Fréttablaðið - 04.03.2019, Blaðsíða 36
degi síðar tókst nágrönnum Liver-
pool í Everton að krækja í stig og
koma í veg fyrir að þeir rauðklæddu
hrifsuðu toppsætið til sín á ný.
Lykilmenn fjarverandi
Það er algengt að lið gleymi sér í
kæruleysi í fyrsta leiknum eftir
að hafa unnið titil og var verkefni
Manchester City um helgina ekki
auðvelt. Bournemouth hefur verið
mun sterkara á heimavelli en á
útivelli líkt og sást þegar Chelsea
fékk að kenna á því í heimsókn
fyrr í vetur. Þá mætti City til leiks
án tveggja af mikilvægustu leik-
mönnum liðsins til baka, Aymeric
Laporte hefur verið sem klettur í
vörn liðsins og Fernandinho hefur
um árabil verið mikilvægasti leik-
maður liðsins á miðjunni.
Besti maður liðsins á síðasta
tímabili, Kevin De Bruyne, fór
meiddur af velli í fyrri hálf leik og
bættist við meiðslalista liðsins en
þá kemur sér vel hvað leikmanna-
hópur liðsins er gríðarsterkur. Þegar
De Bruyne fór af velli gat Guardiola
kallað á Alsíringinn Riyad Mahrez
sem var valinn besti leikmaður
deildarinnar fyrir þremur árum.
Mahrez hefur átt erfitt uppdráttar
í liði Manchester City og verið í
aukahlutverki en um helgina var
hann hetjan og skoraði eina mark
leiksins af stuttu færi eftir stífa sókn
City-manna.
Annan leikinn í röð var munur-
inn ekki nema eitt mark og því
alltaf möguleiki á jöfnunarmarki
en líkt og gegn West Ham var lítið
sem ekkert sem benti til þess að
Bourne mouth myndi jafna leikinn
um helgina.
Guardiola fór fögrum orðum um
spilamennsku sinna manna eftir
leikinn. Þrátt fyrir að hafa unnið
leiki með mun meiri mun var
Guardiola á því að spilamennskan
gegn Bournemouth hefði verið ein
sú besta síðan hann tók við taum-
unum.
„Þetta var ótrúlegt, sennilega ein
besta frammistaða liðsins síðan ég
tók við Manchester City. Það voru
allir leikmenn liðsins tilbúnir og
það gekk allt upp. Við stýrðum
leiknum á öllum sviðum sem er
hreint út sagt magnað eftir 25 leiki
á síðustu þremur mánuðum,“ sagði
Guardiola og bætti við:
„Bournemouth er með öf lugt
lið sem er erfitt heim að sækja en
þeir áttu ekki skot á markið hérna
í dag. Við stýrðum öllum þeirra
aðgerðum og í sókninni tókst okkur
að finna lausnir þrátt fyrir að þeir
væru með tíu leikmenn í eigin víta-
teig.“
Enska úrvalsdeildin
Staðan
Úrslit 29. umferðar 2018-19
Tottenham - Arsenal 1-1
0-1 Aaron Ramsey (16.), 1-1 Harry Kane,(74.).
Bournem. - Man. City 0-1
0-1 Ryiad Mahrez (55.).
Brighton - Huddersfield 1-0
1-0 Florin Andone (79.).
Burnley - Crystal Palace 1-3
0-1 Phil Bardsley (15.), 0-2 Michy Batshuayi
(48.), 0-3 Wilfried Zaha (76.), 1-3 Ashley
Barnes (90.).
Man. United - Southamp. 3-2
0-1 Yann Valery (26.), 1-1 Andres Pereira
(53.), 2-1 Romelu Lukaku (59.), 2-2 James
Ward-Prowse (75.), 3-2 Lukaku (89.).
Wolves - Cardiff 2-0
1-0 Diego Jota (16.), 2-0 Raul Jimenez (18.).
West Ham - Newcastle 2-0
1-0 Declan Rice (7.), 2-0 Mark Noble (42.).
