Morgunblaðið - 06.11.2018, Page 6

Morgunblaðið - 06.11.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2018 Grafinn lax - Láttu það eftir þér Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Kostur, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin. meðallag áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 77,0 mm og 266,1 mm á Höfn á Hornafirði. Dagar sem úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í október í Reykjavík voru 21, sex fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 12 daga mánaðarins, einum fleiri en í meðalári. Úrkoma á Akur- eyri hefur mælst 510,3 millimetrar fyrstu 10 mánuði ársins, sem er 35% umfram meðallag þar í bæ. 190. Til að sú tala náist í ár þarf úr- koma að mælast meiri en 1 mm 33 sinnum á 61 degi. Alls ekki óhugsandi að mati Trausta. Í nýbirtu yfirliti Veðurstofunnar fyrir októbermánuð kemur fram að úrkoma var víðast hvar yfir meðallagi á landinu öllu. Í Reykjavík mældist úrkoman 113,9 millimetrar sem er rúmlega 30% umfram meðallag ár- anna 1961 til 1990. Á Akureyri mæld- ist úrkoman 75,6 mm, 30% umfram Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Úrkomumagn sem mældist fyrstu 10 mánuði ársins í Reykjavík var tæpir 870 millimetrar, um 70 mm umfram það sem venjulega fellur á heilu ári. Fyrsti snjór vetrarins féll í borginni í fyrrinótt. Ársúrkoma í Reykjavík mældist mest árið 1921, 1.291 millimetrar. Mjög mikið þarf að rigna í nóvember og desember til að það met verði sleg- ið, segir Trausti Jónsson veðurfræð- ingur og telur ólíklegt að metið falli á þessu ári en það geti þó mögulega gerst. Mesta úrkoma í tæp 30 ár Úrkoma hefur ekki mælst meiri 10 fyrstu mánuði ársins í Reykjavík síð- an 1989 eða í nærri 30 ár. Árið 1989 voru 30 ár frá því að úrkoma hafði verið jafnmikil, það var 1959. „Við lítum líka á úrkomudagafjölda og teljum eingöngu þá daga þegar úr- koma hefur mælst 1 millimetri eða meiri. Slíkir dagar voru þann 31. október orðnir 158 á þessu ári og hafa aldrei verið fleiri á sama tíma,“ segir Trausti. Árið 1921 á einnig met í fjölda daga þegar úrkoma er 1 mm eða meiri, eða Morgunblaðið/Hari Fyrsti snjórinn Í gærmorgun klukkan 9 var þriggja sentímetra jafnfallinn snjór á túni Veðurstofunnar. Þetta telst vera fyrsti snjór vetrarins í Reykjavík. Meðaldagsetningin er 6. nóvember, svo þetta er í meðallagi að þessu sinni. Alhvítt fyrst að hausti í Reykjavík var 9. september 1926. Á seinni árum varð fyrst alhvítt 16. desember árið 2000. Rigningin í Reykjavík meiri nú en á heilu ári  Hugsanlegt að úrkomumetið frá árinu 1921 geti fallið Morgunblaðið/Hari Rigning Mjög úrkomusamt hefur verið í höfuðborginni það sem af er ári. Samkvæmt nýrri könnun MMR segist um þriðjungur þjóðarinnar vera ánægður með veðrið á Íslandi í sumar. Þetta er nokkuð minni ánægja en var uppi fyrir ári, þegar um 80% landsmanna sögð- ust ánægð með sumarveðrið 2017. Á hinn bóginn voru 88% sem kváðust ánægð með sumarfríið sitt, sem er svipaður fjöldi og í fyrra þegar 86% sögðust ánægð með sumarfríið sitt. Þegar ánægja með sumarveðrið er skoðuð í könnun MMR eftir landshlutum kemur í ljós að mesta ánægju er að finna á Norðaustur- og Austurlandi, þar sem 82% svar- enda kváðust frekar eða mjög ánægð. Þar á eftir voru íbúar Norðvestur- og Vesturlands (29%), nágrennis Reykjavíkur (22%) og Reykjavíkur (21%). Ánægja var minnst á meðal íbúa Suðurlands, en einungis 14% þeirra tjáðu ánægju með veðrið í sumar. Er litið er til afstöðu gagnvart veðurfari á Íslandi á milli ára má sjá að almenn ánægja hefur ekki verið jafn lítil frá því að mælingar MMR hófust árið 2010. Minnst hafði ánægjan áður mælst í ágúst 2013 þegar um 44% svarenda kváðust hafa verið ánægð með sumarveðrið, sem var 13 prósentu- stigum hærra en í mælingum 2018. Þá vekur athygli að