Fréttablaðið - 04.03.2019, Blaðsíða 16
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@
frettabladid.is, s. 550 5761 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Starri Freyr
Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653,
Þegar unga fólkið kemur hingað og er að gera upp baðherbergið þá tekur það undantekningar-
laust svart,“ segir Íris Jensen hjá Inn-
réttingum og Tækjum í Ármúla 31.
Fyrirtækið hennar er ekki það
stærsta í bransanum en hún hefur
vart undan að sækja vörur niður
á höfn. Nú eru það sturtubotnar
frá Gala á Spáni sem seljast eins og
heitar lummur.
„Botnarnir eru úr granít/Stonex
efni sem er sérstaklega endingar-
gott. Það er hægt að skera af
botninum til að aðlagast veggjum
og efnið er sett beint á gólfið. Það
þarf ekkert að þrífa neinar fúgur
eða neitt vesen. Þetta er til í svörtu,
drapplituðu og hvítu og gráu og við
erum að fá sendingu í hverri einustu
viku af þessum botnum. Það er
brjálað að gera í þessu og við erum
mjög ánægð með þær góðu viðtökur
sem viðskiptavinir okkar hafa sýnt
þessum nýjungum,“ segir hún.
Botninn er gerður fyrir opnar
sturtur, svokallaðar „walk in“
sturtur. Gala-sturtubotnarnir fást
í eins til tveggja metra lengdum og
koma tilbúnir með innbyggðum
halla sem auðveldar alla upp-
setningu til muna. Flísarnar eru í
þriggja sentimetra þykkt og er hægt
að skera eftir máli þannig að þær
passa inn í flesta sturtuklefa og
sturtulausnir.
Í versluninni er einnig merki-
legt úrval af handklæðaofnum. Þar
hefur hönnun tekið öll völd og hægt
er að fá mjög fallega ofna, sem sumir
minna frekar á skúlptúra en hinn
hefðbundna ofn. „Litirnir á ofnana
eru valdir eftir litakorti og skiptir
engu hvort hann sé íturbleikur eða
gulur eða rauður. Þetta er orðið
meiri skúlptúr og mikil hönnun á
bak við handklæðaofninn.
Það er til handklæðaofn í and-
dyrið sem er með snögum á og í
raun er það þannig að úrvalið er
nánast endalaust. Það tekur um
þrjár til fjórar vikur að panta ofn
sem er ekki til hjá okkur á lager.“
Fyrir utan svörtu, möttu blönd-
unartækin frá FIMA Carlo Frattini
á Ítalíu fást einnig litaðar hand-
laugar og lituð salerni frá GLOBO.
Það er í raun merkilegt að ganga
inn í verslunina og skoða úrvalið og
litavalið af þessari gæðaframleiðslu
frá Evrópu.
„Globo er til í öllum litum og nán-
ast í hvaða hönnun sem er,“ segir
Íris og sýnir nokkra vaska og upp-
hengd salerni í mismunandi litum
og lögun. „Svo má ekki gleyma litla
dekurhorninu okkar þar sem sápur
og annað frá Ítalíu og Spáni er að
finna. Eða snjallspeglinum sem
seldist upp á skömmum tíma.
Spegillinn er með hátalara og
sýnir hitastig og annað. Ljós í hill-
unum og eitthvað fleira. Ég hélt að
ég myndi ekki selja einn einasta en
hann rann út og er uppseldur.“ Það
er vel þess virði að rúlla í Ármúla
til Írisar og skoða úrvalið. Þar er vel
tekið á móti öllum.
Framhald af forsíðu ➛
Sturtuklefarn-
ir geta komið
í alls konar
útfærslum og
í Ármúla er
hægt að finna
sína lausn.
Handklæða-
ofnarnir taka á sig
margar myndir og
koma í ótal litum.
Rauði ofninn er ekkert minna en
stórkostlegur. Hönnun á hæsta stigi.
Íris segir að unga
fólkið sé mjög
hrifið af svörtu.
Þarna má sjá granítbotninn í sturtunni sem er svo vinsæll þessa dagana að ný sending kemur til landsins frá Spáni í hverri viku. MYNDIR/SIGTRYGGUR ARI
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U DAG U R
0
4
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
8
-D
D
7
8
2
2
7
8
-D
C
3
C
2
2
7
8
-D
B
0
0
2
2
7
8
-D
9
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
3
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K