Morgunblaðið - 01.11.2018, Side 11

Morgunblaðið - 01.11.2018, Side 11
Strax við fimmtán ára aldur má greina að stúlkur hafa mun minni áhuga á raungreinum en piltar og víða reyna stjórn- völd að bæta úr því. Á myndinni er dr. Donna Strickland sem hlaut á dögunum Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði. Það hve fáar konur og stúlkur leggja stund á raungreinanám í bæði fram- halds- og háskólum hefur valdið því að hjá þróuðu hagkerfunum hefur orðið til „stafrænt kynjabil“ hjá upp- finninga- og hugbúnaðarfólki. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu OECD. Skýrslan, sem fengið hefur titilinn Bridging the Digital Gender Divide, er fyrsta heildstæða rannsóknin á hvernig kynin skipta með sér einka- leyfaumsóknum á stærstu hugverka- mörkuðum heims: Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Suður-Kóreu og Kína. Kom í ljós að á árunum 2010 til 2015 voru aðeins 9 af hverjum 100 einkaleyfum sem veitt voru í G20 löndunum veitt vegna uppfinninga kvenna. Hlutfallið lækkar niður í 7 af hverjum 100 þegar skoðuð eru einka- leyfi vegna nýrrar upplýsinga- og samskiptatækni. Þó svo að hlutur kvenna í úthlutuð- um einkaleyfum hjá G20-ríkjunum hafi hækkað úr 5,6% árið 1994 upp í 8,4% árið 2014 varar Mariagraza Squicciarini, höfundur skýrslunnar, við því að ef þróunin heldur áfram með sama hraða „megi vænta þess að hlutur kynjanna í nýsköpun verði ekki farinn að nálgast jafnvægi fyrr en árið 2080.“ Dr. Squicciarini, sem er hátt settur hagfræðingur hjá OECD, og meðhöf- undar hennar hjá stofnuninni komust að því að enn sjaldgæfara er að þau uppfinningamannateymi sem standa að baki einkaleyfaumsóknum hjá G20 ríkjunum séu eingöngu skipuð kon- um, eða aðeins 4% tilvika frá 2010 til 2015. Á sama tímabili voru meira en þrjú af hverjum fjórum uppfinn- ingateymum einvörðungu skipuð karlmönnum. OECD skoðaði líka hvernig kynja- skiptingin er í hugbúnaðargeiranum og komst að því að af þeim opnu hug- búnaðarpökkum sem þróaðir voru með hugbúnaðarmálinu R frá október 2012 til desember 2017 voru þróunar- teymin eingöngu skipuð karlmönnum í þremur af hverjum fjórum tilvikum. Bilið myndast snemma Höfundar skýrslunnar telja að „stafræna kynjabilið“ megi rekja til þess hvernig menntun er háttað bæði á grunn- og háskólastigi. Samkvæmt tölum OECD mynda konur aðeins fjórðung útskrifaðra nemenda raungreinadeilda háskól- anna í G20 löndunum, þ.e. á sviðum vísinda, tækni, verkfræði og stærð- fræði. Squicciarini segir að af þeim sem útskrifast með gráðu á þessum svið- um „fara færri konur en karlar í störf tengd sínu fræðasviði“. En greina má mun í áhuga kynjanna á raungreinum mun fyrr en það. Höfundar skýrslunnar segja að í OECD-löndunum séu fimmtán ára piltar líklegri til að vilja starfa í upp- lýsinga- og samskiptatæknigeiranum en stúlkur á sama aldri, alveg óháð frammistöðu þeirra í námi. Þegar OECD-löndin 35 voru skoðuð sem ein heild kom í ljós að aðeins 0,5% stúlkna á fimmtánda aldursári sögðust vilja vinna við upplýsingatækni, en 5% piltanna, samkvæmt alþjóðlegum námsmannakönnunum OECD. „Nemendur og kennarar virðast ekki leggja eins hart að stúlkum og piltum að mennta sig í raungreinum og eru ýmsar ástæður fyrir því,“ segir Squicciarini. „Í tilviki stúlknanna gæti verið að foreldrum þeirra hugnaðist betur að þær stefndu á atvinnuferil sem fellur betur að því að sjá um heimilið, sem heilt á litið virðist reiknað með að lendi á herðum kvenna,“ bætir hún við. Í sumum löndum hafa stjórnvöld markað formlega stefnu sem miðar að því að gera fleiri stúlkur áhugasamar um nám í raungreinum. Árið 2011 hleypti ríkisstjórn Hollands af stokk- unum verkefninu „Talent Viewer“ til að