Morgunblaðið - 05.11.2018, Page 40

Morgunblaðið - 05.11.2018, Page 40
Tríó Chris Speeds heldur tónleika í Mengi í kvöld kl. 21. Speed hefur allt frá tíunda áratugnum verið einn af mikilvægustu spunatónlistar- mönnum New York, að því er segir um tónleikana á Facebook, og hefur tekist á við margs konar verkefni, allt frá djasstónlist yfir í þjóðlaga-, klassíska og rokktónlist. Speed skipar tríóið með trommaranum Dave King og bassaleikaranum Chris Tordini. Tríó Chris Speeds held- ur tónleika í Mengi MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 309. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Þrjú jafntefli litu dagsins ljós í leikj- unum fjórum í 7. umferð Olís- deildar karla í handknattleik sem hófst í gær. Afturelding og FH skildu jöfn á Varmá í æsispennandi leik, Akureyrarliðin KA og Akureyri náðu dramatísku jafntefli á útivöll- um en Stjarnan vann sannfærandi sigur gegn Fram í Garðabænum. » 4-5 Æsispenna í þremur leikjum í Olísdeildinni ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Englandsmeistarar Manchester City slátruðu Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Meistararnir fögnuðu 6:1-sigri og eru einir í efsta sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Chelsea og Liverpool. Chelsea fagnaði 3:1-sigri á móti Crystal Palace á Stamford Bridge í gær en Liverpool gerði 1:1-jafntefli gegn Arsenal í Lundúnum. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði í tapleik með Burnley og Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark í sigri Everton á móti Brighton. »2 Meistararnir fóru á toppinn með stæl Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Fólk virtist kunna að meta þetta og var á tánum. Það var mikið að gera strax þegar við opnuðum um morguninn,“ segir Nikulás Albert Árnason, einn eigenda verslunar- innar Kauptúns á Vopnafirði. Því var fagnað á fimmtudaginn í síðustu viku, 1. nóvember, að 30 ár eru liðin frá því að foreldrar Niku- lásar, þau Árni Róbertsson og Guð- rún Steingrímsdóttir, stofnuðu fyrstu verslun sína í bílskúrnum heima á Skálanesgötu 12. Verslunin sú varð síðar að Kauptúni. Af þessu tilefni var viðskiptavinum boðinn 30% afsláttur af öllum vörum á afmælisdaginn við góðar undirtektir eins og Nikulás lýsti. Nikulás hefur komið að rekstri Kauptúns síðustu fimm árin eftir að hann flutti aftur á æskustöðvarnar. Móðir hans lét af störfum fyrir nokkru vegna heilsubrests. Stein- grímur bróðir hans bættist svo í hópinn fyrir einu og hálfu ári og saman stýra þeir skútunni ásamt pabba sínum – sem einmitt fagnar sextugsafmæli sínu á morgun, 6. nóvember. Auk þeirra starfar versl- unarstjórinn Freyja hjá Kauptúni og nokkrir aðrir. Í upphafi opnuðu þau Guðrún og Árni eins konar heildsölu í bíl- skúrnum heima árið 1988. Árið 1993 opnuðu hjónin Kauptún eins og búð- in er í dag, matvöruverslun þar sem einnig er hægt að fá gjafavöru, leik- föng, búsáhöld og sitthvað fleira eft- ir því sem plássið leyfir. Kauptún keppti þá við kaupfélagið á staðnum og gekk vel, svo vel að árið 1995 flutti verslunin í nýtt og stærra hús- næði. Eftir að kaupfélagið lagði upp laupana flutti Kauptún svo í hús- næði þess árið 2004 og hefur síðan verið eina verslunin í bænum. „Reksturinn gengur bara ágæt- lega. Þetta er auðvitað svolítið hark að reka litla búð í bransa þar sem flest er unnið með stærðinni, öll kjör og flutningar. Stundum er þetta lýjandi en þetta gengur og við ætlum að halda áfram,“ segir Nikulás. Hann kveðst ekki vita betur en Kauptún sé eina matvöruverslunin á Austurlandi sem ekki er rekin undir nafni stórrar verslanakeðju. „Það eru nú heldur ekki margir sjálf- stæðir kaupmenn eftir á landsvísu. Ætli þeir séu ekki innan við tíu.“ Nikulás kveðst telja að framtíðin sé björt á Vopnafirði þrátt fyrir fregnir af uppsögnum hjá HB Granda. „Það er búin að vera upp- sveifla hérna og nóg af fólki. Það hefur meira að segja verið skortur á húsnæði,“ segir hann. Nikulás segir of snemmt að spá því hvort fleiri ættliðir komi inn í rekstur versl- unarinnar. Sjálfur á hann ekki börn en bróðir hans er kominn með fjöl- skyldu. „Börnin hans eru reyndar ung og of snemmt að spá í það. En það er aldrei að vita.“ 30 ára saga Steingrímur, Árni og Nikulás í Kauptúni á Vopnafirði. Verslunin er rekin í húsi gamla kaupfélagsins. Einu sjálfstæðu kaup- mennirnir á Austurlandi  30 ár síðan grunnur var lagður að Kauptúni á Vopnafirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.