Morgunblaðið - 06.11.2018, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2018
✝ Hafsteinn Pét-ur Alfreðsson
fæddist í Reykjavík
29. janúar 1941.
Hann lést á Hlé-
vangi í Keflavík 11.
október 2018.
Foreldrar hans
voru Hulda Hraun-
fjörð Pétursdóttir
húsfreyja, f. 1921 í
Eyrarsveit á Snæ-
fellsnesi, d. 1995,
og Alfreð Hólm Björnsson,
bóndi og vörubílstjóri, f. 1915 á
Skálum á Langanesi, d. 1998.
Systkini: Björn Reynir (sam-
feðra), f. 1937, d. 2015. Alsyst-
kin: stúlka, f. 1942, d. 1942; Ósk-
ar Mar, f. 1944 og Sæmundur
Unnar, f. 1945.
Hafsteinn kvæntist Borghildi
H. Flórentsdóttur, f. 1941, þann
23.4. 1961. Þau skildu 1969.
Börn þeirra: 1) Hulda, f. 23.12.
1960, maki Daníel G. Gunnars-
son, f. 1952. Hulda á fjögur
börn: Hjördís Eva, f. 1980, á tvö
börn; Stefán Þór, f. 1981, á tvo
syni; Árni Björn, f. 1983; Hjört-
ur, f. 1991. 2) Alfreð, f. 6.1.
1963, maki Guðrún Hallgríms-
dóttir, f. 1962. Þau eiga þrjú
börn: Guðrún Theodóra, f. 1986;
Haukur Viðar, f. 1989; Hildur
Ágústa, f. 1991. Borghildur átti
syni; Jóhannes Snævar, f. 1965,
á fjögur börn; Hörður Snævar,
f. 1966, á þrjú börn; Eiríkur
Hafberg, f. 1971, á tvö börn;
Kristján Reykdal, f. 1974, á
þrjár dætur og þrjú barnabörn.
Hafsteinn bjó fyrstu árin í
Sogamýrinni þar sem foreldrar
hans voru í einu herbergi hjá
móðurforeldrum. Um þriggja
ára flytur hann í Kópavoginn,
þar sem faðir hann reisti sér
íbúðarhús að Borgarholtsbraut
11 ásamt bróður sínum. Voru
þau með fyrstu nýbúum á þessu
svæði.
Árið 1950, þegar Hafsteinn
var níu ára, skiptu Hulda og Al-
freð á íbúðinni í Kópavoginum
og jörðinni Útkoti á Kjalarnesi
og flutti fjölskyldan þangað.
Þar gegndi Hafsteinn ásamt
bræðrum sínum almennum bú-
störfum en jafnframt kynntist
hann þar einnig vélum þar sem
Alfreð faðir hans var einnig
vörubílstjóri. Hafsteinn sótti
skóla í Kléberg á Kjalarnesi,
var góður námsmaður sem
hefði haft hug á að stefna í
lengra nám, en aðstæður heima
fyrir urðu til þess að hann hætti
í skóla 14 ára og fór að vinna.
Hafsteinn var fyrst og fremst
vörubílstjóri alla tíð, byrjaði
ungur að keyra, fyrst hjá Þrótti,
ávallt með sinn eigin bíl eða sem
verktaki. Auk þess var hann
bóndi í tíu ár í Eystra-Fíflholti í
Vestur-Landeyjum frá árinu
1990-2000.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey.
son fyrir; Árni, f.
28.2. 1959, hann á
fjögur börn og tvö
barnabörn.
Hafsteinn
kvæntist Kristínu
G. Lárusdóttur, f.
1943, þann 24.12.
1971. Þau skildu
1986. Börn þeirra:
3) Ragnheiður
Edda, f. 22.12.
1970. fv. maki Guð-
laugur Ágústsson, f. 1965, þau
eiga eina dóttur, Júlíönu Lind, f.
1997. 4) Hafsteinn Þór, f. 25.8.
