Morgunblaðið - 06.11.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2018
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Andreas Norlén, forseti sænska
þingsins, skýrði í gær frá því að hann
hefði ákveðið að tilnefna Ulf Krist-
ersson, leiðtoga hægriflokksins
Moderaterna, í embætti forsætisráð-
herra á mánudaginn kemur. Tillagan
verður borin undir atkvæði á þinginu
í næstu viku. Sænskir fjölmiðlar
sögðu að atkvæðagreiðslan færi lík-
lega fram miðvikudaginn 14. nóvem-
ber, daginn áður en umræða hefst
um fjárlög næsta árs. Kristersson
fær því rúma viku til að ræða við
leiðtoga annarra flokka um myndun
starfhæfrar ríkisstjórnar.
Norlén viðurkenndi að ekki væri
víst að tilnefningin fengi nægan
stuðning á þinginu. Hvorugt gömlu
flokkabandalaganna fékk meirihluta
þingsætanna í kosningunum 7.
september þegar Svíþjóðardemó-
kratarnir styrktu oddastöðu sína á
þinginu og fengu 17,6% atkvæðanna.
Kristersson þarf því að reiða sig á
flokka í rauðgræna bandalaginu eða
Svíþjóðardemókratana til að geta
myndað ríkisstjórn, annaðhvort að
fá þá til að greiða atkvæði með til-
nefningunni eða sitja hjá.
Um 67% kjósenda Moderaterna
eru hlynnt því að flokkurinn hefji
viðræður við Svíþjóðardemókratana
samkvæmt könnun sem sænska
ríkisútvarpið birti á sunnudaginn
var. Leiðtogar tveggja samstarfs-
flokka Moderaterna, Miðflokksins
og Frjálslynda flokksins, ljá hins
vegar ekki máls á því að mynda ríkis-
stjórn með stuðningi Svíþjóðar-
demókratanna og Kristersson sagði í
gær að hann hefði ekki í hyggju að
hefja viðræður við leiðtoga flokksins.
Hann á rætur að rekja til nasista-
hreyfinga og er talinn eiga langt í
land með að þvo af sér öfgastimpil-
inn, m.a. vegna hatursfullra yfirlýs-
inga fulltrúa hans á samfélagsmiðl-
um um innflytjendur.
Leiðtogi Frjálslynda flokksins
hefur gagnrýnt Moderaterna fyrir
að hindra tilraun Annie Lööf, leið-
toga Miðflokksins, til að hefja við-
ræður um að bandalag hægri- og
miðflokkanna myndi stjórn með
stuðningi Umhverfisflokksins.
Tilnefndur forsætis-
ráðherra Svíþjóðar
Þingið greiðir atkvæði um tilnefninguna í næstu viku
AFP
Forsætisráðherra? Ulf Kristers-
son, leiðtogi Moderaterna.
Fær fjögur tækifæri
» Forseti sænska þingsins
getur tilnefnt forsætisráðherra
alls fjórum sinnum. Boða þarf
til nýrra kosninga innan þriggja
mánaða ef þingið hafnar til-
lögum hans í fjórum atkvæða-
greiðslum.
» Ekki er nauðsynlegt að til-
nefningin fái meirihluta at-
kvæða á þinginu, en hún fellur
ef meirihluti greiðir atkvæði
gegn henni.
Gestir smakka kæstan hákarl frá Íslandi á sænsku safni
sem helgað er mat sem þykir viðbjóðslegur. Safnið var
opnað í Malmö í vikunni sem leið og verður aðeins opið í
þrjá mánuði, eða þar til í lok janúar. Sýndir eru alls átta-
tíu réttir sem þykja lostæti í sumum löndum þótt flestir
þeirra sem hafa ekki vanist þeim telji þá algeran viðbjóð.
Hvern dag er gestum boðið að smakka á tíu réttanna.
