Morgunblaðið - 05.11.2018, Qupperneq 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Fyrir stuttu kom út ljóðabók Dags
Hjartarsonar sem hann nefnir Því
miður og vitnar þar í setningu sem
hljómar flestum setningum oftar
(kemur kannski næst „hvar ertu“):
„Því miður eru allir þjónustu-
fulltrúar okkar uppteknir …“ og svo
framvegis.
Dagur sendi frá sér fyrstu ljóða-
bókina, Þar sem vindarnir hvílast,
2012 og hreppti fyrir Bókmennta-
verðlaun Tómasar Guðmundssonar.
Skáldsaga hans, Síðasta ástarjátn-
ingin, sem kom út 2016, var tilnefnd
til Bókmenntaverðlauna Evrópu-
sambandsins. Síðasta bók hans fram
að Því miður var ljóðabókin Heila-
skurðaðgerðin, sem kom út á síðasta
ári og fékk góða dóma.
Dagur segir að hugmyndin að
bókinni hafi kviknað þegar hann var
einu sinni sem oftar að hringja í
fyrirtæki og panta sér mat og fékk
þá meldingu að því miður væru allir
þjónustufulltrúar uppteknir.
„Á því andartaki kom hugmyndin
til mín og öll bókin. Það opnaðist leið
inn í einhverjar pælingar sem hafa
kraumað undir niðri hjá mér í dálít-
inn tíma. Pælingar til dæmis um
hvernig fyrirtæki og markaðsöfl eru
alltaf að sækja af meiri grimmd inn á
þetta persónulega svið, hvernig
fyrirtæki eru að reyna að verða að
manneskjum á samfélagsmiðlum og
í símsvörun.
Svo fór ég líka að hugsa um fólkið,
um samfélagið sem býr til þennan
veruleika og þjónustufulltrúana sem
eru uppteknir og okkur sem erum
líka þjónustufulltrúar þessara fyrir-
tækja í raun og veru. Þetta varð
þannig allt mjög órætt, sem ég næ
kannski ekki utan um, en í þessari
yrðingu, sem eru þjónustufulltrúar
okkar, fannst mér felast einhver leið
inn í þessar pælingar.“
– Þegar maður hringir í fyrirtæki
mætir manni oft viðmót sem er jafn-
vel smeðjulegt.
„Já, þú færð betri viðtökur en
þegar þú hringir í vini þína.
Svo er það hitt sem fylgir stund-
um í kjölfarið að símtölin kunni að
vera hljóðrituð, þessar kafkaísku
óbeinu hótanir.
Við erum komin inn í þessa amer-
ísku kurteisi, eða hvað sem við vilj-
um kalla það, kapítalisminn fletur
allt út. Ef við förum út fyrir þetta
sjáum við hvernig kapítalisminn flet-
ur út tungumálið, til dæmis þegar
maður gat keypt sér frelsi á símana.
Svo var ég að horfa á sjónvarps-
þátt um daginn þar sem verið var að
tala um áhrifavalda á samfélags-
miðlum. Hér áður fyrr voru áhrifa-
valdar þeir sem hvöttu fólk til að
hugsa hlutina upp á nýtt eða gera
eitthvað annað en núna eru áhrifa-
valdar þeir sem hvetja til fullkomins
aðgerðaleysis, í raun og veru tæki til
að spenna upp munninn á fólki og
láta það gleypa við öllu. Í þessum
þætti um markaðssetningu meðal
áhrifavalda var kona sem starfar hjá
fyrirtæki sem sérhæfir sig í þessu og
hún sagði að áhrifavaldar þyrftu að
hafa fullkomið listrænt frelsi í mark-
aðssetningu,“ segir Dagur og hlær
að þversögninni.
„Listamenn verða að veita stöðugt
viðnám til að halda tungumálinu lif-
andi og berjast gegn þessari vana-
notkun á frösum sem fletur allt út.
Ég er menntaskólakennari og ef ég
myndi spyrja nemendur mína,
kannski ég geri það á eftir, hvað orð-
ið áhrifavaldur þýðir og hvort þau
viti að einhvern tímann hafi þetta
orð verið notað yfir Mozart eða Hall-
dór Laxness myndi það koma þeim á
óvart. Ég held að sú vitneskja sé
eiginlega að hverfa úr tungumálinu.“
– Tunglið gefur bókina út, hvað
kom til að þetta varð Tunglbók?
„Tunglið gefur hana út en hún er
samt ekki gefin út í 69 eintökum,
hún er fyrir utan Tunglbókaseríuna.
Ég vildi í raun og veru hafa, eins og
áhrifavaldar, fullkomið listrænt
frelsi. Það var samt enginn ágrein-
ingur, ég gef út mínar bækur hjá
Forlaginu, er með skáldsöguhandrit
sem Forlagið gefur út á næsta ári og
bar þessa bók ekki einu sinni undir
þau þar.