1974, maki Maria Chernyshova,
f. 1984, þau eiga tvö börn;
Mykhaiil, f. 2008; Evgenia
Kristín, f. 2014. 5) Arnar Þór, f.
2.3. 1982, maki Elísabeth
Granneman, f. 1981. Þau eiga
þrjú börn; Mathias, f. 2009; Al-
freð, f. 2011; Ísabel Katla, f.
2013. Kristín átti þrjú börn frá
fyrra hjónabandi, þau eru: Lára
Guðmunda, f. 29.1. 1961, hún á
fimm börn og fjögur barnabörn;
Vilhjálmur Þór, f. 24.07.1963,
hann á 3 syni; Hjördís, f. 17.10.
1964, hún á tvo syni og fjögur
barnabörn.
Eiginkona Hafsteins er Guð-
rún Þ. Jóhannesdóttir, f. 18.6.
1943. Þau gengu í hjónaband
12. maí 1990. Guðrún á fjóra
Nú ertu lagður af stað í þinn
hinsta túr, elsku pabbi. Langan
túr þar sem þú hefur nóg fyrir
stafni eins og þér líkaði best.
Já, vinnan var þér allt, allt fram
á síðasta dag.
Ekki einu sinni í veikindun-
um tókstu frí … þú varst alltaf
að. Að fylgjast með þér sein-
ustu árin var sárt. Sárt að sjá
hvernig sjúkdómurinn hrifsaði
þig í burtu frá okkur svo eftir
sat hjartað þitt hlýja og umbúð-
irnar.
En eftir standa góðar minn-
ingar og við þær yljum við okk-
ur núna. Mér er sérstaklega
minnisstæð ein setning „við
skulum sjá til“. Já pabbi minn,
þessi setning minnir mig mikið
á þig. Ég fékk oft að heyra
þessi orð og sennilega oftar en
mig langaði þá. Man eftir ótal
skiptum þegar við vinirnir ætl-
uðum í þrjúbíó en þá þurfti ég
að byrja að impra á þessu við
þig snemma dags því þú gast
ekki með nokkru móti svarað já
eða nei og það strax. Við skul-
um sjááá til Edda mín … úff
aftur sagði hann þessa setningu
hugsaði ég.
Og svo þegar svarið kom og
það var jákvætt þá var komið
að því að semja um aukakrónur
fyrir poppi og kók. Þú stakkst
upp á því að ég poppaði heima
og blandaði Egilsdjús í brúsa
og tæki með. Nei, pabbi, allir
hinir mega kaupa sér popp og
kók og af hverju þarf ég þá að
taka nesti með mér? Þegar allt
var klappað og klárt og samn-
ingar í höfn þá mátti maður ald-
eilis setja undir sig hausinn til
að ná strætó sem þá gekk að
mig minnir á klukkustundar
fresti, ef ekki tveggja í Garða-
bæinn … því ef maður missti af
honum þá varð suðið til einskis,
ég færi þá bara í bíó næst.
Setninguna sem ég þoldi ekki
tileinkaði ég mér hinsvegar
óvart sjálf seinna í lífinu. Svara
dóttur minni með henni óspart,
fjölskyldunni, vinum og vinnu-
félögum.
Ég get ekki sagt að ég sé
beint vinsæl þegar ég slæ henni
fram, t.d. þegar mér er boðið í
jólamat nú eða áramótahitting
þá kemur þessi gullna setning
„við skulum sjá til“.
Þú varst lífsglaður húmoristi
og ekki má gleyma gallharður
sjálfstæðismaður, svo harður að
þú fluttir í Norðurbakkann í
Hafnarfirði og beint fyrir neðan
þig var skrifstofa flokks-
ins … stutt að fara á fund, svar-
aðir þú.
En þetta er bara eitt af
mörgu sem kemur upp í hugann
þegar ég læt hann reika.
