Morgunblaðið - 05.11.2018, Qupperneq 31
Guðmundur Einarsson
Gerður
Guðmundsdóttir
hjúkrunar-
fræðingur í Rvík
Sigurvin Sigur-
geirsson rafvirki á
Landspítalanum
Hermann
Þórðarson b.
Glitsstöðum
Borgarfirði
og síðar
ennari í Rvík
á
í
k
Unnur
Hermanns-
dóttir
húsfreyja á
Hjalla í Kjós
Kristín Hermanns-
dóttir veðurfr. og
forstm. Náttúru-
stofu Suðaustur-
lands á Höfn
Högni Hansson fv. umhverfisstjóri
í Landskrona í Svíþjóð
Hermann Hansson, fv.
kaupfélagsstjóri á Höfn
í Hornaf.
Sigríður Einars-
dóttir uppeldis-
g menntunarfr.o
Lára Jóhanna
Jónsdóttir
leikkona
Petrína Ólöf
Guðmundsdóttir
húsmóðir í
Reykjavík
Ágústa Þorbergsdóttir
deildarstjóri á
Árnastofnun
Helgi Þorbergsson
dósent í tölvunarfræði
við HÍ
Lára Pálsdóttir
húsfreyja í Kópavogi
Guðrún
igurðar-
dóttir
húsfr. á
Kví-
kerjum
S
s
rúður
Ara-
dóttir
úsfr. á
Kví-
kerjum
Þ
h
s
Hálfdán
Björns-
son
fræði-
maður
og bóndi
á Kví-
skerjum
Páll Sigurðsson
bóndi á Skálafelli í Suðursveit
Helga Sigurðardóttir
húsfreyja í Hestgerði
Sigurður Gíslason
Bóndi í Hestgerði í Suðursveit
Sigríður
Pálsdóttir
húsfreyja í
Kópavogi
Ólafur
Guðmundsson
fóðurfræðingur
á RALA
Sigríður
Ólafsdóttir
sviðsstjóri
hjá Eflingu
Ásdís Pálsdóttir
úsfreyja í Kópavogih
Sigurður Hákonarson
danskennari
Sigríður Jónsdóttir
húsfreyja í Svínafelli
Pálína Magnúsdóttir
húsfreyja á Skálafelli
Lárus „hómópati“
PálssonGuðrún Lárusdóttir
úsfr. á Vífilsstöðumh
Guðrún P. Helgadóttir
skólastjóri Kvennaskólans
Páll Óskar Lárusson trésmiður í RvíkLárus Pálson leikari
Magnús Pálsson
bóndi í Svínafelli í Öræfum
LárusMagnússon
bóndi í Svínafelli
Magnús Lárusson
bóndi í Svínafelli
Laufey Lárusdóttir
húsfr. í Skaftafelli
Ragnheiður Magnúsdóttir
sauðfjárbóndi í Svínafelli
Anna María Ragnarsdóttir
hótelstjóri í Skaftafelli
Guðrún Hermannsdóttir
húsfr á Harrastöðum og
Glitsstöðum
Þórður Þorsteinsson
bóndi á Harrastöðum í Dölum og Glitsstöðum í Norðurárdal
Ingigerður Þórðardóttir
ljósmóðir í Borgarfirði og á Vatnsleysuströnd
Guðmundur Einarsson
búfræðingur og bóndi í Norður-
árdal og á Vatnsleysuströnd
Guðrún Guðmundsdóttir
húsmóðir í Munaðarnesi
Einar Einarsson
bóndi í Munaðarnesi,
Árneshr. og Saurum í
Laxárdal, Dal.
