Morgunblaðið - 19.11.2018, Side 14
Samkaup kaupa
tólf verslanir Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað
kaup Samkaupa á tólf verslunum
Basko á höfuðborgarsvæðinu. Um er
að ræða verslanir 10-11 í Lágmúla,
Grímsbæ, Hjarðarhaga, Laugalæk,
Borgartúni og Hafnarfirði, verslanir
Iceland í Garðabæ, Engihjalla, Vest-
urbergi og Arnarbakka auk háskóla-
verslana í HÍ og HR.
Í tilkynningu sem send var fjöl-
miðlum á sunnudag segir að jafn-
framt hafi verið undirritaður samn-
ingur um að Samkaup eignist
verslanir Iceland á Akureyri og í
Reykjanesbæ. Mun Samkeppnis-
eftirlitið úrskurða um þau kaup á
næsta ári.
Morgunblaðið greindi frá því í júlí
að samningar hefðu náðst um kaup
Samkaupa á fjórtán verslunum
Basko með fyrirvara um samþykki
Samkeppniseftirlitsins. Áður rak
Basko samtals 42 sölustaði undir
ýmsum merkjum, en gangi salan á
verslunum Iceland á Akureyri og
Reykjaesbæ verða verslanir Basco
28 talsins.
Ómar Valdimarsson, forstjóri
Samkaupa, segir að kaupin á versl-
ununum muni auka samkeppni á dag-
vörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu.
Áður en Basko-verslanirnar bættust
við ráku Samkaup fimmtíu verslanir,
m.a. undir merkjum Nettó, Kjörbúð-
arinnar og Krambúðarinnar.
Öllu starfsfólki Basko-verslananna
mun standa til boða að starfa áfram
hjá Samkaupum. ai@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
Samþjöppun Samkaup eignast, meðal annars, sex 10-11 verslanir.
Bíða enn úrskurðar um tvær búðir
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
19. nóvember 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 123.64 124.24 123.94
Sterlingspund 158.5 159.28 158.89
Kanadadalur 93.86 94.4 94.13
Dönsk króna 18.76 18.87 18.815
Norsk króna 14.563 14.649 14.606
Sænsk króna 13.638 13.718 13.678
Svissn. franki 122.65 123.33 122.99
Japanskt jen 1.0905 1.0969 1.0937
SDR 170.79 171.81 171.3
Evra 140.01 140.79 140.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.4959
Hrávöruverð
Gull 1210.6 ($/únsa)
Ál 1916.0 ($/tonn) LME
Hráolía 66.68 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Mike Pence,
varaforseti Banda-
ríkjanna, sagði,
bandarísk stjórn-
völd reiðubúin að
leggja enn meiri
tolla á kínverskar
vörur. Sagði hann
að Bandaríkin
mundu ekki hvika
frá stefnu sinni í
tollastríði landanna fyrr en kínversk
stjórnvöld hefðu séð að sér.
„Við höfum hækkað tolla á kínversk-
an innflutning að andvirði 250 milljarða
dala og gætum meira en tvöfaldað þá
tölu,“ sagði Pence á ráðstefnu APEC
ríkjanna í Papúa Nýju-Gíneu á laugar-
dag.
Notaði Pence tækifærið einnig til að
vara aðrar þjóðir við að taka lán frá
Kína en kínversk stjórnvöld hafa þótt
beita lánveitingum til að auka pólitísk
áhrif sín víða um heim.
ai@mbl.is
Enginn friðartónn í
ummælum Pence
Mike Pence
STUTT
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Dæmin sanna að leysa má mikla
krafta úr læðingi með því að hópa
saman fyrirtækjum og frumkvöðl-
um í klasa. Er eins og það eitt að
vera undir sama þaki stuðli að því
að þekking flæði greiðlega á milli
fólks og góðar hugmyndir kvikni
sísvona í samtölum við kaffivélina.
Ifor Ffowcs-Williams segir samt
ekki sama hvernig staðið er að
klasastarfi. Hann bendir líka á að
þó að íslenskir klasar hafi náð góð-
um árangri þá séu aðrar þjóðir að
sinna sínum klösum með markviss-
ari hætti, og með rausnarlegri
stuðningi hins opinbera.
