Fréttablaðið - 04.03.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.03.2019, Blaðsíða 2
ÖSKUDAGSFJÖR í Hókus Pókus! Verslun og vefverslun Laugavegi 69 S. 551-7955 www.hókuspókus.is Daglegt brauð Margt var um manninn í Hörpunni um helgina þegar árlegur Matarmarkaður Íslands fór þar fram. Fjölmörg fyrirtæki kynntu þar gómsæta framleiðslu sína, Þessi unga stúlka stóð vaktina í bás frá Brauði & co. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STJÓRNSÝSLA HS Veitur, sem eru að stærstum hluta í eigu sveitar- félaga, neita að veita Fréttablaðinu sundurliðaðar upplýsingar um launagreiðslur til y f irstjórnar fyrirtækisins. Ógag nsæi einkennir f r a m- setningu í nýbirtum ársreikningi HS Veitna. Forstjórinn segir árs- reikninginn standast lög og reglur og að stjórnarákvörðun þurfi fyrir frekari upplýsingagjöf. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar telur líklegt að óskað verði eftir upplýsingum um málið. HS Veitur eru í meirihlutaeigu Reykjanesbæjar sem á 50,1 prósent í fyrirtækinu, HSV eignarhalds- félag Heiðars Guðjónssonar á tæp 34 prósent og Hafnarfjarðarbær rúm 15 prósent. Félagið var stofnað í árslok 2008 í kjölfar skiptingar Hitaveitu Suðurnesja hf. í HS Orku og HS Veitur. Annast félagið dreif- ingu á rafmagni og vatni. Ólíkt því sem gengur og gerist eru greiðslur til sjö manna stjórnar félagsins og fjögurra manna fram- kvæmdastjórnar sem forstjórinn tilheyrir ekki sundurliðaðar í árs- reikningi félagsins. Aðeins er gefin upp samtala heildarlaunagreiðslna til þessara ellefu einstaklinga sem námu 112 milljónum á síðasta ári samanborið við 105 milljónir árið áður. Í ljósi þessa ógagnsæis óskaði Fréttablaðið eftir sundurliðun á þessum launatölum hjá forstjóra félagsins, Júlíusi J. Jónssyni. Hann telur sig ekki geta veitt þær upp- lýsingar. Júlíus bendir á að þarna sé verið að tala um laun framkvæmda- stjórnarinnar, stjórnar auk tilfall- andi launa varamanna auk mót- framlags í lífeyrissjóði. „Skýringin eins og hún er í reikningnum er í samræmi við lög og reglur og breytingar verða ekki gerðar á þessari upplýsingagjöf nema stjórn félagsins samþykki það sérstaklega þannig að ég get ekki gefið frekari upplýsingar á þessu stigi,“ segir í skrif legu svari forstjórans við fyrirspurn blaðsins. Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Kjartani Má Kjartanssyni. Hann kvaðst ekki hafa séð ársreikning- inn sjálfur. „Mér þykir þó ekki ólíklegt að Reykjanesbær óski eftir nánari sundurliðun á aðalf undinum sem fram fer þann 27. mars,“ segir Kjartan Már. Fulltrúi sveitarfélags- ins á fundinum verður formaður bæjarráðs, Friðjón Einarsson, en stjórnarformaður HS Veitna, fyrir hönd sveitarfélagsins, er bæjarfull- trúinn Gunnar Þórarinsson. mikael@frettabladid.is Neita að sundurliða laun lykilstjórnenda Bæjarstjóri Reykjanesbæjar telur að óskað verði sundurliðunar á greiðslum til lykilstjórnenda HS Veitna á aðalfundi. Framsetning á launagreiðslunum er ógagnsæ í ársreikningi og forstjórinn synjaði Fréttablaðinu um sundurliðun. Hagnaður HS Veitna, sem er að stærstum hluta í eigu sveitarfélaga, dróst saman milli ára og nam 682 milljónum króna í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Veður NA 8-15 eftir hádegi og dálítil él, en léttir til S- og V-lands. Hiti 0 til 5 stig, Hiti nálægt frostmarki og mildast syðst. SJÁ SÍÐU 20 40 °C 81°C 18-4 °C 51 °C 3-2 °C FÉLAGSMÁL Þorbjörg Þorvaldsdóttir var sjálfkjörin sem formaður Sam- takanna �78 á aðalfundi í gær. Þorbjörg er við doktorsnám í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Hún er kvænt Silju Ýr S. Leifsdóttur lífeindafræðingi og eiga þær eina dóttur. Þorbjörg er tvíkyn- hneigð að því er segir í tilkynningu frá Samtökunum �78. Þorbjörg sagði á fundinum í gær að þótt ekki væri eftirsóknarvert að vera fordómafullur gagnvart hin- segin fólki á Íslandi í dag þá væri ofbeldi og mismunun gegn hinsegin fólki staðreynd. „En stundum er okkar helsta vandamál það að fólk áttar sig ekki á því hvenær það er fordómafullt og hvenær ekki.“ – gar Samtökin �78 fá nýjan formann Þorbjörg Guð- mundsdóttir. Fleiri ljósmyndir af markaðnum er að finna á +Plús- síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS EUROVISION „Keppnin var æðis- leg,“ segir Klemens Hanningan, einn liðsmanna Hatara sem sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöld. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Eurovision-keppninni í Ísrael um miðjan maí. „Að skapa krítíska umræðu og vekja athygli á dystópíunni sem er að eiga sér stað,“ svarar Klemens spurður um aðalmarkmið Hatara í Ísrael. Meðlimir Hatara skoruðu á dög- unum á Benjamin Netanyahu, for- sætisráðherra Ísraels, að keppa við þá í íslenskri glímu. „Hann hefur ekki svarað okkur ennþá,“ segir Klemens. „En við bíðum spenntir eftir svari og við erum sannfærðir um að hann muni samþykkja áskor- un okkar.“ Aðspurður hvort hann telji til- teknar þjóðir umfram aðrar munu styðja Hatara svarar Klemens: „Evr- ópa sér Hatara í spegilmynd og mun taka þessari viðvörun.“ Klemens segir keppnina á laugar- dagskvöld hafa verið mjög ánægju- lega. „Það stóðu sig allir með prýði og keppnin gekk alveg samkvæmt áætlun.“ Ekki er óþekkt að listamenn breyti atriðum sínum frá undan- keppninni og fram að aðalkeppn- inni. Klemens segir að Hatari muni gera miklar breytingar. „Það verður ennþá meiri eldur.“ – gar Boðar meiri eld í Ísrael Klemens Hannigan og Matthías Haraldsson. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR 4 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 4 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 8 -B F D 8 2 2 7 8 -B E 9 C 2 2 7 8 -B D 6 0 2 2 7 8 -B C 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.