Auk kæsta hákarlsins er meðal annars boðið upp á sur-
strömming, kæsta síld, sem sumum Svíum þykir herra-
mannsmatur þótt aðrir fyllist viðbjóði þegar sur-
strömming-dósirnar eru opnaðar. Lyktin af síldinni er
svo megn að margir Svíar eru sagðir opna þær utandyra
til að ekki verði ólíft í íbúðinni. Á meðal annarra rétta á
sýningunni er cuy, steiktur naggrís að hætti Perúmanna,
casu marzu, maðkaostur frá Sardiníu, og dáraaldin sem
þykir mjög gómsætt í Taílandi og fleiri Suðaustur-Asíu-
löndum en gefur frá sér mjög sterka lykt sem verður
nánast óbærileg ef ávöxturinn nær að þroskast um of.
AFP
„Viðbjóðslegur“ matur borinn á borð
Teheran. AFP. | Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að
landið ætli að sneiða hjá refsiaðgerðum Bandaríkjanna
sem tóku gildi í gær. Stjórn Donalds Trumps Banda-
ríkjaforseta segir að þetta séu hörðustu refsiaðgerðir
sem nokkru sinni hafi verið gripið til gegn klerkastjórn-
inni í Íran. Markmiðið með þeim er að draga verulega úr
olíuútflutningi Írans og einangra banka landsins. Hálfu
ári áður ákvað Trump að draga Bandaríkin út úr samn-
ingi sex landa við klerkastjórnina um kjarnorkuáætlun
hennar. Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Kína, Rúss-
landi og Þýskalandi segjast ætla að standa við samning-
inn og telja að Íranar hafi staðið að fullu við skilmála
hans. Rússar sögðust í gær vera staðráðnir í því að beita
sér fyrir auknum viðskiptum við Íran.
Olíuútflutningur Írans hefur þegar minnkað um allt að
milljón fata á dag frá því í maí þegar Trump tilkynnti
ákvörðun sína.
Indland er eina ríkið sem hefur aukið olíukaupin síðasta árið
Heimild: Bloomberg
Ríkin sem kaupa mest af olíu frá Íran
416.667
488.333
Kína
Íra
n
ESB-ríki
Indland
Tyrkland
S-Kórea
Japan
September 2018
(1,6 milljónir fata á dag)
September 2017
(2,3 milljónir fata á dag)
600.000
500.000
533.333
300.000
Ætla að sneiða hjá
refsiaðgerðunum
Donald Trump Bandaríkjaforseti
fór í gær til þriggja sambandsríkja,
Ohio, Indiana og Missouri, til að
hvetja stuðningsmenn sína til að
mæta á kjörstað í kosningunum
sem fara fram í landinu í dag. Skoð-
anakannanir hafa bent til þess að
mikill áhugi sé á kosningunum
meðal félaga í tveimur stærstu
flokkunum og kjörsóknin geti ráðið
úrslitum í baráttu þeirra um þingið.
Hún er yfirleitt lítil í kosningum á
miðju kjörtímabili forseta Banda-
ríkjanna, var aðeins 37% fyrir fjór-
um árum en útlit er fyrir að hún
verði mun meiri nú. „Þetta snýst
allt um kjörsóknina,“ sagði Chris
Van Hollen, demókrati í öldunga-
deildinni, um sigurmöguleika
flokkanna í þingkosningunum.
Heimildir: RealClearPolitics,senate.gov, ballotpedia
Kosningarnar vestra
Kosið um
35 af
100 sætum
Kosið er um
öll sætin
435
Kosið er um 36 af 50 embættum
Ríkisstjórar
Laus sæti
Skipting þingsæta
Mismikil barátta
Demókratar
Óháðir*
Ekki kosið
Óörugg sæti
Örugg sæti
Repúblikanar
16
193
33
235
47 51
Öldungadeildin
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings
7
2*
*Styðja demókrata
1
+2
Fjöldi sæta sem
demókratar þurfa
að bæta við sig
+X
+23
Líkur á að kjörsóknin
verði óvenjumikil
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottu útliti.
Fatnaður fyrir fagfólk