Fréttablaðið - 04.03.2019, Blaðsíða 46
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðardóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage
johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Benedikt Bóas Hinriksson
benediktboas@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
VIÐ BIÐJUM
ALLA SEM HAFA
FENGIÐ
BOÐSMIÐA
HINGAÐ TIL Í
GEGNUM ÁRIN
AÐ SÝNA ÞESSU
SKILNING OG
HJÁLPA OKKUR
AÐ DREPA
NIÐUR ÞENNAN
SÉRÍSLENSKA
BOÐSMIÐA
KÚLTÚR, SEM
ER AÐ SLIGA
HÁTÍÐINA.
www.husgagnahollin.is
558 1100
Reykjavík Bíldshöfði 20
Akureyri Dalsbraut 1
Ísafjörður Skeiði 1
LOKADAGUR
339.992 kr. 399.990 kr.
PINNACLE
3ja sæta La-Z-Boy sjónvarpssófi.
Svart eða brúnt leður.
Stærð: 210 × 95 × 105 cm
HELGARTILBOÐANNA
KAMMA
Þriggja sæta sófi með viðar-
fótum. Dökkgrátt eða ljósgrátt áklæði.
Stærð: 201 x 84 x 105 cm
104.993 kr.
139.990 kr.
MATI
Opinn hornsófi. Dökkgrátt áklæði.
Stærð: 284 x 213 x 80 cm
239.994 kr.
399.990 kr.
HABOR TOWN
La-z-boy hægindastóll. Svart eða
brúnt leður. St.: 87 × 98 × 110 cm
143.992 kr.
179.990 kr.
Við erum hér til
að bjarga hátíðinni
Ísleifur segir að árið 2019 sé úrslitaár, því að hátíðin þoli ekki svipað tap núna og síðustu ár.
Ísleifur Þórhallsson,
hátíðarstjóri Iceland
Airwaves, segir
breytingar og nýjung-
ar í farvatninu þegar
kemur að hátíðinni.
Boðsmiðar verða
alfarið úr sögunni
og sérstakur sjóður
settur á laggirnar
fyrir frambærilegustu
íslensku böndin.
Ísleifur segir síðustu Airwaves-hátíð hafa gengið mjög vel og 500 tónleika verið haldna á fjórum dögum. „Viðbrögðin frá gestum, tónlistarmönn-
um og virðulegum fjölmiðlum um
allan heim hafa verið gríðarlega
jákvæð að hátíð lokinni. Þegar
þungavigtarfjölmiðlar úti í heimi
segja að Ice land Airwaves sé besti
staður í heimi til að uppgötva nýja
tónlist, þá er verið að gera eitthvað
rétt.
Fjárhagslega kom hátíðin þó enn
og aftur illa út. En við vissum að við
þyrftum að halda eina hátíð til að
læra almennilega á hana og litum
alltaf á það sem 3-5 ára verkefni
að koma rekstrinum í lag. Þetta
voru dýrmætar lexíur síðast og við
teljum að með þeim breytingum
og nýjungum sem við höfum nú
ákveðið að innleiða muni þetta
loksins takast.
En það má segja þetta sé úrslitaár,
því hátíðin þolir ekki svipað tap
núna og síðustu ár, það verður að
sjást núna að það sé að minnsta
kosti hægt að nálgast núllið.
Það er erfitt að hugsa það til
enda að Iceland Airwaves hverfi og
hætti að vera til, en við verðum að
muna að það er ekki náttúrulögmál
að hátíðin sé til. Tapið af rekstri
hennar síðustu þrjú ár fer að slaga í
200 milljónir og það þarf að stöðva
þessa blæðingu.“
Sprengjur á leiðinni
Ísleifur segir að til standi að fækka
bæði böndum og tónleikastöðum,
það hafi einfaldlega verið of mikið
af hvoru tveggja síðast. „Þetta
þýðir að slottum fækkar talsvert
sem þýðir aftur að þau verða verð-
mætari fyrir þau bönd sem koma
fram. Fleiri bönd munu einnig
spila tvisvar, en þar erum við ekki
bara að spara heldur að svara kalli
gestanna.
