Morgunblaðið - 06.11.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2018
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
., '*-�-��,�rKu�,
æli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
K Veður víða um heim 5.11., kl. 18.00
Reykjavík -1 skýjað
Akureyri -3 heiðskírt
Nuuk -8 léttskýjað
Þórshöfn 4 léttskýjað
Ósló 8 skýjað
Kaupmannahöfn 10 súld
Stokkhólmur 8 þoka
Helsinki 6 skýjað
Lúxemborg 10 heiðskírt
Brussel 12 heiðskírt
Dublin 11 skýjað
Glasgow 9 alskýjað
London 13 rigning
París 16 heiðskírt
Amsterdam 9 þoka
Hamborg 11 þoka
Berlín 13 heiðskírt
Vín 12 skýjað
Moskva 1 þoka
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 7 skúrir
Barcelona 17 skýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Róm 16 skúrir
Aþena 17 léttskýjað
Winnipeg 1 skýjað
Montreal 1 rigning
New York 10 rigning
Chicago 8 þoka
Orlando 27 þoka
6. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:28 16:56
ÍSAFJÖRÐUR 9:48 16:46
SIGLUFJÖRÐUR 9:31 16:29
DJÚPIVOGUR 9:01 16:22
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á miðvikudag Norðaustan 13-20 m/s og slydda
NV-til, en hægari og úrkomuminni með kvöldinu.
Annars austan 8-15 og rigning með köflum, hvassast
úti við ströndina. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast SA-lands.
Gengur smám saman í austanstorm með úrkomu, einkum seinnipartinn, hvassast syðst og
einnig NV-til. Talsverðar vindhviður við fjöll. Hiti 1 til 9 stig seinni partinn en vægt frost nyrðra.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Strand sementsflutningaskipsins
Fjordvik við Helguvík aðfaranótt
laugardags minnir á að oft hafa orð-
ið skipströnd við Íslandsstrendur.
Mestu skiptir að allir um borð
björguðust. Morgunblaðið ákvað að
rifja upp nokkur nýleg strönd
flutningaskipa við Ísland þegar
skipin losnuðu ekki af sjálfsdáðum
af strandstað. Stuðst var við
skýrslur rannsóknanefndar sam-
gönguslysa (rnsa.is) og fréttir
Morgunblaðsins.
Frystiskipið Green Freezer
strandaði neðan við bæinn Eyri í
Fáskrúðsfirði 17. september 2014.
Skipið var að koma til hafnar á Fá-
skrúðsfirði þegar skiptiskrúfan fest-
ist í afturábak og bakkaði skipið upp
í fjöru. Varðskipið Þór dró Green
Freezer af strandstað. Talsverðar
skemmdir urðu á stýris- og skrúfu-
búnaði og var skipið dregið til Pól-
lands til viðgerðar.
Flutningaskipið Arnarfell var á
leið frá Akureyri til Reyðarfjarðar
6. september 2014 þegar skipið
strandaði við skerið Bak utan við
Vattarnes. Talið var að stýrimaður á
vakt hefði sofnað. Skipið var dregið
til hafnar á Eskifirði og síðar til
Reyðarfjarðar þar sem farminum
var skipað upp. Skipið var dæmt
ónýtt og var það dregið utan til
niðurrifs.
Frystiskipið Silver Copenhagen
var á leið út úr Vopnafjarðarhöfn 1.
ágúst 2012 þegar það strandaði.
Með því að dæla úr tönkum tókst að
losa skipið á flóði. Litlar skemmdir
urðu og fékk skipið að halda för
sinni áfram.
Tankskipið Kaprifol var að koma
til Þórshafnar á Langanesi 4. októ-
ber 2011 þegar það strandaði á
grynningum í höfninni. Rifa kom á
botn skipsins og skemmdir urðu á
öllum skrúfublöðum. Með því að
toga í skipið frá landi tókst að losa
það.
Frystiskipið Axel var að fara frá
Sandgerði 7. október 2011 þegar
það strandaði rétt fyrir utan hafnar-
garðana. Skipið sat fast með bak-
borðssíðu að grynningum. Drag-
nótabáturinn Örn KE og björgunar-
sveitarbátur komu til aðstoðar. Með
því að dæla á milli tanka og toga í
skipið tókst að losa það. Skipinu var
siglt til Helguvíkur og skemmdir
kannaðar. Þær reyndust ekki miklar
og fékk skipið að halda för sinni
áfram.
Tankskipið Leoni Theresa var að
koma til hafnar á Ísafirði 9. septem-
ber 2008 með olíufarm. Á leið að
bryggju fór allt rafmagn af svo það
drapst á báðum aðalvélunum og
skipið varð stjórnlaust. Skipið
strandaði á sandbakka austan við
Sundabakka. Hafnsögubátur reyndi
að toga skipið laust en það losnaði
ekki fyrr en afl komst á aðalvél-
arnar. Skipið skemmdist ekki við
óhappið.
