Morgunblaðið - 19.11.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.11.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018 Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk | S. 419 9000 | info@handafl.is | handafl.is VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir Ágúst Ólafur Ágústsson, þing-maður Samfylkingarinnar, ræddi hækkun skatta í þættinum Þingvöllum á K100 í gærmorgun. Hann sagði stjórn- málamenn helst ekki vilja tala um skattahækkanir en að hann og Sam- fylkingin hefðu ekkert verið feimin að tala um hærri skatta.    Til að auka útgjöld þyrfti aðhækka skatta og hann væri ekkert feiminn við að segja það.    Þetta var athyglisverð játning,en kom svo sem ekkert á óvart. Samfylkingin og forverar hennar hafa jafnan unnið að hækkun skatta.    Samfylkingin stýrir borginni ísamvinnu við Vinstri græna og fleiri og hefur gert nánast óslitið um langt árabil. Árangurinn af þessu er að skattar í borginni hafa farið úr lægsta leyfilega marki í hæsta leyfilega mark. Hærra kemst Samfylkingin ekki þar.    Á landsvísu eru engin lögbundinefri mörk og þar sér Samfylk- ingin sóknarfæri. Í tíð vinstri stjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna var slegið Íslandsmet í skattahækkunum, ef ekki heims- met.    Árangurinn er sá að á Íslandi ereinhver mesta skattbyrði ver- aldar, eins og opinber samanburður á milli landa sýnir.    Samt finnst Samfylkingunni ekkinóg komið. Þar eru þingmenn ekki feimnir við að tala um að hækka skatta enn meira. Ágúst Ólafur Ágústsson Ríkur vilji til skattahækkana STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Óvenju mikil úrkoma var í Reykja- vík á tveimur sólarhringum, frá há- degi 16. nóvember til hádegis 18. nóvember. Samtals komu 83,2 mm í úrkomumælinn á Veðurstofutúni, að því er Trausti Jónsson veðurfræð- ingur skrifar í Hungurdiskum (trj.blog.is). Honum sýnist þetta vera met fyrir tveggja daga úrkomusummu í Reykjavík og fleyta árinu ofar á lista þeirra úrkomu- mestu. Skipting úrkomunnar á sólar- hringa var nokkuð jöfn. „Að morgni þess 17. höfðu fallið 35,5 mm í mann- aða úrkomumælinn á Veðurstofu- túni frá því kl. 9 morguninn áður og daginn eftir, þann 18., var sólarhringsúrkoman 47,7 mm. Tveir sjálfvirkir mælar eru á Veðurstofu- túni, sá þeirra sem mældi meira skil- aði 37,0 mm og 44,8 mm þessa tvo sólarhringa, samtals 81,8 mm. Há- marksúrkoma í „réttum“ sólarhring var hins vegar 49,3 mm,“ skrifar Trausti. Hann segir að fyrra úrkom- umet nóvember í Reykjavík hafi ver- ið sett hinn 28. árið 1902 og var það 46,8 mm og hinn 30. nóvember 1905 mældist úrkoman 45,8 mm. Í bæði skiptin var úrkoman dagana fyrir og eftir hins vegar talsvert minni en nú. Trausti segir að sólarhrings- úrkoma hafi tíu sinnum mælst meiri í Reykjavík en nú, mest 56,7 mm hinn 5. mars 1931. gudni@mbl.is Óvenju mikil úrkoma var í Reykjavík  Úrkomumælir mældi 83,2 mm úrkomu frá hádegi 16. til hádegis 18. nóvember Morgunblaðið/Hari Reykjavík Grenjandi rigning og rok var í borginni og víðar um helgina. „Nú getum við látið verkin tala og fæðingin er hafin. Allur undirbún- ingur er að baki og heimild til fram- kvæmda var fengin með íbúakosn- ingum, þar sem afgerandi stuðningur var staðfestur,“ segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags. Á þess veg- um verður byggður nýr miðbær á Selfossi og fyrstu skóflustungurnar að honum voru teknar síðastliðinn laugardag. Það gerðu Leó, Guðjón Arngrímsson, sem einnig er hjá Sig- túni, og svo þau Ásta Stefánsdóttir og Gísli Halldór Halldórsson, fyrr- verandi og núverandi bæjarstjóri í Árborg. Byggingarnar í nýja miðbænum verða í gömlum stíl og samtals 33 talsins. Þær þrettán fyrstu verða til- búnar vorið 2020 og þar á meðal verður eftirgerð af gömlum bygg- ingum Mjólkurbús Flóamanna, hvar verður meðal annars safn til sögu skyrgerðar á Íslandi. Unnið hefur verið að undirbúningi nýja miðbæjarkjarnans undanfarin ár. Undir er tveggja hektara svæði í hjarta bæjarins þar sem verða versl- anir, veitingastaðir, íbúðir, hótel og fleira. Batteríið Arkítektar hefur hannað miðbæinn og hefur umsjón með framkvæmdum. JÁ-verk sér um byggingu húsanna. sbs@mbl.is Ljósmynd/Håkon Broder Lund Samtaka Sigtúnsmenn og bæjarstjórar tóku skóflustungurnar. Miðbærinn fæðist  Framkvæmdir hafnar á Selfossi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.