Morgunblaðið - 06.11.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.11.2018, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2018 ✝ Regína Guð-mundsdóttir fæddist á Egils- stöðum í Villinga- holtshreppi 29. ágúst 1918. Hún lést á Hrafnistu Nesvöllum 29. október 2018. Foreldrar henn- ar voru Guðmund- ur Eiríksson bóndi, f. 1879, d. 1963, og Kristín Gísladóttir húsfreyja, f. 1883, d. 1965. Regína var sjö- unda í hópi tíu systkina. Syst- kini hennar: Eiríkur, f. 1909, d. 2008, Guðmundur, f. 1910, d. 1981, Gísli, f. 1912, d. 2007, Kristjana, f. 1913, d. 1995, Guð- jón, f. 1914, d. 2001, Helga, f. 1916, d. 1995, Æsa Guðbjörg, f. 1920, Albert, f. 1922, d. 2018, og Gunnar, f. 1926, d. 1983. Hinn 11. október 1947 giftist Regína Pétri R. Kárasyni, f. 22. júlí 1922 í Reykjavík, d. 28. september 1996. Foreldrar og Pétri ólst upp dóttir Sigur- borgar, Regína Rósa Harðar- dóttir, f. 17. nóvember 1968, búsett í Njarðvík, börn hennar og Ingiþórs Björnssonar eru Margrét Ósk og Heiða Björk. Regína fór snemma í vist á bæjum í Flóanum og síðar sem vinnukona á heimilum í Reykja- vík, þar sem hún kynntist Pétri. Þau stofnuðu heimili í Reykja- vík, en árið 1951, þegar Pétur hóf störf hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, fluttist fjöl- skyldan til Keflavíkur, þau fluttu í Innri-Njarðvík 1956 og aftur til Keflavíkur 1982. Reg- ína vann ýmis störf, bæði í frystihúsum og önnur almenn störf. Aðalstarf Regínu var þó húsmóðurstarfið, auk þess sem hún var mjög afkastamikil prjónakona. Á efri árum tóku Regína og Pétur virkan þátt í starfi Púttklúbbs Suðurnesja, þar sem Pétur var formaður um tíma. Síðustu ár hefur Regína búið á Garðvangi í Garði og á Hrafnistu Nesvöllum í Reykja- nesbæ. Útför Regínu fer fram frá Njarðvíkurkirkju í Innri-Njarð- vík í dag, 6. nóvember 2018, klukkan 13. hans voru Jón Kári Kárason frá Ásbæ á Bolungarvík og Júlíana Stígsdóttir frá Hafnarfirði. Börn Regínu og Péturs eru: 1) Sigurborg, f. 4. apríl 1947, búsett í Njarðvík, gift Ein- ari Má Jóhannes- syni, börn þeirra eru Ingibjörg María, í sambúð með Sævari Jó- hannssyni, og Sandra. 2) Guð- mundur, f. 10. nóvember 1951, búsettur í Garði, í sambúð með Rattanawadee Roopkhom, börn hans og Báru Hansdóttur eru Pétur Rúðrik, kvæntur Söndru Guðlaugsdóttur; og Sólveig Gígja. 3) Jóna Karen, f. 19. nóvember 1955, búsett í Garði, gift Ingvari Jóni Óskarssyni, börn þeirra eru Inga Rut, gift Halldóri Guðmundssyni og Ragnar Helgi, kvæntur Ingu Ósk Áslaugsdóttur. Hjá Regínu Tengdamóðir mín Regína Guð- mundsdóttir er látin. Það er erfitt að þakka fyrir þau 49 ár sem ég hef verið hluti af lífi Regínu og fjölskyldu hennar. Regína kom alltaf fram við mig á sinn hæg- láta, yfirvegaða og kærleiksríka hátt. Regína var falleg kona sem alla tíð hugsaði vel um útlit sitt og heilsu. Fjölskyldan var henni og Pétri allt og þegar Bogga, Guð- mundur, Karen og Rósa stofnuðu heimili vildu þau alltaf hafa börn- in sem næst sér. Heimili þeirra Péturs var fullt af hlýju og kær- leika, sem fjölskyldan hefur alltaf sótt til. Einkenni Regínu voru dugnaður, snyrtimennska, gleði og hjálpsemi. Regína sá aðeins það jákvæða í lífinu og tók aldrei þátt í umræðum um neikvæða hluti. Prjónaskapur var stór hluti af lífi Regínu og var hún ótrúlega afkastamikil við að prjóna allt fram á síðasta dag. Þá bakaði hún heimsins bestu pönnukökur í stöflum, ef von var á gestum, eða til að fara með í veislur eða kaffi- samsæti. Henni féll sjaldan verk úr hendi. Eftir að Pétur lét af störfum átti púttið hug þeirra all- an og vann Regína yfirleitt til verðlauna á púttmótum. Verð- launabikararnir hennar skipta tugum, enda var hún mikil keppnismanneskja. Oft hef ég hugsað um og nefnt það hvað ég er lánsamur að vera hluti af fjölskyldu Regínu, sem reynst hefur okkur svo vel alla tíð. Í dag kveð ég Regínu með söknuði og þökk fyrir allt og allt. Elsku fjölskylda Regínu, ég bið guð að styrkja ykkur á þess- ari stundu. Einar Már Jóhannesson. Amma Regína var mér mjög kær. Það fyrsta sem mér dettur í hug, þegar ég hugsa um ömmu er gjafmildi. Hennar líf snerist fyrst og fremst um að gefa af sér og að halda fjölskyldunni saman. Hún var ættmóðirin og límið í fjöl- skyldunni. Hún lagði sig fram við að muna og vita hvað allir í fjöl- skyldunni væru að gera og hvar þau væru hverju sinni. Helst vildi hún hafa alla nærri sér. Henni var mjög umhugað um að allir hefðu það gott. Þessi setning hljómaði ósjaldan. „Æ, ég á ekk- ert til að gefa þér, viltu tátiljur eða sokka, vantar þig ekki sokka?