Morgunblaðið - 05.11.2018, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018 29
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. KRAFTUR Í KR kl. 10.30-
11.15, rúta fer frá Vesturgötu kl. 10.10 og Aflagranda kl. 10.20.
Útskurður kl. 13. Félagsvist kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20.
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9. Ganga
um nágrennið kl. 11. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16.
Félagsvist með vinningum kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið
fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt
á könnunni. Allir velkomnir. S. 535 2700.
Áskirkja Jólabasar Áskirkju, Vesturbrún 30, verður haldinn sunnu-
daginn 11. nóvember að aflokinni messu um kl. 12. Ef þið viljið gefa
muni á basarinn þá endilega komið þeim til kirkjunnar, kirkjuvörður
mun taka á móti. Ef þið hafið tök á að gefa okkur kökur eða annað
kruðerí á kökuborðið okkar þá endilega komið með í efri sal kirkj-
unnar sunnudaginn 11. nóvember milli kl. 10 og 11.
Boðinn Bingó kl. 13. Leikfimi kl. 10.30. Myndlist kl. 12.30. Vatnsleik-
fimi kl. 14.30. Spjallhópur kl. 15.
Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30 /8.15 /15.15. Kvennaleikfimi
Sjálandi kl. 9.30. Liðstyrkur, Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði
kl. 11.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13.
Saumanámskeið í Jónshúsi kl. 14.10. Smiðja Kirkjuhvoli opin kl. 13–
16. Allir velkomnir. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Útskurður með leið-
beinanda kl. 9-16. Leikfimi Maríu kl. 10-10.45. Leikfimi Helgu Ben kl.
11-11.30. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl.
10.50 jóga, kl. 11-13 í anddyri Gjábakka: Sölukynning á heilsuvörum
frá Geosilica, kl. 13.15 kanasta.
Guðríðarkirkja Félagstarf eldri borgara miðvikudaginn 7. nóvember
kl. 12, helgistund og fyrirbænir í kirkjunni. Söngur og lesin smásaga.
Ari Trausti Guðmundssson alþingismaður og formaður Þingvalla-
nefndar kemur og fjallar um Þingvelli, náttúru, umhverfi, sögu og
aðra áhugaverða hluti sem tengjast Þingvöllum. Súpa og brauð kr.
700. Hlökkum til að sjá ykkur.
Gullsmári Postulínshópur kl. 9. Jóga kl. 9.30. Handavinna / brids kl.
13. Jóga kl. 17. Félagsvist kl. 20.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9, gönguhópar kl. 10 frá Borg-
um, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll, dans í Borgum kl. 11 allir vel-
komnir í dansgleðina. Skartgripagerð með Sesselju kl. 13 í Borgum
og félagsvist í Borgum kl. 13. Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 í
dag og kóræfing Korpusystkina kl. 16 og heimsókn kórsins í Borgarsel
fyrir kóræfingu í dag.
Seltjarnarnes Gler kl. 9. og 13. Leir kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Kross-
gátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga í salnum með Öldu kl. 11.
Handavinna salnum kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.40.
Skráningarblöð vegna grill- og skemmtikvöldsins sem verður í saln-
um á Skólabraut miðvikudaginn 14. nóvember, liggja frammi á Skóla-
braut og í Eiðismýri. Tónleikar í boði Moniku Abendrouh og Bjargar
Gísladóttur.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist
sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30.
Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568 2586.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Zumba Gold námskeið fyrir styttra
komna/byrjendur kl. 9.45. ZUMBA Gold framhald kl. 10.30. STERK OG
LIÐUG leikfimi kl. 11.30. Tanya leiðir alla hópana.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Sólbaðsstofa Súper sól
Enduropna Sólbaðsstofu Súper sól í
Hólmaseli 2,109 Rvk. Nýir sól- og
kollagen-bekkir beint frá Ítalíu.
Opnunartilboð: 7, 10, 11 mínútur,
aðeins fyrir 1200 kr. Allir velkomnir
frá kl. 10 til 22, sími 5870077.
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042,
FINNA.is
mbl.is
alltaf - allstaðar
Minningar
Elsku Óli afi minn
er farinn.
Það sem hann var
alltaf jákvæður, al-
veg sama hvaða veikindi bar að,
var aldrei neitt að honum. Það var
ótrúlegt að heyra hvernig viðhorf
hans var gagnvart þeim. Hann
ræddi þau varla. Yfir 20 hjarta-
þræðingar og stórar aðgerðir,
hann var alltaf svo jákvæður og
duglegur í gegnum allt.
