Morgunblaðið - 06.11.2018, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2018
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir líkama og sál
Laugarnar í Reykjavík
Frá
morgnifyrir alla
fjölskylduna
í þínu
hverfi t i l kvölds
Sú ákvörðun for-
eldra að styðja barn
sitt í því að stunda
fjölbreytta þjálfun í
æsku verður seinna
meir dýrmæt gjöf fyr-
ir barnið; veganesti
sem það tekur svo
með sér út í lífið.
Gildir þá einu hvaða
íþrótt það er enda
skiptir mestu máli að
barninu líði vel og það fái að njóta
sín. Markmiðið ætti alltaf að vera
að barnið öðlist aukið sjálfstraust
og hafi gaman af æfingunum.
Þegar barnið er orðið það stálpað
að það geti verið sjálfstætt á æf-
ingum er það því fyrir bestu að
það fái að spreyta sig án aðstoðar
frá foreldrum. Ef barn fær að
stunda sína þjálfun á eigin for-
sendum getur það gert það að
verkum að barn endist mun leng-
ur í þjálfun enda hefur það sýnt
sig að áhrif foreldra hafa mikið
með brottfall barna að gera.
Áfram Ísland
Á Íslandi erum við svo heppin
að hafa allan þennan fjölda fag-
lærðra þjálfara sem taka á móti
börnunum og sinna því hlutverki á
mjög faglegan hátt. Ég hvet þá
foreldra sem þetta lesa til að bera
virðingu fyrir þjálfurum barna
sinna. Hér er ekki meiningin að
gera lítið úr hlutverki foreldra
enda eru þeir mikilvægar fyrir-
myndir fyrir börnin. Á æfingum
fylgja börn ákveðnum reglum sem
kynntar eru í upphafi æfinga, það
er ósanngjörn krafa að ætlast til
þess að börn fari eftir reglum sem
settar eru ef foreldrar eru ekki
færir um að gera það sjálfir.
Kæru foreldrar, það að þið séuð
vel upplýst um líðan barna ykkar
á æfingum skiptir
miklu máli, jafnframt
skiptir miklu máli að
þið sýnið börnunum
að þið hafið áhuga á
íþróttinni og styðjið
þau í því sem þau eru
að gera. Það er vissu-
lega alltaf þannig að
foreldrar þekkja
börnin sín best. Góð
samskipti milli for-
eldra og þjálfara
skipta því miklu máli
upp á upplýsingaflæði. Ef þér
finnst barnið þitt ekki vera tilbúið
að mæta á æfingar án þess að þú
fylgist með þá er það eflaust rétt.
Þá er um að gera að mæta og
vera áhorfandi en stígðu nokkur
skref aftur á bak og reyndu að
tryggja að barnið þitt læri að taka
sjálfstæðar ákvarðanir.
Allir foreldrar eiga það sam-
eiginlegt að eiga börn sem eru
það mikilvægasta sem til er; þá
skiptir sköpum að vanda sína eig-
in framkomu gagnvart annarra
manna börnum því það sem sagt
er í mikilli bræði og/eða af hvat-
vísi getur haft skelfilegar afleið-
ingar. Þarna úti eru margar litlar
sálir með tilfinningar. Hróp og
köll frá foreldrum inn á leiki eða
æfingar ættu ekki að heyrast und-
ir nokkrum kringumstæðum. Þeg-
ar upp er staðið erum við öll í
sama liði; liði sem byggir upp
sterka einstaklinga framtíðar-
innar.
Virk þátttaka
foreldra í íþróttum
barna er vanda-
samt verkefni
Eftir Björk
Varðardóttur
Björk Varðardóttir
» Góð samskipti milli
foreldra og þjálfara
skipta miklu máli.
Höfundur er snyrtifræðingur, einka-
þjálfari frá Keili og nemandi í íþrótta-
fræði í HR.
bjork18@ru.is
Við Íslendingar er-
um svo heppnir að það
er næstum því sama
hvar við borum holu
eftir vatni í landinu
okkar; við getum
ákveðið fyrirfram
hvort við ætlum að fá
þetta yndislega kalda
vatn okkar eða heitt
vatn til annarra nota
en drykkjar, þökk sé
skapara okkar sem hefur úthlutað
okkur þessu yndislega landi. Ég
undirritaður varð fyrir því óláni að
lamast á vinstri helmingi líkamans
fyrir um það bil tíu árum og hef
þurft að nota mér þá þjónustu sem í
boði er fyrir fólk með mína fötlun
og hef verið nokkuð víða í dagvist
eða innlögn vegna fötlunar minnar.
Lengst af var ég í dagvist hjá
Sjálfsbjörg í Hátúninu hér í
Reykjavík, þar sem margt, mikið og
gott var í boði fyrir dvalargesti.
Naut ég þess að komast ætíð einu
sinni í viku í heita vatnið og með
rétt útbúnum kútum gat ég synt
nokkuð oft langsum eftir lauginni
en uppi við bakkana gert æfingar
með mínum lömuðu útlimum, fæti
og handlegg.
Tilgangur minn með þessu
greinarkorni er að vekja athygli á
því hvað heita vatnið er okkur sem
glímum við líkamlega fötlun ótrú-
lega dýrmætt; það að geta gert æf-
ingar með annars máttlitlum fæti
eða hendi sem annars svara
kannski alls ekki boðum frá huga
okkar. Það er ósegjanlega dýrmætt
brotnum huga að finna sig geta haft
þau áhrif á líkamann að hann svari
þeim lágværu boðum sem hugur
okkar kann að senda og geti fram-
kvæmt þau boð sem
máttlítill fótur kann að
fá frá eiganda sínum.