“ Hún vildi helst ekki að neinn færi frá sér án þess að fara með eitthvað með sér. Ég ólst upp hjá ömmu og afa og ég get sagt það með vissu að amma var einstaklega góð og ein sú jákvæðasta manneskja sem ég hef þekkt og mikil fyrirmynd mín í því hvernig manneskja ég vil vera. Að vera góður og jákvæður eru góð gildi til að taka með sér sem veganesti út í lífið. Amma bjó á Nesvöllum í Njarðvík síðustu árin og það var gaman að sjá hvað öllum þótti vænt um hana þar og vel var um hana hugsað. Hún gerði allt sjálf alveg fram á síðustu stundu og var alltaf fyrst fram á morgnana. Það var ósjaldan sem við mæðg- urnar buðum henni í mat hér áð- ur og ég tiltók að ég kæmi á ákveðnum tíma. En kom svo allt- af að minnsta kosti 15 mínútum fyrir þann tíma, þar sem ég vissi að hún yrði löngu komin niður í anddyri og farin að bíða. Hún lét aldrei bíða eftir sér og maður mátti hafa sig allan við, til að halda í við hana. Hún var svo snögg að öllu. Hún varð 100 ára og tveggja mánaða upp á dag. Það er nokkuð hár aldur og ég er svo þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk með henni. Það er ekki sjálfgefið að fá að hafa ömmu sína svona lengi hjá sér. Síðustu sjö árin bjó ég ekki í Reykjanesbæ en flutti svo aftur heim í sumar. Ég er svo óend- anlega þakklát fyrir að hafa feng- ið þennan tíma með ömmu eftir að hafa flutt heim. Það er dýrmætur tími sem verður ekki frá mér tekinn. Í ágúst var haldið upp á 100 ára afmælið hennar ömmu, þar sem nánustu ættingjar hennar fögnuðu með henni. Við erum svo þakklát fyrir það að hún hafi náð þessum aldri. Ég ákvað að semja ljóð til ömmu á afmælisdaginn hennar með hjálp frá dætrum mínum Margréti Ósk og Heiðu Björk og þetta ljóð lýsir henni svo vel. Ljóð til þín amma mín. Grín og gleði lýsa þér vel. Alltaf ert að gefa af þér. Enginn frá þér tómhentur fer. Tátiljur, sokkar og vettlingar laumast oft með. Það sem lýsir þér best er gleði söngur og grín. Þú söngst fyrir öll barnabörnin þín Þú vilt alltaf öllum svo vel, enginn svangur frá þér fer, fiskibollur, saltkjöt og pönnukökur, oft á boðstólum er. Þú 100 árin berð svo vel og ávallt ung í anda. Þakklát fyrir tímann með þér Við fögnum heilli öld. Bless amma mín. Guð geymi þig. Ég elska þig, alltaf. Regína Rósa Harðardóttir. Þá er höfuð fjölskyldunnar fallið frá, hún amma Regína. Ég vissi að þessi dagur myndi renna upp en samt er þetta alltaf erfitt. Amma var sterkasta og jákvæð- asta manneskja sem ég hef kynnst! Hún hafði endalausa þolin- mæði og var alltaf tilbúin að spila við okkur. Henni fannst allt sem maður sagði og gerði dásamlegt. Hún var svo góð við syni mína og fannst alveg dásamlegt hvað þeir væru góðir og fallegir. Hún var alltaf ljúf og góð, en líka ákveðin. Hún hafði sterkar skoðanir og lét mig alveg heyra það að henni fyndist ekki flott að vera í rifnum buxum og bað mig vinsamlegast að henda þeim. Þegar ég litaði hárið á mér í alls konar litum starði hún á mig og spurði svo mömmu hvort hárið ætti að vera svona á litinn. Amma hugsaði vel um útlitið, vildi alltaf vera með fínar auga- brúnir og fínt hár. Hún náði að verða hundrað ára og tveggja mánaða og alveg fram á síðasta dag spurði hún hvort naglalakkið hennar væri ekki fínt og auga- brúnirnar í lagi. Ég gæti skrifað endalaust um hana ömmu mína því hún var svo yndisleg og stór hluti af lífi mínu. Elsku amma, mikið er ég þakklát fyrir öll árin sem ég fékk að njóta með þér. Ég veit að nú ertu sátt og glöð og loksins komin til afa. Dagur er liðinn, horfin er sól himni, sjó og landi. Allt er gott! Í friði hvílir líkami, sál og andi. Góður Guð og englar hans verji öllu grandi. (Höf. ók.) Sandra Einarsdóttir. Elsku besta, dásamlega amma mín hefur kvatt okkur í