Það var yndislegt að koma til
ykkar ömmu á Krókinn. Alltaf
tekið svo vel á móti manni, knús
og kossar og alltaf sagði Óli afi:
hvað segirðu, gamla mín?! Hann
kallaði mig alltaf gömlu sína og
mér þykir svo vænt um það.
Ég er svo fegin að við krakk-
arnir mínir, Logi, Veigar og
Lárey, náðum að fara núna um
daginn og hitta þig, elsku afi
minn, ég kvaddi þig þrisvar því ég
var hrædd við að þetta væri í síð-
asta skiptið, sem og varð raunin.
Við sátum saman og fengum
okkur súpu og pönnukökur saman
hjá ömmu og spjölluðum.
Ómetanleg minning núna.
Þú kenndir mér að alveg sama
hvað bjátar á, þá er alltaf hægt að
vera jákvæður. Ég mun alltaf
muna það, elsku afi minn.
Afa þótti ekki leiðinlegt að
borða eitthvað gott og helst með
rjóma ef það var hægt.
Þið Bára amma voruð svo sam-
rýnd, það stendur upp úr þegar ég
hugsa til baka að þið voruð alltaf
saman, hlóguð mikið, virtuð hvort
annað og tókuð tillit hvort til ann-
ars. Maður sá ykkur varla í sund-
ur. Þið hjálpuðust líka að með allt.
Afi hengdi út þvottinn stundum
man ég og þeytti rjómann í heita
súkkulaðið sem amma bjó alltaf til
þegar ég kom af því hún veit hvað
ég elska það. Ég fæ mér heitt
súkkulaði um helgina með miklum
rjóma, afi minn, og hugsa til þín.
Ég hugsaði oft að svona vildi ég
vera þegar ég væri komin á ykkar
Ólafur Axel
Jónsson
✝ Ólafur AxelJónsson fædd-
ist 15. september
1934. Hann lést 26.
október 2018.
Útför Óla fór
fram 3. nóvember
2018.
aldur. Ástin ykkar
skein í gegn þegar
maður fylgdist með.
Ég get ekki ímyndað
mér hvernig ömmu
líður. Við höldum vel
utan um hana og
pössum hana fyrir
þig, afi minn. Ég veit
að Peta amma og
Hrefna amma munu
taka vel á móti þér.
Ég kveð þig í
hinsta sinn, elsku afi minn.
Takk fyrir allt.
Þín
Petrea (Peta litla).
Afi þinn er dáinn, sagði eigin-
konan mín við mig síðastliðinn
föstudagsmorgun.
Ég fór fljótlega að hugsa um
þann tíma sem ég hafði eytt með
afa og ömmu á Sauðárkróki gegn-
um árin. Þar af brot úr tveim
sumrum, sennilega var ég 12 og
13 ára, þegar afi átti trillu og smá
kvóta. Við fórum eldsnemma á
fætur, tókum með okkur nesti
sem amma útbjó og eyddum svo
deginum á netaveiðum, ýmist á
þorsk- eða kolaveiðum. Þetta var
frábær tími, þarna lærði maður
örlítið inn á sjómennskuna sem afi
þekkti svo vel að litlu munaði að
ég ákvæði að gerast sjómaður.
Það sem mér er hins vegar efst í
huga eftir að hafa farið í gegnum
minningarnar er þakklæti fyrir að
hafa átt hann sem afa og hafa lært
af honum röggsemi, dugnað og
æðruleysi.
Takk, afi minn, fyrir allt, betri
afa var ekki hægt að hugsa sér.
Þinn nafni,
Ólafur Axel Jónsson.
Elsku hjartahlýi grallaraafinn
minn.
Þú valdir þér svo sannarlega
fallegan dag til þess að fara úr
þessari jarðvist og ég efast ekki
um að vel hafi verið tekið á móti
þér af fjölskyldu og vinum þarna
hinum megin, í sumarlandinu
góða. Ég finn svo sterkt fyrir þér
og finnst því varla hægt að tala
um þig í þátíð þar sem þú lifir enn
svo sterkt með okkur og í okkur.
Veitir okkur hlýtt faðmlag og
stuðning þegar við þurfum á að
halda og kitlar okkur stríðnislega
í síðuna til þess að fá okkur til þess
að hlæja þegar við gerumst of al-
varleg. Samband ykkar ömmu
hefur verið eitt það fallegasta sem
ég hef fengið að fylgjast með og
þegar þið áttuð 60 ára brúðkaups-
afmæli spurði ég hvernig hjón-
bandið væri eftir allan þennan
tíma og þú svaraðir svo einlæg-
lega: „Veistu, það verður bara
alltaf betra og betra. Við höfum
bara svo gaman af vitleysunni
hvort í öðru.“ Það er einmitt þetta
fallega viðhorf til lífsins sem ein-
kenndi þig. Þín létta lund og
tryggi faðmur er eitthvað sem við
munum alltaf muna eftir og geta
leitað til í huganum þegar þörfin
kallar.
