Morgunblaðið - 19.11.2018, Page 12

Morgunblaðið - 19.11.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018 Veldu Panodil® sem hentar þér! Verkjastillandi og hitalækkan Panodil filmuhúðaðar töflur, Panodil Zapp filmuhúðaðar töflur, Panodil Junior mixtúra, Til inntöku. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis d dreif eða lyfjafræ r par kanir. Sjá nánari up flur. Innihelduinntö ðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaver ku, Panodil Brus freyðitö i a, Panodil Hot mixtúruduft, lausn til kjum. Hitalækkandi. serlyfjaskra.is. gum ver á www. acetamól. Við væ plýsingar um lyfið Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ingibjörg var skörungur semskóp og mótaði menningar-heimili sem var miðstöð Ís-lendinga í Kaupmannahöfn. Okkur finnst mikilvægt að halda hennar þætti til haga á sýningunni í endurgerðri íbúðinni,“ segir Mar- grét Hallgrímsdóttir þjóðminja- vörður. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á endurbætur á íbúðinni í Jónshúsi á Øster Vold- gade 12 í Kaupmannahöfn, þar sem þau Jón Sigurðsson forseti og Ingi- björg Einarsdóttir kona hans bjuggu frá 1852 til dánardægurs, en þau létust bæði árið 1879. Á þriðju hæð Alþingi Íslendinga fékk hús Jóns Sigurðssonar við Austurvegg, eins og gatan heitir upp á íslensku, að gjöf 1966. Þar hefur æ síðan verið margvíslegt félagsstarf og menningarlíf á vegum Íslendinga í Kaupmannahöfn, auk íbúða sem ís- lenskir fræðimenn hafa aðgang að. Þá hefur frá upphafi verið minning- arstofa um Jón Sigurðsson með sýningu í byggingunni. Í tímans rás hafa þó verið gerðar ýmsar breytingar á fyrir- komulagi sýningarinnar, sem hefur verið á þriðju hæð hússins þar sem íbúð þeirra Ingibjargar og Jóns var. Síðast var þar uppi sýning meðal annars með munum úr innbúi Jóns og Ingibjargar Einars- dóttur, sem Þjóðminjasafn Íslands varðveitir. Muna margir vafalítið eftir mublum og fleiru úr búinu sem var á sýningum safnsins, eins og það var forðum daga, og eins því að á núverandi grunnsýningu safnsins er einnig fjallað um Ingi- björgu og Jón. Heimili byggt á rannsóknum Á síðasta ári, þegar undirbún- ingur fyrir hátíðahöld í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands hófst, vaknaði sú hugmynd að end- urgera sýninguna í Jónshúsi. Fól Alþingi Þjóðminjasafninu að hanna og setja upp sýningu. Þá var ákveðið að íbúðin skyldi gerð upp svo hún yrði sem líkust því sem var á tímum Jóns og Ingibjargar. Er heimilið endurgert á grundvelli rannsókna á íbúðinni sjálfri, sagn- fræðilegum heimildum og varð- veittum munum heimilisins í safn- kosti Þjóðminjasafns. „Okkur fannst þetta strax áhugavert verkefni og þá ekki síst að endurgera íbúðina út frá heim- ildum og rökstuddum tilgátum,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir. Þjóðminjasafnið fól Láru Magnúsardóttur sagnfræðingi að kanna tiltækar heimildir um hvern- ig heimili Jóns og Ingibjargar hefði litið út og skilaði sú rannsókn heil- miklu. Einnig var höfð hliðsjón af þekkingu og heimildum um borg- araleg heimili í Danmörku á síðari hluta 19. aldar. „Í þessu verkefni hefur verið valinn maður í hverju rúmi og sam- vinnan afar gefandi. Mjög munaði um að við fengum eins og svo oft áður danska forvörðinn Robert Larsen, sem starfað hefur hjá Þjóðminjasafni Dana, til liðs við okkur. Í Jónshúsi tók hann sig til og skóf hvert málningarlagið ofan af öðru þannig að hinir upphaflegu litir í íbúðinni sáust,“ segir Mar- grét. Thorvaldsensgulur og Ítalíurautt Og það fer ekkert á milli mála; eldhúsið var gulbrúnt, gangurinn Thorvaldsensgulur eins og það er kallað, bókastofan Ítalíurauð, stáss- stofa og svefnherbergi græn og hornstofan í ljósgulum lit. Hópur