Morgunblaðið - 05.11.2018, Qupperneq 33
DÆGRADVÖL 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Tilraunir þínar til sköpunar gætu
borið stórkostlegan ávöxt. Efastu um allt
sem þú heyrir, líka röddina innra með þér
sem segir þig eiga í vanda.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú vilt brjóta öll mál til mergjar og
það tekur óneitanlega sinn tíma. Þú gefur
ekki þumlung eftir í deilu við börnin, enda
dettur allt í dúnalogn eftir smástund.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Veltirðu vöngum yfir sömu
spurningunni aftur og aftur? Verður allt í
lagi eftir breytingar? Nú er rétti tíminn til
að ræða tilfinningar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Gerðu langtímafjárhagsáætlanir
fyrir heimili og fjölskyldu í dag. Leggðu
niður varnir og einhver mun koma þér til
hjálpar. Þú færð skemmtilegar fréttir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú setur markið hátt á hverjum degi.
Þú tekur nýja samstarfsmanninn undir
þinn verndarvæng kennir honum allt sem
þú kannt og færð mikið þakklæti fyrir.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú vekur aðdáun annarra þessa
dagana án þess að þurfa að leggja nokkuð
sérstakt á þig til þess. Sláðu á þráðinn til
vinar.
23. sept. - 22. okt.
Vog Leggðu þig fram um að ná jafnvægi í
lífi þínu. Stutt ástarævintýri er í kort-
unum. Þú leggur allt kapp á að halda góð-
um tengslum við ættingja.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Vertu fyrst og fremst sönn/
sannur í samskiptum þínum við aðra og
gættu þess að lofa ekki upp í ermina á
þér. Þú freistast til að kaupa hlut sem þú
hefur ekki efni á.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Láttu ekki fagurgala annarra
villa þér sýn. Þú kaupir þér stundum frið
heima fyrir, ekki hafa samviskubit yfir því.
Nágrannar halda fyrir þér vöku.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú hefur komið þér vel fyrir og
mátt þess vegna gefa þér tíma til að njóta
ávaxtanna af erfiði þínu. Farðu varlega í
umferðinni.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Taktu þér smáhvíld frá daglega
amstrinu, farðu í göngutúr eða í bíó. Ekki
eru allir á sama máli og þú hvað uppeldið
varðar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Reyndu að skipuleggja þig betur
og þá ekki síður starfsumhverfi þitt. Ást-
vinir gleðja þig og koma þér rækilega á
óvart.
Jólastuð! Í verslunum Krónunnarer jólabland og piparkökur
komnar í framlínu, klementínurnar á
sínum stað og þar fæst líka Mack-
intosh í stórum dunkum. Þetta er
gott mál og Víkverji er því raunar
fylgjandi að jólaundirbúningur hefj-
ist sem fyrst. Ekki veitir af, nú þegar
kolsvart vetrarmyrkrið hellist yfir
og dagurinn styttist í báða enda. Við
þurfum meira sólskin og vítamín!
x x x
Veisla! Salatbarinn í Faxafeni ergóður veitingastaður sem Vík-
verji sækir reglulega. 2.200 kr. fyrir
lystugan mat af hlaðborði, staðurinn
er bjartur og rúmgóður og stemn-
ingin þægileg; hvorki hávaði né
braslykt í loftinu. Og sjaldan bregst
að þar hitti maður hitti kunnuglegt
fólk sem gaman er að rabba við. Að
þessu sinni var á svæðinu hópur
Akureyringa, kórfélagar sem komn-
ir voru suður til þess að syngja.
x x x
Aldnir gera uppreisn! Víkverji vará ferðinni í Grafarvogi á laugar-
dagskvöld þegar sendibíl frá Dom-
inos var ekið greiðlega úr hlaði við
hjúkrunarheimilið Eir. Af þessu má
ætla að gamla fólkið sé komið með
nóg af bragðlausum mat og súpusulli
og splæsi í pizzu á laugardagskvöldi.
Skárra væri það nú því flatbökur eru
fyrir alla, unga jafnt sem aldraða!
x x x
Útvarpið! Á sunnudagsmorgni erfínt að taka einn rúnt um bæinn.