Með djúpu þakklæti fyrir
hlýjuna, húmorinn og fyrir allt
sem þú kenndir mér kveð ég þig
að sinni.
Þín ávallt elskandi,
Thelma.
Í dag kveðjum við elsku Óla
með söknuði eftir löng og ströng
veikindi til fjölda ára en alltaf var
hann svo jákvæður. Elsku Bára
frænka stóð eins og klettur við
hlið hans í öllum hans veikindum.
Við áttum margar yndislegar
stundir saman, dætur okkar léku
sér saman frá því þær muna eftir
sér. Við áttum alltaf heima hlið við
hlið, fyrst á Freyjugötunni svo á
Víðigrund og núna á Fornósi.
Aldrei hefur borið skugga á okkar
ríflega 60 ára samfylgd og vin-
semd. Til þess er dásamlegt að
hugsa og fyrir það vil ég þakka
þeim.
Elsku Bára mín og fjölskylda,
ég bið Guð að vera með ykkur í
sorginni. Nú erum við orðnar
tvær hlið við hlið á Fornósi og
hittumst daglega eins og við höf-
um alltaf gert.
Elsku Óli minn, ég kveð þig
með söknuði, elsku vinur, blessuð
sé minning þín, en hún lifir. Guð
blessi ykkur öll.
Erla Gígja Þorvaldsdóttir.
Einn af þeim sem sá er þetta
ritar átti hvað lengsta samleið
með í starfi hjá Kaupfélagi Skag-
firðinga, í hálfan fimmta áratug,
Ólafur Axel Jónsson, verður
kvaddur hinstu kveðju frá kirkj-
unni á Sauðárkróki laugardaginn
3. nóvember. Það er nú svo, að
vinnustaður hvers og eins verður
að meira og minna leyti eins og
annað heimili og vinnufélagarnir,
sumir hverjir að minnsta kosti,
nánast eins og önnur fjölskylda
manns. Ólafur Axel var einn af
þeim sem hvað best var að eiga
samstarf og félagsskap við. Hann
var einstakt ljúfmenni í öllu við-
móti og viðkynningu og aldrei
heyrði ég að honum færi
styggðaryrði um munn. Einnig
var hann orðlagður fyrir snyrti-
mennsku og velvirkni við hvað-
eina sem hann lagði hönd að.
Ólafur Axel sinnti ýmsum
störfum á sinni starfsævi, m.a.
mun hann hafa stundað sjó um
tíma á sínum yngri árum og alla
tíð var áhugi hans á því sviði mikill
þótt það ætti ekki fyrir honum að
liggja að gera sjósókn að aðal-
ævistarfi. Um hríð átti hann í fé-
lagi við aðra trillu, líklega fleiri en
eina, og hafði mikla ánægju af því
að róa til fiskjar og einnig þótt til-
gangurinn væri aðallega skemmt-
un, sem átti reyndar við þegar
hann komst á seinni helming æv-
innar. Í mínu minni er sérlega eft-
irminnileg dagstund sem við átt-
um saman á mínum báti er við
dunduðum okkur við það að sigla
innanfjarðar á Skagafirði, njóta
góðs veðurs og renna kannski
öngli af stöng öðru hvoru með von
um fáeina fiska. Ég man hýru-
brosið á nánast öllu andliti hans
þegar við stóðum við borðstokk-
inn með veiðistangirnar í blíðunni
og spjölluðum um allt og ekkert
og vorum aðallega að njóta útiver-
unnar og sjávarloftsins. Held og
veit reyndar að svona stunda naut
hann út í æsar.
Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga
kom hann víða við, stundaði m.a.
akstur og afgreiðslustörf ásamt
ýmsu fleiru sem til féll.
Þau hjónin voru einstaklega
samhent og samrýnd og sam-
eiginlegt áhugamál þeirra var að
dunda í lóðinni sinni, þar sem
þeim tókst að rækta fallegan garð,
þrátt fyrir að mörgu leyti óblíð
ytri skilyrði. Natni þeirra og
snyrtimennska var orðlögð og ár-
angurinn eftir því.
Síðustu árin hafa verið Ólafi
erfið heilsufarslega, en alltaf bar
hann sig vel og ekki varð maður
var við að hann kvartaði, síður en
svo.
