
og manngæska umvafði allt og
alla.
Snædís var engum lík, örlát
og gjafmild, en um leið algert
hörkutól. Hún erfði litríkan
smekkinn, ákefðina og óþreyj-
una frá föður okkar, þessa sí-
bernsku lífsgleði sem einkenndi
hana, en um leið þrautseigjuna
og ósérhlífnina frá móður okkar.
Hún bar umhyggju fyrir öllum,
var máttarstólpi fjölskyldunnar,
miðpunktur og óhagganleg
stærð sem ekkert virtist buga
eða beygja. Ekki fyrr en líf
hennar breyttist í martröð þján-
inga sem ekkert fékk linað og
hún fékk enga bót á. Þá brotnaði
hún og tók hún sína ákvörðun í
kyrrþey. – Og eins og henni
einni var lagið, hvikaði hún
hvergi.
Ég þakka elsku bestu Snædísi
systur minni, bleiku rósinni, eins
og mamma kallaði hana, allt það
dýrmæta og góða sem hún veitti
okkur öllum af örlæti sínu og
skilyrðislausri ást. Ég syrgi
þann sársauka sem hún þurfti að
ganga í gegnum undir það síð-
asta, og um leið syrgi ég sinnu-
leysi þess heims sem brást henni
í þeirri baráttu.
Hvíl í friði, elsku besta Snæ-
dís mín.
Tinna Gunnlaugsdóttir.
Elsku Snædís mín. Okkur set-
ur hljóðar. Þú stórhuga kona ert
öll. Við hverfum til baka í tíma.
Burtu voru dagar Hagaskóla
og Dunhaga, við tók Hey Jude,
Obladi oblada og Wild Thing.
Saumaklúbburinn Síta var stofn-
aður og lífið tók öll völd. Nokkru
seinna skildum við ekkert í að
við værum orðnar fimmtugar,
sextugar … ömmur af ástríðu.
Eldhuginn þú brannst sem
fyrr fyrir öllum hugðarefnum
þínum. Eldmóðurinn kom í ljós
hvar sem þú drapst niður fæti;
meðal fólksins þíns, vina þinna, í
umhverfi þínu. Uppbygging
Kaldbaks frá berum mel til gró-
ins unaðsreits. Málefnin voru
ótalmörg sem snertu þig djúpt.
Í ríkum mæli voru þér í blóð
borin skipulagsgáfa, höfðings-
skapur, útsjónarsemi og kraftur,
einnig umhyggja fyrir öðrum og
umfram allt ást á landinu og
framtíðarsýn. Allt þetta og
miklu, miklu meira.
Og þá varstu hrifin á brott,
svo snögglega að við, stelpurnar
sem elskum þig, skóla- og
bekkjarsystur frá Hagaskóla og
MR, bekkjarfélagar úr 6.D, eig-
um erfitt með að átta okkur á
umbreytingunni, að þú burtkall-
aðist á leifturhraða, óvænt og á
deginum hennar Sylgju Daggar
af öllum dögum.
Ég sé þig fyrir mér, hið ljósa
man, hrista lokkana þína og
hlæja dillandi hlátri á reistum
töltara, á Bláskógaheiði, hundur
í humátt.
Ætlaðir að koma í sauma-
klúbb á fimmtudaginn kemur,
nema hvað. Sjáumst, elsku vin-
kona.
Áslaug Kirstín, Rósa,
Sigríður, Ásta Birna,
Ingibjörg, Jóhanna,
Málfríður, Guðrún, Nína,
Helga, Hafdís, Jenný.
Einstök kona og einlægur vin-
ur til lífstíðar er nú kvaddur.
Fallegra par var vandfundið
þegar hún hóf sambúð með
Sigurjóni. Eftir mikið nám komu
þau vígreif til Íslands og hugs-
uðu stórt.
Aleigan sett á jeppakerru og
óku á sínum Willys norður.
Fengu inni í skúr á Kaldbak og
lífsbaráttan hófst.
Hún vann lengst af hjá sýslu-
manni og hann á sinni stofu.
Börnin komu eitt af öðru. Stóri
draumur Snædísar var að opna
gististað, annast gesti og láta
þeim líða vel.
Þau byggðu upp og ekki af
neinum kotungsskap. Þau opn-
uðu fyrir almenna gistingu og þá
komin með fimm vel útbúin hús.
Nú eru þau tuttugu. Upphaflegi
skúrinn tók á sig mynd glæsi-
leikans með álmum í allar áttir
og gestrisni og glaðværð sveif
yfir vötnum. Nú kallast skúrinn
Villan og er það nafn með rentu.
Í frumbyggð þorpsins þeirra á
Kaldbak var hún herforinginn,
traustið, staðfestan, þjónustan,
örlætið og hjálpsemin. Snædís
var forkólfur, hugvitssöm,
áræðin, úrræðagóð og meistari
staðarins. Má nefna Hólasand og
landareign þeirra á Kaldbak sem
dæmi um eindæma þrákelkni og
græna fingur.
Mín lukka var að ég dreif mig
norður þegar fyrsta húsið var
risið. Þarna fann ég skjól hjá
vinum og var þessi gististaður í
uppáhaldi hjá hverjum og einum
af viðskiptavinum mínum. Hús-
um fjölgaði, gróðurinn óx, við-
skiptin blómguðust og Snædís
sagði lausri stöðu sinni hjá sýsló
og hellti sér út í viðskipti.