Úr frændgarði Guðmundar Einarssonar
Einar Guðmundsson
skrifstofum. í Kópavogi
framkvæmdastjóra 1993-1995, skrif-
stofustjóri félags- og heilbrigðismála
hjá Norrænu ráðherranefndinni í
Kaupmannahöfn 1995-1998, ritari
EFTA-ráðsins í Genf og þingmanna-
og vinnumarkaðsnefnda EFTA í
Brussel 1998-2005, deildarstjóri er-
lendra rannsóknastyrkja (ESB og
BNA) hjá Íslenskri erfðagreiningu
2005-2008, yfirmaður skrifstofu fram-
kvæmdastjóra EFTA í Genf 2008-
2014, framkvæmdastjóri samskipta-
sviðs hjá Íslenskri erfðagreiningu
2014-2018.
„Það er hægt að skipta starfsferli
mínum gróflega í fernt: lífeðlisfræði,
pólitík, alþjóðasamstarf og Íslenska
erfðagreiningu, en þar blandaðist líf-
fræði og alþjóðasamstarf. Það var
gaman að vinna hjá EFTA og þá lék
allt lék í lyndi í Evrópu, Íslensk erfða-
greining er afkastamesta erfðavís-
indastofnun í heiminum. Ég kynntist
pólitíkinni frá ólíkum sjónarhornum;
af þingi, af flokkskontór og úr ráðu-
neyti, og hef ennþá lúmskt gaman af
henni.“
Guðmundur hefur sinnt ýmsum fé-
lagsstörfum og hefur einnig fengist
við ritstörf. Hann skrifaði bókina
„Mamma, ég var kosinn“, sem kom út
1992 og var greinaskrif í blöð, og var
einnig með pistla í útvarpi.
„Helstu áhugamál mín eru músík,
fjallgöngur og skíði. Var áður í hesta-
mennsku, átti gæðing sem hét Ríf-
andi gangur með vestfirsku „a“, til
heiðurs Jóni Baldvini.“
Fjölskylda
Eiginkona Guðmundar er Dröfn
Ólafsdóttir, f. 28.11. 1949, leikskóla-
kennari. Foreldrar hennar voru hjón-
in Sigrún Eyþórsdóttir húsmóðir, f.
24.8. 1919, d. 6.9. 2014, og Ólafur
Ólafsson verslunarmaður, f. 23.8.
1916. d. 29.3. 2006.
Börn Guðmundar og Drafnar eru:
1) Ólöf, f. 28.12. 1968, leikskólakenn-
ari, býr í Mosfellsbæ, eiginmaður er
Reynir Þórarinsson viðskiptafræð-
ingur, börn: Dröfn, f: 2006; Guðrún, f:
2007; Þórarinn, f: 2013; 2) Einar, 17.2.
1989, byggingaverkfræðingur, bús. í
Nyon í Sviss, í sambúð með Steph-
anie Keegstra verslunarstjóra.
Systkini Guðmundar eru Sigríður,
f. 18.10. 1950, uppeldis- og mennt-
unarfræðingur, bús. í Reykjavík;
Lárus, f. 22.8. 1954, eðlisefnafræð-
ingur, bús. í Stokkhólmi.
Foreldrar Guðmundar voru hjónin
Lára Pálsdóttir húsmóðir, f. 14.9.
1916, d: 29.11. 2003, og Einar Guð-
mundsson skrifstofumaður, f. 13.6.
1915, d: 25.5. 1999.
ÍSLENDINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018
Steinn Rúnar Bjarnason fæddist5. nóvember 1931 í Reykjavík.Foreldrar hans voru Anna
Guðsteinsdóttir húsfreyja, f. 1904, d.
2000, og Bjarni Eggertsson lög-
regluþjónn, f. 1899, d. 1961. Föður-
foreldrar Rúnars voru hjónin Eggert
Benediktsson, bóndi, hreppstjóri og
alþingismaður í Laugardælum í
Flóa, Árn., og Guðrún Sólveig
Bjarnadóttir. Móðurforeldrar Rún-
ars voru hjónin Guðsteinn Jónsson,
afgreiðslumaður í Reykjavík, og
Steinunn Erlendsdóttir.