Mér fannst orkan í þessari bók
bara vera á einhverjum Tunglkvarða
og vildi gera hana nákvæmlega eins
og ég vildi gera hana. Svo finnst mér
líka gaman að gefa út bækur og ég
held að ég verði kannski á nokkurra
ára fresti að gefa út bók sem ég geri
alveg sjálfur.“
Morgunblaðið/Hari
Frelsi Degi Hjartarsyni finnst gaman að gefa út bækur og finnst hann verða
að gefa út bækur sem hann gerir alveg sjálfur á nokkurra ára fresti.
Kapítalisminn
fletur út
tungumálið
Í ljóðabókinni Því miður veltir Dag-
ur Hjartarson því fyrir sér af hverju
allir þjónustufulltrúar séu uppteknir
The Guilty
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 82/100
IMDb 7,9/10
Bíó Paradís 18.00, 22.00
Cold War
Metacritic 90/100
IMDb 7,9/10
Bíó Paradís 18.00, 20.00
Mæri
Metacritic 78/100
IMDb 7,2/10
Bíó Paradís 20.00
Mandy
Metacritic 81/100
IMDb 6,8/10
Bíó Paradís 22.00
Kler
IMDb 7,8/10
Bíó Paradís 17.30
Blindspotting
Metacritic 76/100
IMDb 7,6/10
Bíó Paradís 20.00, 22.00
Hunter Killer 12
Metacritic 39/100
IMDb 6,6/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.40
Sambíóin Kringlunni 22.10
Sambíóin Akureyri 22.20
Bohemian
Rhapsody 12
Laugarásbíó 17.00, 19.50,
22.30
Sambíóin Álfabakka 16.30,
16.45, 19.15, 19.30, 21.55,
22.20
Sambíóin Egilshöll 17.00,
20.00, 22.30
Sambíóin Keflavík 19.10,
22.00
Smárabíó 15.50, 16.20,
19.00, 19.30, 22.00, 22.30
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 17.00,
19.30, 21.40
Lof mér að falla 14
Morgunblaðið bbbbn
IMDb 8,8/10
Smárabíó 19.40
Bad Times at the El
Royale 16
Metacritic 60/100
IMDb 7,5/10
Smárabíó 22.40
Háskólabíó 20.30
Undir halastjörnu 16
Morgunblaðið bbbmn
IMDb 6,8/10
Háskólabíó 18.20, 20.50
First Man 12
Myndin er byggð á ævisögu
James Hansen; First Man: A
Life Of Neil A. Armstrong, og
segir söguna af fyrstu ferð-
inni til tunglsins, með sér-
stakri áherslu á geimfarann
Neil Armstrong.
Metacritic 84/100
IMDb 7,7/10
Sambíóin Kringlunni 19.00
Venom 16
Morgunblaðið bbnnn
Metacritic 35/100
IMDb 7,0/10
Smárabíó 17.30, 20.00,
22.40
Borgarbíó Akureyri 17.30
Night School 12
Metacritic 43/100
IMDb 5,5/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Mamma Mia! Here
We Go Again Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 60/100
IMDb 7,1/10
Laugarásbíó 17.30
The Nutcracker and
the Four Realms
Sambíóin Álfabakka 17.50
Sambíóin Egilshöll 17.40
Sambíóin Kringlunni 17.50,
20.00, 21.50
Sambíóin Akureyri 17.20,
19.30
Sambíóin Keflavík 19.30
Háskólabíó 17.50, 20.40
Smáfótur Snjómaðurinn Migo segir
sögur af kynnum sínum af
áður óþekktri goðsagna-
kenndri dýrategund, mann-
inum Percy. Metacritic 60/
100
IMDb 6,8/10
Sambíóin Álfabakka 17.50
Sambíóin Kringlunni 16.45
Sambíóin Akureyri 17.20
Grami göldrótti
IMDb 5,5/10
Smárabíó 15.10, 17.20
The House with a
Clock in Its Walls
Metacritic 57/100
IMDb 6,3/10
Sambíóin Álfabakka 17.30
Laura Strode og Michael Myers hittast enn og
aftur, fjórum áratugum eftir að hún slapp
naumlega frá honum fyrst.
Metacritic 68/100
IMDb 7,5/10
Laugarásbíó 19.50, 22.00
Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.20
Sambíóin Keflavík 21.40
Smárabíó 19.50, 22.20
Borgarbíó Akureyri 22.00
Halloween 16
A Star Is Born 12
Kvikmyndastjarna hjálpar ungri
söngkonu og leikkonu að slá í gegn.
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 88/100
IMDb 8,3/10
Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.30,
22.20
Sambíóin Egilshöll 18.00, 20.00,
21.00
Sambíóin Kringlunni 16.45, 19.30,
22.15
Sambíóin Akureyri 19.30, 21.40
Johnny English
Strikes Again Leyniþjónustumaðurinn Johnny
English þarf að bjarga heim-
inum rétt eina ferðina.
Metacritic 36/100
IMDb 6,6/10
Laugarásbíó 17.30, 20.00, 22.10
Smárabíó 15.20, 17.30
Háskólabíó 18.10
Borgarbíó Akureyri 20.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio