Morgunblaðið - 19.11.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018
Veður víða um heim 18.11., kl. 18.00
Reykjavík 4 alskýjað
Hólar í Dýrafirði 1 léttskýjað
Akureyri 1 skýjað
Egilsstaðir 0 heiðskírt
Vatnsskarðshólar 6 alskýjað
Nuuk -6 léttskýjað
Þórshöfn 7 heiðskírt
Ósló 3 heiðskírt
Kaupmannahöfn 5 skýjað
Stokkhólmur 4 skýjað
Helsinki 2 skýjað
Lúxemborg 4 heiðskírt
Brussel 4 heiðskírt
Dublin 9 léttskýjað
Glasgow 8 heiðskírt
London 9 heiðskírt
París 7 heiðskírt
Amsterdam 5 heiðskírt
Hamborg 6 skýjað
Berlín 3 skýjað
Vín 3 heiðskírt
Moskva 1 snjókoma
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 10 rigning
Barcelona 12 rigning
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 13 heiðskírt
Aþena 13 skýjað
Winnipeg -10 snjókoma
Montreal -7 léttskýjað
New York 4 alskýjað
Chicago 0 snjókoma
Orlando 21 heiðskírt
19. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:10 16:17
ÍSAFJÖRÐUR 10:37 16:01
SIGLUFJÖRÐUR 10:20 15:43
DJÚPIVOGUR 9:45 15:42
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á þriðjudag Suðaustlæg átt 5-13 m/s og léttskýjað
nyrðra, en skýjað og lítilsháttar væta syðra. Hiti 3 til
8 stig. Á miðvikudag Breytileg átt, 3-8 m/s og
lítilsháttar væta við vesturströndina.
Suðaustan 8-15 m/s og dálítil væta við suður- og vesturströndina, annars mun hægari og létt-
skýjað. Hiti 2 til 9 stig, svalast á Vestfjörðum.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Lítið virðist vanta á leyfi til að
flytja íslenskar eldisafurðir á Kína-
markað. Fulltrúar laxeldisfyr-
irtækjanna Arnarlax og Arctic Fish
og íslenski sendiherrann áttu ný-
lega fund með kínverska landbún-
aðarráðherranum til að ýta á eftir
því að fríverslunarsamningur
ríkjanna yrði virkur fyrir eldisaf-
urðir. Sendiherrann hefur fylgt
málinu eftir og nú stendur til að
Guðlaugur Þór Þórðarson
utanríkisráðherra fari til Kína eftir
áramót til að ganga frá skilyrðum
innflutningsins.
Margra ára ferli
Stjórnvöld á Íslandi og í Kína
gerðu fríverslunarsamning á árinu
2013, eftir margra ára undirbúning,
og tók hann gildi 1. júlí 2014. „Þeg-
ar ég fór með sendinefnd frá Ís-
landi til að skrifa undir samninginn
töldu menn að það væri handan við
hornið að hægt yrði að flytja eld-
islax og fleiri afurðir til Kína. Síðar
kom í ljós að fullnaðarskráningu á
eldisafurðum til Kína var ekki lokið.
Skráningin var tilbúin fyrir þær
vörur sem áður höfðu verið fluttar
þangað en nýjar vörur þurfti að
skrá,“ segir Sigurður Pétursson,
framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.
Það reyndist flóknara en útlit var
fyrir auk þess sem breytingar á
stjórnsýslu málaflokksins í Kína
töfðu fyrir.
Sendinefnd frá Kína kom til Ís-
lands á síðasta ári til að taka út af-
urðir og pökkunarstöðvar fyrir lax
og einnig eftirlitið hjá Mat-
vælastofnun. Sigurður segir að
framleiðslan hafi fengið jákvæða
umsögn en ekki hafi enn tekist að
klára málið.
Sigurður og Víkingur Gunnars-
son, framkvæmdastjóri hjá Arnar-
laxi, fóru á stóra sjávarútvegssýn-
ingu í Kína í byrjun mánaðarins.
Notuðu þeir ferðina til að ýta á
leyfismálin. Sigurður segir að
Gunnar Snorri Gunnarsson sendi-
herra hafi komið skýrum skila-
boðum um stöðu málsins á framfæri
við kínverska landbúnaðarráðherr-
ann á fundi sem þeir áttu með hon-
um og síðan fylgt málinu eftir.
„Eftir því sem okkur skilst núna
vantar aðeins lokahnykkinn, að ráð-
herrar frá báðum ríkjunum hittist
og skrifi undir skilmálana,“ segir
Sigurður.