fræða nemendur á aldrinum 9 til 12 ára um þau störf sem raungreina- menntun opnar leiðirnar að. Í Mexíkó á verkefnið „NiñaSTEM Pueden“ að hvetja unga kvenkyns námsmenn til að leggja raungreinarnar fyrir sig og í Evrópu fjármagnar ESB verkefnið „Mind the Gap“ sem á að bæta frammistöðu stúlkna í raungreina- fögum. „Að minnka stafræna kynjabilið og stuðla að því að konur verði virkari þátttakendur á þessu sviði er ekki að- eins til hagsbóta fyrir konurnar sjálf- ar, heldur líka fyrir þeirra nánustu, þar á meðal börnin þeirra, ættingja og nærsamfélag,“ segir Gabriela Ra- mos, starfsmannastjóri OECD og fulltrúi samtakanna hjá G20 hópnum. „Það leiðir, þegar upp er staðið, til minni ójöfnuðar, aukinnar velferðar í samfélaginu og kröftugri hag- vaxtar.“ Færri konur leiða til „stafræns kynjabils“ Eftir Valentinu Romei í London Rannsókn OECD sýnir að konur eiga sáralítinn hlut í einkaleyfum vegna tækni- uppfinninga. AFP MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 11FRÉTTIR Af síðum Að fjárfesta í Silicon Valley Bank hefur reynst ágætis leið til að veðja á velgengni tæknigeirans. Undan- farin fimm ár hefur þetta veðmál aldeilis borgað sig því eignasafn bankans hefur tvöfaldast að stærð og hlutabréfaverðið þrefaldast. En náið samband Silicon Valley Bank og bandarískra sprotafyrirtækja er farið að valda vandræðum nú þegar markaðurinn er í söluham. Senni- lega á bankinn erfiða daga framundan, a.m.k. fram á næsta ár. Flestir mælikvarðar benda til þess að SVB Financial, móðurfyrirtæki bankans, vaxi hratt. Hagnaður félagsins hefur vaxið um nærri tvo-þriðju miðað við síðasta ár. Bankinn nýtur góðs af því að tæknigeirinn er orðinn viljugri en áður að taka lán til að geta ýtt því lengur á undan sér að fara á hlutabréfamarkað eða þynna út eignarhaldið. Tæknigeirinn myndar núna fimmtung af skuldsetningarvísitölu S&P, Leveraged Loan 100, og er það tvöfalt hærra hlutfall en fyrir áratug. Á þremur áratugum hefur bankinn byggt upp gott viðskiptasamband við tækniheiminn og er því oft sjálfgefið að greinin leiti til hans eftir lánum. En núna gæti það gerst að ekki yrði framhald á samfelldri tekjuaukn- ingu hvern ársfjórðunginn á fætur öðrum. Á föstudag birti bankinn upp- gjör þriðja ársfjórðungs sem sýnir að tekjur hafa aukist um þriðjung. En samt lækkaði hlutabréfaverðið um 15%. Finna má tvær mögulegar og óskemmtilegar skýringar á verðlækkun- inni. Önnur er sú að hægt hefur á innlánum. Hin er að gæði lánasafns bankans fer versnandi. Það er aðallega fyrra atriðið sem ástæða er til að hafa áhyggjur af. Það er rétt að afskriftahlutfall – það hlutfall lána sem sennilega tekst ekki að innheimta – hefur hækkað upp í 22 punkta af heildarútlánum, en var 15 punktar á sama tíma í fyrra. Það gæti verið áhyggjuefni fyrir banka sem lánar fyrirtækjum í geira þar sem fáum eignum er til að dreifa til að taka upp í skuldir ef ekki er staðið í skilum. En lánasafnið er í háum gæðaflokki og þar sem bankinn hefur sérhæft sig í þjónustu við frum- kvöðla, áhættufjárfesta, og framtakssjóði nær Silicon Valley Bank að sópa upp innlánum geirans. Hlutfall innlána og útlána hjá SVB er 57%, sem er lægra en hjá mörgum meðalstórum bönkum í Bandaríkjunum. Samdráttur í vexti innlána – sem jukust aðeins um 2% á ársfjórðung- num – veldur meiri áhyggjum. Til að auka innlán þarf bankinn að borga hærri vexti og það myndi bitna á hagnaðinum. Silicon Valley Bank þarf að endurhugsa vaxtarplön sín þar til kemur í ljós hvort bæði niður- sveiflan á hlutabréfamarkaði og minnkandi eftirspurn eftir vörum bankans verður tímabundin eða varanleg. LEX Silicon Valley Bank: lánamörk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.