Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Segja trúnaðarbrest ástæðu …
Anna tekur við sem framkvæmda …
Fjögur átakaár hjá VÍS
Óþekkt kona í stjórn tekjuvefsfélags
Úr fluginu í uppbyggingu
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Fyrirtækjaráðgjöf Kviku metur
kaup HB Granda á Ögurvík sem
hagfelld fyrir félagið að því gefnu að
forsendur stjórnenda HB Granda
um samþættingu félaganna séu
raunhæfar. Þetta kemur fram í áliti
bankans um kaupin sem kallað var
eftir samkvæmt tillögu lífeyrissjóðs-
ins Gildi sem á 8,62% hlut í félaginu.
Sjóðurinn taldi þörf á frekara áliti
vegna fyrirliggjandi tengsla félag-
anna. Guðmundur Kristjánsson er
eigandi Útgerðarfélags Reykjavík-
ur, sem á Ögurvík, en Útgerðarfélag
Reykjavíkur er einnig langstærsti
eigandi HB Granda þar sem Guð-
mundur er jafnframt forstjóri.
„Þetta kemur mér ekki á óvart,“
segir Guðmundur í samtali við Við-
skiptaMoggann. Í álitinu kemur
fram að stjórnendur HB Granda
telji að EBITDA-framlegð á hvert
kíló aflaheimilda muni batna á milli
ára vegna hagfelldari markaðs-
aðstæðna og ytri skilyrða ásamt
lækkun kostnaðar vegna samþætt-
ingar og hagfelldari nýtingar eigna
samþætts félags. „Það þýðir ekkert
að vera í útgerð ef þú átt ekki afla-
heimildir,“ segir Guðmundur Krist-
jánsson inntur eftir frekari við-
brögðum.
Samkvæmt upplýsingum Kviku er
kaupverðið lægra en markaðsvirði
eigna Ögurvíkur. Sé tekið tillit til
mats stjórnenda HB Granda á vænt-
um samlegðaráhrifum í kjölfar
kaupanna er niðurstaða verðmats-
líkans að áætlaður ávinningur HB
Granda af viðskiptunum, m.v. gengi
evru við gerð kaupsamningsins, sé á
bilinu 19,2 til 38,2 milljónir evra eða
sem samsvarar 19,4% til 38,6% af
kaupverði Ögurvíkur.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fyrirtækjaráðgjöf Kviku metur kaup HB Granda á Ögurvík sem hagfelld fyrir
félagið og nemur ávinningurinn skv. matinu 19,2 til 38,2 milljónum evra.
„Kemur mér
ekki á óvart“
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Samkvæmt áliti eru kaup
HB Granda á Ögurvík met-
in sem hagfelld fyrir félagið
að því gefnu að forsendur
stjórnenda þess haldi.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Furðuleg neikvæðni virtist allt íeinu búa um sig í íslensku sam-
félagi nú í haust. Sífellt fleiri virtust
sannfærðir um að kreppa væri í
nánd og að hún yrði síst grynnri en
sú sem reið yfir landið 2008. Gíf-
uryrði hafa verið látin falla um meint
„fall“ íslensku krónunnar og þeir
sem lengst og mest hafa óskað þess
að Ísland gengi í ESB gátu ekki
haldið lengur í sér og bentu á að nú
væri allt að fara í sama gamla farið.
Það var óþverraleikur enda ekk-ert sem bendir til að flökt á ís-
lensku krónunni gefi Íslendingum
ástæðu til að ganga inn í þau veikl-
uðu samtök. Íslenska krónan er um
þessar mundir á pari við það sem
hún var sumarið 2016.
En kreppuviðbrögðin sem minnstvar á hér að ofan benda til þess
að ákveðin einkenni áfallastreit-
uröskunar (e. post traumatic stress
disorder) séu enn að hrjá fólk sem
varð fyrir verulegu og alvarlegu
áfalli í hruninu 2008.
Eitt helsta einkenni slíkrar rösk-unar er það að sá sem fyrir
áfalli verður sannfærist um að slíkt
muni henda aftur, jafnvel þótt ekk-
ert gefi ástæðu til að ætla að svo
verði. Fólk verður að minna sig á að
bankaáfallið 2008 var einstakt í hag-
sögu þjóðarinnar og skýrðist bæði af
veikleikum innanlands og alþjóðlegri
lánsfjárkreppu. Þær aðstæður sem
leiddu til þess eru víðsfjarri íslensku
hagkerfi og almenningi í dag.
Einkenni
áfallastreituFádæma góðæri er lýsing sem not-ast mætti við til að lýsa uppgangi
síðustu ára. Kaupmáttur fólks hefur
aukist meira á síðustu árum en
nokkru sinni fyrr í hagsögu þjóðar-
innar. Síðustu þrjú árin hefur kaup-
máttur að jafnaði aukist um 20% og
um 25% þegar litið er til lægstu launa.
Þessi þróun hefur leitt til þess að jöfn-
uður mælist nú meiri en á öðru
byggðu bóli í heiminum og dregið hef-
ur úr ójöfnuði í hagsveiflunni, þvert á
það sem ýmsir leyfa sér að halda fram.
Þessi jákvæða þróun, sem haldamætti á lofti í stað þess að gera
lítið úr, líkt og virðist mjög í tísku nú
um stundir, hefur komið til vegna
þess að innan hagkerfisins hefur
framleiðslan aukist. Ferðaþjónustan
hefur vaxið með ógnarhraða og hjól
atvinnulífsins hafa snúist nær
snurðulaust. Á fyrri helmingi þessa
árs var þjónustujöfnuður við útlönd
t.d. jákvæður sem nam 90 milljörðum
króna. Á síðasta ári var hann jákvæð-
ur um 271 milljarð króna! Á sama
tíma hefur vöruskiptajöfnuðurinn
verið neikvæður en það er til marks
um þróttmikla fjárfestingu og hún
mun til lengri tíma styðja við þjón-
ustujöfnuðinn og þau tækifæri sem í
hagkerfinu búa.
Þessa einstöku stöðu verður aðverja og vernda. Takist það ekki
má gera ráð fyrir því að misskipting
aukist og að sú mikla kaupmáttar-
aukning sem tryggð hefur verið fuðri
upp. Tryggja verður að fyrirtækin í
landinu geti risið undir þeim launum
sem greidd eru. Nýlegar tölur sem
greiningardeild Arion banka birti
varpa ljósi á að þar gætu verið blikur
á lofti.
Í nær öllum atvinnugreinum hefurlaunakostnaður sem hlutfall af
tekjum aukist verulega frá 2014. Það
á við í sjávarútvegi þar sem hlutfallið
hefur farið úr 25% í 28%, í verslun og
þjónustu úr 11% í 15% og í ferðaþjón-
ustunni úr 19% í hvorki meira né
minna en 26%. Það er aðeins í bygg-
ingastarfsemi sem hlutfallið hefur
lækkað, farið úr 26% í 25%. Sé at-
vinnulífið skoðað í heild hefur hlut-
fallið farið úr 19% í 22%.
Laun vaxið umfram tekjur
Bréf í flugfélaginu Ice-
landair hafa hækkað
um 8,4% það sem af
er degi í 503 milljóna
viðskiptum.
Bréf í Icelandair
rjúka upp
1
2
3
4
5
SETTU STARFSFÓLKIÐ
Í BESTA SÆTIÐ