Þriðja stoðin undir söluna
Kína er stór markaður fyrir eld-
isfisk eins og aðrar vörur. Fær-
eyingar flytja mikið af laxi þangað
og Norðmenn eru aftur byrjaðir að
selja lax til Kína. Framleiðendur í
báðum löndunum greiða 10% toll
vegna þess að þeir hafa ekki frí-
verslunarsamninga við Kína.
Þegar útflutningur hefst frá Ís-
landi verður hann án tolla. Sigurður
segir að gott verð fáist fyrir eldisaf-
urðir í Kína, ekki síðra en þekkist á
öðrum mörkuðum. „Það skiptir máli
fyrir okkur að hafa ekki öll eggin í
sömu körfunum. Við erum fyrst og
fremst að selja lax til landa á
meginlandi Evrópu og Bandaríkj-
anna. Okkur vantar þriðja fótinn
undir söluna, Asíu, til að tryggja
okkur til framtíðar,“ segir hann.
Ekki á Sigurður von á því að inn-
flutningur verði takmarkaður, þeg-
ar til hans kemur, eins og til dæmis
innflutningur á sauðfjárafurðum til
Kína. Hann segir að laxinn á Ís-
landi sé laus við veirusjúkdóma og
lyf ekki notuð við eldið.
Íseyjan hefur góða ímynd
Þótt fyrirtækin megi enn ekki
selja afurðir til Kína kynntu þau
starfsemi sína á sjávarútvegssýn-
ingunni og fengu athygli, að sögn
Sigurðar. Tilgangurinn var að búa
þau undir opnun markaðarins. „Við
fundum fyrir sterkum vilja kaup-
enda. Bingdao (íseyjan: Ísland) er
þekkt fyrir hreinleika og heilsu-
samlegt umhverfi og verður hægt
að nýta það,“ segir Sigurður.
Hann segir að Kínverjar hafi
byggt upp mikið fiskeldi á undan-
förnum áratugum sem lið í að
brauðfæða vaxandi fólksfjölda.
Skilst honum að þrír af þeim fiskum
sem Kínverjar neyta séu úr eldi á
móti einum úr veiðum.
Kínamarkaður að opnast fyrir lax
Unnið að því að virkja fríverslunarsamning við Kína fyrir íslenskan lax Laxeldismenn vonast til að
hægt verði að ganga frá því fljótlega Fyrirtækin eru byrjuð að kynna íslenskan lax á markaðnum
Sýning Víkingur Gunnarsson og Sigurður Pétursson kynntu íslenskan lax á
stórri sjávarútvegssýningu í Kína í mánuðinum. Þá vantaði þó fisk til að sýna.
Arnarlax mun vinna og pakka
eldislaxi fyrir Arctic Fish í
vinnslustöðinni á Bíldudal þeg-
ar slátrun hefst hjá fyrirtækinu
eftir áramót.
Arctic Fish er með aðstöðu á
Flateyri en vann fiskinn og
pakkaði til útflutnings á Ísafirði
síðasta vetur. „Í ljósi þeirrar
óvissu sem er í íslenskum fisk-
eldisiðnaði hefur verið ákveðið
að fjárfesta ekki í vinnslu í bili,“
segir Sigurður Pétursson, fram-
kvæmdastjóri hjá Arctic Fish.
Hann segir hagkvæmt fyrir fyr-
irtækin að vinna saman að
þessum þætti. Arnarlax er með
vel búna vinnslu, meðal annars
með kerfi til ofurkælingar.
„Stefnan er enn að byggja
upp eldi á norðursvæði Vest-
fjarða og höfum við sótt um lóð
fyrir vinnslu við höfnina á Ísa-
firði. Þær áætlanir eru í bið á
meðan leyfi til eldis í Ísafjarð-
ardjúpi fást ekki,“ segir Sig-
urður.
Vinna lax
Arctic Fish
á Bíldudal
BREYTINGAR
Innri endurskoð-
un Reykjavíkur-
borgar og borgar-
lögmaður taka
undir það í um-
sögnum sínum að
tekin verði upp
hagsmunaskrán-
ing æðstu emb-
ættismanna borg-
arinnar.