Að leiðarlokum vil ég, sem
þetta skrifa, þakka Ólafi Axel
samfylgd og vináttu í meira en
hálfa öld. Eiginkonu hans, dætr-
um og öðru skylduliði votta ég
innilega samúð.
Guðbrandur Þ.
Guðbrandsson.
Elsku besta
mamma mín, ég
hefði ekki getað
fengið betri mömmu en þig, mikið
sem ég mun sakna þín. Alltaf hef-
ur þú verið til staðar, þú alltaf svo
hjálpsöm og dugleg. Prjóna- og
heklstundirnar voru dásamlegar.
Ég man svo vel þegar ég var í
grunnskóla og þú hjálpaðir mér
að hekla kjól á dúkkuna mína og
nú í sumar hekluðum við saman
kjól á barnabarnið mitt. Alla þína
ævi vorum við að hjálpast að við
svo margt og áttum fallegar og
Kristjana Helga
Guðmundsdóttir
✝ KristjanaHelga Guð-
mundsdóttir fædd-
ist 5. febrúar 1937.
Hún lést 3. október
2018. Útför Krist-
jönu Helgu fór
fram 29. október
2018.
góðar stundir
saman.
Þú elskaðir fólkið
þitt og við öll elskum
þig, elsku mamma
mín. Það var svo
gott að hafa þig í
kringum okkur, þú
varst alltaf svo ljúf
og hafðir svo góða
nærveru. Þú varst
líka svo góður gest-
gjafi, öll matarboðin
þín og pönnukökuboðin.
Við ferðuðumst líka mikið sam-
an, bæði innanlands og utan. Ég
segi oft frá ferðinni okkar norður
til Akureyrar, ég, þú og Elín syst-
ir, A-hýsið í eftirdragi, þér fannst
ég svo flink að bakka með það.
Þegar við vorum að fara heim
sagðir þú „ég vil ekki fara heim
það er svo gaman“. Þú vildir fara
vestur á þínar heimaslóðir. Ég
brosi því þetta var eins og þegar
ég var lítil, þá fór fjölskyldan í
ferðalag norður svo þegar við vor-
um að fara heim, beygði pabbi vit-
laust, mikið sem við vorum glaðar
allar fimm systurnar. Það var
alltaf svo gaman að fara vestur og
nú varst þú, elsku mamma, glöð,
við fórum vestur og það var svo
gaman hjá okkur. Við fórum með
bát yfir á Hesteyri, þangað var
gaman að koma, svo fórum við til
Súganda og okkur var boðið í
hjónabandssælu í ömmu og afa
húsi.
Við ferðuðumst líka til útlanda
saman, bæði tvær og með Árna og
krökkunum. Ferðin sem við fór-
um með Norrænu og heimsóttum
Birnu í Danmörku, Jönu í Svíþjóð
og Elínu í Noregi. Í þeirri ferð
veiktist þú og það kom seinna í
ljós að það var hjartað þitt. En þú
harkaðir þetta af þér og brostir
bara og sagðir „það er allt í lagi
með mig“. Þú barst þig alltaf svo
vel þrátt fyrir að vera móð og
þreytt. Þú fórst bara hægt og
sagðir „haldið áfram, ég kem“.
Þú varst dásamleg, alltaf
varstu til í að koma með og vera
með okkur. Elsku mamma, þegar
við fórum til Boston til Gumma,
Möggu, Hrafnkels Árna og Daní-
el Sölva sem var þá rétt mánaðar
gamall, þú varst eftir sem au pair
í heilan mánuð á snudduvaktinni
og kenndir Möggu að baka lumm-
ur sem eru í miklu uppáhaldi hjá
strákunum. Þú rifjaðir þennan
tíma oft upp því þú hélst að þú
ættir aldrei eftir að fara til
Bandaríkjanna, svo var ekki, þú
fórst svo líka með okkur til Or-
lando, dásamlegur tími og góðar
minningar.
Síðasta utanlandsferðin okkar
saman var svo til Spánar, þig
langaði svo mikið að skoða húsið
okkar Árna og sjá hvernig færi
um okkur. Mikið er ég glöð í
hjarta mínu að hafa átt þessar
góðu minningar með þér, elsku
mamma mín. Á Spáni áttum við
góðar stundir, ég finn að þú ert
hér hjá mér er ég sit í stólnum
sem þú sast í og prjónaðir.
Elsku mamma, takk fyrir allt,
takk fyrir hvað þú varst alltaf góð
við mig, manninn minn, börnin
mín og barnabörn. Alltaf varst þú
með opinn faðm fyrir okkur. Þín
verður sárt saknað.
Farðu í friði, við elskum þig.
Ása og Árni.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjón-
armenn minningargreina vita.
Minningargreinar