Hlusta á messuna, sem í gær var út-
varpað úr Víðistaðakirkju í Hafnar-
firði. Minnst var látinna og beðið fyr-
ir sjúkum og sorgmæddunm.
Hlustendur leggja sig kannski ekki
eftir hverju orði guðsþjónustunnar
en boðskapurinn er góður og sitt-
hvað síast inn sem gerir okkur von-
andi að heldur betri manneskjum.
x x x
Lestur! Sumir vina Víkverja hváþegar hann segist fara reglulega
á bókasafnið. Sumir segja að safnið
sé hreinlega úreltur staður. Nei,
ekki aldeilis; jólabækurnar eru
komnar og á borði Víkverja er saga
Harðar Torfasonar af byltingu og
búsáhöldum. vikverji@mbl.is
Víkverji
Finnið og sjáið að Drottinn er góður,
sæll er sá maður sem leitar hælis hjá
honum.
(Sálm: 34.9)
Mér barst í hendur skemmti-leg ljóðabók „Stefjahnoð. –
Ferskeytlur og aðrir skálda-
þankar“ eftir Pétur Stefánsson og
kom út árið 2009. Bókin er gefin
út af Aðstandendafélaginu Eirð til
styrktar Búsetu- og stuðnings-
þjónustu fyrir geðfatlaða. Ég get
ekki stillt mig um að taka upp úr
formála sem Björn Ingólfsson
skrifar. Þar segir hann að höf-
undurinn hafi skipað sér í flokk
þeirra alþýðuskálda sem leggja
rækt við vísuna. Lífseiglu hennar
lýsir hann svona:
Stika um heiminn stormar kaldir
með stríð og böl í hverju spori.
En vísan lifir ár og aldir
eins og blóm á góðu vori.
Pétri er lagið að koma auga á
það sem skoplegt er, jafnvel í því
sem í eðli sínu er alls ekkert
fyndið eða skemmtilegt:
Falsið geislar frá ’onum,
á flesta vill hann snúa.
Aldrei stendur á ’onum
ef hann þarf að ljúga.
Að lokum segir Björn að Pétur
skopist mest og best að sjálfum
sér:
Margsinnis á yngri árum
ég upp í fang á konum skreið.
En þegar ég fór að fara úr hárum
og fitna, hurfu þær sína leið.
Pétur veit hvað bíður hans fyrir
handan:
Ég hef lifað ljúft og vel
í ljóða- og rímnastuði.
– Hef ég fagurt hugarþel,
og á að geta, að ég tel
eftir dauðann fengið vist hjá Guði.
Þessi staka ber yfirskriftina
„Gömul kona á skemmtistað“:
Gömul kona frjáls og frí,
frek á gleðiatið,
gerir leit að lykli í
lífsins skráargatið.
Hér yrkir Pétur um veðurfarið,
– hringhent eins og vera ber:
Oft ég streða, ei til neins,
og yrki gleðispar.
Mitt er geðið alveg eins
og íslenskt veðurfar.
Og Pétur er „frjáls“:
Ég hef aldrei þurft að þjást,
því er ég ætíð feginn.
Frjáls og laus við aura ást
arka ég gæfuveginn.
„Svik í pólitík:
Hvar sem bjóðast völd og veraldar-
auður,
vatn í munninn svikahrappur fær.
Ég sem hélt að Júdas væri dauður
og jarðaður í Austurlöndum nær.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Góðir skáldaþankar
„HANN HEFUR VERIÐ AÐ HITTA ANNAN
RÁÐGJAFA.”
„EKKI MINNAST Á ÞETTA ÞEGAR VIÐ
KOMUM HEIM.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar þú átt nú þegar
einstakt listaverk.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
„KÆRA SPURÐU HUNDINN” … „HVAÐ NÁKVÆMLEGA
ER NAUTGRIPAAFURÐ?
HEIMURINN MUN LÍKLEGA
ALDREI KOMAST AÐ ÞVÍ
‘ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ EKKI ÓHÆTT
AÐ GEYMA SVONA MIKIÐ FÉ
UNDIR DÝNUNNI!
ERTU HRÆDD UM AÐ
EINHVER FINNI ÞAÐ?
NEI, ÉG ÓTTAST
AÐ DETTA FRAM ÚR
Í SVEFNI!
HJÓNABANDS-
RÁÐGJÖF