En takk fyrir ferðalagið,
pabbi minn, elska þig mikið og
meira en ég kom orðum að. Veit
að þú ert kominn í kaffi með
ömmu, afa og Agga frænda og
þið kallarnir veltið fyrir ykkur
bílum og vélum af öllum stærð-
um. Berðu kveðju til þeirra og
stórt knús.
Þín dóttir,
Edda.
Elsku pabbi minn, þá er svo
sárt að kveðja þig. En eftir
harða baráttu við illvígan og
andstyggilegan sjúkdóm var
þetta kærkomin blessun og
hvíld. En þakklátur er ég fyrir
allan þann góða tíma sem við
áttum saman.
Mér þótti það alltaf gaman
að fá að koma með í vörubílinn,
hvort sem um skutl í skólann
var að ræða eða bara nokkra
rúnta upp í gryfjur og á vinnu-
stað. Alltaf var notalegt og
áhugavert að hringja eða kíkja í
kaffi til ykkar Guðrúnar og
spjalla um málefni líðandi
stundar, því af nógu var að
taka. Ég sakna þess og hef gert
um nokkra hríð, þar sem veik-
indin voru verulega farin að
segja til sín síðastliðin tvö ár.
Sá áratugur sem þið bjugguð í
sveitinni fer seint úr minni.
Óteljandi góðar stundir, mikil
vinna erfið og krefjandi. En
gleðin og ánægjan sem fylgdi
þegar uppskeran kom var svo
mikil að allt puðið gleymdist og
ánægja og stolt tóku yfirhönd-
ina. Þaðan á ég mínar bestu
minningar í fallegri náttúru inn-
an um skepnur, tæki og af-
bragðsfólk allt um kring í sveit-
inni góðu.
Þú kenndi mér svo margt um
lífið bæði beint og óbeint. Sá
lærdómur hefur gagnast mér
vel og mun að vonum ganga yfir
til minna barna. Bílar og vélar
voru þér hugleikin, og var aðdá-
unarvert að sjá og upplifa kunn-
áttu þína og skilning á hinum
ýmsu tækjum.
Og oftar en ekki leystirðu hin
ýmsu vandamál og bilanir á
góðan máta. Vinna átti hug þinn
allan allt fram á síðustu stundu,
sem þýddi líka færri samveru-
stundir og minni frítíma, en
alltaf var eitthvað sem þurfti að
laga, breyta eða bæta.
En í heild yfir varstu traust-
ur, heiðarlegur, réttlátur, harð-
duglegur og góð fyrirmynd.
Ég kveð þig með þakklæti í
brjósti og ljóði sem þú raulaðir
fyrir mig á kvöldin þegar ég
var háttaður og kominn uppi i
rúm.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái’ að spilla.
Það ætíð sé mín iðja
að elska þig og biðja,
þín lífsins orð að læra
og lofgjörð þér að færa.
Þín umsjón æ mér hlífi
í öllu mínu lífi,
þín líknarhönd mig leiði
og lífsins veginn greiði.
Mig styrk í stríði nauða,
æ styrk þú mig í dauða.
Þitt lífsins ljósið bjarta
þá ljómi’ í mínu hjarta.
Með blíðum barnarómi
mitt bænakvak svo hljómi:
Þitt gott barn gef ég veri
og góðan ávöxt beri.
(Páll Jónsson)
Ég mun ávallt geyma í
brjósti mér þessar góðu minn-
ingar um þig, elsku pabbi minn.
Hvíl í friði, minningin lifir.
Þinn sonur.
Hafsteinn Þór.
Núna ertu kominn á leiðar-
enda, elsku pabbi minn, úr þín-
um allra seinasta túr og laus við
þennan illvíga sjúkdóm Alz-
heimer. Þú varst alla tíð iðinn
og vinnusamur, sennilega sá
duglegasti sem ég hef þekkt.