Flutningaskipið Wilson Muuga
var á leið frá Grundartanga til Rúss-
lands 19. desember 2006. Fyrir
sunnan Sandgerði beygði skipið
sjálfkrafa í átt að landi, sigldi yfir
grynningar og tók niðri út af Hvals-
nesi. Leki kom að vélarrúmi og í alla
botntanka nema einn. Danskt varð-
skip og tvö íslensk komu á strand-
staðinn. Áhöfninni var bjargað í
land með þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar. Skipverji af danska varðskip-
inu fórst. Skipið náðist á flot í apríl
2007 og var það selt til Líbanon.
Mörgum er í fersku minni þegar
nýtt 9.200 tonna þýskt gámaflutn-
ingaskip, Víkartindur, varð vélar-
vana og strandaði á Háfsfjöru 5.
mars 1997. Þyrla Landhelgisgæsl-
unnar bjargaði 19 manna áhöfninni í
land. Varðskipið Ægir gerði tvær
tilraunir við mjög erfiðar aðstæður
til að bjarga skipinu áður en það rak
upp. Elías Örn Kristjánsson báts-
maður á Ægi fórst við björgunar-
tilraunina.
Flutningaskip
hafa oft lent í
vandræðum
Mörg flutningaskip hafa strandað
við Íslandsstrendur á seinni árum
Morgunblaðið/ÞÖK
Björgun Wilson Muuga sigldi upp í
fjöru við Hvalsnes og strandaði.
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
„Þeir fóru tveir niður í [gær]morg-
un og tóku út hvernig skipið situr
og fóru svo bakborðsmegin og
tóku myndir af skemmdum. Það
myndskeið fer fljótlega í yfirferð
hjá Ardentmönnum og út frá því
verður hægt að gera frekari að-
gerðaáætlun,“ segir Helgi Hinriks-
son, verkefnastjóri hjá Köfunar-
þjónustunni.
Ekki var talið öruggt að senda
menn í köfun til að kanna
skemmdir á flutningaskipinu Fjor-
dvik fyrr en í gær, en aðstæður
voru mjög erfiðar um helgina.
Þriggja manna teymi frá Köfunar-
þjónustunni fór í einnar og hálfrar
klukkustundar langan köfunarleið-
angur í gærmorgun.
Verulegar skemmdir eru á skip-
inu, að sögn Helga, og aðspurður
segir hann Köfunarþjónustuna til-
búna í fleiri köfunarleiðangra ef
þörf verður á. Köfunarfélagið ehf.
er undirverktaki alþjóðlega björg-
unarfyrirtækisins Ardent sem
fengið hefur verið í verkið af út-
gerð flutningaskipsins og voru tíu
manns frá Köfunarfélaginu að
störfum á vettvangi þegar mest
lét. „Við erum fengnir þeim til að-
stoðar og til að verða þeim úti um
allan þann búnað sem þeir þurfa
til þess að geta staðið að þessari
björgun á sem skilvirkastan hátt,“
segir Helgi.
Dæling gengur betur nú
Dæling á olíu úr skipinu hófst
síðdegis í fyrradag, en gekk hægt.
Ákveðið var að stöðva aðgerðir yf-
ir nóttina til þess að útvega öflugri
búnað. Aðgerðir hófust að nýju í
gærmorgun og var ágætisgangur
kominn í dælinguna þegar mbl.is
náði tali af Helga.
„Dælingin gengur vel núna og
miðað við þennan gang ættum við
að verða búnir um miðja nótt, en
erum að skoða möguleika til þess
að auka afkastagetuna,“ segir
hann.
Um björgunaraðgerðirnar al-
mennt segir Helgi ómögulegt að
segja hversu langan tíma þetta
muni taka. Ofuráhersla sé nú lögð
á að koma olíu frá borði til þess að
minnka líkur á umhverfisslysi.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjordvik Skipið hefur farið harkalega utan í hafnargarðinn í veðurofsa og orðið fyrir verulegum skemmdum.
Verulegar skemmdir
á flutningaskipinu
Þriggja manna teymi kafara hefur skoðað skipið
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
H
ei
m
ild
:m
ar
in
et
ra
ffi
c.
co
m
Kl. 00:50
Sendir út
neyðarkall
Hólmsbergsviti
Kl. 00:44
Stefna: 286°
Hraði: 3,3 hnútar
Kl. 00:37
Stefna: 206°
Hraði: 8 hnútar
Kl. 00:40
Stefna: 253°
Hraði: 5,3 hnútar
Helgu-
víkurhöfn
Helguvík
Strand Fjordvik aðfaranótt laugardags