Morgunblaðið - 19.11.2018, Side 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018
hafðu það notalegt
handklæðaofnum
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
Eigum úrval af
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
„Þetta snýst ekki um mig, þetta snýst
um hvert rétta skrefið er fyrir þjóð-
ina,“ sagði Theresa May í viðtali á Sky
News í gær. Margir þingmenn eru
ósammála þessari fullyrðingu hennar.
Þeim finnst málið einmitt snúast að
miklu leyti um hana og þau drög sem
hún hefur lagt fram.
Það stendur áfram styr í Bretlandi
um háttinn sem verður hafður á út-
göngu þeirra úr Evrópusambandinu.
Stöðu May sem forsætisráðherra er
ógnað og í dag kann að skýrast hvort
gengið verður til atkvæðagreiðslu
meðal íhaldsþingmanna um vantraust
á henni. Til þess að kosið verði um
slíkt, þurfa stjórn flokksins fyrst að
berast 48 bréf sem krefjast þess.
May myndi sennilega tapa
Formaður nefndar þingflokks
íhaldsmanna, Sir Graham Brady, gef-
ur ekkert upp um fjölda bréfa sem
hafa borist en segir að um leið og 48
bréf hafi borist honum, muni hann til-
kynna það umsvifalaust. May hefur
gert athugasemd við orðróm um van-
traust: „Brottrekstur minn myndi
ekki gera þessa útgöngu neitt auð-
veldari.“
Háværar gagnrýnisraddir eru uppi
um drög May að útgöngusamningi.
May er mjög í mun að koma þessum
samningi í gegnum þingið, því eins og
Guardian fjallaði um, kemur frestur á
útgöngunni til með að kosta Breta 10
milljarða punda, andvirði 1.576 millj-
arða króna.
Fjöldi þingmanna sér þó alls ekki
fram á að geta unað við 585 blaðsíðna
samningsdrögin sem May hefur lagt
fram. Mest er deilt um landamæri
Norður-Írlands við lýðveldið Írland.
Til þess að þau megi áfram vera opin
þarf Norður-Írland, sem er hluti af
Bretlandi, að lúta öðrum lögmálum en
restin af Bretlandi. Þennan fyrirvara
geta ekki allir fallist á og sumum þyk-
ir þetta heita að gefa um of eftir kröf-
um ESB.
Sem að framan greinir skapar
þetta vantraustsundiröldu gegn May
innan Íhaldsflokksins. Nadine
Dorries, samflokkskona May og þing-
kona í Mið-Bedfordshire, sagði á laug-
ardag við Sky News að sér kæmi ekki
á óvart ef stjórninni bærust þessi 48
bréf fyrir daginn í dag. „Nú förum við
að sjá hreyfingu á þessu,“ sagði Dor-
ries.
Ef til vantraustskosninga meðal
íhaldsmanna kemur og það er ekki
samþykkt, þá má ekki leggja fram
vantraust á May fyrr en að liðnum
öðrum 12 mánuðum. „Ég sé ekki fyrir
mér, þegar við stöndum frammi fyrir
öðrum eins vanda, að þingmenn muni
vilja gefa henni 12 mánaða vörn gegn
vantrausti. Ekki í þessum aðstæð-
um,“ segir Dorries. Hún telur að ef
kosið verður um hvort May víki eður
ei, þá hljóti May að tapa þeirri kosn-
ingu.
Bretar deila enn
Hvort sem breska þingið samþykk-
ir samningsdrög May eður ei, liggur
fyrir að föstudaginn 29. mars kl. 11
gengur Bretland úr Evrópusamband-
inu. Ef Bretar koma sér ekki saman
um hvernig þeir vilja hátta útgöng-
unni fer hún fram engu að síður og
það án samnings. Mun fæstum þykja
sú niðurstaða fýsileg.
Að fara úr ESB samningslaust gæti
haft í för með sér upplausn í Norður-
Írlandi, mikla röskun á viðskiptasam-
böndum Breta við aðrar þjóðir og
óvissu fyrir bæði breska íbúa í Evr-
ópusambandslöndum og sömuleiðis
Evrópumenn búsetta í Bretlandi.
Öll spjót standa nú á May
Stjórn Íhaldsflokksins tilkynnir þegar henni hafa borist nógu mörg bréf til að
knýja fram atkvæðagreiðslu um vantraust Staða May gæti skýrst í dag
AFP
Erfiðir tímar Theresa May forsætisráðherra yfirgefur þinghúsið um
helgina. Staða hennar sem leiðtogi Íhaldsflokksins er síður en svo trygg.
Donald Trump Bandaríkjaforseti er
ekki sannfærður um að sú niðurstaða
bandarísku leyniþjónustunnar, CIA,
að Mohammed bin Salman, krónprins
Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morðið á
Jamal Khashoggi, sé rétt. Utanríkis-
ráðuneyti Bandaríkjanna sagði niður-
stöðurnar „ónákvæmar“ og Trump tók
í sama streng í samtali við Fox.
Leyniþjónustan CIA greindi frá því
á laugardaginn að hún teldi öruggt að
bin Salman hefði fyrirskipað morðið.
Utanríkisráðuneyti Trumps kvað þá
niðurstöðu CIA vera hennar en ekki
endilega bandarískra stjórnvalda.
Trump gaf óskýr svör um þessi mál um
helgina og vísaði til væntanlegrar
skýrslu stjórnvalda um morðið.
Jamal Khashoggi var myrtur inni á
ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í
Istanbúl í Tyrklandi í október. Sak-
sóknari í Sádi-Arabíu hefur komist að
niðurstöðu ólíkri niðurstöðu CIA. Þar
hafa fimm sádiarabískir embættis-
menn verið ákærðir fyrir morðið en
krónprinsinn bin Salman sagður ekki
tengjast málinu.