Marta Guð-
jónsdóttir, borgarráðsfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, og áheyrnarfull-
trúarnir Vigdís Hauksdóttir,
Miðflokki, og Kolbrún Baldursdótt-
ir, Flokki fólksins, lögðu fram svo-
hljóðandi tillögu í borgarráði: „Lagt
er til að æðstu embættismenn
Reykjavíkurborgar birti hagsmuna-
skráningu sína á vef Reykjavíkur-
borgar, rétt eins og kjörnir fulltrúar,
enda er það í anda gagnsæis og
vandaðrar stjórnsýslu.“ Í greinar-
gerð sagði að æðstu embættismenn
kæmu að ákvörðunum sem vörðuðu
stór verkefni, framkvæmdir, sam-
starfssamninga, kaup og sölu fast-
eigna svo eitthvað sé nefnt. „Með
hliðsjón af þeirri staðreynd er eðli-
legt að þeir, rétt eins og kjörnir
fulltrúar, skrái hagsmuni sína þann-
ig að þeir verði gerðir aðgengilegir á
vef Reykjavíkurborgar. Þetta er í
anda opinnar og vandaðrar stjórn-
sýslu.“
Tillagan var lögð fram að nýju á
fundi borgarráðs 15. nóvember sl.
Henni hafði áður verið vísað til um-
sagnar innri endurskoðunar borgar-
innar og borgarlögmanns. Af-
greiðslu nú var frestað en lagðar
fram umbeðnar umsagnir.
Í umsögn innri endurskoðunar
segir m.a. að innri endurskoðun taki
undir „öll meginsjónarmið um mik-
ilvægi upplýsingagjafar opinnar
stjórnsýslu með það að markmiði að
auka traust og efla heilindi. Traust
og trúverðugleiki á stjórnsýslu
byggir á því að stjórnmálamenn og
embættismenn misnoti ekki aðstöðu
sína“. Þá segir innri endurskoðun að
Reykjavíkurborg hafi sífellt verið að
efla upplýsingagjöf og lýkur umsögn
sinni á orðunum: „Opinber hags-
munaskráning æðstu embættis-
manna er eðlilegur liður í þróun og
viðleitni til að fara að tilmælum al-
þjóðlegra stofnana um leiðir til að
viðhalda og efla traust almennings á
stjórnsýslu, stofnunum og stjórn-
málum.“
Borgarlögmaður kveðst telja
„mikilvægt að stuðla að gagnsærri
og opinni stjórnsýslu hjá Reykjavík-
urborg og álítur að hagsmunaskrán-
ing æðstu embættismanna sé vel til
þess fallin að auka traust og trúverð-
ugleika á stjórnsýslu Reykjavíkur-
borgar. Þá myndi slík skráning vera
í samræmi við þá þróun sem er að
eiga sér stað hjá stjórnvöldum í land-
inu og einnig við stefnu Reykjavík-
urborgar almennt um að efla alla
upplýsingagjöf um starfsemi borgar-
innar og auka gagnsæi.“
Borgarlögmaður segir einnig að
ákveði borgarráð að samþykkja til-
löguna sé æskilegt að settar verði
reglur um hagsmunaskráningu emb-
ættismanna, þar sem m.a. verði
fjallað um gildissvið reglnanna, þ.e.
hverjir falli þar undir, hvaða upplýs-
ingar skuli veita og eftir atvikum
birta opinberlega. gudni@mbl.is
Embættismenn
borgarinnar
skrái hagsmuni
Jákvæðar umsagnir um tillöguna
Marta
Guðjónsdóttir
Tekist hefur að slökkva allan eld á
Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði auk
þess að hreinsa úr húsnæðinu.
Slökkviliðið lauk störfum á vett-
vangi klukkan 19.10 í gærkvöld.
Rannsókn á tildrögum eldsins á að
hefjast í dag. Lögreglan vaktaði
svæðið í nótt.
Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði í
gærkvöld að loks væri aðgerðum lok-
ið á Hvaleyrarbraut, „og þó fyrr
hefði verið“. Tíu slökkviliðsmenn
höfðu þá verið að störfum á staðnum
frá klukkan 13 í gær.
Þá sagði varðstjórinn að menn
hefðu áttað sig á aðstæðunum þegar
á staðinn var komið, og þá hefði verið
ljóst að aðgerðir myndu taka lengri
tíma en ætlað var. veronika@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Stórbruni Tilkynnt var um mikinn eldsvoða á Hvaleyrarbraut 39 í Hafnar-
firði seint á föstudagskvöld. Eldurinn logaði þar til síðdegis í gær.
Eldurinn
loksins
slokknaður