Morgunblaðið - 06.11.2018, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2018
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
0
4
8
2
BMW 225xe PLUG-IN HYBRID
MEÐ FJÓRHJÓLADRIFI.
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR
BMW 225xe xDrive. Verð: 5.750.000 kr. með LUXURY LINE.
Dakota leðuráklæði, vetrardekk, upphitað stýri, aðfellanlegir og birtutengdir speglar, lykillaust aðgengi, rafdrifinn afturhleri með snertilausri opnun, bakkmyndavél og nálgunarvarar
framan og aftan, skyggðar afturrúður, 9 hátalara hljómkerfi, LED aðalljós og inniljós, rafdrifin framsæti með minni á ökumannssæti, leggja í stæði hjálp og þakbogar.
Sheer
Driving Pleasure
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Tíu vikum áður en kjarasamningar
renna út á viðræðuáætlun milli
samningsaðila að liggja fyrir. Það
er búið að skila inn þremur við-
ræðuáætlunum
vegna 82 kjara-
samninga sem
renna út um ára-
mót. Það þýðir
ekki að þurfi að
skila inn 82 við-
ræðuáætlunum,
þar sem stéttar-
félög í samfloti
skila einni áætl-
un fyrir allan
hópinn,“ segir
Bryndís Hlöðversdóttir ríkis-
sáttasemjari, en á heimasíðu Ríkis-
sáttasemjara er hvatning til
samningsaðila um að skila inn
viðræðuáætlun. Bryndís segir að ef
áætlun sé ekki skilað geri embættið
slíka áætlun.
„Viðræðuáætlanir voru settar í
lög um stéttarfélög og vinnudeilur
árið 1996. Þær eru eðlilegur liður í
undirbúningi kjarasamninga og vel
ígrunduð áætlun getur skipt miklu
máli. Viðræðuáætlanir sem ríkis-
sáttasemjari gerir eru yfrleitt
byggðar á fyrri áætlunum og því
aldrei eins vel ígrundaðar og við-
ræðuáætlanir sem aðilar koma sér
saman um,“ segir Bryndís og bætir
við að sáttasemjari leitist sífellt við
að bæta verklag í samningaferlinu
og í ár sé samninganefndum og
þeim sem koma að kjarasamningum
boðið upp á þriggja daga námstefnu
í samningagerð að fyrirmynd ILO,
Alþjóðavinnumálastofnunarinnar.
Samningatækni kennd
Þar sitji saman fulltrúar beggja
samningsaðila, þeir sem eru að
stíga sín fyrstu skerf í kjarasamn-
ingagerð og margreyndir samn-
ingamenn. Námstefnan gangi út á
að kenna góða samningahætti. Á
námstefnunni sé m.a. farið yfir
samningatækni, lagaramma kjara-
samningagerðar, efnahagslega
þætti og mörkin sem gilda um
þagnarskyldu. Bryndís segir
þagnarskyldu gilda um það sem
fram fari á samningafundum. Á
sama tími geti myndast togstreita
milli samninganefnda og baklands
þeirra, sem vilji að sjálfsögðu fá að
fylgjast með gangi mála sem og al-
menningur.
Aðsókn að námstefnunum hefur
farið fram úr björtustu vonum, að
sögn Bryndísar, en þrjú hundruð
manns muni sitja þær. Fullt sé á
allar fjórar námstefnurnar og
hugsanlegt að einni námstefnu
verði bætt við eftir áramót ef eftir-
spurn verði næg.
Aðstoðarsátta-
semjurum fjölgar
Bryndís býr sig og embættið
undir miklar annir á næstunni og
segir sífellt unnið að því að gera
samningaviðræður og aðkomu
Ríkissáttasemjara að þeim skilvirk-
ari.
„Í samningaviðræðunum nú verð-
ur sú nýbreytni að við bjóðum upp
á fleiri aðstoðarsáttasemjara en
verið hefur. Magnús Jónsson, fyrr-
verandi veðurstofustjóri, var í
hlutastarfi og kom inn á álags-
punktunum. Nú munum við að
norskri fyrirmynd kalla til hóp
fólks í verktöku sem aðstoðar sátta-
semjara til þess að tryggja að það
standi ekki á Ríkissáttasemjara að
samningalotur klárist,“ segir Bryn-
dís og bendir á að með þessu fáist
aðstoð í mestu törnunum án þess að
embættið bæti við sig föstu starfs-
fólki.
„Aðstoðarsáttasemjararnir eiga
að mínu mati eftir að betrumbæta
vinnuumhverfið í kringum kjara-
samninga,“ segir Bryndís, sem tók
við starfi ríkissáttasemjara í miðri
kjaradeilu Starfsgreinasambandsins
og VR árið 2015.
Kallað eftir fleiri
viðræðuáætlunum
Aðeins þrjár viðræðuáætlanir komnar til sáttasemjara
82 samningar lausir um áramót Námstefna haldin
Bryndís
Hlöðversdóttir
Fiskeldisfyrirtækin Arctic Sea
Farm hf. og Fjarðalax hf. hafa
fengið rekstrarleyfi til bráðabirgða
til tíu mánaða fyrir laxeldi í sjókví-
um í Patreksfirði og Tálknafirði
samkvæmt ákvörðun Kristjáns
Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra. Frá þessu
var greint í fréttatilkynningu á vef
atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytisins í gær.
Matvælastofnun veitti fyrirtækj-
unum rekstrarleyfi í lok árs 2018
en úrskurðarnefnd umhverfis- og
auðlindamála felldi þau úr gildi 27.
september síðastliðinn.
Lögum breytt í
síðasta mánuði
Í tilkynningunni segir að með
breytingum sem gerðar voru á lög-
um um fiskeldi í síðasta mánuði
hafi ráðherra verið veitt heimild, að
fenginni umsögn Matvælastofn-
unar, til að gefa út tímabundið
rekstrarleyfi til allt að tíu mánaða.
„Við ákvörðun leyfis til Arctic
Sea Farm og Fjarðalax var óskað
eftir umsögnum frá Matvæla-
stofnun, Byggðastofnun, Skipulags-
stofnun og Umhverfisstofnun. Jafn-
framt var andmælendum veitt
tækifæri til að koma sínum sjónar-
miðum á framfæri,“ segir í tilkynn-
ingu ráðuneytisins.
Leyfin eru bundin ákveðnum
skilyrðum, m.a. skal Matvæla-
stofnun hafa eftirlit með fjölda út-
settra laxaseiða, leyfishafi ber
ábyrgð á vöktun og rannsóknum til
að meta vistfræðileg áhrif á nán-
asta umhverfi og leyfishafa ber
skylda til að nota erfðavísa þannig
að unnt sé að rekja uppruna eldis-
laxa til ákveðinna sjókvíaeldis-
stöðva. Auk þess ber fyrirtækj-
unum að hefjast þegar handa við
að bæta úr þeim göllum sem úr-
skurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála taldi vera á málsmeðferð
við útgáfu rekstrarleyfisins sem
var ógilt og, eða, láta reyna á lög-
mæti ógildingar þeirra fyrir dóm-
stólum.
Bráðabirgðaleyfi
til sjókvíaeldis
Arctic Sea Farm
og Fjarðalax fá
leyfi til tíu mánaða
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Fiskeldi Leyfi fiskeldisfyrirtækj-
anna voru felld úr gildi í september.