Ifor er forstjóri ráðgjafarfyri-
tækisins Cluster Navigators á
Nýja-Sjálandi og heimsótti Ísland á
dögunum til að halda námskeið um
klasastarf. Hann hefur verið reglu-
legur gestur hér á landi undanfar-
inn hálfan annan áratug og lagt
mikið af mörkum við ýmis klasa-
verkefni.
Meðal þess sem Íslendingar eru
að gera rétt, að mati Ifor, er að
stofna klasa í kringum atvinnu-
starfsemi þar sem þegar er ein-
hvers konar forskot til staðar. „Það
væri ekki vænlegt til árangurs að
ætla að setja á laggirnar kjarn-
orkutækniklasa í Keflavík,“ segir
hann. „Samfélög þurfa að skoða og
skilja hvar styrkleikarnir liggja og
í hverju sérstaðan er fólgin, og
stofna klasa á því sviði.“
Skapi heilbrigt vistkerfi
Þá er ekki nóg að einfaldlega
kaupa húsnæði og fylla af metn-
aðarfullu fólki. „Hlúa þarf að vist-
kerfinu innan klasans og fylla í göt-
in ef þau eru til staðar,“ segir Ifor
og nefnir sem dæmi að hjá klösum
í Úkraínu sem hann hefur veitt
ráðgjöf hafi það reynst mikil áskor-
un að skapa traust á milli þátttak-
enda í klösum svo að þeir haldi
ekki hugmyndum sínum og verk-
efnum leyndum. „Þessi göt geta
verið af ýmsu tagi, t.d. vöntun á
þjálfun, skortur á tengingum út í
heim eða lítið framboð af opinber-
um styrkjum og viljugum fjárfest-
um.“
Hjá árangursríkustu klösunum
hefur tekist að koma á góðri
blöndu af samkeppni og samstarfi,
sem Ifor kallar á ensku „coopeti-
tion“. „Gott dæmi um þetta er Kís-
ildalur þar sem ríkir geysilega hörð
samkeppni á milli fyrirtækja en
þau gera sér um leið grein fyrir að
á vissum sviðum er betra að vinna
saman, sameina kraftana og nýta
styrkleika og sérþekkingu hvers og
eins. Þetta gera líka öflug íslensk
fyrirtæki á borð við Marel og
Hampiðjuna, sem leita til utanað-
komandi aðila og nýta sérþekkingu
þeirra til að leysa ýmis afmörkuð
verkefni.“
Samræmt og hnitmiðað
Ifor mælir einnig með því að
samræma stuðning stofnana við
nýsköpun. Hann segir það eiga við
um Ísland rétt eins og flest önnur
lönd að fjöldi stofnana hefur ein-
hvern snertiflöt við nýsköpunar-
samfélagið en þær vinni hver í sínu
horni, og hver með sína stefnu og
markmið. „Það er hægara sagt en
gert, en þessar stofnanir þurfa að
geta talað saman. Þær ættu að
setjast að borðinu með nýsköpun-
arfyrirtækjunum til að stilla saman
strengi til að geta veitt nákvæm-
lega þá hjálp sem fyrirtækin vant-
ar í raun.“
Þessu tengt segir Ifor að gæti
verið gæfuspor að stjórnvöld
eyrnamerki fjármagn tilteknum
klösum, til viðbótar við styrki sem
gætu verið í boði annars staðar.
„Þetta sjáum við t.d. gerast í Kan-
ada þar sem nýlega var ákveðið að
ráðstafa 150 milljónum dollara til
að koma sjávarútvegsklösum á
laggirnar. Brot af fjármagninu fer í
yfirbyggingu og stjórnun en megn-
inu verður ráðstafað í rannsóknir
og þróun, og notað til gefa þátttak-
endum í klasanum góðan stökkpall
fyrir nýjar vörur og þjónustu. Hef-
ur þess líka verið vandlega gætt að
það séu ekki stjórnvöld sem ráði
hvert fjármagnið fer, heldur fyr-
irtækin. Fyrirtækin ráða ferðinni
en stjórnvöld eru í því hlutverki að
útvega fjármagnið og leiða saman
klasann og fræðasamfélagið.“
Sterkir klasar blanda sam-
an samkeppni og samstarfi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Samanburður Ifor segir stjórnvöld í Kanada hafa farið þá leið að eyrna-
merkja háar fjárhæðir klasastarfi og skapa þannig enn betri stökkpall.
Að búa til öflugan klasa kallar á að skapa rétta vistkerfið og fylla í ákveðin göt