Watford - Leicester 2-1
1-0 Troy Deeney (5.), 1-1 Jamie Vardy (75.),
2-1 Andre Gray (90+2.).
Fulham - Chelsea 1-2
0-1 Gonzalo Higuain (20.), 1-1 Callum Cham-
bers (28.), 1-2 Jorginho (31.).
Everton - Liverpool 0-0
FÉLAG L U J T MÖRK S
Man. City 29 23 2 4 76-20 71
Liverpool 29 21 7 1 64-15 70
Tottenham 29 20 1 8 56-30 61
Man. Utd. 29 17 7 5 58-38 58
Arsenal 29 17 6 6 61-39 57
Chelsea 28 17 5 6 49-30 56
Wolves 29 12 7 10 37-35 43
Watford 29 12 7 10 41-41 43
West Ham 29 11 6 12 37-41 39
Everton 29 10 7 12 39-39 37
Leicester 29 10 5 14 35-41 35
Bournem. 29 10 4 15 39-54 34
C. Palace 29 9 6 14 35-39 33
Newcastle 29 8 7 14 26-36 31
Brighton 28 8 6 14 30-41 30
Burnley 29 8 6 15 30-41 30
Southamp. 29 6 9 14 32-49 27
Cardiff 29 7 4 18 25-57 25
Fulham 29 4 5 20 27-65 17
Huddersf. 29 3 5 21 15-51 14
Manchester City komið með örlögin í eigin hendur
Lærisveinar Pep Guardiola létu meiðslavandræði ekki stöðva sig gegn Bournemouth á útivelli. Það er ekki að sjá neina bikarþynnku hjá leikmönnum Manchester City sem hafa
unnið tvo leiki í röð og yfirspilað andstæðinga sína þrátt fyrir að sakna nokkurra lykilleikmanna. Draumurinn um fernuna sem Guardiola vill ekki ræða er áfram í sjónmáli.
FÓTBOLTI Manchester City komst
aftur upp fyrir Liverpool um helg-
ina og er í toppsæti deildarinnar
í fyrsta sinn í tæpa þrjá mánuði
fyrir utan stuttan tíma þegar City-
menn voru búnir að leika einum
leik meira en Liverpool. City-menn
ferðuðust til Bournemouth og tóku
stigin þrjú í leik sem þeir stýrðu frá
fyrstu sekúndu þrátt fyrir að mun-
urinn hafi aðeins verið eitt mark en
Stóru málin
eftir helgina í enska boltanum
Stærstu úrslitin
Liverpool tókst
ekki að taka þrjú
stig gegn erki-
fjendum sínum
sem þýðir að
Manchester City er
komið í toppsætið
á ný eftir langa fjarveru. Ríkjandi
Englandsmeistarar eru nú með
pálmann í höndunum þegar níu
umferðir eru eftir.
Hvað kom á óvart?
Eftir ellefu mánuði
án jafnteflis lauk
nágrannaslag Tot-
tenham og Arsenal
með jafntefli. Fram
að því var Tot-
tenham búið að
leika 32 leik í röð án jafnteflis en
það mátti litlu muna enda varði
Hugo Lloris í marki Spurs víta-
spyrnu á lokamínútum leiksins.
Mestu vonbrigðin
Arsenal gat
minnkað for-
skot Tottenham
niður í eitt stig í
baráttunni um
þriðja sætið og
fékk sannkallað
dauðafæri. Pierre-Emirick Auba-
meyang fékk vítaspyrnu á loka-
mínútum leiksins á laugardaginn
en hann brenndi af.
Leikmenn Man. City fagna með Mahrez í leikslokum á Vitality-vellinum. Með sigrinum komst City upp fyrir Liverpool og eftir jafntefli þeirra rauðklæddu í gær er City skyndilega með pálmann í höndunum. NORDICPHOTOS/GETTY
27
stig hefur Manchester City
fengið í síðustu tíu leikjum.
KJÚLLA BOLLA
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
4 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
4
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
7
8
-C
4
C
8
2
2
7
8
-C
3
8
C
2
2
7
8
-C
2
5
0
2
2
7
8
-C
1
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
3
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K