Alinn upp að mestu í Hvalfirði á
bænum Útkoti. Vörubílstjóri
nánast alla þína tíð, að frátöld-
um 10 árum sem bóndi í
Vestur-Landeyjum.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar um okkur saman að brasa
eitthvað hvort sem það voru
sveitastörf eða eitthvað annað.
Þú varst alltaf úrræðagóður og
varst vanur að bjarga þér, mað-
ur orða þinna. Hafsteinn er
nafn sem lýsir þér best, klettur
í hafi sem stendur sína vakt
sama hvað á dynur. Það var
alltaf stutt í húmorinn þinn og
eins og þú hreinlega nenntir
ekki að sóa tíma í að ergja þig á
smáatriðum.
Þú hafðir keypt seinasta nýja
vörubílinn þinn Volvo FH 480
árið 2007. Þá sjálfur orðinn 66
ára og mér fannst eins og þig
langaði að keyra í nokkur ár í
viðbót, enda alltaf við góða
heilsu og hafðir gaman af starf-
inu. Ári seinna var allt gjör-
breytt og við tóku miklar
áhyggjur sem ég trúi að hafi
gengið þér mjög nærri. Þá lík-
lega með sjúkdóminn á frum-
stigi. Það var gríðarlega sárt að
sjá og heyra af því hvernig Lýs-
ing hf. beitti sér af hörku og
viðhélt sínum óheiðarleika allt
fram á seinustu stundu. Þar
sem þú varst alltaf vanur að
standa við þína samninga ólíkt
Lýsingu, varð það þér svo erfitt
að sætta þig við stöðuna sem
upp var komin. Þótt þú hafir lít-
ið talað um þetta vissi ég hvern-
ig þér leið. Þetta álag tók þig
frá okkur mun fyrr en annars
hefði orðið, það er ég viss um.
Í sveitinni var margt brasað,
t.d. gáfuð þið Guðrún mér Trab-
ant 601 sem er enn til. Þær
voru ófáar ökuferðirnar sem við
feðgar fórum í um landareign-
ina á þessum bíl. Í einni ferð-
inni gaf sig heddpakkning í
honum og eins og þér einum
var lagið smíðaðir þú nýja
pakkningu, hún er enn í honum.
Einn vetrardag í sveitinni
komst þú labbandi neðan úr
mýri svolítið skömmustulegur,
en þú hafðir verið að gefa hest-
unum á traktornum. Á klaka-
bunka hafðir þú „lent“ í því að
spóla traktornum í hálfhring
þar til hann greip í fast og valt
á hliðina. Þú gast ekki annað en
hlegið að þessu. Þú varst alltaf
mjög laginn við að keyra, sér-
staklega vélar af gamla skól-
anum. Í Fíflholti var gamall
Ford-vörubíll sem var notaður
heima við, hann var látinn
renna í gang og því svo til
bremsulaus. Þú fórst svo létt
með að láta hann renna af stað,
detta í gang, skella í bakkgír og
bakka upp brekkuna. Þetta gat
nú ekki verið flókið hugsaði ég.
Ég reyndi þetta, en fór nú bara
niður brekkuna á vörubílnum
með eitt hlið með mér. En sein-
ustu árin voru þér afar erfið,
Þar sem sjúkdómurinn ágerðist
mjög hratt og hamlaði þér al-
gjörlega í einu og öllu. Orðin
þín týndust eitt af öðru og þú
þurftir að nota hjólastól. En
þegar við horfðumst í augu náð-
um við oftast saman, þó ekki
alltaf. Elsku pabbi minn, núna
kveð ég þig í seinasta skipti.
Takk fyrir allar samverustund-
irnar og alla hjálpina.
Arnar Þór Hafsteinsson.
Pabbi greindist með Alzheim-
er fyrir þremur árum. Sjúk-
dómurinn lagðist með fullum
þunga á föður okkar og var nöt-
urlegt að horfa upp á hraustan
mann sem alla tíð vann mikið
og var sjálfstæður með allt,
hverfa inn í óminnisheim. Hann
sem átti að eiga sín bestu ár um
þessar mundir. Frá unga aldri
var pabbi meira og minna í
vinnunni.
