Morgunblaðið - 19.11.2018, Page 9

Morgunblaðið - 19.11.2018, Page 9
Ljósmynd/Bergur Sigfússon Aurskriða Bergur Sigfússon, bóndi í Austurhlíð í Skaftártungum, þurfti að ryðja heimreiðina vegna aurskriðu sem féll líklega aðfaranótt sunnudags. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Þetta var ekki stærri aurskriða en svo að ég gat stungið í gegnum skrið- una með traktornum og opnað veg fyrir frjótækninn sem varð að klára sæðingu á tveimur kúm í gær. Það var mikilvægt að klára sæðinguna í gær þar sem það skiptir öllu að hitta á réttan tíma þegar kýrnar hafa egg- los,“ segir Bergur Sigfússon, bóndi í Austurhlíð í Skaftártungu, í samtali við Morgunblaðið, en aurskriða féll á heimreið bæjarins. Hefur aurskriða að líkindum ekki fallið á þessum stað í um 80 ár. Að sögn Bergs féll aurskriðan úr hlíðinni yfir heimreiðina í 300 metra fjarlægð frá bænum og sást ekki þaðan. Mikil rigning og lítið frost „Skriðan hefur að öllum líkindum fallið aðfaranótt sunnudags.Við urð- um ekki vör við neitt og vissum ekki af þessu fyrr en frjótæknir sem við áttum von á hringdi og sagðist ekki komast til okkar vegna aurskriðu í heimreiðinni. Það kom mér alveg í opna skjöldu því að ekki er vitað til þess að minnsta kosti síðustu 80 ár að þar hafi fallið skriða,“ segir Berg- ur sem tók við búskap á bænum af afa sínum sem er nú 81 árs gamall. Bergur telur að mikil rigning í bland við óvenjulítið frost á þessum árstíma hafi haft sitt að segja og leitt til þess að skriðan féll. Vissu ekki af skriðufalli í heimreið bæjarins  Engin aurskriða fallið í Austurhlíð í minnst 80 ár  Síðasti dagur til sæðinga á sunnudag vegna eggloss hjá kúnum FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018 Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 Mánudag til Laugardags Opnunartímar 10:00 - 18:00 BLACK FRIDAY! Af tölvuskjám Allt að50%Afsláttur Af fart ölvum Allt að 40.000 Afslátt ur 19.-24. nóvember Af yfir 1000 vörum 90% Afslátt ur Allt að Fyrir upphæð all t a ð 3 00 .0 00KA UP IR NÚ NA OG GREIÐIR 1. FEB. 2019JÓ LAG REITT 2.95% lántökugjaldoggreiðslu-ogtilky nni ng ar gj al d kr . 1 95 19.N óvem ber 2018 • B lack Friday tilboð gilda 19-24.nóvem ber eða m eðan birgðir endast.B irt m eð fyrirvara um breytingar,innsláttarvillur og m yndabrengl „Við erum mjög stutt frá þeirri um- ræðu að fólk talaði um sjálfsvíg sem eitthvert val, eigingjarna athöfn og siðlausa athöfn. Við erum bara stutt komin í þeirri umræðu, en sem betur fer lögð vel af stað,“ sagði Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur í þjóðmálaþættinum Þingvöllum á K100 í gærmorgun. Þar var því m.a. velt upp hvers vegna Ísland hefði haft eina hæstu sjálfsvígstíðni ungra manna undanfarin tíu ár. Vigfús sagði mikilvægt að fjöl- skyldur fengju stuðning og talað væri um sjálfsvíg sem veikindi. „Við erum að eiga við veikan hug sem rökstyður sig út úr lífinu. Þessi hug- ur kemst að því að allir séu betur settir án sín. Það er mjög mikilvægt fyrir þær fjölskyldur sem tengjast sjálfsvígum að fá þá aðstoð og skilja að viðkomandi deyr úr veikindum. Það á að tala um sjálfsvíg sem veik- indi,“ sagði hann. 2018 „metár“ dauðsfalla Vigfús var viðmælandi Bjartar Ólafsdóttur auk Funa Sigurðssonar, forstöðumanns Stuðla, en einnig mættu þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson og Willum Þór Þórsson í viðtal til Bjartar. Fíknivandinn og aukin neysla lyfseðilsskyldra lyfja meðal ungs fólks voru meðal þess sem bar á góma og þingmennirnir voru spurðir út í afstöðu sína til málaflokksins, einkum í ljósi þess að árið 2018 fær þann vafasama titil að vera metár hvað viðkemur dauðs- föllum hjá fíklum. Funi nefndi að pláss væri ekki vandamál í þessum efnum heldur væri skortur á fjöl- breyttum úrræðum. „Fyrir tveimur áratugum vorum við að berjast við unglingadrykkju og reykingar. Við höfum náð stór- kostlegum árangri í því […] en þró- unin hefur verið óheillavænleg í þessari tegund fíknisjúkdóma og í þessum harðari heimi. Þetta er kannski flóknari heimur því hann tengist öðrum og verri hlutum. Hann er lúmskari og erfiðari viður- eignar. Auðvitað lögum við þetta ekki eða tökumst á við þetta í einu vetfangi, en við þurfum í gegnum allt velferðarkerfið okkar að búa til úrræði,“ sagði Willum. lisbet@mbl.is K100 Vigfús Bjarni Albertsson (t.v.) og Funi Sigurðsson á Þingvöllum. Sjálfsvíg rædd sem veikindi  Sjálfsvígstíðni ungra manna há

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.