iðnaðarmanna hefur sinnt þessum endurbótum út frá sýning- arhandriti og hefur Halla Bene- diktsdóttir, umsjónarmaður Jóns- húss, haft umsjón með framkvæmdunum. Þá hefur Jón Runólfsson, fyrrverandi umsjón- armaður, komið að málum. Halla hefur til að mynda feng- ið íslenskar konur búsettar í Kaup- mannahöfn til að sauma í púða og textíla eins og prýddu heimili hjónanna um miðja 19. öld. Allt eru þetta forkunnarfagrar hannyrðir. Þá hefur bókasafni hússins sem til- heyrir arfleifð Jóns verið komið fyrir í bókastofu heimilis Ingibjarg- ar og Jóns ásamt útgefnum bókum um líf og starf Jóns forseta. Bóka- stofa Jóns er mikilvægur hluti sýn- ingarinnar. Húsbúnaður frá fornsölum Þegar kom svo að því að velja húsbúnað var ákveðið að sýna ekki viðkvæmar þjóðminjar heldur kaupa húsbúnað frá miðri 18. öld á fornsölum í Kaupmannahöfn og reyndist úr nægu að velja. „Við vildum að fólk gæti sest niður við borð eða í sófa og umhverfið væri þannig að fólk gæti notið, hand- leikið og skoðað. Gildi munanna úr hinu upphaflega innbúi Ingibjargar og Jóns er meira en svo að áhætta sé tekin. Allir í sýningarhópnum, hönnuðir, forverðir, sérfræðingar og starfsmenn hússins undir stjórn verkefnisstjóra, hafa verið ótrúlega útsjónarsamir við að finna muni á fornsölum og mér finnst útkoman mjög skemmtileg,“ segir Margrét. Sem fyrr segir hefur stjórn sýningarinnar verið í höndum þjóð- minjavarðar í umboði Alþingis. Heiti hennar er Heimili Ingibjarg- ar og Jóns. Miðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn 1851-1879. Heim- ildaöflun vegna sýningarinnar hef- ur verið í höndum sýningarhöf- undar og sérfræðinga Þjóðminja- safns. Af nægu er að taka, enda margt til skráð um líf og starf Ingi- bjargar og Jóns. Verður sá fróð- leikur aðgengilegur í íbúðinni í Jónshúsi á veggspjöldum. Hönnuðir sýningarinnar eru þeir Þórarinn Blöndal og Finnur Arnar Arnars- son. Fjölmargir aðrir sérfræðingar hafa komið að verkefninu undir verkefnisstjórn Evu Kristínar Dal hjá Þjóðminjasafni Íslands. Fjölsóttur staður Sýningin í Jónshúsi verður opnuð 6. desember næstkomandi; á Nikulásarmessu og fæðingardegi dr. Kristjáns Eldjárns þjóðminja- varðar og forseta Íslands. Margrét segir dagsetninguna skemmtilega en góða tilviljun, með vísan til þess að fáum hafi tekist eins vel upp og Kristjáni í frásögnum af þjóðmenn- ingu og sögu Íslendinga og gert hana aðgengilega almenningi. „Hér í Kaupmannahöfn er ekki til neitt sem sýnir íbúð 19. aldar og að því leyti mun sýningin í íbúð þeirra Ingibjargar hér í Jónshúsi hafa mikið gildi,“ segir Halla Bene- diktsdóttir. Hún hefur búið í Kaup- mannahöfn í tæpan áratug og síð- astliðin þrjú ár verið umsjónar- maður Jónshúss. Þar er aðsetur Íslendingafélagsins í Kaupmanna- höfn, fimm íslenskir kórar æfa í húsinu, vikulega er þar íslensku- skóli fyrir börn, stundum sunnu- dagskaffi fyrir gesti og fleira skemmtilegt. „Hingað koma sennilega á bilinu 1.200-1.300 manns á mánuði og verða sjálfsagt fleiri eftir að ný og áhugaverð sýning verður opn- uð,“ segir Halla í Jónshúsi að síð- ustu. Aftur til 19. aldar Heimili Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns forseta í Kaupmannahöfn endurgert eftir heimildum í tilefni fullveldisafmælis. Var miðstöð samfélags Íslendinga og verður opnað 6. desember næstkomandi. Bókastofan Íbúðin er nú komin í sína upprunalegu liti og í bókastofunni er fjöldi rita um Jón forseta og Ingibjörgu, sem margir hafa skrifað um. Stöllur Halla Benediktsdóttir, umsjónarmaður Jónshúss, við mynd af Ingibjörgu Einarsdóttur, konunni sem forðum réð ríkjum í þessu sama húsi. Jónshús Byggingin er við Øster Voldgade 12 í Kaupmannahöfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.