Við munum halda áfram að
leggja áherslu á grunntilgang
hátíðarinnar; að vera „showcase“
fyrir íslensku tónlistarsenuna, sem
er þekkt undrafyrirbæri um allan
heim.
Það verður f lott úrval af „up and
coming“ erlendum böndum en
þeim mun fækka; á móti kemur
meiri áhersla á að bóka nokkur
erlend bönd í stærri kantinum, ekki
síst til að fá Íslendinga til að stunda
hátíðina í meiri mæli.“
Undirbúningur fyrir næstu hátíð
er ansi langt kominn og þegar sé
búið að bóka stór bönd. „Já, það eru
sprengjur á leiðinni, bæði í íslensku
og erlendu deildinni, og það stefnir í
einstaklega f lotta hátíð í ár.“
Airwaves Plus sjóður stofnaður
„Frumtilgangur Airwaves er að
vera „showcase“ fyir íslensk bönd,
hátíðin er gríðarlega mikilvæg fyrir
alla tónlistarsenuna og er stökk-
pallurinn fyrir öll bönd sem hafa
slegið í gegn erlendis. Við viljum
einfaldlega styrkja enn frekar
þennan hluta hátíðarinnar og taka
beinan þátt í því að styrkja góðar
sveitir áfram til góðra verka.
Þetta virkar þannig að eftir
hverja hátíð eru þrjú bönd valin
sem komu fram á Airwaves og fá
þau fjármagn til að reka sig í ein-
hvern tíma. Hugmyndin er að efni-
legar sveitir sem eru að stíga sín
fyrstu skref geti einbeitt sér að tón-
listinni og fái aðstoð við að koma
sér á framfæri. Sérstakt ráð velur
eina sveit, Airwaves-teymið velur
eina og svo kýs almenningur besta
nýliðann.“
Allir boðsmiðar úr sögunni
Ísleifur segir sjóðinn fjármagnaðan
á tvo vegu. „Í fyrsta lagi rennur hluti
af Airwaves Plus tekjum í sjóðinn.
Plus er nokkurs konar klúbbur fyrir
hina sjóðheitu tónlistaráhugamenn
og aðdáendur Airwaves; með því að
ganga í Plus styrkirðu gott málefni
en færð einnig alls konar fríðindi.
Hin fjármögnunarleiðin kemur
út úr því að við erum að leggja niður
með einu og öllu allt sem heitir
boðsmiðar, en þeir eru risastórt
vandamál í rekstri hátíðarinnar.
Um er að ræða aðallega bransann,
listamenn og samstarfsaðila.
Þeir sem eiga inni hjá okkur frí-
miða næstu árin samkvæmt samn-
ingum verða beðnir um að greiða
sérstakt færslugjald per miða sem
rennur óskipt í sjóðinn. Listamenn
fá tækifæri til að kaupa allt að 10
miða með 50 prósenta afslætti í stað
þess að fá einn frímiða.
Ef við myndum engu breyta
þyrftum við að gefa hátt í 2.000
boðsmiða á hverja hátíð sem er að
verðmæti sirka 30 milljónir og þetta
gengur einfaldlega ekki upp. Það er
ómögulegt að ná tökum á þessu
öðruvísi en að einfaldlega ganga
alla leið og leggja boðsmiða niður
með öllu.
Við biðjum alla sem hafa fengið
boðsmiða hingað til í gegnum árin
að sýna þessu skilning og hjálpa
okkur að drepa niður þennan sér-
íslenska boðsmiðakúltúr, sem er
að sliga hátíðina. Við erum hér að
reyna að bjarga hátíðinni.
Frá þessari stundu er miðakerfið
þannig gert að það er bókstaf lega
ekki hægt að búa til boðsmiða á
Iceland Airwaves. Ég bið því alla
þá sem hingað til hafa fengið boðs-
miða á Iceland Airwaves að vin-
samlegast ekki drepa mig,“ segir
Ísleifur að lokum.
4 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
4
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
7
8
-C
E
A
8
2
2
7
8
-C
D
6
C
2
2
7
8
-C
C
3
0
2
2
7
8
-C
A
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
3
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K