Rúnar lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1951
og civ. ing.-prófi í efnaverkfræði frá
Kungliga tekniska högskolan (KTH)
í Stokkhólmi 1955. Rúnar stundaði
framhaldsnám við KTH og Karol-
inska í öryggismálum og umhverfis-
vernd 1962-63 og framhaldsnám við
háskólann í Karlstad í Svíþjóð 1991.
Rúnar var aðstoðarkennari við
KTH 1954-55 og stundaði rannsóknir
við Svenska atomkommitéen 1955.
Hann var verkfræðingur hjá
Áburðarverksmiðjunni 1955-66 og
slökkviliðsstjóri og framkvæmda-
stjóri almannavarna í Reykjavík
1966-91. Í tíð Rúnars sem slökkvi-
liðsstjóra má segja að starfsemi liðs-
ins hafi tekið stakkaskiptum. Var
stóraukin áhersla lögð á öryggi
starfsmanna á vettvangi og sendi
hann menn sína á námskeið og jók
þannig stórlega þekkingu liðsins á
margvíslegum sviðum.
Rúnar var formaður Félags ís-
lenskra stúdenta í Stokkhólmi 1954-
55 og EVFÍ 1964-65. Hann var vara-
formaður HSÍ 1957-72, sat í stjórn
Stúdentafélags Reykjavíkur 1965-66
og settist í stjórn Félags slökkviliðs-
stjóra 1990. Þá var hann í byggingar-
og almannavarnanefndum Reykja-
víkur og nágrannabyggða 1966-91 og
í stjórn Brunamálastofnunar 1969-
82.
Kona Rúnars var Guðlaug Guð-
mundsdóttir, f. 1936, d. 2011. Börn
þeirra eru Anna Gulla fatahönnuður
og Gylfi véltæknifræðingur.
Rúnar lést 31. maí 2012.
Merkir Íslendingar
Rúnar
Bjarnason
103 ára
Unnur Sveinsdóttir
90 ára
Margrét Stefánsdóttir
Sigríður Aðalsteinsdóttir
85 ára
Bolli Davíðsson
Eyjólfur Jónas Sigurðsson
Gunnar M. Kristmundsson
Ragna Einarsdóttir
80 ára
Andrés E. Bertelsson
Auður Karlsdóttir
Ásta Ástvaldsdóttir
Katrín Ólafsdóttir
Kristín Ólöf Björgvinsdóttir
Marta Magnúsdóttir
Rún Pétursdóttir
75 ára
Edward Magni Scott
Fanney Ingvarsdóttir
Guðrún Sigríður Spurrier
Hinrik Sigurðsson
Lárus Ágústsson
Sigurður Hjálmarsson
Þorgerður Ingólfsdóttir
Össur Kristinsson
70 ára
Árni Ásgeirsson
Guðmundur Einarsson
Guðrún Hadda Jónsdóttir
Hrefna Sóley Kjartansdóttir
Klara Hilmarsdóttir
Rúnar Grímsson
Sherry Gail Olsen
Sveinn Þorgrímsson
60 ára
Anna Gunnbjörnsdóttir
Elínrós Eiríksdóttir
Guðgeir Jónsson
Gunnar Magnússon
Ingvar Guðmundsson
Kristín Guðmundsdóttir
María Margrét Hallgrímsd.
Matthildur Pálsdóttir
Pétur Ármann Jónsson
Ragnar Anton Sigurðsson
Rósa Jónsdóttir
Soffía Vagnsdóttir
Steinunn Stefánsdóttir
Þórdís Hrönn Þorgilsdóttir
50 ára
Borghildur Guðmundsd.