Hann flutti níu ára í Útkotið
með foreldrum sínum, og eins
og títt var byrjuðu börn að
vinna ung, hann var að sjálf-
sögðu fyrst að hjálpa foreldrum
sínum með búið, en á unglings-
aldri var hann m.a. fjósamaður í
Hvammsvík í Kjós, og á Esju-
bergi á Kjalarnesi. Þá var hann
í byggingarvinnu við Reykja-
lund um 15-16 ára. Oft á tíðum
gekk hann alla leið frá Útkoti.
Þegar pabbi var 16 ára keypti
hann jarðýtu sem hann notaði í
vegagerðina í Hvalfirði, upp frá
því vann hann sjálfstætt. 17 ára
keypti hann fyrsta vörubílinn,
Studebaker, og keyrði hjá vega-
gerðinni. Fyrst var hann í bíl-
stjórafélaginu Goða, sem síðar
rann inn í Þrótt. Þar keyrði
hann í mörg ár. Hann var ávallt
með sinn eigin bíl eða sem sjálf-
stæður verktaki.
Árið 1990 söðlaði hann um og
gerðist bóndi að Eystra Fífl-
holti í V-Landeyjum í 10 ár.
Hann naut bústarfa, en sneri
aftur til akstursins sem átti hug
hans allan, allt þar til yfir lauk.
Því þegar minnið fór að dvína
þá leitaði hugurinn alltaf í
keyrsluna og voru ófáar stund-
irnar sem hann hélt sig vera að
koma úr ferð – eða fara í aðra
ferð. Enda sat pabbi aldrei auð-
um höndum, var árrisull með
eindæmum og einstaklega
vinnusamur.
Vörubílar og bílstjórar voru
og eru í okkar ætt, í allar áttir
ef svo má segja. Ekki var til
fólksbíll á heimilinu þegar við
eldri börnin vorum lítil, allar
ferðir voru farnar á vörubílnum.
Jafnvel í útilegu í Galtalæk, þá
var farið á vörubílnum. Okkur
þótti viðburður að setjast í
fólksbíl, og fyrsti fólksbíllin sem
við munum eftir hjá pabba, var
Ford Taunus og var hann með
plötuspilara. Það fannst okkur
æðislegt.
Pabbi var spaugsamur og
hafði gaman af að segja frá
þegar hann 16-17 ára fór einn
túr á Neptúnus, átti hann að
færa skipsfélögum sínum mat á
bakka fram í lúkar. Eitthvað
var veltingurinn mikill þannig
að bollurnar rúlluðu af bakk-
anum á dekkið.
Hann gerði sér lítið fyrir og
hljóp á eftir bollunum og kart-
öflunum, skellti þeim aftur á
bakkann og karlarnir átu þær
síðan með bestu lyst, en skip-
stjórinn sem sá til, hrósaði hon-
um í hástert fyrir snaggaraleg
viðbrögð.
Auðvitað eigum við margar
minningar með pabba sem föð-
ur með okkur krakkana í leik
og starfi, en þær hefðu mátt
vera fleiri.
Við fórum stundum í sund og
var þá kannski keyptur ís. Það
er stór barnahópurinn sem hef-
ur verið í kringum pabba alla
tíð, því auk okkar fimm barna
hans, átti hann stjúpbörn og
fullt af barna- og barnabarna-
börnum. En hans tími var alltaf
í vinnunni, sem minnir okkur á
að við þurfum líka að njóta
augnabliksins.
Pabbi var orðvar maður,
hæglátur, með mikið jafnaðar-
geð sem ekki var haggað, en
alltaf var stutt í spaugið og gat
hann verið mjög orðhnyttin.
Með pabba er genginn ákaf-
lega heiðarlegur, traustur og
góður maður.