Það er því ekki bara
líkaminn sem fer end-
urnærður af hollri
hreyfingu upp úr vatn-
inu heldur er dvölin í
vatninu ótrúlega mikil
endurnæring fyrir
brotinn huga og
sannarlega mikil nær-
ing sálartetrinu.
Ég vil því endilega
hvetja þá staði sem sjá
um og taka á móti fötluðum í endur-
hæfingu og hafa ekki þá aðstöðu
sem vatnið gefur og er ég ekki að
halda því fram að þeir staðir sem
ekki hafa slíka aðstöðu geti byggt
sér sundlaug bara si svona í hvelli.
Það þarf enga fína sundlaug í svona
aðstöðu; það nægir alveg að hafa
sæmilega heita potta sem þurfa
ekki svo mikið pláss og ætti að vera
hægt að koma nokkuð víða við. Að-
staðan þyrfti að vera þannig að
hægt væri að velja milli eins til
tveggja metra dýpis, því það sem
gefur flestum tækifæri til að hreyfa
sig talsvert í vatninu er að gera æf-
ingar jafnt með handleggjum sem
fótum. En endilega, þið sem eruð að
byggja eða hanna nýja staði sem
taka á móti fötluðum eða einstak-
lingum sem hafa eitthvað bilaða
heilsu; hafið í huga hvað heita vatn-
ið okkar er dýrmætt, ekki bara ein-
staklingunum sem þess njóta held-
ur þjóðfélaginu sem heild og
hjálpar einstaklingunum til þess að
verða nýtir þjóðfélagsþegnar.
Með allt þetta heita vatn okkar
gæti Ísland orðið paradís fyrir fólk
sem þarf á aðhlynningu í þessum
málum að halda og mætti vel hugsa
sér að Ísland eignaðist stað þar sem
virkilega vel væri hugað að svona
málum. Slíkan stað mætti útfæra
með trjá- og blómagróðri og enn og
aftur þá býður heita vanið okkar
upp á óendanlega möguleika til
þess að gera slíka staði sem suð-
ræna paradís í umhverfi.
Fyrirgefið, en nú er ég farinn að
svífa um draumheima. Því í ósköp-
unum byggjum við Íslendingar ekki
upp virkilega góða og fallega að-
stöðu sem heilsu- eða hressingar-
stofnun fyrir þá sem þurfa á hjálp
að halda í heilsufarsmálum? Svona
staður gæti haft fjölbreytta dag-
skrá fyrir dvalargesti þar sem hver
og einn gæti valið sér viðfangsefni
eftir getu og áhuga og með allt
þetta heita vatn ætti að vera
hægðarleikur að útbúa umhverfi
með fögrum gróðri og fallegri að-
stöðu fyrir dvalargesti sem og
starfsfólk þessara staða. Það er
engin tilviljun að víða úti í heimi,
þar sem einhver jarðhitavirkni er,
eru svokallaðar heilsulindir þar sem
þeir sem ekki ganga heilir til skóg-
ar eru sagðir fá bata meina sinna.
Má þar nefna Tékkland, Frakkland,
Portúgal og fleiri staði í álfunni og
auglýsa hótelin grimmt að þau séu
búin þessum kostum. Sjálfur hef ég
undirritaður komið í heilsulindir í
Tékklandi, í Karlovy Vary, sem er í
austanverðu hinu forna héraði Bæ-
heimi, sem að stórum hluta mun
enn þann dag í dag tilheyra Þýska-
landi. Er á þessum slóðum framleitt
mikið af hinum fagra fræga bæ-
verska kristal sem er viðurkennd
gæðavara um heim allan. Niður um
alla borgina, þ.e. Prag, voru
kristalsbúðirnar hlið við hlið og
seldu allt frá litlum gripum, glös og
fleira, og til stórra ljósakróna sem
hefðu sómt sér vel í stórum kirkjum
eða annars konar miklum salar-
kynnum. Það var gaman að sjá
þetta allt hjá Tékkunum. Þess má
geta að í þessar heilsulindir kom ég
undirritaður löngu áður en ég lam-
aðist þannig að ekki kom til þess að
ég prófaði lækningamátt vatnsins
þeirra.
Það eru ekki margar þjóðir sem
státa af jafn miklu heitu vatni og við
Íslendingar og það um allt landið.
Nýtum endilega heita vatnið okkar
sem allra best. Og notum til heilsu-
bótar fyrir þá sem á þurfa að halda.
Einn sem hefur verið bundinn við
hjólastól í um það bil tíu ár.
Heita vatnið og fatlaðir
Eftir Hjálmar
Magnússon » Því í ósköpunum
byggjum við Íslend-
ingar ekki upp virkilega
góða og fallega aðstöðu
sem heilsu- eða
hressingarstofnun?
Hjálmar Magnússon
Höfundur er fv. framkvæmdastjóri en
nú bundinn hjólastól.
Ég er ung kona í rafmagnshjólastól.
Í 25 ár hef ég þurft að notast við
ferðaþjónustu fatlaðra, sem er gífur-
lega hamlandi.
Ég var í London um daginn og þar
eru allir leigubílar með ramp og
mjög auðvelt er að hóa í bíl hvenær
sem er dags. Hér þarf að panta
löngu fyrir fram og svo keyra þeir
aðeins til miðnættis, eftir það þarf
maður leigubíl sem er alls ekkert
víst að komi. Það kostar fúlgur fjár
að nota slíka bíla og einhvers staðar
heyrði ég að hjólastólabíll væri 30%
dýrari hér á landi en venjulegur bíll,
en í London kostaði bíll með hjóla-
stól það sama og venjulegur.
Gugga.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Dýrt að nota ferða-
þjónustu fatlaðra
Aðgengi Auðveldara er að bera sig um í hjólastól í London en í Reykjavík.
Viðskipti