Morgunblaðið - 19.11.2018, Side 1
M Á N U D A G U R 1 9. N Ó V E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 272. tölublað 106. árgangur
ATHVARF FRÁ
DAGSINS ÖNN
OG AMSTRI
JÓNSHÚS AFTUR
TIL 19. ALDAR
SELFYSSINGAR Í
ERFIÐRI STÖÐU EN
HALDA Í VONINA
HEIMILIÐ ENDURGERT 12 TÖPUÐU Í PÓLLANDI ÍÞRÓTTIRSAGA GARÐHÖNNUNAR 37
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aðstoð Margir treysta á hjálparsamtök
fyrir komandi hátíð.
„Ég hef aldrei verið eins kvíðin og
fyrir þessi jól. Ástandið hefur verið
mjög slæmt og við gengum verulega
á matarsjóðinn okkar í sumar. Ég
efast um að við getum hjálpað öllum
fyrir þessi jól,“ segir Ásgerður Jóna
Flosadóttir, formaður Fjöl-
skylduhjálpar Íslands, í samtali við
Morgunblaðið og bendir á að elsti
einstaklingurinn sem leitar til
þeirra sé 97 ára gamall. „Það er
mikið af eldra fólki sem býr við
kröpp kjör.“
Anna H. Pétursdóttir, formaður
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur,
segist eiga von á því að 800 til 900
manns muni leita þangað eftir að-
stoð fyrir komandi jólahátíð. Eru ör-
yrkjar, eldri borgarar og þeir sem
farið hafa illa út úr lífinu áberandi í
þeim hópi. Þá segir hún færri barna-
fjölskyldur leita hjálpar, þær virðist
hafa það skárra nú en áður. »2
Ekki víst að allir fái
matarhjálp fyrir
komandi jólahátíð
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Lítið virðist vanta á leyfi til að flytja
íslenskar eldisafurðir á Kínamarkað.
Fulltrúar laxeldisfyrirtækjanna
Arnarlax og Arctic Fish og íslenski
sendiherrann áttu nýlega fund með
kínverska landbúnaðarráðherranum
til að ýta á eftir því að fríverslunar-
samningur ríkjanna yrði virkur fyrir
eldisafurðir. Sendiherrann hefur
fylgt málinu eftir og nú stendur til að
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis-
ráðherra fari til Kína eftir áramót til
að ganga frá skilyrðum innflutnings-
ins.
Sendinefnd frá Kína kom til Ís-
lands á síðasta ári til að taka út af-
urðir og pökkunarstöðvar fyrir lax
og einnig eftirlitið hjá Matvælastofn-
un. Sigurður Pétursson, fram-
kvæmdastjóri hjá Arctic Fish, segir
að framleiðslan hafi fengið jákvæða
umsögn en ekki hafi enn tekist að
klára málið.
Sigurður og Víkingur Gunnars-
son, framkvæmdastjóri hjá Arnar-
laxi, fóru á stóra sjávarútvegssýn-
ingu í Kína í byrjun mánaðarins.
Notuðu þeir ferðina til að ýta á leyf-
ismálin. Þegar útflutningur hefst frá
Íslandi verður hann án tolla. Sigurð-
ur segir að gott verð fáist fyrir eldis-
afurðir í Kína, ekki síðra en þekkist á
öðrum mörkuðum. Ekki á Sigurður
von á því að innflutningur verði tak-
markaður, þegar til hans kemur,
eins og til dæmis innflutningur á
sauðfjárafurðum til Kína.
Lítið virðist vanta á leyfi til
að flytja út eldislax til Kína
Ýtt er á að fríverslunarsamningurinn milli ríkjanna gildi um eldisafurðirnar
MKínamarkaður að opnast »4
Vestfirskur lax
» Arnarlax mun vinna og
pakka eldislaxi fyrir Arctic Fish
í vinnslustöð sinni á Bíldudal
þegar slátrun hefst hjá fyrir-
tækinu eftir áramót.
» Arnarlax er með vel búna
vinnslu sem meðal annars
ræður yfir kerfi til ofurkæl-
ingar á afurðunum.
Ellefu nemar frá Landhelgisgæslu Íslands,
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og sérsveit
ríkislögreglustjóra eru nú á köfunarnámskeiði.
Þeir stefna að útskrift 30. nóvember og hljóta þá
B- og C-réttindi sem íslenskir atvinnukafarar.
„Umsækjendur þurftu að gangast undir þrek-
próf, sundpróf og svo voru þeir prófaðir gagn-
vart innilokunarkennd,“ sagði Ásgeir Guðjóns-
son, sprengjusérfræðingur og kafari hjá
Landhelgisgæslunni, sem stýrir námskeiðinu.
Auk hans sinna tveir til fjórir köfunarleiðbein-
endur kennslu og þjálfun.
„Langur tími neðansjávar er erfiðastur. Nem-
endurnir eru í allt að 110 mínútur samfleytt neð-
ansjávar,“ sagði Ásgeir. „Það er kalt í sjónum og
köfunin tekur gríðarlega mikið á líkamlega. Þeir
þurfa að vinna með ýmis verkfæri, þunga hluti
og lyftipoka sem eru notaðir til að lyfta þungum
hlutum úr sjónum. Þetta tekur oft mikið á en
þeir þurfa að læra á alla þessa hluti.“
Sjórinn við Ísland getur verið erfiður fyrir
kafara, að sögn Ásgeirs.
Eru bókstaflega á kafi í náminu
Morgunblaðið/Eggert
Liðsmenn slökkviliðs, sérsveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu læra köfun
MKrefjandi nám »11
Sérfræðingur frá Nýja-Sjálandi
segir þá klasa ná bestum árangri
þar sem fyrirtæki eiga í harðri sam-
keppni sín á milli en gera sér um
leið grein fyrir að á vissum sviðum
sé best að vinna saman.
Ifor Ffowcs-Williams vill að
stofnanir sem styðja við nýsköpun,
hver á sinn hátt, hver í sínu horni
og með sín eigin markmið, vinni
betur saman og reyni að samræma
stuðninginn. Þá geti verið gagnlegt
að stjórnvöld taki frá fjármagn
gagngert til að styðja verkefni inn-
an klasa. »14
Blandi saman sam-
starfi og samkeppni
„Kulnun og í versta falli örmögn-
un er alvarleg og getur verið lífs-
hættuleg,“ segir Margrét Gríms-
dóttir, framkvæmdastjóri hjúkr-
unar við Heilsustofnun Náttúru-
lækningafélags Íslands í Hvera-
gerði, í samtali við Morgunblaðið
og bendir á að dugnaður hafi verið
talinn dyggð hér á landi. „[E]n fólk
þarf að kunna sér hóf þó svo áskor-
anir samfélagsins um árangur og
þátttöku séu miklar og komi hvar-
vetna frá.“ Hún segir álag í vinnu
vissulega stóran orsakaþátt kuln-
unar en þætti í einkalífi einnig hafa
áhrif.
„Svo sem áföll, erfiðleikar í sam-
búð, fjárhagsáhyggjur og fleira,“
segir Margrét. »10
Kulnun alvarleg og
jafnvel lífshættuleg