Í 20 sumur hef ég gist hjá
þeim, árlega fjórum til fimm
sinnum og stundum með fjöl-
skylduna mína. Þarna er gott að
vera og þarna líður öllum best í
ferðinni þótt farið væri allan
landsins hring. Snædís var sem
systir mín, tók mér með kossi og
kampavíni og var mér einatt
boðið í kvöldmat hjá þeim hjón-
um væri til þess stund og tími,
heima eða niður á Húsavík. Eftir
að ferðafólk mitt hafði komið sér
fyrir í sínum næturstað lögðum
við þrjú á klárana síðla kvölds
þegar amstri dagsins var lokið
og riðum í menninguna á Gamla
Bauk, hnýttum klárana við
kránna og nutum samverunnar,
þrír haukar sem ein eining.
Sú stund gleymist mér seint
þegar ég var á ferð fyrir norðan
með sex manns og ætlunin var
að bregða sér á hestbak. Þegar
til kom voru allir bestu hestar
leigunnar í langferð og ekki boð-
ið upp á annað en vesalinga. Ég
hafði samband við þau hjónin og
á örskotsstund voru átta hestar
tilbúnir í Kaldbaki og við Sigur-
jón brugðum okkur með fólkinu.
Þegar heim var komið eftir fjög-
urra stunda gamanreið beið okk-
ur heit fiskisúpa með heimabök-
uðum rúnstykkjum og koníak í
kaupbæti.
Allt þetta fólk sem þarna var
með mér, sex að tölu, heldur
sambandi við mig og minnist
þessa útreiðartúrs fyrir meira en
20 árum sem bestu minningar
sinnar um Ísland. Það er einmitt
svona lífsreynsla sem lifir í
hjörtum okkar og ég á af þeim
helling þegar ég hugsa til Snæ-
dísar. Svona gat hún töfrað fram
hvað sem var.
Ég samhryggist innilega fjöl-
skyldunni, börnunum þremur,
Sigurjóni og barnabörnum.
Framlag Snædísar var horn-
steinn í ferðamennsku minni til
25 ára og alltaf brosti hún.
Ólafur B. Schram.
Snædís
Gunnlaugsdóttir
Veiztu það, Ásta, að
ástar
þig elur nú sólin?
Veiztu, að heimsaugað
hreina
og helgasta stjarnan
skín þér í andlit og innar
albjört í hjarta,
vekur þér orð, sem þér verða
vel kunn á munni?
(Jónas Hallgrímsson)
Ásta Kr. Jónsdóttir
✝ Ásta KristjanaJónsdóttir
fæddist 1. október
1936. Hún lést 11.
október 2018.
Útför Ástu fór
fram 17. október
2018.
Það er ekki öllum
gefið að eiga sömu
„bestu“ vinkonurn-
ar í rúmlega 75 ár
Við vorum svo
heppnar Auja, Ásta
og Hólka að fylgjast
að í öll þessi ár.
Heimili okkar stóðu
eins og þríhyrning-
ur, Ásta á Berg-
staðastræti, Hólka í
Hellusundi og Auja
í Versló v/Grundarstíg, enda vor-
um við fljótar að skjótast milli
húsa, stundum oft á dag. Við átt-
um mjög góða æsku og alltaf var
gaman. Við gengum í Miðbæjar-
barnaskólann og tæplega 14 ára
fórum við í Versló. Ekkert annað
kom til greina enda fylgdumst
við vel með unga og fallega fólk-
inu, sem þar var og dáðumst
mjög að því.
Í nóvember bauð ég Helgu og
Siggu bekkjarsystrum okkar í 15
ára afmælið mitt og þar og þá
ákváðum við að stofna sauma-
klúbb, sem enn lifir góðu lífi. Við
höfum gert svo ótrúlega margt
skemmtilegt saman og alltaf
þegar eitthvað er um að vera í
fjölskyldum okkar erum við
boðnar hver til annarrar í brúð-
kaup, skírnir, fermingar, út-
skriftir og afmæli. Svo höfum við
farið margar ferðir til útlanda,
og hefur það oftar en ekki komið
í hlut Ástu að finna út úr því.
Hún var röggsöm og hafði alltaf
svör á reiðum höndum. Hún átti
yndislega fjölskyldu, sem hún
mat mjög mikils. Guðmund
manninn sinn og dæturnar tvær,
Ragnheiði og Önnu Petu, Kalla
tengdason sinn, svo maður tali
nú ekki um ömmu- og lang-
ömmubörnin, sem voru henni
sérstaklega mikils virði.
Veikindastríðið stóð í fjórar
vikur og sýndi hún ótrúlegan
dugnað og æðruleysi, huggaði og
styrkti okkur hin, meira en við
hana. Hún átti líka einlæga trú á
Guð og Kalli tengdasonur henn-
ar kom á hverjum morgni og las
fyrir hana Guðsorð og þau báðu
saman. Nú er stóra skarðið kom-
ið í hópinn okkar, og það verður
vandfyllt. Við kveðjum Ástu vin-
konu og þökkum allt sem hún
var okkur. Sendum allri fjöl-
skyldunni innilegar samúðar-
kveðjur.
Auður Eir, Helga
Tryggvadóttir,
Hólmfríður Ólafsdóttir,
Sigríður Stefánsdóttir.