Morgunblaðið - 01.11.2018, Síða 12

Morgunblaðið - 01.11.2018, Síða 12
FORRITIÐ Fjarvinna er framtíðin. Stjórnendur vita að til að halda í hæfasta starfs- fólkið kemur varla annað til greina en að leyfa þeim sem vilja að vinna að heiman, eða jafnvel í útlöndum. Ef rétt er haldið á spilunum græða allir: starfsmaðurinn fær meiri sveigjanleika til að samræma vinnu og einkalíf, og vinnuveitandinn getur nýtt sér krafta starfsmannsins á dögum sem annars hefðu verið alveg ónýtir, s.s. þegar hjúkra þarf veiku barni eða standa vaktina heima vegna starfsdags í skólanum. En því er heldur ekki hægt að neita að það getur verið snúið að stjórna teymi fólks sem ekki er á staðnum. Eitt er að hafa stöku starfsmann í fjarvinnu, að sinna af- mörkuðum verkefnum, og annað að hafa heilan hóp fagfólks úti um allar þorpagrundir. Teamwatch (http://team- watch.xyz) er nýtt forrit sem á að leysa vandann og virkar bæði fyrir OSX- og Windows-stýrikerfi. Með Teamwatch á m.a. að vera auðvelt að sjá á hvaða tímabelti starfsmenn eru staddir og eins hægt að sjá í einni svipan hver er við tölv- una og hver er fjarverandi, veikur eða einfaldlega í fríi þann daginn. Er því engin hætta á að hringja óvart í starfsmann í miðju matarhléi, eða bíða í margar klukkustundir eftir svari frá kollega sem er steinsofandi hinum megin á hnettinum. ai@mbl.is Haltu betur utan um fjarvinnufólkið 12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018SJÓNARHÓLL Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír, deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Úr Hávamálum. Warren Buffett hefur tjáð sig um orðspor við ýmis tilefni og hann hefur meðal annars sagt eftirfarandi: „Það tekur 20 ár að byggja upp gott orðspor en að- eins 5 mínútur að rústa því. Ef þú hefur þetta hugfast temur þú þér breytt vinnu- brögð“. Við annað tilefni skrifaði hann: „We can afford to lose money – even a lot of money. But we can’t afford to lose reputation – even a shred of reputation“. Mörg íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa nýlega lent í alvarlegum orðsporsvanda. Nýjasta dæmið er svokallað braggamál. Ekki er svo langt síðan Harpa var í kast- ljósinu og enginn hefur lík- legast gleymt máli kísil- verksmiðjunnar United Silicon í Helguvík. Einkennandi fyrir öll þessi mál var að viðbrögð hlut- aðeigandi aðila virkuðu oft á tíðum fálmkennd og gerðu jafnvel illt verra. Ef marka má viðbrögðin ein og sér virðist kunnáttu á sviði orðspors- og krísustjórnunar vera áfátt hér á landi. Sjálfsagt hafa þessi fyrirtæki leitað til ráðgjafa þegar vandinn kom upp en það virðist ekki hafa lægt öldurnar. En hvers vegna hefur tíðni slíkra mála aukist í nú- tímanum og af hverju ná þau svona miklum hæðum í umræðunni sem raun ber vitni? Hér koma hraðvax- andi breytingar á landslagi upplýsingatækninnar og samfélagsmiðlar inn í myndina, en þessir miðlar hafa innleitt nýja ákefð, hraða og slagkraft í fjölmiðlun. Í samfélagi nútímans ríkja tvenns konar fjölmiðlar – annars vegar hefðbundnir, ritstýrðir miðlar sem margir hverjir leggja áherslu á fagmennsku og hins vegar samfélagsmiðlar. Nú getur hver sem er fram- leitt efni, deilt því með öðrum notendum og dreift efninu til stórra hópa notenda á örskotshraða, hve- nær sem er sólarhringsins árið um kring. Þetta er bylting í boðmiðlun sem jafnframt gerir notendum í árásarhug fært að ráðast með miklu afli á ein- staklinga og fyrirtæki. Í þessu sambandi er rétt að minnast orða Marks Zucker- bergs, eins stofnenda Face- book, sem sagði að tilgangur Facebook væri að tengja sam- an fólk og fyrirtæki víða um heim með jákvæðum hætti. Menn geta svo velt því fyrir sér hvort þetta hefur gengið eftir og hvort Facebook hefur frekar verið til góðs eða ills. Gott orðspor er gulls ígildi en jafnframt getur það verið mjög fallvalt. Einnig er ljóst að laskað orðspor er mjög skað- legt fyrirtækjum og stofn- unum. Því er mikilvægt að orð- spori sé stjórnað, það sé litið á það sem hvern annan stjórn- unarþátt sem ber að taka al- varlega og því sé ekki einungis sinnt þegar skaðinn er skeður. Það snýst ekki bara um PR-mál sem tekið er á þegar allt er komið í hnút. Greining og forvarnir fyrirtækja og stofnana á sviði orðsporsstjórnunar skipta hér mjög miklu máli – þeim mun slakari sem þær eru, þeim mun erfiðara getur reynst að slökkva eldana þegar allt fer í bál og brand. Stjórnun orðspors þarf að flétta inn í stefnu- mótunina frá byrjun, auk þess sem sá er stýrir al- mannatengslum fyrirtækisins þarf að vera í nánum tengslum við aðalstjórnendur og með á nótunum í daglegri ákvarðanatöku. MARKAÐSMÁL Þorsteinn Þorsteinsson rekstrarhagfræðingur (M.Sc.) og deildarstjóri hjá Hagstofu Íslands Orðsporsvandi ” Í þessu sambandi er rétt að minnast orða Marks Zuckerbergs, eins stofn- enda Facebook, sem sagði að tilgangur Facebook væri að tengja saman fólk og fyrirtæki víða um heim með já- kvæðum hætti. Menn geta svo velt því fyrir sér hvort þetta hefur gengið eftir og hvort Facebook hefur frek- ar verið til góðs eða ills. HARI Miklu meira en bara Loftdæla OMEGA 12V 30L 8.995ViAir 12V loftdælurí miklu úrvali Öflugar háþrýstidælur 165Bör 1800W áþ 65 19 999 1/2 Topp Viðgerðarbretti 4.895 frá 1.999 34.99 Verkfæraská á hjólum 7.99 9 999 Hjólafesting á bíl frá 3.995 Sonax hreinsivörur á frábæru verði Hjólatjakkur 2T m/tösku 3.795 Álskóflur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.