eingöngu 9% sögðust mjög ánægð með veðurfarið í sumar en 33% kváðust mjög óánægð. Aðeins þriðjungur sáttur við veðrið Ánægja með veðrið í sumar eftir landshlutum Hlutfall þeirra sem kváðust frekar eða mjög ánægðir Suðurland Reykjavík og nágrenni Norðvesturland, Vestfirðir og Vesturland Norðaustur- og AusturlandHeimild: mmr.is 14% 21% 29% 82% „Það hefur sýnt sig að gott er að hafa fjöldann á bak við sig til að halda hlutum gangandi,“ segir Garðar. Árni Stefán segir að sameining geti verið liður í því að styrkja þau í kjarabaráttu og verja réttindi félags- manna. Félög með í kringum 5.000 félaga séu þokkalega sterk en með sameiningu verði þau mun öflugri. Þá Helgi Bjarnason helgi@mbl.is SFR og Starfsmannafélag Reykja- víkurborgar eru langstærstu félögin innan BSRB. Verði sameining þeirra samþykkt í atkvæðagreiðslu, sem hefst á hádegi í dag, verða 10.300 félagsmenn innan raða nýja félags- ins, sem er nærri helmingur félags- manna BSRB. Formenn félaganna tala ákveðið fyrir sameiningu en efa- semdaraddir heyrast innan beggja. Þótt SFR – stéttarfélag í almanna- þjónustu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar hafi fyrr á árum haft augljósa aðgreiningu; SFR var félag ríkisstarfsmanna og samdi við ríkið en Starfsmannafélagið var félag borgarstarfsmanna og samdi við borgina, hefur sú skipting riðlast nokkuð. Það hefur meðal annars gerst með færslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga og stofnun opinberra hlutafélaga um rekstur stofnana ríkis og sveitarfélaga. Nú gera félög- in mismunandi samninga við sömu viðsemjendur. Bæði félögin eru blönduð félög, með ófaglærða og háskólamenntað fólk og allt þar á milli. Ástæðan fyrir því að umræður hóf- ust um sameiningu eru þó þær að fé- lögin hafa átt margháttað samstarf í rúm 20 ár, að sögn formanna félag- anna, Garðars Hilmarssonar hjá Starfsmannafélaginu og Árna Stef- áns Jónssonar hjá SFR. Það hófst með sameiginlegri þjálfun trúnaðar- manna og námskeiðahaldi og síðan hafa ýmis verkefni bæst við. Síðast sameinuðu þau félagsblöðin í eitt. verði opinberir starfsmenn komnir með þriðja stærsta stéttarfélag landsins. Athuganir á sameiningu hafa stað- ið um tíma en núna á lokasprettinum hafa formennirnir tekið af skarið og komið þeim í þennan farveg, at- kvæðagreiðslu. Þeir hafa kynnt áformin á fjölda funda og á heima- síðum félaganna. Efasemdafólk er í röðum beggja félaganna þótt raddir þeirra hafi ekki farið hátt. Oftast mæta fáir á kynningarfundi og láta lítið í sér heyra. Árni Stefán segir að þær kannanir sem gerðar hafa verið bendi til að mikill meirihluti félags- manna styðji sameiningu. Garðar segir að atkvæðagreiðslan ein geti skorið úr. „Mér hugnast ekki þessi samein- ing,“ segir Ingunn H. Þorláksdóttir, varaformaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Hún telur að ekki sé mikill spenningur fyrir mál- inu í félaginu og óttast að lítil þátt- taka verði í atkvæðagreiðslunni. Henni finnst félagið verða of stórt og dreift um allt land, það verði of mikið bákn. Starfsmannafélögin á Sel- tjarnarnesi og Akranesi sameinuðust Starfsmannafélagi Reykjavíkur fyrir nokkrum árum. Telur Ingunn að það hefði verið betra fyrir hagsmuni fé- lagsmanna að leita eftir sameiningu við starfsmannafélögin á höfuð- borgarsvæðinu og í nágrenninu. Félögin eru með skrifstofur á sömu hæð í BSRB-húsinu. Það kem- ur í ljós núna á föstudaginn, þegar niðurstaðan verður kynnt, hvort hægt verður að opna þar á milli í byrjun næsta árs. Helmingur BSRB-félaga í eitt félag  Greiða atkvæði um sameiningu SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar  Verður þriðja stærsta stéttarfélag landsins  Efasemdaraddir heyrast  Verður „bákn“ innan BSRB Árni Stefán Jónsson Garðar Hilmarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.