Bryndís Steinarsdóttir
Carmen Mihaela Pal
Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir
Helgi R. Sigursveinsson
Ingólfur Kristinn Guðnason
Sesselja Magnúsdóttir
40 ára
Agnieszka Izabela Kula
Alda Björk Guðmundsdóttir
Arnar Bjarki Árnason
Árni Hilmar Birgisson
Bergljót Steinsdóttir
Elín Elísabet Ragnarsdóttir
Georgios Kouknakos
Heiða Hrund Jack
Maciej M. Wnetrzak
Magdalena M. Piecek
Ólafur Freyr Guðmundsson
Piotr L. Dolina-Sokolowski
Sigríður Elva Vilhjálmsd.
Sonja Dís Tómasdóttir
30 ára
Afonso P. E P. B. Guimaraes
Alex Tan Kimsson
Árni Freyr Pálsson
Birna Ýr Sigurðardóttir
Daði Magnússon
Gunnarr Baldursson
Írunn Viðarsdóttir
Javier Mercado Alvarado
Michal Marek Walkowski
Til hamingju með daginn
30 ára Árni er Selfyss-
ingur, er rafvirki að mennt
og er stöðvarvörður hjá
Landsvirkjun á Þjórsár-
svæði.
Systkini: Svandís Bára, f.
1979, Þórarinn, f. 1983,
og Valgerður, f. 1985.
Foreldrar: Páll Þórarins-
son, f. 1954, vörubílstjóri
hjá Borgarverki, og Sólrún
Stefánsdóttir, f. 1960,
matráður hjá Fjölbrauta-
skóla Suðurlands. Þau
eru bús. á Selfossi.
Árni Freyr
Pálsson
40 ára Elín er Bolvíkingur
og er grunnskólakennari í
Grunnskóla Bolungar-
víkur.
Maki: Ásgrímur Smári
Þorsteinsson, f. 1974,
kokkur á Kleifabergi.
Börn: Bríet María, f.
2007, Valgerður Karen, f.
2011, og Steinar Gauti, f.
2015.
Foreldrar: Ragnar Jak-
obsson, f. 1931, d. 2015,
og Sjöfn Guðmundsdóttir,
f. 1937, d. 2012.
Elín Elísabet
Ragnarsdóttir
40 ára Ólafur er Breið-
hyltingur en býr í Hafnar-
firði. Hann er rafvirki að
mennt og vinnur hjá
Áltaki.
Maki: Kristjana Björg
Arnbjörnsdóttir, f. 1978,
vinnur hjá Borgun.
Börn: Daníel Freyr, f.
2000, og Kristófer Kári, f.
2007.
Foreldrar: Guðmundur
Ólafsson, f. 1959, og Þór-
dís Hannesdóttir, f. 1959.
Þau eru bús. í Kópavogi.
Ólafur Freyr
Guðmundsson
Það er alveg ljóst að vasa- og höfuðljósin frá Fenix
standast ströngustu kröfur útivistarfólks um gæði,
endingu og styrkleika. Þau gera þér kleift að sjá
lengra og létta þér leit við krefjandi aðstæður.
Ljósstyrkur: 3200 lumens
Drægni: 408 m
Lengd: 266,2 mm
Þvermál: 28,6 mm
Þyngd: 365 g (fyrir utan rafhlöður)
Vatnshelt: IP68
Fenix UC35 V2
Létt og sterklegt vasaljós með 1000 lúmena
hámarksljósstyrkleika og allt að 266 m drægni.
Sannkallað ofurvasaljós hannað með öryggis-
og löggæslu í huga. 3200 lúmena ljósgeisli,
yfir 400 metra drægni og góð rafhlöðuending.
Vasaljósið er einnig útbúið fjölnota afturljósi
með fjórum stillingum, m.a. rauðu ljósi til
merkjasendinga.
FENIX HL60R
Lipurt og létt höfuðljós með góða rafhlöðu-
endingu. Ljósgeislinn getur náð allt að 950
lúmenum og allt að 116 m drægni.
SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS
Fenix TK47UE
Hægt að hlaða
um USB snúru.
Hægt að hlaða
um USB snúru.