Krónprinsinn og Jemen
Nú er hávær krafa uppi á Vestur-
löndum um að þrýst sé á sádíarabísk
stjórnvöld um að bæði gangast við
morðinu og, sem skiptir meira máli, að
þau láti af hernaði í
Jemen og semji
um vopnahlé.
Bandaríkin og,
þótt í minna mæli
sé, Bretland eiga
mikilvægt við-
skiptasamband við
Sádi-Arabíu vegna
vopnasölu. Ætla
má að Trump víki
sér undan afdrátt-
arlausum spurningum um krónprins-
inn þeirra vegna.
Í Jemen hefur ríkt styrjaldarástand
í nokkur ár. Tugir þúsunda hafa látist
og þar blasir við versta hungursneyð
síðari tíma. Sádí-Arabía styður ríkis-
stjórnina þar gegn uppreisnarmönn-
um. Krónprinsinn bin Salman er sagð-
ur lykilmaður í stríðinu í Jemen.
Fréttaskýrandi BBC telur stöðu
krónprinsins aldrei hafa verið veikari.
Að hans sögn mun prinsinn missa ein-
ræðisvald sitt yfir Sádí-Arabíu. Þannig
hafi þetta neikvæð áhrif á hann jafnt í
málum innan hans eigin ríkis sem og
alþjóðlega. Ekki alls fyrir löngu var
hann vinsæll og dáður af Vestur-
landabúum ýmsum og jafnvel í Holly-
wood en eftir morðið á Khashoggi og
versnandi ástand í Jemen er hann í
slæmri stöðu á flestum vígstöðvum.
Niðurstaða CIA,
ekki Bandaríkjanna
Krónprins Sádi-Arabíu í slæmri stöðu
Mohammed bin
Salman
Yfirvöld í Argentínu hafa ekki efni á
að draga brak kafbátsins ARA San
Juan upp af hafsbotni, en brakið
fannst í nokkrum pörtum í Atlants-
hafi á laugardag. Nú er þrýst á yfir-
völd að ráðast í aðgerðir og segjast
syrgjendur látinna í skipbrotinu
ekki fá lúkningu fyrr en þá.
Varnarmálaráðherra Argentínu
sagði í viðtali við BBC að ríkið „hefði
ekki efni“ á að draga bátinn upp.
Báturinn hvarf 15. nóvember í fyrra
og hefur ríkt fullkomin óvissa um af-
drif hans þar til nú, næstum ná-
kvæmlega ári síðar.
„Við erum öll miður okkar hérna,“
segir Yolanda Mendiola, móðir 28
ára háseta sem var um borð í skip-
inu. „Þeir segja að börnin okkar séu
í brakinu. Við fáum ekki lúkningu
fyrr en það verður dregið upp. Það
er hægt, segja þeir [fyrirtækið er
fann brakið],“ sagði Mendiola.
Brakið liggur sundurhlutað á 70
fermetra svæði á 900 metra dýpi.
Bandarískt björgunarfyrirtæki,
Ocean Infinity, fann brakið eftir
langa leit. Argentínska ríkið hafði
falið fyrirtækinu þetta verkefni eftir
að önnur viðleitni bar ekki árangur.
Að draga bátinn upp af hafsbotni
er að sögn heimildarmanns BBC
mjög flókin aðgerð og „því ákaflega
dýr“. Enn liggur ekki nákvæmlega
fyrir hvað olli því að kafbáturinn
fórst, en vitað er að sprenging varð
um borð í honum.
Kafbátur fundinn eftir árs langa leit
ARA San Juan fannst á hafsbotni
Syrgjendur vilja að braki sé lyft
AFP
ARA San Juan Fjölskyldur látinna
mótmæltu sparsemi stjórnvalda.
Donald Trump Bandaríkjaforseti
segir ástandið í bænum Paradise í
Norður-Karólínu óviðunandi eftir
stórbruna um helgina. Mannfall er
einnig mikið eftir hamfarirnar.
Bærinn Paradise er brunninn til
grunna ásamt þúsundum annarra
mannvirkja víða um Norður-
Kaliforníu. Trump ferðaðist vestur
til Kaliforníu um helgina til að kanna
aðstæður þar.
„Þegar maður fylgist með frá
Washington gerir maður sér ekki
grein fyrir alvöru málsins,“ sagði
hann í samtali við fjölmiðla vest-
anhafs. „Eins miklir og eldarnir
virðast á sjónvarpsskerminum sér
maður ekki hvað er í gangi fyrr en
maður mætir á svæðið,“ sagði for-
setinn einnig.
Ástandið á þessum svæðum er,
eins og Trump bendir á, graf-
alvarlegt. Í gær voru 79 sagðir látnir
svo vitað sé, sem eitt og sér er lang-
hæsta tala látinna í skógareldum í
sögu svæðisins. Líklegt þykir að tala
látinna eigi eftir að hækka enn frek-
ar á næstunni. Á þrettánda hundrað
manns er enn saknað. Loftmengun á
svæðinu er einnig í sögulegu há-
marki og alþjóðleg loftgæðamæl-
ingasamtök hafa ályktað um að
hvergi í heiminum finnist eins slæmt
loft núna og á þessum slóðum í Kali-
forníu. snorrim@mbl.is
AFP
Á vettvangi Donald Trump forseti
fór á hamfarasvæðið um helgina.
Hátt í 80
manns eru
sagðir látnir
Bærinn Paradise
rústir eftir stórbruna