Hulda og Alfreð
Hafsteinsbörn.
Kvöldið 11. október fann ég
mig knúinn til að hringja í Guð-
rúnu konu Hafsteins til að
frétta af líðan míns gamla vinar,
skólabróður og sveitunga, Haf-
steins frá Útkoti. Sat hún þá við
dánarbeð manns síns. Næsta
dag frétti ég að Hafsteinn hefði
skilið við um klukkustund eftir
að ég hringdi. Alzheimers-sjúk-
dómurinn lagði þennan ljúfa
sómamann að velli. Ég hitti
Hafstein í síðasta skiptið á
Hlévangi fyrir um tveimur mán-
uðum, þá sviptur persónuleika,
minni og gleði sem var rík í
hans lífi. Ég lék á nikkuna fyrir
vistmenn og það gladdi mig
virkilega er Hafsteinn klappaði
veiku klappi eftir hvert lag.
Ég kom 12 ára inn í sam-
félagið á Kjalarnesi, þá mótaður
frá afskekktu byggðarlagi á
Hafsteinn Pétur
Alfreðsson
Fyrir stuttu bár-
ust okkur þær
sorgarfréttir að
vinur okkar, hann
Geiri, hefði kvatt þennan heim.
Við vinkonurnar kynnumst
Geira í bæjarvinnunni árið 1989
þar sem við vorum í sumar-
vinnu. Við urðum strax vinir og
var hann okkur alltaf ótrúlega
góður.
Það var mjög þægilegt að
Ásgeir Einar
Steinarsson
✝ Ásgeir EinarSteinarsson
fæddist 18. apríl
1958. Hann lést 6.
október 2018.
Ásgeir var jarð-
sunginn 24. októ-
ber 2018.
vinna með honum,
Geiri var alltaf svo
hjálplegur og það
var mikið hlegið og
fíflast í vinnunni,
okkur leiddist
sjaldan. Ef eitt-
hvert sprell var í
gangi var Geiri allt-
af tilbúinn að taka
þátt enda einstak-
lega léttur í lund.
Það sem kemur
fyrst upp í minningunni eru ótal
skemmtilegar ferðir í Þórs-
mörk, sem við elskuðum öll að
heimsækja. Kom fyrir að við
værum að vinna á laugardegi og
það var ákveðið samdægurs að
gaman væri að skella sér í
Mörkina, það var pakkað í hraði
og brunað úr bænum eftir
vinnu. Svona óvæntar ferðir
urðu að skemmtilegustu ferðun-
um.
Eitt sinn fórum við í ógleym-
anlega ferð upp á Sólheimajök-
ul, þar sem við lékum okkur á
vélsleða og skíðum í bongóblíðu,
skelltum okkur á eftir í sund í
Seljavallalaug, þar tóku á móti
okkur naktir Þjóðverjar sem
vildu ekki hlýða fyrirmælum
starfsmanna um að skipta um
föt í búningsklefa eins og allir
aðrir og fannst gaman að ögra
öðrum gestum laugarinnar.
Þessu hlógum við mikið að, svo
var endað eins og venjulega í
yndislegu Þórsmörkinni og yfir-
leitt urðu Básar fyrir valinu, þar
sem grilluð var yndisleg máltíð
og sungið fram eftir nóttu.
Geiri var alveg ótrúlega
hjálplegur í eðli sínu, dekraði
við alla í kringum sig og var
ótrúlega góður við alla sem
hann átti í samskiptum við. Við
værum ótrúlega rík þjóð ef allir
væru eins góðhjartaðir og Geiri,
ekkert slæmt til í þessum dreng
og ótrúlega ljúfur og við erum
öll ríkari að hafa kynnst þessum
gæðadreng.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt og hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þökk fyrir allt, Geiri, þínar
vinkonur,
Selma Gísladóttir og Sandra
Margrét Björgvinsdóttir.