hinsta sinn. Þó að hún hafi verið orðin hundrað ára og tveimur mánuðum betur bjóst ég ekki við að þessi dagur kæmi nærri því strax. Sterkari og jákvæðari konu hef ég aldrei kynnst. Hún kvart- aði aldrei og ef eitthvert mótlæti var hló hún bara og gerði grín. En hún var sko löngu tilbúin að fara og hlakkaði mikið til að hitta aftur afa Pétur og alla hina ástvini sína. Á meðan hún fer á vit nýrra ævintýra getum við sem eftir erum yljað okkur við allar dásamlegu minningarnar sem við eigum um hana. Þegar við Sandra systir vorum litlar gistum við stundum hjá ömmu og afa og þótti okkur það alveg æðislegt. Hún hafði alltaf tíma og gaman af að spila við okk- ur, kenna okkur að leggja kapal, prjóna eða byggja heilu þorpin úr spilunum. Ég elskaði líka þegar ég hjólaði til hennar á Nónvörð- una á sumrin og fékk nýupptek- inn rabarbara úr garðinum hjá henni. Þá sat ég með heilt syk- urkar og dýfði rabarbaranum of- an í. Hún yljar mér samt mest minningin um þegar hún sat með mig litla í fanginu, ruggaði okkur og sönglaði róróbíbí. Síðar þegar ég eignaðist mitt barn sönglaði ég sama lag fyrir hann. Amma var prjónakona af guðs náð og var síprjónandi tátiljur, vettlinga og húfur alveg þar til hún fór. Amma prjónaði líka öll fötin sem við Sandra áttum á barbídúkkurnar okkar og þótti mér alltaf svo vænt um þessi föt. Amma var ótrúlega góð og dugleg kona og öllum sem kynnt- ust henni þótti alveg ótrúlega vænt um hana. Hún sagði aldrei ljótt um annan mann og hló bara að þeim sem voru með leiðindi og sagði að þetta færi bara með þeim. Hún trúði því heilshugar að hún væri svona eldhress og við góða heilsu vegna þess að hún tók inn sólhatt á hverjum degi og nuddaði á sér lappirnar á hverju kvöldi. Hvernig getum við deilt við konu sem varð hundrað ára og aldrei veik á sinni löngu ævi! Elsku hjartans amma mín, mikið á ég eftir að sakna þín, en ég hugga mig við það að þú ert komin á dásemdarstað með þín- um heittelskaða. Þitt barnabarn, Ingibjörg María Einarsdóttir. Elskulega langamma og tengdaamma er farin. Jákvæðnin og gleðin geislaði af henni alltaf þegar við heimsóttum hana. Son- ur minn og langamma náðu ótrú- lega vel saman og mun minningin um góða vináttu, kærleik og ást lifa með okkur um ókomna tíð. Ég vitna í Regínu og segi eins og hún sagði alltaf þegar við kvödd- umst: „Takk fyrir allt saman.“ Hlýjar kveðjur til þín ég hugsa, staldra við. Sendi ljós og kveðju hlýja. Bjartar minningar lifa ævina á enda. (Höf. ók.) Þitt tengdaömmubarn og lang- ömmubarn Sævar Jóhannsson og Róbert Karl Sævarsson. Regína Guðmundsdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær eiginmaður minn, afi og langafi, HELGI MAGNÚS SÍMONARSON, Flatahrauni 1, Hafnarfirði, lést á Sólvangi sunnudaginn 28. október. Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 9. nóvember klukkan 13. Bryndís Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR, Stúlla, Hjallalundi 9f, Akureyri, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 4. nóvember. Freysteinn Gíslason Bjarni Gíslason Sigmar Ingi Gíslason Dagmar Heiðdís Jóhannsdóttir makar og barnabörn Elskuleg móðir okkar og amma, HALLDÓRA EDDA JÓHANNSDÓTTIR húsmóðir, Skólatúni 5, lést á Landspítalanum við Hringbraut 31. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. nóvember klukkan 13. Ásdís Magnúsdóttir Arndís Magnúsdóttir Guðrún Dís Magnúsdóttir og barnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, RÚNAR HALLDÓRSSON, lést laugardaginn 27. október. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 9. nóvember klukkan 13. Ólafur Ingi Rúnarsson Halldór Rúnarsson Alida Ósk Smáradóttir Þorbergur Rúnarsson og afastelpur Systir okkar, JÓNÍNA LONG, Nína, lést 9. október í Flórída Bandaríkjunum. Bálför hefur farið fram ytra. Systkini hinnar látnu Elsku móðir, tengdamóðir og amma, KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR, fædd 22. október 1953, lést á heimili sínu laugardaginn 20. október og var jarðsett föstudaginn 2. nóvember í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Haukur Pálsson Una Guðný Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.